Dagur - 05.03.1999, Qupperneq 9

Dagur - 05.03.1999, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR S. MARS 1999 - 25 Dorís Day var ein vinsælasta leikkona íHollywood á sjötta áratugnum. Hún varímynd heilbrígðis og hreysti en í einkalífi liennar geisuðu stomiar. Doris Day fæddist árið 1924 og hét réttu nafni Doris Mary Anne Kappelhoff. Móð- ir hennar skírði hana Doris í höfuðið á Doris Kenyon, einni af mótleikkonum Rudolphs Valentinos. Tólf ára gömul vakti Doris athygli fyrir dansa ásamt jafn- aldra sínum og þau dönsuðu oft á góð- gerðarsamkomum. Endir var bundinn á dansferilinn þegar Doris var fjórtán ára gömul en þá lenti hún í alvarlegu um- ferðarslysi. Eftir fjórtán mánaða sjúkra- húsdvöl var hún bundin hækjum og sat Iöngum stundum fyrir framan útvarp og hlustaði á söng helstu jazzista Bandaríkj- anna. Eftirlæti hennar var Ella Fitzgerald sem hún reyndi að stæla eftir megni. Hún fékk vinnu á veitingahúsi fimmtán ára gömul við að syngja fyrir gesti. Hún söng á hækjunum og eitt kvöldið reyndi hún dansspor á sviðinu en datt svo illa að hún þurfti að nota hækjurnar eitt ár f við- bót. Hún söng í útvarpi og með hljóm- sveit Boh Crosbys en gekk síðan til liðs við hljómsveit Les Browns sem á þeim tíma naut mikilla vinsælda. Doris vakti mikla athygli á þessum tíma en hún var ástfangin af tónlistarmanninum A1 Jorden og vildi fórna frægðinni fyrir hjónaband- ið. Heimilisofbeldi A1 Jorden var eiginmaður sem var þjakað- ur af sjúklegri afbrýðisemi. Þegar tónlist- armaður bauð Doris inn á hótelherbergi sitt til að gefa henni brúðargjöf réðst AI inn og dró konu sína heim. Þar barði hann hana í andlitið og kallaði hana hóru. Þegar hann hafði gengið í skrokk á henni nokkra stund féll hann í gólfið og bað hana að fyrirgefa sér. Eftir tveggja mánaða hjónaband varð Doris barnshafandi. A1 sagði henni að fara í fóstureyðingu en hún neitaði. Hann hélt áfram að berja hana en hún fékk litla samúð frá fjölskyldu hans. „Mér sýnist hann ekki hafa barið þig fast,“ sagði tengdamóðir Dorisar þurrlega við hana þegar Doris Ieitaði huggunar hjá henni eftir eina árásina. I eitt skipti beindi A1 byssu að kvið Dorisar og sagðist ætla að drepa hana og barnið. Þegar hún var komin átta mánuði á leið lamdi hann hana svo illa að hún mátti þakka fyrir að halda fóstrinu. Þegar Terry' sonur þeirra fæddist lagði A1 blátt bann við því að hann svæfi í sama herbergi og þau hjónin. Hann veitti syni sínum enga athygli en keypti lítinn hvolp sem hann dekraði við. Loks félck Doris nóg og yfirgaf eiginmann sinn. Henni var orðið ljóst að ýmsu var ábótavant í geðheilsu hans. AI skaut sig einhverjum árum síðar. Doris sneri aftur til hljómsveitar Les Brown. Með hljómsveitinni hljóð- ritaði hún lagið Senti- mental Journey sem varð fyrsta metsöluplata henn- Með Terry syni sínum löngu áður en Charles Manson sá hann sem heppilegt fórnar- lamb. Frægó og frami Nokkrum mánuðum eftir að Doris gekk á ný til liðs við hljómsveit Les Browns varð hún ástfangin af saxófónleikaranum Ge- orge Weidler og giftist honum eftir stutt tilhugalíf. Weidler virðist hafa fengið bak- þanka stuttu eftir vígsluna því eftir átta A hvíta tjaldinu var Doris ímynd hinnar sak- lausu stúlku sem fann hamingjuna í hjóna- bandi. Raunveruleikinn var allt annar. Með moður sínu í Hollywood mánaða hjónaband skrifaði hann konu sinni og sagðist vilja skilnað. Þriðji eiginmaður Dorisar var Marty Melchor sem var umboðsmaður hennar. Þegar hann hóf störf fý'rir Doris var hann giftur Patty Andrews einni af Andrews systrum. Menn höfðu misjafnar skoðanir á Marty. Margir töldu hann vera fégráð- ugan mann sem hefði yfirgefið fyrri eigin- konu sína þegar