Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 12
12- MIÐVIKUDAGUR 3. MAKS 1999
DOLBY
Sjáið hana aftur, nú ÍTHX
Sýnd kl. 18:50
Simi 462 3500 * Holabraut 12 • www.nett.is/borgarbio
THIN RED LINE
VAMPIRES
SERHVER MAÐUR
HAIR SÍNA EIGIN
ORRUSTU. SEAN
PENN, WOODY
HARELSON, JOHN
TRAVOLTA, NICK
NOLTE, GEORGE
CLOONEY & FLEIRI
STÓRLEIKARAR
- TILNEFND TIL 7
ÓSKARSVERÐLAUNA
M.A. SEM BESTA
MYNDIN
Miðuikud.
kl. 21.
HER ER A FERÐINNI
BLOÐUG HROLLVEK-
JA. JAMES WOODS
LEIKUR BLOÐSUG-
UBANA SEM VIN-
NUR FYRIR
VATÍKANIÐ. HANN
ASAMT
ÚRVALSSVEIT BLOÐ-
SUGUBANA ÆTLAR
AÐ DREPA SIÐUSTU
BLOÐSUGUNA SEM
TIL ER I HEIMINUM.
EN ÞAÐ ER HÆGARA
SAGT EN J3ERT.
AÐALHLUTVERK:
JAMES Y.'OODS &
DANIEL BALDY/IN
Miðuikud.
kl. 21 og 23.
jjOOLBY 1
G IT&L
I G I T A L
ÍÞRÓTTIR
jy^ptr
Erld Nool
og Szabo
keppa hér
álandi
Dagana 14. og 16. mars verða
haldin hér á landi tvö stökkmót
þar sem allir okkar bestu
stökkvarar vera meðal kepp-
enda. Fyrra mótið fer fram á Ak-
ureyri sunnudaginn 14. mars og
er haldið af Ungmennafélaginu
Reyni á Arskógsströnd. Þar
verður keppt í langstökki, há-
stökki og stangarstökki karla og
kvenna og verða þar meðal
keppenda þau Vala Flosadóttir,
Þórey Edda Elísdóttir og Jón
Arnar Magnússon, öll nýkomin
frá heimsmeistaramótinu inn-
anhúss, sem nú fer fram í Japan.
Auk þeirra mun tugþrautar-
kappinn Erki Nool frá Eistlandi
keppa á mótinu.
Eins og kunnugt er átti Erki
Nool að keppa á Stórmóti ÍR
fyrr í vetur, en kappinn forfall-
aðist vegna meiðsla á síðustu
stundu. I staðinn fá þá Norð-
Iendingar að berja þennan mikla
tugþrautarkappa augum, þar
sem hann mun etja kappi við
Jón Arnar f Iangstökki og stang-
arstökki. Hann á betri árangur
en Jón í báðum greinum, en Jón
mun örugglega ætla sér sigur á
mótinu, svo nálægt heimaslóð-
um, norðan heiða.
Szabo í Höllinni
Seinna mótið fer fram í Laugar-
dalshöll þriðjudaginn 16. mars
og verður þar keppt í hástökki
karla og stangarstökki kvenna.
Mótið er haldið af IR-ingum og
er nú verið að athuga hvort hægt
er að bæta við keppni í hástökki
kvenna.
Nú er ljóst að Zsuzsa Szabo
frá Ungverjalandi, sem á dögun-
um setti Evrópumet í stangar-
stökki kvenna, þegar hún stökk
4,51 m, mun keppa á mótinu,
ásamt þeim Völu Flosadóttur og
Þóreyju Eddu Elísdóttur. Szabo
er í mjög góðu formi þessa dag-
ana og hefur hún í tvígang að
undanförnu reynt að bæta gild-
andi heimsmet. Auk hennar er
von á hollensku stúlkunni Mon-
ique De Wilt á mótið, en hún
hefur hæst stokkið 4,20 m.
I dag eru þær Szabo, Vala og
Þórey Edda í 2., 5. og 6. sæti á
heimslistanum innanhúss, en
De Wilt í 19. sætinu. Þær eru
allar meðal keppenda á HM í
Japan og koma þaðan beint til
Islands. Það stefnir því í spenn-
andi keppni í stangarstökkinu í
Laugardalnum.
I hástökki karla verður Is-
landsmeistarinn Einar Karl
Hjartarson meðal keppenda og
er nú unnið að því að fá tvo er-
lenda stökkvara frá Noregi og
Svíþjóð til að etja kappi við Ein-
ar Karl, sem hefur hæst stokkið
2,16 metra innanhúss.
UEFA
bikaiiim
Úrslit leikja í
8-liða úrslitum:
Bordeaux-Parma 2-1
Bologna-Lyon 3-0
Úrslit úr leikjum At. Ma-
drid og Roma og Marseille
og Celta Vígo höfðu ekki
borist þegar blaðið fór í
prentun.
KNATTSPYRNA
Terry Venables í sárum
Terry Venables hefur endanlega gefið það frá
sér að taka við enska landsliðinu eftir að
samningur knattspyrnusambandsins og
Kevins Keegan rennur út. E1 Tel, sem var Iát-
inn hætta með Crystal Palace eftir skamma
veru, átti þá von heitasta að fá að taka við
landsliðinu aftur eftir að Hoddle var látinn
taka pokann sinn en fékk ekki stuðning á
æðstu stöðum og því var Keegan ráðinn með
skammtímasamningnum.
