Dagur - 05.03.1999, Side 4

Dagur - 05.03.1999, Side 4
20-FÖSTVDAGVR S. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU Sennilega er óhætt að halda því fram að kosn- ingabaráttan sé hafin, fyrst stjórnarflokkarnir eru farnir að hnotabítast í fjölmiðlum vorum - og væntanlega munu rifrildi þingmanna þeirra færast í aukana eftir því sem nær dregur kosningum og flokkarnir tveir taka að leggja æ meiri áherslu á þær hugsjónir sínar sem skilur þá að, fremur en sameinar; þær hugsjónir sem flokk- arnir ætla að fara með yfir þröskuld alda- mótanna og inní hina nýju öld, og hið nýja árþúsund. Þeir munu marka sér stað og þaðan munu þeir boða stefnu sína á þessum tímamótum - sem eru að vísu ekki neitt, annað en að jörðin hefur enn eina hringferð sína um sólina, hringferð sem hófst þó í raun og veru hvergi - en þó ekkert muni í rauninni gerast getum við samt ekki varist þeirri hugsun að þetta séu tímamót og við munum líta til baka og fram á við, og við munum krefj- ast þess að leiðtogar okkar geri slíkt hið sama og segi okkur hvað þeir ætlist fyrir, hvernig hafi hvarflað að þeim að þeir geti þjónað okkur best á hinni nýju öld. Og stjórnarflokkarnir eins og aðrir stjórn- málaflokkar munu sem sé finna sér stað og þróa þar hugsjónir sínar um mannlífið á þessari nýju öld, um framtíðina, um framtíð okkar, um lífið og líf okkar á jörð- inni. Og leiðtogarnir munu leggja sig alla fram um að skoða og skilgreina hvað get- ur orðið okkur til betra lífs á öldinni nýju. Eða hvað? Hvað boðar sú kosningabar- átta sem nú er sumsé hafin með innbyrð- is karpi stjórnarflokkanna? Hverjar virð- ast vera þær hugsjónir sem þeir ætla að hrópa á torgum, hver er stefna þeirra yfir þröskuldinn, hver er þeirra framtíð, fyrir okkar hönd og annarra vandamanna? UMBUÐA- LAUST MikLlfengleg baráttumál - og falleg Jú, vitaskuld er það glæsileg framtíð. Við gátum auðvitað treyst því að þegar þing- menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks röknuðu loks úr þægilegu roti sfns huggulega og farsæla samstarfs þá væru þeir innblásnir af djúpum hugsjónum um mannlífið, uppfullir af hugmyndum og gegnsýrðir virðingu fyrir því viðfangsefni sem þeir biðja um að fá að axla - að leiða okkur inní nýju öldina og hið nýja árþús- und. Við gátum treyst því að þegar þeir gripu loks vopn sín af jörðu - örlítið farið að falla á þau - þá blikaði á eitthvað fal- legt. Eitthvað mikilfenglegt. Og sjá! Bar- áttumálin eru vissulega bæði falleg og mikilfengleg. Alver, jarðgöng og verk- smiðjur. Álver, jarðgöng og verksmiðjur. Þetta er það sem þingmenn stjórnarflokk- anna hafa fyrst kosið að verða ósammála um, þegar siðasta kosningabarátta aldar- innar er að hefjast; sú kosningabarátta sem setur stefnuna sem \áð munum fylgja fyrstu árin á nýrri öld. Álver, jarð- göng og verksmiðjur. Það er órói á eyjum hafsins, og hinar dreifðu byggðir lands- ins, sem svo heita, verða æ dreifðari og fámennari - og fleiri flykkjast hingað suð- ur. Hvað ætla Islendingar sér á hinni nýju öld, hvað vilja þeir; flytja þeir nauðugir og sakna þeir ævinlega sinna gömlu fjalla; mun skuggamynd fjallahringsins heima ætíð lifa í huga þeirra á mölinni, og mundu þeir halda þar kyrru fyrir ef þeir gætu - eða er ekkert við þessu að gera? Hverjar eru skoðanir stjórnarflokkana á þessu, hver er þeirra margnefnd framtíð- arsýn? Hún er engin, nema álver - og jarðgöng. Byggjum álver í einhverjum firði, og þá ... og þá ... þá gerist örugglega eitthvað ... þá kýs fólkið okkur kannski í kosningunum. Spurningin er bara, hvar á að reisa næsta álver, og hvar eigum við að troða okkur oní fjöll; er örugglega nóg bensín á vélunum, geta gröfur og ýtur og kranar bráðum farið að djöflast? Líðan fólks í þessu landi, heilsa þess, menntun, menning og hamingja - allt veltur það á þvf að vinnuvélarnir fari bráðum af stað. Ekki verður að minnsta kosti betur séð af þeim áherslum, sem þingmenn stjórnarflokkanna hafa sett sér í því