Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGVR 12. MARS 1999
Xhyytr
Lóuþræiar og Sandlóur
Karlakórinn Lóuþræl-
ar og sönghópurinn
Sandlóur úr Húna-
þingi vestra halda •
tónleika í Glerárkírkju
laugardáginn 13.
mars kiukkan 16.00;
og Daivíkurkirkju
sama dag kiukkan
20.30. Efnisskráin er
fjölbreytt, meðal annars einsöngur og ung söngkona, Harpa Þor-
valdsdóttir, tekur lagið með kórnum. Lagavalið er allt frá ekta karla-
kórslögum tii dæguriaga með undirleik hijóðfæra. Stjórnandi er Ólöf
Pálsdóttir og undirleikarar Elínborg Sigurgeirsdóttir á píanó, Páll
Björnsson á bassa og Þorvaldur Pálsson á harmoníku.
LM&____________________
émwm mm
f'JO'r'
Margt býr í
þokunni
Leikfélag Hveragerðis frum-
sýnir sakamálagamanleikinn
Margt býr f þokunni annað
kvöld kl. 20.30 á gamla Hótel-
inu ( Hveragerði. Nfu leikarar
taka þátt í þessu verki en á
myndinni sjáum við aðal-
leikkonurnar, Svölu Karlsdótt-
ur, Sigríöi Valgeirsdóttur og
Dagbjörtu Fjólu Almarsdóttur I
hlutverkum sínum. Þessi sakamálagamanleikur er eftir William
Dinner og William Morum skrifuðu en Ásgerður Ingimarsdóttir
þýddi. Upplýsingar og miðapantanir eru í s: 483 4990.
Form skynjanna
Á morgun opnar í Ásmundar-
safni við Sigtún sýning á verkum
eftir Ragnhildi Stefánsdóttur og
Ásmund Sveinsson. Safnið hefur
síðastliðin 5 ár boðið listamönn-
um að sýna verk sín innan um
verk Ásmundar til að gestir megi
skynja tengslin milli verka Ás-
rnundar og yngri listamanna. Að
þessu sinni var Ragnhildi Stef-
ánsdóttur myndhöggvara boðið
að sýna en margir kannast m.a.
við verk hennar Skynjun (nokk-
urra metra hár konulíkami sem
stendur á strandlengjunni við
Skerjafjörð). Sýningin stendur til
13. maí.
■ HVAfl ER Á SEYÐI?
Húnvetningafélagið
Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11,
laugardag kl. 13.00. Parakeppni. Allir
velkomnir.
Breiðfírðingafélagið
Félagsvist verður spiluð sunnudaginn
14. mars kl. 14.00 í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14. Fyrsti dagur í þriggja daga
parakeppni. Kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
Island - Ungverjaland
Félagið Island - Ungverjaland gengst
íyrir ferð til Ungverjalands dagana 22.
- 29. maí n.k. fyrir félagsmenn og gesti
þeirra. Fararstjóri í ferðinni verður
Gunnsteinn Olafsson, tónlistarmaður,
en hann stundaði nám í Ungverjalandi
í íjögur ár. Dvalist verður í Búdapest í
tvo daga og síðan ferðast um landið.
Ahersla verður lögð á ungverska menn-
ingu, bæði til munns og handa. Ferðin
verður kynnt á fundi mánudaginn 15.
mars kl. 20.30. á veitingahúsinu Við
tjörnina, Templarasundi 3, uppi á lofti.
Fundurinn er jafnframt aðalfundur fé-
lagsins.
LANDIÐ
Síðasti sýningardagur
1 dag er síðasti dagur myndlistasýning-
ar Ingimars Olafssonar Waage í Bóka-
safni Háskólans á Akureyri. A sýning-
unni eru landslagsmálverk unnin í olíu
á árunum 1996-1999. Sýningin er
opin kl. 8.00-18.00.
Til aðstoðar lesblindum
Laugardaginn 13. mars heldur Gyða
Stefánsdóttir, sérkennari á Akureyri
Ieiðbeininganámskeið fyrir foreldra
barna sem eiga í lestrarerfiðleikum.
Námskeiðið miðar að því að foreldrar
geti aðstoðað börn sín til betri árang-
urs í lestri. Námskeiðið verður í stofu
2 að Möðruvöllum í MA, kl. 14.00-
17.00, inngangur frá bílastæði
Menntaskólans við Þórunnarstræti.
Námsgjald er kr. 1.500 á fjölskyldu.
Skákfélag Akureyrar
I dag verður parakeppni í skák. Sunnu-
daginn 14. mars verður hraðskákmót
Akureyrar. Telft verður í skákheimilinu
að Þingvallastræti 18, Akureyri.
