Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 4
20-F 0 S T U DAGU R 19. MARS 1999 rD^ur LÍFIÐ í LANDINU Ályktun Sjálfstæðis- flokksins um sjávar- útvegsmál verður vissu- lega talin söguleg. Ekki fyrst og fremst afþví að hún væri svo djúp og viturleg í sjálfu sér, og heldur ekki afþví að hún opnaði svo óvæntar dyr til sátta um sjávarútvegs- mál þjóðarinnar - eins og ritstjórar Morgun- biaðsins virtust til dæmis staðránir I að ímynda sér. Söguleg varð hún ein- faldlega afþvíþað er alltafsögulegt að sjá stórt stórt fjall taka jóð- sótt - og svo fæðist svona agnarpínuöggulítið músarkríli. Ahersla lögö á að áhersla verði lögð á áhersluatriði... vægt að við endurskoðun laga um fisk- veiðistjórnun, sem Alþingi hefur ákveðið að fram fari, verði farið ítarlega yfir öll ágreiningsefni og allar hugmyndir til breytinga." Haus ihaldsms lagður í bleyti Er þetta nú ekki alveg frábært?! Dirfskan og þokkinn, maður! Alþingi er búið að ákveða að fram fari endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun, og þúsund manna Iandsfundur stærsta stjórnmálaflokksins í landinu leggur höfuðið í bleyti um hvern- ig sú endurskoðun ætti að vera. Jú - eftir mikil heilabrot er niðurstaðan sú að rétt sé að fara ítarlega yfir öll ágreiningsefni. Söguleg niðurstaða hjá stærsta stjórn- málaafli þjóðarinnar!En fyrirgefiði - stóð kannski eitthvað annað til? Atti þá kannski ekkert að fara ítarlega yfir öll ágreiningsefni þegar Alþingi endurskoð- aði lögin - var það ekki fyrr en núna að Sjálfstæðisflokkurinn fattaði uppá þessari snjöllu leið? Er það þess vegna sem Davíð telur ályktunina munu verða sögulega, og Mogginn fagnar svo mjög? Hafði engum dottið þetta í hug áður?Reyndar minnir þessi stórkostlega niðurstaða allra heila- brota Sjálfstæðisflokksins mig ekki á neitt annað en ályktanir landsfunda Sjálfgræð- isflokksins sem haldnir voru í ríkinu Matthildi íyrir bráðum þrjátíu árum. Sjálfgræðisflokkurinn í Matthildi hélt nefnilega líka glæsilega landsfundi þar sem ályktað var um helstu þjóðþrifamál, og niðurstöður þar voru álíka djúpar og þessar - sem sé þær helstar að áhersla skyldi lögð á að áhersla yrði lögð á áhersluatriði. Er Davíð Oddsson alveg búinn að gleyma Sjálfgræðisflokknum í Matthildi, eða er hann kannski enn að grínast þegar hann segir landsfundi Sjálf- stæðisflokksins að það sé söguleg niður- staða að flokkurinn þeirra hafi samþykkt að leita opnum huga að lausnum sem auki sátt og stuðli að betri árangri, „skoð- að verði hvort gera þurfi“, og svo fram- vegis, og loks að farið ítarlega yfir ágrein- ingsefni?Ja, bittinú, sagði kellíngin. Blásaklaus varaformaður Margnefndur stærsti stjórnmálaflokkur landsins heldur fund. Hann fer fram í sátt og eindrægni eins og ævinlega, enda er náttúrlega alltaf hægt að taka bara raf- magnið af ræðumönnum sem ekki kunna handritið sitt og eru með leiðindi. Það fá- ránlega mál - sem ekki var sagt frá í Morgunblaðinu - er reyndar nærri skuggalegur vottur um eitthvað í hinu nýja eðli Sjálfstæðisflokksins sem ég held að hann afi minn hefði varla kannast við á sínum tíma. En að öðru Ieyti fór fund- urinn altso fram í sátt og