Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 5
 FÖSTUDAGUR 12. MARS 19 9 9 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Sex nýlegar töffarakvikmyndir verða sýndará kvikmyndadög- um Háskólabíós sem hefjast í dag undiryfirskriftinniHalur ogsprund... Þessir kvikmyndadagar Háskólabíós standa yfir til 29. mars og er meiningin að sýna „svalar“ myndir eða eins konar töffaramynd- ir. Til að auka enn á svala stemmninguna er ætlunin að hafa einhverjar óvæntar uppá- komur meðan á kvikmyndadögunum stend- ur, svo sem eins og fáklæddar konur og fá- klædda karla í poppinu. Hin eina sanna ljóska Hin eina sanna Ijóska (The Real Blonde) er opnunarmynd kvikmyndadaganna. Þetta er fjórða mynd leikstjórans Tom DiCillo en hann hefur áður gert myndirnar Johnny Suede (1992), Living in Oblivion (1995) og Box of Moonlight (1986). Hin eina sanna ljóska gerist í New York nútímans, nánar til- tekið í tísku- og skemmtiiðnaðinum þar í borg. I þessum heimi hrærist hinn áttavillti Joe, sem leikinn er af hinum fagurneíjaða Matthew Modine (Short Cuts, Full Metal Jacket o.fl), innan um alvöru Ijóskur, lista- spírur og annað stjörnulið. í karlaveldi Tvær myndir verða sýndar eftir 34ra ára gamlan leikstjóra, Neil Labute að nafni, en hann hefur fengið mikið lof fyrir þessar fyrstu myndir sínar; I karlaveldi (In the Company of Men, 1997) og Vinir og nd- grannar (Your Friends and Neighbors, 1998). Kaldhæðnislegur frásagnarháttur Neils Labute hefur hitt í mark hjá gagn- rýnendum en sumir hafa jafnvel gengið svo langt að lyfta honum á stall með Woody Allen. Catherine Keener leikur annað aðalhlutverkið í opnunarmynd kvikmyndadaganna, Hin eina sanna Ijóska, sem gerist í stjörnugraut tísku- og skemmtanabransans í New York. Karlmeim, dauðinn Sean Young (Blade Runner, Cousins, Ace Ventura) leikur aðalhlutverkið í myndinni Karlmenn (Men). Karlmenn er leikstýrt af Zoe-Clarke, sem áður hefur gert myndina Nunzio (1978) og er þar rakin saga kven- frelsis og kynlífsfrelsis út frá feminísku sjón- arhorni. Kossinn (Kissed) eftir kanadíska leikstjór- ann Lynne Stopkewich segir frá ungri konu (Molly Parker) sem laðast meira en góðu hófi gegnir að dauðanum. Þó mun þetta vera óvenju rómantísk mynd, svo þversagn- arkennt sem það hljómar, og hefur myndin enda fengið nokkra athygli og m.a. sérstaka viðurkenningu á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Toronto í Kanada. Síðasta mynd kvikmyndaganna heitir Framafeigð (Dead Man’s Curve) og er spennumynd eftir leikstjórann og handrits- höfundinn Dan Rosen. Myndin byggir á einni af mörgum nútímagoðsögnum sem nærast og lifa í bandarískum framhaldsskól- um, hér er það sú goðsögn að ef herbergisfé- lagi þinn fyrirfer sér þá útskrifastu með hæstu einkunn úr skólanum... Myndirnar eru allar með ensku tali og ótextaðar. Þær verða sýndar alla daga nema þriðjudaga og miðvikudaga. Stökkmót Reynis íþróttahöllin á Akureyri verður vettvangur stórstjarna í stangar- stökki, hástökki og langstökki. Vala, Jón Arnar, Þórey Edda, Chmara, Nool, Einar Karl, Szabó, Dewilt og fleiri. Á sunnudagskvöld klukkan 20 stendur Reynir Arskógsströnd fyrir heimsviðburði í frjálsum íþróttum í IþróttahöIIinni á Ak- ureyri, en þá fer fram Stökkmót Reynis. A mótinu keppir allt okkar besta frjálsíþróttafólk í stangarstökki, hástökki og lang- stökki, meðal annars Jón Arnar Magnússon, Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elísdóttir og Einar Karl Hjartarson. Á mótið koma einnig erlendar stórstjörnur. Ný- krýndur heimsmeistari í sjöþraut innanhús, Sebastian Chmara, mætir til leiks, sem og Evrópu- meistarinn í tugþraut, Erki Nool. Til að etja kappi við Völu og Þóreyju Eddu mæta til leiks þær Zsuza Szabó, sem er í 2. sæti á heimslistanum, og Mon- ique Dewilt, hollenskur meistari Vala náði silfurverðlaunum á HM. Hvað gerir hún á Akureyri? í stangarstökki. Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir fullorðna og 400 krónur fyrir 12 ára og yngri. Ástæða er til að hvetja alla til að mæta í Iþróttahöllina til að verða vitni að þessum einstaka viðburði. Það er ekki á hverjum degi sem þessar stórstjörnur sýna listir sínar á Akureyri. Sértækir lestrarerfiðleíkar Á morgun verð- ur Gyða Stef- ánsdóttir sér- kennari stödd á Akureyri og heldur leiðbein- ingarnámskeið frá klukkan 14 til 17 fyrir for- eldra bama sem eiga í lestrarerf- iðleikum. Gyða er orðin þekkt týrir að beita árangurs- ríkum aðferðum til aðstoðar les- blindum. Nám- skeiðið verður haldið í 2. stofu að Möðruvöllum í Menntaskól- anum á Akureyri. Inngangur er frá bílastæði Menntaskólans við Þórunnarstræti. Námskeiðsgjald er 1.500 krónur. Aðferðin sem Gyða notar byggir meðal annars á lestri í gegnum Iitaða filmu eða lituð gler. Þeim for- eldrum sem áhuga hafa á að taka þátt í nám- skeiðinu er boðið upp á að gera forkönnun á hvaða litur á filmu er hjálpleg- astur þeirra barni við lestur. For- eldri getur mætt með barn sitt í Akureyrarapótek en þar verður að- staða til að gera slíka forkönnun og er hún gerð að kostnaðarlausu. Á laugardagskvöldið mun Gyða segja frá þessum aðferðum á opnu húsi að Hlíðargötu 9 klukkan 20.30. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Gyða Stefánsdóttir sérkennari: „Markmiðið er að fá foreldra til að hjálpa krökkum sem eru með sér- tæka námserfiðleika." ■umhelgina) La vita e bella Sýningar heíjast aftur á ítölsku bíómyndinni hans Ro- berto Benigni „La Vita é bella“ í Regnboganum í kvöld en hún var áður sýnd á Kvik- myndahátíð Reykjavíkur fyrr á árinu. Myndin hefur vakið mikið umtal og athygli enda fáir sem lagt hafa út á þá hálu braut að gera kómíska mynd um helförina miklu í síðari heimsstyijöldinni... Master Klass í Gerðubergi íslandsdeild EPTA (Evrópu- samband píanókennara) held- ur masterklass námskeið í pí- anóleik í Gerðubergi um helgina. Á laugardaginn leið- beinir Sigríður Einarsdóttir nemendum á 1.-5. stigi kl.10- 13 en eftir hádegi, kl.14-17 mun Anna Guðný Guð- mundsdóttir leiðbeina nem- endum á öllum stigum um notkun píanós í kammertón- list. Á sunnudeginum kl.10- 17 leiðbeinir svo Peter Maté á námskeiði fyrir lengra komna. Einar Áskell hemisækir Eyjar Möguleikhúsið er um helgina á leið til Vestmannaevja og Þorlákshafnar með barnaleik- ritið „Góðan dag Einar Áskell!" Það eru þeir Skúli Gautason og Pétur Eggerz sem leika en óþarfi er að fjöl- yrða frekar um Einar Áskel sjálfan enda allþekktur meðal yngri kynslóða. Rúmt ár er síðan leikritið var frumsýnt og hafa um tólf þúsund börn þegar séð sýninguna. Einar Áskell verður í Bæjarleikhús- inu Vestmannaeyjum á morg- un kl. 13 og 15 en í Grunn- skóla Þorlákshafnar á mánu- daginn, 15. mars, ld. 17. Miðaverð er 800 kr. V_________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.