Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999
Dagur
LÍFIÐ í LANDINU
ÞAÐ ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú að
gera?
Vænti þess að geta
verið í rólegheitum á
laugardagskvöldið
með fjölskyldunni,
segir Sigurður
Gestsson.
Á frjálsíþróttamót 1 HöUinni
„Eg er mikið að vinna um helgina. Þess vænti
ég þó að geta á laugardagskvöld verið í róleg-
heitum með fjölskyldunni og komist á sunnu-
dagskvöld á frjálsíþróttamót, sem þá verður
haldið í Iþróttahöllinni hér á Akureyri, þar
sem fram kemur allt besta frjálsiþóttafólk
landsins, einsog þau Þórey Edda, Vala og Jón
Arnar,“ segir Sigurður Gestsson í Vaxtarrækt-
inni á Akureyri. - Þau verkefni sem Sigurður
er að starfa að um helgina eru meðal annars
undirbúningur vegna Feguraðarsamkeppni
Norðurlands og Fitness keppni, sem báðar
verða haldnar á Akureyri í næsta mánuði, en
sú síðarnefna er í ár fyrir bæði kynin.
Verð kannski bara
heima hjá mér um
helgina eftir annir á
Alþingi undanfarið,
segir Ragnheiður
Ásta.
Bæti fyrii syndir
„Eftir annir á Alþingi undanfarið er rétt að
bæta fyrir vanrækslusyndir og vera kannski
bara heima hjá sér um helgina," segir Asta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður.
Hún kveðst jafnframt ætla að bregða sér á
Iaugardagskvöld með nokkrum vinkonum sín-
um á Hótel Sögu og þær ætli að borða þar og
spjalla saman, en það segir hún að hafi verið
lengi á stefnuskránni hjá þeim. „Á sunnudag
gæti verið gaman að bregða sér á málverka-
sýningu, það geri ég oft til að slappa af og
hugsa um annað en pólítík. Á dagskrá á
sunnudag er líka fundur sem ég þarf að sitja,
en góðu heilli eru fundir um helgar orðnir
færri í seinni tíð en áður.“
Um helgina ætla að
starta aðhalds-
námskeiði fyrir of feita
Eyfirðinga, segir Gaui.
Fyrir of feita Eyfirðinga
„Ég er að fara norður á Akureyri um helgina
þar sem ég er að starta aðhaldsnámskeiði fyrir
of feita Eyfirðinga, sem eru tilbúnir í grimmi-
lega baráttu við vambarpúkann. Námskeiðið
verður haldið hjá World Class og stendur
fram á vor, en það mun annast ásamt mér
Elías Kristjánsson þjálfari," segir Gaui litli.
Hann segist verða fyrir norðan alla helgina,
enda sé í mörg horn að Iíta við að koma þessu
námskeiði af stað. „En reyndar er ég líka að
velta því fyrir mér að fara á skíði í Hlíðarfjalli
með fjölskyldunni, nokkuð sem ég hef ekki
gert í mörg ár. Ég verða bara að biðja Akur-
eyringa um að rýma brekkurnar," segir Gaui.
„Ég er ekki bundinn neinum flokkspólítískum böndum, enda held ég að ég
myndi þrífast ákaflega illa í einhverjum flokki, “ sagði Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Dalvík, í Degi árið 1988. Nú er Kristján fyrir margt löngu kominn í
Sjálfstæðisflokkinn og orðinn bæjarstjóri á Akureyri eftir að hafa í millitíðinni
stýrt málum á ísafirði. Síðan hefur hann líka breyst talsvert einsog sjá má á
myndunum sem teknar eru með áratugs millibili.
■ LÍF OG LIST
Önnur gildi
Guðbergs
„Nú er ég
með á nátt-
borðinu hjá
mér bók um
gæðastjórn-
un sem Þorkell Sigurlaugsson
þýddi og er gefin út af Gæða-
stjórnunarfélagi Islands. Það
tilheyrir beinlínis mínu starfi
að lesa bækur af þessum toga,“
segir Birna Bjarnadóttir, bæjar-
fulltrúi og framkvæmdastjóri
Heilsugæsíustöðvar Kópavogs.
„Af fagurbókmenntum er ég
núna að Iesa bókina Faðir,
móðir og dulmagn bernskunn-
ar eftir Guðberg Bergsson.
Þessi bók vekur mig hressilega til umhugsunar.