upphafi kosningabaráttunnar sem innbyrðis rifrildi þeirra óneitanlega er. Álver, jarðgöng og verksmiðjur. Kosningabaráttan farin afstað eins og illa þefjandi Caterpillar. Hugmyndaflugið eræpandi, dýpt hugsunarinnar bein- línis svimandi. Þetta er allt saman yndislegt. Digurbarki Guðna Agústssonar Og alls konar bráðskemmtilegar hug- myndir skjóta upp kollinum - skyndilega talar Guðni vinur minn Ágústsson afar digurbarkalega um einhverja stuttbuxna- stráka frjálshyggjunnar sem hann hafi megnustu skömm á, og á við Hrein Lofts- son formann einkavæðingarnefndar sem hefur verið að framkvæma stefnu ríkis- stjórnarinnar sem Guðni hefur stutt dyggilega í fjögur ár, og mörgum árum eftir að ákveðið var að selja Áburðarverk- smiðjuna og hvernig hantera skyldi þá sölu, þá hefur Guðni fengið hugmynd og hugmyndin er sú að Ieggja kannski tutt- ugu og fimm eða þrjátíu prósent upp- hæðarinnar inn á banka handa bændum - og þótt sú hugmynd að styrkja lífeyrissjóð bænda sé áreiðanlega góðra gjalda verð, þá er hugmynd Guðna núna - eftir að búið er að selja blessaða verksmiðjuna - fyrst og fremst út í hött. En ætluð bænd- um á Suðurlandi. Og þingmenn íhaldsins á Austurlandi eru komnir á skrið og búnir að finna sér baráttumál við aldamótin - er áreiðanlega gengið nógu rösklega fram við að redda okkur álveri; er þér treystandi, Finnur, til að finna handa okkur álver hið fyrsta? Er ábyggilega verið að tala við nógu marga sem gætu hugsað sér að kaupa sér orku Eyjabakkanna á spottprís til að vinnuvélarnar fái að djöfl- ast soldið? Arnbjörg Sveinsdóttir kemur snaggaralega í veg fyrir að hægt sé að kenna álversfýsnina eingöngu við hug- myndafátækt og töffaraskap íslenskra karlmanna, og vonast til að aukin áhrif kvenna færi nýjar víddir í íslenska pólitík - hún hamrar á Finni á Alþingi, hvað dvelur álverið Ianga? Og Finnur náttúr- lega í stöðugu símasambandi við Norsk Hydrá á Rauðarárstígnum; álverið er víst alveg að koma - við ætlum að skrifa undir eitthvað í sumar. Og sá pappír mun sóma sér vel í pappírshrúgunni sem Jón Sig- urðsson skrifaði undir á sínum tíma - en eins og menn muna svo glöggt þá fór hann aldrei svo heim úr vinnunni að hann væri ekki búinn að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver. Af hverju hló ekki þmgheimur? Og jarðgöng - jarðgöng hér og þar; það væri að bera í bakkafullan lækinn að láta nú kné fylgja kviði og henda gaman að Halldóri Blöndal, enda hefur sá mikil- fenglegi stjórnmálamaður lengi notið óskiljanlegrar náðar í þessum pistlum, en skyndileg hugdetta hans um jarðgöng milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar er glæsi- legt dæmi um íslenska stjórnmálabaráttu á síðustu misserum tuttugustu aldar. Það þarf ekki að fara um þá hugdettu mörg- um orðum, en hitt er einkennilegra að ekki skyldi rekinn upp skellihlátur á hinu háa Alþingi - en þar er mönnum ekki hlátur í hug, heldur er hugmyndin tekin mjög hátíðlega, nema hvað álíka grand- varir stjórnmálamenn í öðrum kjördæm- um reka upp ramakvein af því jarðgöngin hans Halldórs fyrir norðan koma kannski í uppnám heiðursmannasamkomulagi um að næstu jarðgöng verði grafin á Austur- landi, eða til Vestamannaeyja, eða ein- hvers staðar annars staðar - fer eftir því við hvern er talað. Hvaða heiðursmanna- samkomulag er til um hvar næst skuli grafin jarðgöng? Og enn meir aðkallandi spurning: Hvaða heiðursmenn gerðu það samkomulag? í Færeyjum er fullt af jarögöngiun Sem sé - þetta er það sem þingmenn stjórnarflokkanna ætla að rífast um í kosningabaráttunni sem í hönd fer. Þetta er það sem þeir telja að íslenskt mannlíf á tuttugustu og fyrstu öld eigi að snúast um. Álver, jarðgöng og verksmiðjur. Kosningabaráttan farin af stað eins og illa þefjandi Caterpillar. Hugmyndaflugið er æpandi, dýpt hugsunarinnar beinlínis . svimandi. Þetta er allt saman yndislegt. Pistill Illuga var jluttur á Rás tvö í gærmorgun

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.