Vikulegur hreingjörningur
Anna Richardsdóttir fremur sinn viku-
lega hreingjörning í göngugötunni á
Akureyri kl. 16.30 í dag, fyrir framan
Bókval.
Opið hús á Melgerðismelum
Laugardaginn 13. mars verður opið
hús á Melgerðismelum kl. 14.00-
17.00 og þá geta áhugasamir kynnt sér
starfsemina og rætt við starfsmenn og
stjórnarmenn í Hrossaræktarsamtök-
unum. Stóðhestarnir Andvari frá Ey og
Númi frá Þóroddsstöðum eru í þjálfun
I HELGARBLAÐI DAGS..
Eigingirni þarf
að ráða för
Jafnréttismálin
að springa út
Frank Sinatra
leiddi þá saman
Fluguveiði, krossgáta,
matargatið, bókahillan, bfó, o.m.fl.
Áskriftarsíminn er 800-7080
- segir Halldór Asgrímsson. formaður
Framsóknarflokksins, í helgarviðtali Dags
í stöðinni og verða sýndir í reið auk
annarra hrossa ef aðstæður leyfa. Fé-
lagar í Funa sjá til þess að enginn fari
svangur heim.
Skíðafélag Dalvíkur - Böggvis-
staðafjalli
A mánudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum er opið klukkan 10.00-
12.00 og 13.30-19.30, á þriðjudögum
klukkan 13.00-19.30, föstudag 13.00-
17.00 og 20.00-22.00. Á laugardögum
og sunnudögum er opið klukkan 10-
17.
Helgina 13.-14. mars 1999 verður
haldið Jónsmót fyrir 11 og 12 ára.
Minningarmót um Jón Bjarnason, einn
af stofnendum skíðafélagsins. A laug-
ardag er keppt í stórsxdgi og sundi og á
sunnudag í svigi.
Páskatilhoð í lyftur hefst um helgina
og er boðið upp á heilan dag á verði
hálfs, 500 fyrir fullorðna og 250 íyrir
börn og stendur framyfir páska. Allar
upplýsingar um skíðasvæðið er hægt
að fá á heimasíðu félagsins:
www.toto.is/felog/skidalvik og á sím-
svara: 878-1606.
Ragnheiður Jónsdóttir í Lista-
safni Arnesinga
Ragnheiður Jónsdóttir opnar sýningu á
risavöxnum kolateikningum í Lista-
safni Arnesinga á Selfossi á morgun
klukkan 14.00. Félagar úr Kammerkór
Suðurlands syngja við opnunina.
Ragnheiður er íyrst nokkurra þekktra
Sunnlendinga sem sýna í safninu í vor
en síðan taka við sýningar sem tengjast
landinu sjálfu á einn eða annan hátt.
Tilraun verður gerð með nýjan af-
greiðslutíma safnsins frá fimmtudegi
til sunnudags klukkan 14-17 en lokað
verður mánudaga, þriðjudaga og mið-
vikudaga. Sýning Ragnheiðar stendur í
þrjár vikur og henni lýkur mánudaginn
annan í páskum.
Síðustu sýningar í Reykjadal
Síðustu sýningar leiklistarhóps Ung-
mennafélagsins Eflingar í Reykjadal á
leikritinu „Láttu ekki deigan síga,
Guðmundur“ verða að Breiðumýri í
Reykjadal nú um helgina. Áttunda sýn-
ing í kvöld klukkan 20.30, 9. sýning á
laugardagskvöld klukkan 20.30 og allra
síðasta sýning á sunnudagskvöld
klukkan 20.30. Húsið er opnað hálfri
klukkustund fyrir sýningu. Miðapant-
anir í síma 464 3175 klukkan 17-19 og
eftir klukkan 19.00 sýningardagana í
síma 464 3145. Ekki er hægt að
hleypa gestum inn eftir að sýning
hefst.
Styrktartónleikar á Blönduósi
A sunnudag ldukkan 14.30 verða
haldnir tónleikar í Félagsheimilinu á
Blönduósi til minningar um Kristján
frá Breiðavaði í Langadal, sem lést nú
í janúar aðeins 31 árs. Jafnframt eru
þetta tónleikar til styrktar Stefaníu
ekkju Kristjáns og dætrum þeirra
þremur. Að loknum tónleikunum eru
kaffiveitingar.
SMÁSAGNA-
SAMKEPPNI
ÍDAGS OG
MENOR
Skilafrestur er 30. opríl
Handrit skulu merkt meo
dulnefni, en nafn höfundar
fylgi meS i lokuSu umslagi.
Handrit sendist til:
í > /«?
■
■ ■
■
■
Ljóðasamkeppi
Menor, Hrísalu
600 Akureyri
Ljóðasamkeppni Dags og
Menor, Strandgata 31,
600 Akureyri.
'VencP-
v>-i.-. •■imy&'k»,SW.1VH-