Dagur - 06.03.1999, Side 11

Dagur - 06.03.1999, Side 11
I^MT LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 - 27 Elín Sigurðardóttir er farin að undirbúa ferm- ingarveislu sonar síns. Hann vildi mat - og matarveislu fær hann. Undirbúningurinn fyrir ferm- ingu Brynjars Arnar Steingríms- sonar hefur staðið frá því í haust þegar Brynjar Orn byrjaði að ganga til prestsins. Stra\ í októ- ber var fermingardagurinn ákveðinn sunnudagurinn 11. apríl og þá var myndatakan líka pöntuð til að hún gæti farið fram sama daginn. Brynjar Örn fermist í Hafnar- ijarðarkirkju. Hann hefur gengið til prestsins einu sinni í viku í allan vetur og svo hefur hann þurft að sækja átta messur með foreldrum sínum eða aðstand- anda. Kirkjusóknin er skráð í þar til gerða bók og presturinn kvittar fyrir. A sunnudaginn fyll- ir hann kvótann og þá eiga fermingarbörnin að taka virkari þátt í messunni en venjulega. Fjölskyldan á öll að koma með kökur eða annað kaffimeðlæti. Eftir messuna verða nefnilega sýndar myndir úr fermingar- ferðalagi í Vatnaskóg í október. Lokaundirbúningur ferming- arbarnsins er svo á þriðjudaginn þegar hann tekur próf. Elín Siguröardóttir, fermingarbarnið Brynjar Örn Steingrímsson og Eydís Stein- grímsdóttir, 4 ára. Brynjar borðar ekki kökur, nema súkkuladiköku, svo að bann fær matarveislu á fermingardaginn sinn 11. apríi. myndir: hilmar þór Vatn er soðið og kælt. Hlaupið meðhöndlað eftir Ieiðbeiningum á pakkanum. Þessu er síðan hellt smám saman í formið og þrýst létt á fiskinn til að vökvinn liggi ekki aliur ofan á heldur renni alveg niður á botn. Með fiskhlaupinu má gjarnan bera fram tvenns konar sósur: 3 msk. majónes 2 msk. sýrður rjómi tómatsósa og sinnep eftir smekk þeyttur rjómi 3 msk. majónes 2 msk. sýrður rjómi sweet relish eftir smekk þeyttur rjómi Hamborgarhryggm 1 kg hamborgarhryggur hálfdós niðursoðinn ananas 2 msk. sinnep 1 msk. púðursykur 3 msk. brauðrasp ananassafi úr dósinni Hamborgarhryggurinn er sett- ur í kalt vatn, suðunni hleypt upp og hryggurinn soðinn í 10 mín. og látinn svo liggja í soðinu í 15-20 mínútur. Hrærið saman sinnep, púður- sykur, brauðrasp og ananassafa og smyrjið á hrygginn. Hamboraarhryggur í uppáhalai Brynjar borðar ekki kökur, nema helst súkkulaðiköku, og óskaði þess vegna eftir matarveislu. Uppáhaldsmaturinn er ham- borgarhryggur og þess vegna verður hann á boðstólum í veisl- unni. Móðir hans er þegar búin að velja uppskriftirnar og notar hún meðal annars uppskrift úr uppskriftasafni Nýrra eftirlætis- rétta og gömlu tölublaði af Hús- freyjunni. Hún kemur til með að baka kökurnar fyrst og frysta. Föstudaginn fyrir ferminguna fer hún svo á fullt í matarundir- búninginn. Hér birtast uppskriftir að nokkrum réttum sem verða í fermingarveislunni. Uppskriftir Fiskihlaup Elfn Sigurðardóttir er farin að lætur matartilbúningmn biða framað^ ^ Brynjar fermist í svörtum jakkafötum (19.900 kr.), skyrtu (1.500), bindi (3.500) og svört- um skóm (6.900). Búið er að kaupa fermingargjöfina en hann hafði óskað sér sjónvarps með inn- byggðu myndbandstæki, stereó- græjur, golfsetti eða myndavél. Ekki verður upplýst hér hvað í pakkanum frá pabba og mömmu leynist. 4-5 harðsoðin egg 1 lítil dós grænn aspas 300 g rækjur 1 kg soðin ýsuflök 1 pakki bouillon-hlaup Eggin eru sneidd og þeim er raðað í botninn á formi ásamt aspasinum. Soðinn fiskurinn og rækjurnar er svo lagður til skipt- is í lögum í formið. Raðið ananashringjum í botn- inn á fati með grind. Setjið hrygginn á griridina og ofan á fatið með ananasinum. Bakið í 250-300°C heitum ofni í 15-20 mín. Með hryggnum og kjúklinga- bitunum ætlar Elín að bjóða upp á blandað soðið grænmeti, rauðkál, brúnaðar kartöflur. Allt kjöt verður borið fram kalt. Rifsherjasósa 4 msk. rifsbeijahlaup safi úr einni appelsínu 'A tsk. sinnepsduft / tsk. engifer nokkrir dropar sérrí og appelsínubörkur Hrærið saman rifsbeijahlaupi, appelsínusafa, sinnepsdufti, engiferi, sérríi og fínrifnum app- elsínuberki. Hleypið upp suðu. Dajm-terta 3 eggjahvítur 150 g sykur þeytt saman 150 g söxuðum möndlum er bætt varlega í. Bakað við 175°c í einum botni. Krem 3 eggjarauður 75 g sykur þeytt saman tvö stór dajm-súkkulaði eru mulin smátt og sett út í 'á 1 rjómi þeyttur og blandað varlega saman við með sleif. Botninn er settur á fat og krem- ið sett ofan á. Kakan er fryst og tekin úr frosti tveimur tímum áður en hún er borin fram. Kransakaka 1 kg möndlumassi 500 g strásykur 5 eggjahvítur Þeytið eggjahvítur og sykur lítið eitt í hrærivél. Hrærið rúmlega helmingnum af massanum smátt og smátt saman við hvíturnar. Hnoðið það sem eftir er í höndunum. Veíjið plasti utan um deigið og geymið á köldum stað í nokkrar klukkustundir. Hnoðið deigið í fingurlangar Iengjur og mótið í misstóra hringi sem bakaðir eru á pappír eða kransakökumóti sem er smurt með smjöri og stráð fínni brauðmylsnu. Bakið við 180-200°C á neðstu rim þar til kökurnar °ru orðnar ljósbrúnar. Hvolfið á rist og kælið. Sprautið þvert á hringina mjó- um rákum af sykurhúð með eggjahvítum eða bræddu súkkulaði. Ekki raða hringjunum saman fyrr en þeir eru orðnir vel kaldir. Framh. á hls. 28

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.