„Nú er of seint að tala við mig. Hefði ég átt
að taka við liðinu hefði það gerst strax. Það
eru mér vissulega vonbrigði hvernig málum er
nú komið en ég er þegar farinn að huga að
öðrum verkefnum," sagði Terry Venables í við-
tali við Daily Mail.
Ekki bara Le Saux
Robbie Fowler á yfir höfði sér yfirhaln-
ingu frá enska knattsp)Tnusamband-
inu eftir viðskipti sín við Greame Le
Saux á Iaugardaginn. Forráðamenn
Chealsea voru ekki ánægðir með að Le
Saux einn sæti í súpunni eftir árásina
á Fowler. Þeir halda því fram að Fowler
hafi sýnt sínum manni, Le Saux,
sódómíska tilburði með því að snúa að
honum óæðri endanum.
Paul Durkin, dómari leiksins, og
Dermot Gallagher, aðstoðardómari,
misstu báðir af atvikinu þegar Le Saux
réðist að Fowler, en eftir að hafa skoð-
að myndupptökur sagði Durkin dómari
að hann hefði örugglega sýnt Le Saux
rauða spjaldið hefði hann séð brotið.
Talið er að Le Saux fái minnst fjög-
urra leikja bann fyrir að reka olnbogann viljandi í hnakka Fowlers og
það er þá ekki fyrsta skipti sem hann fær bann í vetur, því hann fékk
að líta rauða spjaldið þegar hann hrinti Sebastien Perez í Ieik gegn
Blackburn. Þá veit enginn hver refsing Fowlers verður fyrir að veifa
rassinum að andstæðingi sínum.
Eftir fund enska knattspyrnusambandsins í gær voru þessir tveir
félagar úr enska landsliðinu víttir fyrir framkomu sína í leiknum og
hafa Ijórtán daga til gera grein fyrir sínum málum.
Engin samúð með Beckham
Diego Simeone, leikmaður Inter Milan og Argentínu, hefur enga
samúð með David Beckham eftir viðskipti þeirra á HM í Frakklandi.
„David Beckham gekk í gildruna og missti stjórn á skapi sínu. Þess
vegna var hann rekinn út af. Dómarinn gekk líka í gildruna með því
að reka Beckham út af þegar ég „datt“. Spjaldið átti að vera gult en
hann breytti því í rautt við fall mitt,“ sagði Simeone í gær.
Þeir sem sáu atvikið í Frakklandi eru enn að undrast yfir því að
Simeone geti leikið knattspyrnu á þeim brauðlöppum sem hann virð-
ist ganga á. Allar venjulegar Iappir hefðu léttilega staðið af sér meint
spark Davids Beckham. Simeone villti vísvitandi um fyrir dómaran-
um og tókst það.
Kapparnir mætast á vellinum í kvöld þegar Manchester United
tekur á móti Inter í Meistarakeppni Evrópu. Fróðlegt verður að fylgj-
ast með móttökunum sem Argentínumaðurinn fær frá stuðnings-
mönnum Beckhams.
Robbie Fowler.
Stórliðin á eftir Aiielka
Orðrómur er á kreiki að spánska félagið Atlet-
ico Madrid sé á eftir franska framherjanum
Nicolas Anelka hjá Arsenal fyrir næstu leiktíð.
I fréttum spánskra blaða segir að Anelka hafi
þegar rætt við forráðamenn Madridarliðsins,
en 24 milljóna dollara uppsett verð fyrir pilt-
inn hafi seinkað áframhaldand' - * vy ::n.
Atletico Madrid hefur að undanförnu leitað
að nýjum sóknarmanni, eftir að Christian
Vieri sem fór til Lazio á Ítalíu og einnig þar
sem einn skæðasti sóknarmaður liðsins,
Francisco Navaez „Kild“, hefur verið frá vegna
meiðsla.
Anelka sagði í viðtali við franska fjölmiðla
að sér leiddist í London, en hann á IJögur ár eftir af samningnum við
Arsenal, sem hann framlengdi fyrir skemmstu. Þess vegna er frekar
ólíklegt að Anelka sé á förum frá Arsenal því Arsene Wenger hefur
sagt að hann vilji ekki skipta á nokkrum öðrum leikmanni og Anelka,
hversu góður sem hann sé, ekki einu sinni Ronaldo.
Wenger sagði um helgina að engin tilboð hefðu enn borist í An-
elka, en það sagði hann eftir að hafa borið til baka orðróm um áhuga
bæði Barcelona og Juventus á kappanum og hugsanlega margmillj-
óna punda sölu.
Anelka átti stóran þátt í tvöföldum sigri Arsenal á síðustu leiktíð,
en mörkin tvö sem hann skoraði í landsleiknum gegn Englendingum
og frammistaða hans í síðustu leikjum hafa stóraukið áhuga þessara
knattspyrnurisa á að fá pilt í sínar raðir. - GÞö/ek