Dagur - 06.03.1999, Qupperneq 14
Margir eiga við
vandamál að stríða
vegna sveppa sem
leggjast á fætur.
Sveppirnir sem valda
sýkingunni eru svo-
kallaðir þráðsveppir
og þrífast best í hita
og raka. Þeir geta
verið náttúrulegir á
húðinni.
Tíðni sveppasýkinga í tánögl-
um og milli tánna er há hér á
landi. Kristín Þórisdóttir
húðsjúkdómalæknir ségir
hærri tíðni hjá þeim sem
koma mikið í almennings- Kristín Þórisdóttir húðsjúkdómalæknir ráðieggur fólki að ganga í sundtöfflum í
búningsklefa. Þeir sem stundi laugunum.
mikið íþróttir og sundstaði
30 - LAUGARDAGUR 6. MARS 1999
Ef sýkingin er komin í
gang í húðinni og veldur
óþægindum er meðferðin
sveppadrepandi krem, sem
eru þá borin á húðina. Ef
sveppasýkingin er komin í
naglrótina þarf að með-
höndla hana með inntöku-
lyfjum. Þá dugar ekki að
nota útvortis krem.“
Góð lyf en dýr
Kristín segir að sveppasýk-
ing í húðinn hafi oft til-
hneigingu til að koma aftur
og aftur, en ef sveppasýkin
sé komin í neglurnar verði
hún þar. Hún segir að sýk-
ingin geti verið mörg ár að
grafa um sig. Lyfin sem
gefin eru séu mjög góð en
þau séu dýr. „Það getur
verið afskaplega hægur
gangur á sveppunum.
Þetta getur byrjað smám
saman sem þykknun í nögl-
inni. Við meðhöndlum
Molar
Læknisfræðileg heiti virka oft framandi á
leikmenn. I bókinni „Líkami mannsins og
lækningar" sem
Orn og Orlygur
gaf út í flokknum
„Heimur þekk-
ingar“ eru
skemmtilegir
fróðleiksmolar
um ýmislegt er
lýtur að manns-
líkamanum og sjú..
dómum.
Hæning er ferli, sem á sér stað í heila
dýra og í minna mæli í heila smábarns.
Mynd af andliti móðurinnar greipist í
heila barnsins, áður en það getur borið
kennsl á aðra hluti. A þennan hátt þekk-
ir það alltaf andlit móður sinnar meðal
annarra andlita.
Tvíhöfði upparms (biceps) er stór vöðva-
samstæða í upphandlegg, sem beygir um
olnbogalið. Virkni þríhöfðavöðvanna
vinnur gegn þeim, þeir síðarnefndu rétta
úr olnbogaliðum.
Nauðsynlegt að
þurrka sér vel
Liðpokabólga
(bursitis) er bólga í
sliðrinu kringum
lið. Sýking getur
valdið henni, en
oftar stafar hún af
ofnotkun liðsins,
eins og í „tennisoln-
boga“ og „ræstinga-
konuhné". Venju-
lagast hún með
hvíld.
séu meira útsettir fyrir sýkingunni.
„Það eru sömu sveppir sem leggjast á
húðina og á neglur fólks. Einkenni á
sveppasýkingum í húðinni eru þau að
húðin flagnar, springur en jafnvel geta
Iitlar blöðrur myndast á milli tánna eða
undir tánum. Sveppirnir geta líka verið á
ilinni. Sveppunum getur fylgt kláði en oft
er þetta einkennalaust.
Sveppirnir valda því að neglurnar verði
dálítið þykkar og jafnvel morkni. Þær geta
orðið hvítar eða gulleitar, hálfgerðar kart-
neglur og fólk á erfiðara með að hirða um
þær.
Neglur sem eru svona eru ekki endilega
sveppasýktar. Það er fjölmargt sem getur
valdið svipuðum breytingum á nöglum,"
segir Kristfn. Hún segir að ýmsir húðsjúk-
dómar geti valdið naglabreytingum. Fólk
geti fengið skrítnar neglur við veikindi,
eða ákveðnar lyfjagjafir. Neglurnar geti
einni vaxið skrítlega eftir áverka, mar á
naglrótinni geti valdið því að nöglin vaxi
aldrei eðlilega fram.
Sveppirnir í
húðinni dags daglega
Kristfn segir að fólk sé misviðkvæmt fyrir
sveppasýkingum, en það sé ekki vitað
hversvegna sumt fólk hafi tilhneigingu til
þess að sýkjast aftur og aftur. Hún segir
að þeim sem að svitni mikið á fótunum sé
hættara við sveppum en sveppirnir séu
eðlilegir í húðinni dags daglega. „Senni-
leg skýring á sýkingum er að ónæmiskerf-
ið vinni ekki á þessum sveppum.
hana ekkert endilega ef þetta háir fólki
ekki. „
Kristín segir að þráðsveppir sem valda
sýkingunum vaxi betur í hita og raka, þess
vegna sé nauðsynlegt að fólki þurrki sér
vel eftir böð, sérstaklega á milli tánna.
Hún segir að þeir sem svitni mikið á fót-
unum ættu að vera í opnari skóm og
bómullarsokkum sem draga í sig rakann.
