Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 1
1 -4 Kvenkyns frambjóðandinn í vara- formannskjörinu í Sjálfstæðis- flokknum hlustará Rolling Stones þegar sá gállinn erá henni. „Jæja,þá ermamma hyrjuð aft- ur, “ segja bömin þegar steinamir em komnir undir geislann. „Hlutur kvenna í Sjálfstæðisflokknum er í sjálfu sér í ágætu lagi. Konur hafa náð veru- lega góðum árangri í prófkjörum innan flokksins og þær hafa sótt ftam innan sveit- arstjóma. Ambjörg Sveinsdóttir náði fyrsta sætinu á framboðslista flokksins á Austur- landi, Drífa Hjartardóttir er í öðru sæti á Suðurlandi, oddviti flokksins í borgarstjórn er kona. Við konur höfum náð góðum ár- angri innan flokksins," segir Sólveig Péturs- dóttir alþingismaður og þendir á að Sjálf- stæðisflokkurinn sé eini flokkurinn í land- inu þar sem hlutur kvenna sé að aukast. Sólveig hefur setið á Alþingi í níu ár og hefur því drjúga reynslu úr stjómmálunum, meðal annars verið formaður allsheijar- nefndar sem fer með mál frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti og þar af leiðandi komið að margvíslegum mál- um, Iögreglu- og dómsmálum, byggðaáætl- un og stjómsýslu- og upplýsingalöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Hún er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur áður en hún settist á Alþingi. Þá sat hún í borgarstjómar- flokki Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Sólveig býður sig fram til varaformanns á landsfltndi flokksins í Laugardalshöll um helgina. Fundurinn hófst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Þá verður gengið til kosninga og verður meðal ann- ars kosið milli hennar og Geirs H. Haarde í embætti varaformanns en Sólveig ákvað að gefa kost á sér í kjölfar þess að sjálf- stæðiskonur skoruðu á hana. Finnur meðbyr Nokkuð hefur verið rætt um það síðustu árin að hlutur kvenna í Sjálfstæðisflokkn- um hafi verið rýr og hafa margir viljað túlka framboð Sólveigar sem tilraun til að Sólveig Pétursdóttir er afmiklu sjálfstæðisfólki komin. Hún rifjar upp hvernig stórfjölskyldan hafði fyrir sið að sitja yfir hádegisverði á sunnudögum í gamla daga og taka sér góðan tíma til að ræða landsmálin. Þær umræður voru „fræðandi og skemmtilegar, “ segir Sólveig. mynd: e.ól rétta af kúrsinn. Sólveig segir að svo sé • ekki. Sjálfstæðisflokkurinn sé fyrsti stjórn- > málaflokkurinn sem hafi komið konum til ' raunverulegra áhrifa í íslenskum stjórn- málum. „Við viljum viðhalda þeirri þró- un,“ segir hún bjartsýn og kveðst finna meðbyr meðal flokkssystkina sinna. Sólveig leggur áherslu á að hún sé fyrst og fremst sjálfstæðismaður og þingmaður með víðtæka pólitíska reynslu en bendir á að for- , ysta flokksins verði breiðari nái kona kjöri til varaformanns og þar með höfði flokkurinn ■> hugsanlega til enn fleiri kjósenda í kosning- ' ■" unum í vor. „Það hlýtur að vera mjög já- ' kvætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir hún og bætir við að embætti varaformanns sé mikilvægt en auðvitað verði landsfundar- fulltrúar að vega og meta hvað sé heppileg- ast og farsælast fyrir flokkinn. Flestallir þekkja nafnið Sólveig Péturs- dóttir en færri vita kannski hver konan á bak við nafnið er. Hún er Reykvíkingur að uppruna, bjó í Stórholtinu og hefur alltaf verið mjög pólitísk enda af miklu sjálf- stæðisfólki komin. Hún rifjar upp hvernig stórfjölskyldan hafði í gamla daga fyrir sið að sitja yfir hádegisverði á sunnudögum og taka sér góðan tíma til að ræða lands- málin og margt fleira. Þær umræður voru „fræðandi og skemmtilegar." Sólveig er gift Kristni Björnssyni, forstjóra Skelj- ungs, og eiga þau þrjú börn. Upplifði hippameimingima Sólveig var 18 ára þegar ‘68-kynslóðin var upp á sitt besta og því upplifði hún hippa- menninguna. Hún heldur enn upp á tón- listina sem var vinsæl þá, til dæmis Roll- ing Stones, þó að hún hafi heldur breiðari tónlistarsmekk í dag. Börn þeirra Kristins eru 17, 20 og 23 ára og hlusta því sjálf á þessa sömu tónlist. „Þó er það svo að r' þau fáu skipti sem ég Ieyfi mér að hafa músík- ina svolítið hátt stillta þá heyrist gjarnan hurðaskellur og svo: „jæja, þá er mamma byrjuð aftur“,“ segir hún. Þegar talið berst að áhugamálunum kemur í ljós að Sólveig og fjölskylda henn- ar eru mikið fyrir útiveru þegar pólitíkinni sleppir. Þau búa í Fossvogsdalnum og þar er stutt að ganga út í yndislega náttúruna, vestur á Ægisíðu eða upp í Elliðaárdal. -GHS FO-4500 • Prentar á A4 pappir • Laserprentun • 1 mb í minni (ca 50 síður) • 50 biaða frumritamatari • 650 blaða pappírsgeymsla F-1500M Faxtæki, sími, símsvari, Windows prentari, skanni, tölvufax.og Ijósriti í einu tæki Sjálfvirkur deilir fax/sími Hitafilmu prentun Prentar á A4 pappir 20 blaöa frumritamatari 300 blaða pappírsbakki FO-2600 • Innbyggður sími • Prentar á A4 pappír • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Laserprentun • 512 kb minni • 20 biaða frumritamatari • 100 blaða pappirsbakki FO-1460 •Innbyggður sími • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 200 blaða pappírsbakki stgf\ J FaI rfn vl i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.