Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTVDAGUR 19. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU ■ ÞAfl ER KOMIN HELGI Hvað ætlar þú að gera? „Syng með Hreimi," segir HHdur Tryggva- dóttir. SungiðíÝdölum „Eg verð um helgina að syngja á vorfagnaði Karlakórsins Hreims, sem haldinn verður í Ydölum í Aðaldal á laugardagskvöldið. Þar mun ég syngja fjögur lög með kórnum og svo þijú einsöngslög. Austur þarf ég að fara um miðjan dag til æfinga, en tónleikarnir hefjast síðan klukkan 21,“ segir Hildur Tryggvadóttir, söngkona á Akureyri. „Þetta er það sem ber nú hæst hjá mér um helgina og sunnudaginn ætla ég að eiga til þess að vera með dóttur minni og unnusta og slappa vel af. Eitthvað þarf ég líka að huga að nuddnáminu sem ég er í sem og æfingum á Brúkaupi Fígarós sem ég tek þátt í með Tón- listarskólanum á Akureyri og á að setja á svið þann 20. maí í vor,“ segir Hildur. Gunnar Helgason reynir að komast á skíði. Læra texta ,/EtIi ég reyni ekki bara að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni um helgina," segir Gunnar Helgason leikari. „Svo þurfum við, ég og konan mín, að læra texta fyrir leikrit sem Hafnarfjarðarleikhúsið er að fara að æfa. Það heitir „Stóllinn hans afa“ og er eftir Agúst Guðmundsson.“ Skíðin verða vonandi dregin fram um helg- ina og svo hefur Gunnar tekið að sér að kynna dagskrá um íslenskt mál í Ráðhúsinu á sunnudaginn. ,/Etli ég endi svo ekki helgina á annarri sýningu á Hnetunni í Iðnó á sunnu- daginn,“ segir hann. Steik og rauövín „Eg ætla að vinna um helgina. Eg verð á fréttavakt og stjórna fréttum á laugardag og sunnudag á hinni ástsælu Stöð 2 og Bylgj- unni,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður. „Konan mín vinnur við hlið mér á sama stað og fyrir bragðið gerum við eitt- hvað fallegt saman á Iaugardagskvöldið, etum girnilega ítalska steik með góðu rauðvíni og mætum svo örlítið rykuð í vinnuna á sunnu- Sigmundur Ernir Rún- daginn," segir hann. arsson sendir börnin í A meðan foreldrarnir eru í vinnunni verða leikhús. börnin send í leikhúsið. „Það verður að ala --------- þau upp í menningunni," segir Sigmundur. Börnin fara að sjá Hatt og Fatt á Iaugardag- inn og svo er skólasýning á dagskránni á sunnudaginn. .Ðzgur Árið 1979 var ungur og reffilegur maður við störfí alþjóðadeild Seðlabankans og þótti þá strax býsna efnilegur. Þviþarfþað ekki að koma á óvart að Geir H. Haadre hafi náð jafn langt og raun ber vitni, fjármálaráðherra og nú varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Starfsferill Geirs hefur nær allur verið í stjórnmálum eða öðru kerfisvafstri og einhver skyldi halda að þar þrifust ekki bráðskemmti- legir menn og söngvarar góðir. En undantekningin sannar regluna. LÍF OG LIST á eru Skagfirska söngsveitin, Karlakór Reykja- víkur, Hreimur í Suður-Þingeyjarsýlu, Karlakór Selfoss og Stefnir í Mosfellsbæ." Herragarðssögur „Mér finnst alltaf gaman að góðum framhaldsþáttum, rétt einsog sápuóperurnar eru leið- inlegar. Mósaikþáttur Jónatans Garðarssonar er oft ágætur og sama get get ég sagt um Spaugstofuna, þó þætt- ir hennar séu vissulega misjafnir. Breskir sjón- varpsþættir standa alltaf fyrir sínu og þar nefni ég herragarðssögur ýmsar sem kvikmyndaðar hafa verið, sögur um samskipti hefðarfólksins og þeirra sem lægra eru settir. Þá horfði ég nýlega á Stöð 2 á skemmtilega bandaríska kvikmynd um hershöfðingjann Patton, sem af öðrum bar sakir kænsku og útsjónarsemi." Nú brosir nóttin „Ég hef lítið lesið bækur .að undan- ; förnu, en var að byija að lesa bókina um Svein