Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 - 23 T^ir. Tækifærisvísur í Listaklúbbnum Þórarinn Hjart- arson (plötu- smiöur og sagnfræðingur) og Ragnheiður Ólafsdóttir (kennari) ætla að syngja sam- an kvæði Páls Ólafssonar, 19, aldar skálds á Héraði, í Lista- klúbbi Leikhús- kjallarans á mánudags- kvöldið kl.20,30. Páll þótti hagmæltur og fyndinn maður og urðu drykkjuvísur hans landsfleygar en hann skrifaði fjölda vísa um ástina, gleðina, ell- ina og sorgina. Hann þykir sérstaklega persónulegt skáld, enda orti hann ekki til birtingar, m.a. í ástarkveðskap hans til ástkonu sinnar en þau Ijóð skipta hundruðum. Miðaverð er 800 kr. Fj • > r María mey - augu guðs Á sunnudag klukkan 15.00 opnar Lárus H. List myndlistarsýningu í Þjóðarbókhlöðunni. Til- efni sýningarinnar „Mar- ía mey - augu guðs" er að þann 24. mars, níu mánuðum fyrir fæðing- ardag Jesú Krists, varð María mey þunguð. Þessara 2000 ára tíma- móta er minnst með sýningunni. Á þessum tímamótum ætlar lista- maðurinn að setja brennipunktinn á þennan samruna manneskjunnar og guðs og er sýningunni ætlað að vekja spurningar um tilveru okkar, þar sem reynt verður að fá sýningargesti á einfaldan hátt til að skynja umhverfi sitt út frá þessum tímamótum. Sýningin er opin daglega á afgreiðslutíma safnsins og lýkur henni 26. mars. Soffía í Listfléttunni Listamaður marsmánaðar í Listfiéttunni á Akureyri er Soffía Sæmundsdóttir. Hún sýnir þar myndir unnar úr olíu og olfupastel. Soffía stundaði nám í Wiener Kunstschule 1985, Mynd- listarskóla Reykjavíkur 1986 og Myndlista- og handíða- skóla Islands, grafíkdeild 1987-91. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Soffía var meðal annars valin af dómnefnd til að taka þátt fyrir íslands hönd í alþjóð- legri samkeppni, Winsor og Newton, í febrúar á næsta ári og í júní á næsta ári verður hún fulltrúi íslands á al- þjóðlegri samsýningu kvenna í New York, Global Woman exhibition. mynda, svo sem brúðumyndir, klippi- myndir og fleira. Kennt í MHI í Skip- holti I, laugardaga og sunnudaga 14,- 28. mars (þrjár helgar) kl. 13-17. Ljósmyndun. Farið vcrðu yfir helstu stjórntæki í myndavélum og linsum. Mismundandi filmur kynntar og Ijós- næmi þeirra. Farið verður yfir blöndun efna í svart-hvítu ferli og helstu reglur sem gilda um framköllun. Mismun- andi pappírstegundir kynntar t.d. gráð- ur og áferðir. Filmuframköllun og kópíering. Kennari Anna Fjóla Gísla- dóttir Ijósmyndari. Mín ljóssælna vís Fjöllistamaðurinn Friðríkur opnar myndljóðasýningu í Listhúsi Ofeigs á Skólavörðustíg 5, laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Þar verður nýlegur myndverkaskáldaskapur til sýnis. Sýn- ingin stendur yfir til 27. þessa mánað- ar og er opin á verslunartima. Sunnudagsbíó fyrir börn Sunnudaginn 14. mars kl. 14.00 verð- ur kvikmyndasýning íyrir börn í fund- arsal Norræna hússins. Sýndar verða tvær stuttar myndir sem báðar fjalla um ævintýri eftir danska ævintýra- skáldið H.C.Andersens. Fyrri myndin Hvordan det videre gik den grime æll- ing er teiknimynd þar sem á gaman- saman hátt er sagt frá Ijóta andarung- anum, sem breyttist í svan. Hvernig gengur honum að aðlagast lífinu með- al svana, þegar hann ólst upp í anda- garði? Handritið gerði Jannik Hastr- up. Seinni myndin er byggð á ævintýrinu um Eldfærin. Þetta er leikbrúðumynd eftir rúmensk-danska leikbrúðumynda- höfundinn Mihail Badica. Hann fer frjálst með efni ævintýrsins og gerir hermanninn að þorstlátum sveitastrák og prinsessan er orðin að virðulegri frú í góðum holdum. Þessi brúðumynd er einstök að því leyti að brúðurnar nota táknmál en auk þess cr hún talsett með dönsku tali. Sýningartími mynd- anna er 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Gíecíng fyrir 2 í tvær nætur, 3 rétta máltlö á aðeins y&cvdrxó Kirkjubraut 11 . fíyYÍr)(/ssi///§&;/' Sími 431 4240 ^ ^ Akranesi elíefat Jíú&caul Frítt f Bitnd á Bing Dao Renniverkstæðinu 26., 27. og 28 mars og alla páskana. fOftHÓTEL / S O L V I K I N G KEA AKUREYRI ISLANDSFLUG mtá (§) BÍINAÐARBANKINN Akureyri Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyrl 5 - Simi 461 2960 - Akureyrl Miðapantanir í síma 461-3690 og 461-1617 MINOLTA SKÝR MYND-SKÝR HUGSUN Ljósritunarvélar Laserprentarar Faxtæki 0m ■ MIN0LTA Color PagePro L lita laserprentari á góðu verði: 196.000.- m/vsk ___KJARAN____ TÆKNIBUNAÐUR SIÐUMULI 12 108 REYKJAVIK SIMI 510 5500 / 510 5520 www.kjaran.is kjaran@kjaran.is - fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.