„Það er gott að klippa neglurnar reglulega
svo myndist ekki raki eða safnist óhreindi
undir þær. Það getur hjálpað að vera í
sundtöfflum þegar menn eru að ganga á
Iaugarbökkunum og eru undir sturtunni,"
segir Kristfn. Hún segir að fólk sem eigi í
vandamálum vegna sveppasýkinga eigi
hiklaust að hafa samband við heimilis-
lækni sinn eða húðlækni. -PJESTA
Tunglsýki var svo kölluð, þar sem menn
hugðu, að geðveiki væri nátengd kvartila-
skiptum tunglsins. Engin vísindaleg
sönnun er fyrir þessari trú manna, enda
þótt menn hafi veitt því athygli á sumum
geðsjúkrahúsum nútímans, að geðtrufl-
anir sjúldinga séu tíðari á sumum tímum
mánaðarins en öðrum. Ef til vill stafar
þetta af óútskýrðri lífsveiflu.
Bliksvefn (rapid eye movement sleep) er
það ástand, er við hreyfum augun hratt í
svefni. Hann á sér stað í 20 mínútur eða
svo á hverjum svefnklukkutíma. Hreyf-
ingar augnanna bak við augnalokin
benda til að sofandann sé að dreyma.
Meðan á hliksvefntíma stendur, verða
flestir vöðvar líkamans algerlega slakir.
Erótík í dansi?
Listakona að störfum.
Fyrir nokkrum
árum náði
Reykjavík einum
þroskaáfangan-
um enn í áttina
að því að verða
ekta stórborg.
Bjórinn var kom-
inn, glæpatíðnin
að aukast, kaffi-
húsin blómstr-
andi, menning-
arstarfsemi á
heimsmælikvarða og loks bætt-
ust nektarbúllurnar við fjöl-
breytta flóru næturlífsins. I
fyrstu voru það eingöngu erlend-
ar sprundir sem þar sveilluðu sér
á súlum og sveigðu búk sinn í
tælingartilgangi við diskó, en upp
á síðkastið hafa íslenskar ofur-
meyjar haslað sér völl í greininni
í auknum mæli. Nú er hægt að
bregða sér af bæ hvaða kvöld sem
er í vikunni og horfa á iögulega
kvenmenn skaka sér f atriðum
sem fela gjarnan í sér beinar eða
óbeinar tilvitnanir í frekar hall-
ærislegar samkarlmannlegar
fantasíur eins og „tvær saman
með stóran olíubrúsa", „hjúkkan
í stuttu pilsi" eða „kröfuharða
lostakvendið með leðursvipuna".
Ef frekari lostavaka er óskað er
svo hægt að festa kaup á kjöltu-
dansi sem oftasí er framinn í
einkaklefa og kostar u.þ.b. 3.500
kr. (jafn mikið og helgarmatar-
innkaup í Bónusi fyrir tveggja
manna fjölskyldu). Fyrir verð
kartöfluflögupoka og kókflösku
(500 kr.) er til dæmis hægt að fá
að sleikja rjómaslettu af geir-
vörtu, já hugsið ykkur sæluna að
öðlast þetta hjá ókunnugri konu í
þessu huggulega umhverfi.
Æsandi?
Um daginn fór vinkona mín á
einn af þessum stöðum þar sem
mikið var smurt og sleikt af
rjóma af ýmsum líkamshlutum,
æxlunarfærum sem öðrum. Vin-
kona mín er víðsýn kona sem
hefur jafnan gaman af lostavök-
um ýmis konar og þá ekki síst af
fallegum kvenlíkömum. Þarna
fann hún þó ekki til frygðar eða
minnstu kynlöngunar, jafnvel
þótt hormónastatus allur hafi
verið hinn ákjósanlegasti þetta
kvöld og talsvert um kræsilegan
karlpening í næsta nágrenni
(þarna er ég að vísa til sveiflna í
kynlöngun kvenna vegna mis-
munandi magns hormóna í Iík-
amanum eftir staðsetningu í
tíðahring - en það er efni í annan
pistil).
Keppnisgrein?
Föstudagskvöldið fyrir rúmri viku
gerðust svo þau stórtíðindi að
keppt var í erótískum dansi í
fyrsta sinn á Islandi. Þar kepptu
einungis íturvaxin Islandsfljóð í
íþróttinni/Iistgreininni en gesta-
dansarar frá nokkrum fyrrverandi
austantjaldslöndum (hverra heiti
kynni keppninnar tókst reyndar
misvel að íslenska) héldu
stemmningunni uppi milli atriða.
Samdægurs mátti lesa stutta
greinargerð urn líkamsbyggingu
og helstu áhugamál hverrar
stúlku í einu dagblaðanna. Allar
voru þær sammála um að starfið
væri æðislegt og meiriháttar og
miklu betra en að vinna í sjoppu
o.s.frv. Mér er sagt að Islands-
meistarinn hafi ein keppenda
haft kynþokka til að bera og hlýt-
ur það að koma sér vel.
Alvöru erótík
Eg hef ekki enn haft mig í að
heimsækja erótískan danssýning-
arstað en fyrir viku síðan fór ég
hins vegar á háerótíska sýningu
hjá íslenska dansflokknum í
Borgarleikhúsinu. Þar var aldeil-
is unaðslegt að fj'lgjast með frá-
bærum dönsurum flokksins túlka
glæsileg dansverk eftir Rui Horta
og Hlíf Svavarsdóttur. Verk Ruis
voru sýnu erótískari, kraftmikil,
jafnvel dálítið pirruð og blaut.
Borgarleikhúsið býður upp á
skemmtun sem hefur himinháan
menningar- og smekkleikastuðul
og enginn verður svikinn af því
að sjá svitann slettast af Chad
Adam Bantner, Katrínu Johnson
og hinum alvöru listdönsurun-
um. Því mæli ég með ferð þang-
að fyrir þá sem hafa áhuga á
raunverulegri erótík og fallegum
hreyfingum.
KYIMLIF
Ragnheiður
Eiríksdóttir
skrifar