hann sá að Doris var meiri tekjulind. Les Brown sagði Marty vera hræðilegan mann sem hefði lifað á eiginkonum sínum. Blaðafulltrúi Dorisar sagði hann hins vegar hafa verið þægileg- an mann með mikla kímnigáfu. Gallinn hefði verið sá að hann var draumóramað- ur og byggði skýjaborgir sem hrundu. Þau giftust þegar Doris var 27 ára og fyrstu árin var hjónabandið hamingjusamt. Marty tók að sér að sjá um fjármál Dorisar og borgaði sjálfum sér himinhá laun og stóð í fjárfestingum sem ekki var heil brú í. Eigin- kona hans vissi ekkert af því bralli, hún hafði tak- markaðan áhuga á fjármál- um. Velgengni Dorisar var mikil á sjötta og sjöunda áratugnum og hún var eftir- sótt krikmyndastjarna. Kvik- myndagagnrýnendur voru reyndar aldrei ýkja hrifnir af henni enda voru hlutverkin einhæf og hún var ímynd hinnar saklausu stúlku. Myndir hennar voru notalegar söngva- og gamanmyndir þar sem vinsæl- ustu mótleikararnir voru Gordon Macrae og Rock Hudson. Doris þótti ákaflega lipur í samstarfi og Upp kemst um skiírkinn Eiginmaður Dorisar varð stjórnsamari með árunum og fór að sýna Terry syni hennar yfirgang og lagði hendur á hann sem varð til þess að Doris hótaði skilnaði. Marty sagði henni að þar sem fjármál þeirra væru svo samtvinnuð væri skilnað- ur erfiður og bæði myndu þau bíða fjár- hagslegan skaða af. Niðurstaðan varð sú að þau ákváðu að búa undir sama þaki en lifa hvort um sig eigin lífi. Þannig gekk einkalífið fyrir sig í nokkur ár þar til Mar- ty veiktist alvarlega og Iést 52 ára gamall. Doris varð miður sín því þrátt fyrir allt hafði henni þótt vænt um hann. Terry, sonur hennar, var ekki jafn sorgbitinn og sagði að það besta sem Marty hefði gert móður sinni væri að deyja. Eftir dauða Martys komst Ter.y að því að Marty hafði féflett eiginkonu sína miskunnarlaust og sólundað eignum hennar. Doris var stór- skuldug og gjaldþrota. Doris fór í mál rið helsta aðstoðarmann eiginmanns síns og sakaði hann um að hafa átt þátt í að hafa af sér stórfé. Hún vann málið og fékk háar miskabætur. Annað áfall í lífi Dorisar var morðið á Sharon Tate og rinum hennar. Charles Manson hafði ætlað sér að myrða Terry son Dorisar, sem var hljómplötuframleið- andi og hafði tvisvar heimsótt Manson sem vildi selja honum lög sín sem Terry þóttu léleg. Þegar Manson kom ásamt fé- lögum sínum til aðseturs Sharon Tate hélt hann sig myndu finna Terry en hann var fluttur úr húsinu. Allir sem þar voru gestkomandi voru myrtir. Doris og Terry voru skelfingu lostin og óttuðust að stuðningsmenn Mansons myndu grípa til frekari blóðsúthellinga og réðu sér um tíma Iífverði. Terry tók að drekka og neyta eiturlyfja og kenndi móður sinni um allt sem miður hafði farið í lífi hans. Hann náði loks áttum eftir að hafa lent í alvar- mótorhjólaslysi, og gerðist fyrir- myndar fjölskyldufaðir. Doris hóf leik í sjón- varpsþáttum sem gengu í nokkur ár. Hún giftist í Ijórða sinna Barry Comden verslunareiganda en þau skildu eftir ljögur ár. Doris ákvað þá að snúa baki við leik- ferlinum og helga sig dýraverndunarmál- um eins og Brigitte Bardot og Kim Novak. I dag er Doris Day 75 ára og býr harðánægð í sambýli við hesta, hunda og ketti. þægileg kona. Hún stundaði ekki sam- kvæmislífíð, reykti hvorlú né drakk. Eins og aðrir leikarar í borginni mætti hún í vinnu klukkan fimm að morgni og vann til klukkan sex á kvöld- Þessi langi vinnutími Hollywoodstjarna átti meðal annars þátt í því að margar þeirra tóku örfandi lyf til að geta stundað samkvæmislíf- ið að kvöldi og geta komist gegnum vinnudag sem hófst eldsnemma næsta morgun. Doris var ekki ein af þeim. Hún var komin í

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.