Guð- mundsson hestamann á Sauð- árkróki, Glymja járn við jörðu. Hún lofar góðu,“ segir Þor- valdur G. Óskarsson á Sleitu- stöðum í Skagafirði, bifvéla- virki og form. Karlakórsins Heimis. „Þá var ég að lesa bækurnar Skagfirskur annáll, sem hefur að geyma myndir og frásagnir úr héraði frá því um miðja síðastu öld og fram á miðbik þessarar. Þetta eru tvö bindi, bækur sem eru í raun ótæmandi fróð- leiksnámur. Nú brosir nóttin, er einstök bók sem ég Ias nýlega, ævisaga Guðmundar Einars- sonar, refaskyttu á Ingjaldssandi vestra, einstök bók segi ég - en Gumundur var Mýramaður að ætt, einsog ég er að hluta.“ Síbyljan fer illa í mig „Síbyljurokkið fer illa í mig. Best líkar mér gömul lög einsog með Ragga Bjarna, Vilhjálmi, Hauki Morthens og Bjögga, að ég tali nú ekki um um Geirmund. Svo er það karlakórssöngur sem ég hef gaman af, bæði sígild karlakórslög og eins lög af léttara tagi. Þau sæta oft mikilli gagnrýni, enda er flutningur þeirra vandmeðfarinn en getur líka lukkast vel. Þeir kórar sem ég hlusta hvað helst ■ fra degi til dags „Menn verða ekki gamlir fyrr en þeir sakna í stað þess að þrá.“ J. Barrymore Þetta gerðist 19. mars • 1883 fann Jan Matzeliger upp fyrstu vélina sem framleiddi heila skó. • 1908 gerðist það í fyrsta sinn að kona tók til máls á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík. Sú hét Bríet Bjarnhéðins- dóttir. • 1957 festi Elvis Presley kaup á jörðinni Graceland í Memphis. • 1979 hófust reglulegar sjónvarpsút- sendingar frá fundum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. • 1991 varð Khaleda Zia fyrsti kvenmað- urinn til að gegna embætti forsætisráð- herra í Bangladesh. • 1994 var stærsta eggjakaka heims gerð í Japan og fóru í hana 160.000 egg. Þau fæddust 19. mars • 1809 fæddist rússneski rithöfundurinn Nikolaí Gogol. • 1848 fæddist bandaríski bandaríski byssumaðurinn og fógetinn Wyatt Earp. • 1899 fæddist dansk-norski rithöfund- urinnAksel Sandemose. • 1905 fæddist þýski arkitektinn og nas- istinn Albert Speer. • 1917 fæddist Þorsteinn Hannesson söngvari. • 1936 fæddist svissneska leikkonan Ursula Andress. • 1947 fæddist Sigrún Stefánsdóttir, sem nú er rektor í Danmörku. • 1955 fæddist bandaríski leikarinn Bruce Willis. Vísan Vísa dagsins er eftir Pál Ólafsson: Finnst þér Itfið fúlt og kalt fullt er það af lygi og róg. Brennivínið bætir allt, bara að það sé drukkið nóg. Bandaríska leikkonan Glenn Close mun vera 52 ára í dag, fædd árið 1947 í bæ sem nefnist Greenwich í Connecticut, Bandaríkjunum. A barnsaldri fluttist hún til Afríku með foreldrum sínum þar sem hún bjó í 16 ár. Hún hefur leikið í kvik- myndum á borð við Fatal Attraction og Dangerous Liaisons að ógleymdu Hundalífinu frá Walt Disney, þar sem hún lék með tilþrifum hina skelfilegu Grimmhildi Grámann. Golfariim 1 gryfjunni Það var á sólardegi. Jónas og Guðmund- ur voru á golfvellinum. Kúla Jónasar lenti í sandgryfjunni. Hann sótti áttuna í kylfupokann sinn og fór að leita að kúl- unni. Sandurinn var mjög gljúpur en Jónas rótaði mikið og loks sér hann hlut sem glampaði á. Þegar hann fer að athuga málið nánar kemst hann að því að þetta er átta-járn. Hann rótaði betur og sá þá beinagrind sem heldur um golfkylfuna. Jónas kallaði í dauðans ofboði á félaga sinn, sem verður mjög undrandi á þess- um annars dagsfarprúða manni. Guð- mundur spyr hann hvað gangi eiginlega á. Jónas kallaði til baka hálf taugaveikl- aðri röddu. „Hentu í mig sjö-járninu. Það kemst enginn hérna burtu með því að nota átta-járnið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.