Guðbergur fjallar um hverdagslega hluti á ann-
an og skemmtilegan hátt og dregur fram önnur
gildi en þau sem eru viðtekin alla jafna.“
Sveitatónlistin skennntileg
„Ég hlusta oft á sveitatónlist
og reyni að missa eldd af
sveitasöngvaþáttunum í út-
varpinu á sunnudögum sem
Bjarni Dagur Jónsson sér um. Sem formaður
Dansnefndar Iþrótta- og Olympíusamsambands
Islands hlusta ég mikið á danstónlist en sveita-
söngvalögin eru sérstaldega áheyrileg vegna text-
anna, sem eru oft tilfinningaþrungnir og ég hef
gaman af þeim. Þá hef ég gaman af píanóleik
hverskonar og þar er hann Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson píanóleikari mitt eftirlæti."
Á ferð með Daisy
„Að undanförnu hef ég stund-
um verið að horfa á amerísku
sjónvarpsstöðina TNT um helg-
ar og þá helst gamlar bíómynd-
ir. Mér finnst athyglisvert að sjá
þessar myndir sem ég man eftir sem unglingur.
Það hefur orðið mikil breyting á efnisvali í
myndum og það vekur mig til umhugsunar um
það hversu framboðið er orðið ótrúlega fjöl-
breytt og að mörgu leyti grimmara og ljótara en
áður. Síðasta mynd sem ég man eftir að hafa
séð í kvikmyndahúsi var A ferð með frú Daisy,
eða var það kannski Píanó, sem segir nú nokkuð
til um það hversu sjaldan ég gef mér tíma til að
fara í kvikmyndahús."
■ FRA DEGI TIL DflGS
„Lífið er harmleikum þeim sem finna
til, en skopleikur hinum sem hugsa.“
Jean de la Bruyére
Þau fæddust 12. mars
• 1927 fæddist Þuríður Pálsdóttir söng-
kona.
• 1928 fæddist bandaríska leikskáldið
Edward Albee.
• 1959 fæddist baráttukonan Sophia
Hansen.
Þettagerðist 12. mars
• 1930 hóf Mahatma Gandhi 200 km
langa göngu sína til hafs í mótmæla-
skyni gegn breskum sköttum á salt-
framleiðslu.
• 1964 var Jimmy Hoffa dæmdur í átta
ára fangelsi.
• 1965 kom út fyrsta íslenska „bítlaplat-
an“. Á henni léku Hljómar Bláu augun
þín og Fyrsta kossinn eftir Gunnar
Þórðarson.
• 1969 kvæntist Paul MacCartney Lindu
Eastman; sama dag voru George Harri-
son og frú handtekin á heimili sínu
vegna eiturlyfja sem fundust þar.
Merkisdagurinn 12. mars
I dag er Gregoríusarmessa. Gregoríus
mikli var páfi 590-604. Hann var fyrsti
munkur á páfastóli (af Bendiktínareglu),
samræmdi kenningakerfi og messuskipan
Rómarkirkjunar, jók veldi hennar í ver-
aldlegri alþjóðapólítik og skipulagði krist-
inboð í fjarlægum löndum. Gregoríus var
fyrirmynd klerka og kennimanna á mið-
öldum, dýrkaður sérstaklega með Eng-
ilsöxum. Honum var helguð kirkjan á
Brjánslæk. -Saga daganna
Vísan
Vísa dagsins er eftir Sigurð Breiðfjörð:
Skötusál úr öldu ál
eg vil hála draga,
brennivínsskál i bæði mál
og brúðar rjála um maga.
Þórbergur Þórðarson rithöfundur
fæddist á HaJa í Suðursveit fyrir ná-
kvæmlega 110 árum, nánar tiltekið
fimmtudaginn 12. mars árið 1889.
Þessi sérstæði rithöfundur er einn
mesti stílsnillingur íslenskrar tungu,
en fór létt með að rúma skoðanir
sem flestum þykja fara illa saman í
einum haus, svo sem óbilandi trú á
vísindi og mælingar ásamt skefja-
lausri fórvitni um yfirnáttúruleg og
ójarðnesk fyrirbæri. Þórbergur lést í
Reykjavík árið 1974.
Nákvænmi
Ferðamennirnir á breska náttúrugripa-
safninu voru að dást að risaeðlubeinun-
um, sem þar eru. Einn þeirra spurði
vörðinn hvort hann vissi hversu gömul
þau væru.
Vörðurinn svaraði: „Þau eru þriggja
milljón, fjögurra ára og sex mánaða göm-
ul.“
„Hvílík nákvæmni," sagði ferðamaður-
inn. „Hvaða tækni notiði eiginlega til
þess að ákvarða aldur beinanna?"
„Ja,“ svaraði vörðurinn, „þegar ég byrj-
aði að vinna hérna voru þau þriggja
milljóna ára gömul og það var fyrir fjór-
um og hálfu ári síðan."
Veffang dagsins
Heljarmikla tölvuorðabók er að finna á
www.techweb.com/encycIopedia, og er
þar hægt að fletta upp á 11.000 orðum
og hugtökum sem tengjast tölvutækni.