eindrægni. Svo mikilli sátt og eindrægni að þegar birtist ein blaðagrein þar sem gert var obboðlítið en ákaflega elskulegt grín að þeim sam- kundum sem landsfundir Sjálfstæðis- flokksins eru, þá túlkaði nýkjörinn vara- formaður flokksins þá grein þannig að hún hefði einkennst af heift og illgirni í garð flokksins.Heift og illgirni! Mikið óskaplega hlýtur Geir Haarde alltaf að hafa lifað í vernduðu umhverfi, úr því hann heldur að þessi blaðagrein hafi ver- ið uppfull með heift og illgirni! Mamma, mamma, mamma, hann er að stríða mér! Það er vonandi að Davíð veiti þessum nýja varaformanni sínum fljótlega kennslustund í heift og illgirni, úr því hann gengur svo bláeygur út í Iífið, þó kannski eigi maður helst að óska þess að svona sakleysingi þurfi aldrei að klifra upp úr sandkassanum. Hverjir þurftu að slá af? En Davíð sjálfur? Hvað var hann að pæla? Hann sagði við umræður um þessa mögnuðu ályktun Iandsfundarins að aug- Ijóst væri að ýmsir hefðu slegið af sínum sjónarmiðum, og landsfundinum bæri að taka tillit til þess. Stimpla hér, samþykkja þar, rétta upp hönd, hrópa húrra! En hveijir skyldu nú hafa þurft að slá af hvaða sjónarmiðum? Þeir Sjálfstæðis- menn sem töldu að þegar Alþingi endur- skoðaði fiskveiðistjórnunarkerfið ætti alls ekki að fara yfir öll ágreiningsefni? Slógu þeir af hjá íhaldinu, til að tryggja þessa sögulegu ályktun? Eða voru það kannski þeir sem vildu leita leiða til að auka deil- ur og ofveiði? Tókst Davíð um síðir að berja þá til hlýðni við ályktun sína? Nei - sennilega þurftu menn helst að slá af sjónarmiðum sínum þegar um var að ræða þá setningu að „skoðað yrði hvort gera þurfi“. Þar sagði Mogginn að greidd hefðu verið atkvæði og 52 hefðu viljað að „skoðað yrði hvort gera þurfi“ en 30 hefðu verið alveg á móti því.Var nema von að Davíð væri snortinn? Og lands- fundurinn hrifinn af þessu skarplegu ályktun sinni? „Leitað opnum huga að Iausnum og skoðað verði hvort gera þurfi og farið yfir öll ágreiningsefni." Þetta er framlag Sjálfstæðisflokksins til mesta deiluefnisins í íslensku samfélagi. Svei mér ef mér segir ekki svó hugur um að þessi ályktun verði einhvern tíma talin söguleg! Pistill llluga varfluttur í morgunútvarpi Rásar 2 t gær. „Mér segir svo hugur um að þessi ályktun verði ein- hvern tíma talin söguleg." Ég á hér við ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um sjávarút- vegsmál, en það voru reyndar ekki mín orð að sú ályktun yrði einhvem tíma talin söguleg; það voru orð formanns flokks- ins, Davíðs Oddssonar, og hann lét þau falla í ræðu um þessa ályktun. Það gleður mig mikið að geta nú glatt Davíð með því að hann hafði í þetta sinn eins og ævinlega rétt fyrir sér, og ályktun Sjálf- stæðisflokksins um sjávarútvegsmál verð- ur vissulega talin söguleg - bara miklu fyrr en Davíð hafði órað fyrir. Hún varð sögu- leg um leið og hún var fest á blað. Ekki fyrst og fremst af því hún væri svo djúp og viturleg í sjálfu sér, og heldur ekki af því hún opnaði svo óvæntar dyr til sátta um sjávarútvegsmál þjóðarinnar - eins og rit- stjórar Morgunblaðsins virtust til dæmis staðráðnir í að ímynda sér. Söguleg varð hún einfaldlega