Dagur - 12.03.1999, Page 6

Dagur - 12.03.1999, Page 6
22 - FÖSTUDAGU R 12. MARS 1999 Dggur ■Jí'S& á mma mm Fj or Six-pack latino Einu sinni sem oftar mun hljómsveitin Six-Pack Latino með söngkonuna Jóhönnu Þórhallsdóttur við hljóðnemann troða upp í Kaffileikhúsinu í kvöld. Helsta markmið hljómsveitarinnar er að laða gesti hússins fram á dansgólfið með ástleitinni suðrænni tónlist og fá þá til að dilla mjöðmum og sveifla höndum í salsa, rúmbu, sömbu, tangó, jive og cha-cha. Dansleikurinn hefst kl.23 og verður dansað til kl.2.00. Kostar 1500 kall inn. Skíma, Samryskja og Raddir Fjórar sýníngar verða opnaðar í Gerðarsafni í Kópavoginum á morgun kl.15. Mireya Samper, sem á mynd- ina hér til hliðar, opnar þá sína fyrstu einka- sýningu sem hún kall- ar „Samryskja" og fjallar um samspil tví- víðra og þrivíðra verka. Rúna Gísladótt- ir opnar málverkasýninguna Skíma, Guðrún Einarsdóttir sýnir „óhlutlæg náttúru- og landslagsverk" unnin með olíu á striga og Elva Jónsdóttir sýnir verk sem eru inn- blásin af tónlist Erik Júlíusar Mogesen og Mistar Þorkels- dóttur. Sýningarnar eru opnar alla daga kl.12-18 nema mánudaga. Ketilssögu að Ijúka Ketilssaga Flatnefs eftir Helgu Arnalds verður sýnd í síð- asta sinn í Iðnó nú á sunnudaginn kl. 15. Á sýningunni er notast við brúður, grímur, lát- bragð, texta, leik og tónlist sem spunnið er saman til að segja börnum og fullorðnum frá fyrstu kynnum Auðar, Ketils Flatnefs og Yngvildar frá Hringariki. Verkið, sem unnið er upp úr l’slend- ingasögunum, þykir sér- staklega höfða til barna á aldrinum 6-15 ára. Miðasala er í Iðnó í s: 530 3030. ■ HVAfl ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Norrænar spennusögur Laugardaginn 30. mars kl. 15.00 til 19.00 verða spennusögur á Norður- löndum í brennidepli í Norræna hús- inu. Þá munu rithöfundar frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna bækur sínar og ritstörf. Þessir rithöfundar eiga það sameiginlegt að skrifa spennusögur eða reyfara og njóta þeir allir mikilla vinsælda og eiga fastan lesendahóp í heimalöndum sín- um. Bækur þeirra hafa einnig verið þýddar á önnur tungumál, m.a. á ís- lensku. Rithöfundarnir eru: Leif Dav- idsen frá Danmörku, Leena Iíartiina frá Finnlandi, Fredrik Skagen frá Nor- egi og Hákan Nesser frá Svíþjóð. I lok dagskrárinnar verða pallborðsumræður sem Kristján Jóhann Jónsson bók- menntafræðingur stýrir. Þátttakendur eru Arnaldur Indriðason sem fulltrúi islenskra spennusagnahöfunda. Vínarrómantík í Salnum Sunnudaginn 14. mars kl. 17.00 verða Björk Jónsdóttir, sópran og Svana Vík- ingsdóttir, pianó, með tónleika í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs. A efnis- skrá tónleikanna kennir ýmissa grasa, allt frá safaríkum vínarljóðum til glæ- nýrra íslenskra verka, m.a. verða frum- flutt fjögur lög úr lagaflokki eftir Ólaf Óskar Axelsson. Sungið í Salnum Mánudaginn 15. mars n.k. kl. 20.30 verða Jóhann Smári Sævarsson, bassi, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó- lcikari, með söngtónleika í Salnum, Sem Germanía, íslenskt-þýskt vinafé- Iag styrkir. Á efnisskránni eru verk eftir J. Brahms, R. Schumann, Árna Thor- steinsson, Karl O. Runólfsson, Svein- björn Sveinbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, M. Ravel og M. Muss- orgsky. Miðasalan verður opin á tón- leikadaginn frá kl. 14.00 í anddyri Tónlistarhúss Kópavogs, s. 570-0404. Miðaverð er kr. 1.200. Ég skal kveða um eina þig... Þórarinn Hjartarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir flytja gestum Listaklúbbs Leikhúskjallarans söngdagskrá með Páli Ólafssyni á mánudagskvöldið nk. kl. 20.30. Ragnheiður og Þórarinn syngja og kveða ástina, gleðina, ellina og sorgina í Ijóðum skáldsins. Húsið opnar kl. 19.30 og er miðaverð kr. 800. Félag eldri borgara í Glæsibæ, Alfheimum Félagsvist í dag kl. 13.30. Dansleikur í kvöld, hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar leikur fyrir dansi. Kaffistofan opin frá kl. 10.00-13.00. Gönguhrólfar fara í létta göngu á morgun kl. 10.00. Bíó í MÍR Síberíuhraðlestin verður sýnd í bíósal MÍR á sunnudaginn kl. 15.00. Myndin var gerð í Kazakhstan á áttunda ára- tugnum. Myndin er talsett á ensku. Aðgangur er ókeypis. Tvö dónaleg haust Hljómsveitin Tvö dónaleg haust spilar á Síðdegistónleikum Hins Hússins og Rásar 2 í dag kl. 17. Tvö dónaleg haust er sjö manna hljómsveit sem fengist hefur við hina ýmsu þætti listarinnar svo sem myndlist og ljóðlist en í dag er komið að tónlistinni. Hljómsveitin hef- ur haldið listahátíð þrjú undanfarin ár í Hinu Húsinu undir nafninu Hamra- borgarhópurinn Wex, eða Wunderbar experience. Meðlimir hljómsveitarinn- ar eru á aldrinum 25-30 ára og flytja þeir frumsamin lög. Merkaba og upplj ómunar námskei ð Dagana 3.-4. apríl nk. stendur Heilun- ar- og fræðslumiðstöðin Shamballa- setrið fyrir Merkaba og uppljómunar- námskeiði. Kennarar verða Gary Smith, John Armitage, Lilja Petra Ás- geirsdóttir og Erlendur Magnús Magn- ússon. Kennd verður hin kraftmikla hugleiðslutækni Merkaba, Mahatma kærleiksorkan, virkjaðir verða 76 lyklar Enoks, farið í hópmerkaba ferð og margt fleira. Námskeiðið einkennist af kærleika og gleði og er opið öllum. Skráningarfrestur er til 15. mars í síma 566-7748 eða á tölvupósti liljaogell@isIandia.is. Námskeið MHÍ Teiknimyndagerði.. Vegna mikillar eftirspurnar höldum við annað nám- skeið í teiknimyndagerð. Farið verður yfir grundvallaratriði í klassískri teikni- myndagerð og hún tengd við nútma tölvutækni í gerð teiknimynda. Einnig verða kynntar aðrar tegundir hreyfi- .... v^e*****™***^^ Aðalfundur Sláturfélag Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Hótel Selfossi, föstudaginn 26. mars og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á_aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík 10. mars 1999. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. ✓---------------------\ Blaðberar óskast á Akureyri Nánari upplýsingar á afgreiðslu Dags í símum 800-7080 og 461-6100. Hvíldarstóll úr leðri kr. 65.900 Hvíldarstóll úr tUUÍ I r ■ r Kósý V* Husgögn kr. 39.900,- Síðuitiúla 28 • 108 Reykjavík - Sími 508 0606

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.