af því það er alltaf sögu- Iegt að sjá stórt stórt fjall taka jóðsótt - og svo fæðist svona agnarpínuöggulítið mús- arkríli. Því hvað stóð með leyfi í þessari sögulegu ályktun þúsund manna lands- fundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarút- vegmál? Ég gáði í Moggann - en eins og ég nefndi tóku ritstjórar Morgunblaðsins nefndri ályktun með miklum fögnuði, skrifuðu um hana eins og hún væri speki af himnum ofan og Iásu út úr henni hitt og þetta sem ekki var auðvelt fyrir okkur hin að koma auga á. Sú er náttúrlega oft raunin um speki af himnum ofan, en í framhjáhlaupi hlýt ég að geta þess að ein- læg gleði Moggans yfir ályktun landsfund- arins bar satt að segja meiri svip af því að týndi sonurinn væri að leita færis til að koma aftur heim, og túlkaði því öll orð pabba gamla sér í vil - frekar en að flokk- urinn hefði f raun látið sér eitthvað það um munn fara sem í alvöru mætti túlka sem stuðning við sjónarmið Moggans í sjávarútvegsmálum. En látum það Iiggja milli hluta. Altént má treysta Morgun- blaðinu til að hafa ekki látið framhjá sér fara gómsætustu bitana í ályktun lands- fundarins, eða mestu nýmælin. Og hverjir voru þeir bitar, hver voru þau nýmæli? Jú - eftirfarandi ummæli úr ályktuninni, sem Mogginn birti, segja sína merkilegu sögu. Við leitiun opnum huga... I fyrsta lagi er hvatt til þess að leitað verði „opnum huga að Iausnum, sem auki sátt og stuðli að betri árangri". Þetta er nú aldeilis sögulegt, finnst ykkur það ekki, hlustendur góðir? Hugsið ykkur til dæmis ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvatt til þess að leitað yrði af stakri þröngsýni að lausnum sem ykju deilur og stuðluðu að ofveiði. Það hefði verið ekki gott, en guðsblessunarlega féll Sjálfstæð- isflokkurinn ekki í þá gryfju, og er þá nema von að Mogginn fagni? Ihaldið hef- ur komið auga á að affarasælast sé að leita opnum huga að lausnum sem auka sátt og stuðla að betri árangri. Hugsið ykkur dýptina, hugsið ykkur hina tæru snilld! Mér segir svo hugur um að þessi ályktun verði einhvern tíma talin söguleg! Ennfremur segir Mogginn að í ályktun Sjálfstæðisflokksins hafi staðið að „skoð- að verði hvorf gera þurfi sérstakar ráð- stafanir til að tryggja hagsmuni við- kvæmra byggða og hlut þjóðarinnar í af- rakstri fiskistofnanna". Jedúddamía, sagði kellíngin. Sjávarútvegsmálin eru helsta deilumál þjóðarinnar nú á tímum, hinar dreifðu byggðir í uppnámi og kraumandi óánægja alls staðar undir niðri með sæ- greifakerfið. Og hvað gerir stærsti stjórn- málaflokkur landsins í því; þar að auki sá flokkur sem sterkastan hefur foringjann - mann sem ég segi ekki að geti gert það sem honum sýnist, en þó svona allt að því? Hver er niðurstaða hans í þessu mikla deilumáli? „Skoðað verði hvort gera þurfi...“Davíð hefur talað. Hann sagði að vísu ekki neitt, en hann talaði þó. „Skoð- að verði hvort gera þurfi." Mér segir svo hugur um að þessi ályktun verði einhvern tíma talin söguleg!En rúsínan í pylsuend- anum er eftir. I margumtalaðri ályktun sagði líka: „Landsfundurinn telur mikil- UMBUÐA- LAUST lllugi Jökulsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.