Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGVR 19. MARS 1999 - 21 Tkypr LEIKHUS KVIKMYNDIR TONLIST SKEMMTANIR Úr, upptakarar, sófar o.fl MarcNewson erungur hönnuðursem hannað hefuralltfrá flugvélum til úra. Hann tekurþátt í hönnunarsýningu á Kjarvalsstöðum... I gær var opnuð sýning á alþjóð- legri hönnun á Kjarv'alsstöðum og stendur hún til 24. maí. Þar sýna 3 erlendir hönnuðir, Marc New- son, Jasper Morrison og Michael Young, sem ailir eru taldir meðal fremstu hönnuða heims í dag. Jasper rekur hönnunarstofu í Lundúnum og hefur m.a. hannað sport'agn sem vakið hefur mikla athygli, en á Kjarvalsstöðum sýnir hann ýmiss konar húsgögn. Mich- ael Young lærði í Lundúnum og mikilvægur þáttur í starfi hans er að hanna hluti sem hægt er að fjöldaframleiða á viðráðanlegu verði án þess að það komi niður á gæðum. Við tókum hins vegar tali Marc Newson, 35 ára gamlan Astrala sem setti á fót hönnunar- fyrirtæki fyrir nokkrum árum í París sem hann flutti fyrir tveimur árum til Lundúna. Vill skera sig úr Marc hóf nám í gullsmíði en sneri sér að húsgagnahönnun undir Iok námsins. Síðan hann lauk námi hefur hann unnið hörðum hönd- um að því að koma hönnun sinni á framfæri og hefur það tekist ágætlega en hann er á samningum við ýmis fyrirtæki. Um 20 híutir sem hann hefur hannað eru nú þegar í framleiðslu en meðal verk- efna hans eru einkaflugvél, ilmvatnsflöskur, öskubakki, vasaljós, upptakari, úr, húsgögn af ýmsu tagi, snagi o.fl. Marc segir sýninguna á Kjarvalsstöðum ágætt yfirlit yfir hönnun sína fyrir utan innanhússhönnunina en hann hefur útfært útlit ýmissa tísku- verslana og veitingastaða. Um þessar mundir er hann að hanna innviði veitingahúss í Los Angeles í Bandaríkjunum, bíl fyrir bandarískt fyrirtæki auk þess sem hann vinnur að hönnun reiðhjóls sem sett verður í framleiðslu. „Það er svolítið erfitt að lýsa mínum stíl en almennt má segja að hlutirnir séu litríkir og ögrandi. Eg hef mikinn áhuga á samræmi. Sumir segja að hönnunin sé nokkuð Iífræn en ég er ekki sammála því, mér finnst hún miklu einfaldari en svo. Annars er þetta bara minn stíll, mín áritun,“ segir Marc og telur sig ekki geta skilgreint ákveðna tísku meðal hönnuða samtímans, altént vilji hann alls ekki vera hluti af ákveð- inni tísku. „Eg vil að hönnun mín skeri sig úr.“ Markmiðið er fjöldaframleiðsla Boltinn fór að rúlla hjá Marc fyrir um fimm árum þegar honum fóru að berast fyrir- spurnir frá stórum fram- leiðslufyrirtækjum. Nú vill hann hins vegar fara að kom- ast upp í næsta þrep, sem er að fá hönnunina í fjöklafram- leiðslu. „Það er langáhuga- verðasta hliðin á hönnun. Þá verða hlutirnir ódýrari og að- gengilegri lyrir venjulegt fólk - eins og mig. Eg myndi gjarnan vilja að fólk eins og mamma mín hefði efni á að kaupa mína hönnun. Það getur hún ekki nema hönnunin sé komin í Qölda- framleiðslu." Um 20 hlutir sem Marc hefur hannað eru nú þegar í framleiðslu en meðal verk- efna hans eru einkaflugvél, ilmvatnsflöskur, öskubakki, vasaljós, upptakari, úr, húsgögn afýmsu tagi, snagi o.fl. mynd: teitur Kórsöngur í Akureyrarkirkju KórAkureyrarkirkju heldur tónleika í kirkjunni á sunnu- dag klukkan 17.00. Meðal annars verðurfrumfluttur Skímarsálmur eftir Jón Leifs. Ásamt kórnum koma fram Michael Jón Clarke barítón, Sigrún Arna Arngrímsdóttir mezzosópran og Douglas A. Brotchie orgel- leikari. Efnisskráin er í anda dagsins, boð- unardags Maríu. Maríubænir verða sungnar og orgelverk tengt deginum verður leikið. Flutt verða kórverk eftir 16. aldar tónskáldin Palestrina og Victoria, sænska tónskáldið Otto Olsson, Arvo P%crt, Þorkel Sigur- björnsson og síðast en ekki síst Jón Leifs. I lok tónleikanna syngur kórinn sálm eftir Jakob Tryggvason og verður hann fluttur í minningu Jakobs sem lést fyrir skömmu. Jakob var stofnandi kórsins og stjórnaði honum til 1986. fYumílutiiingur Michael Jón Clarke og Douglas Brotchie munu meðal annars flytja Skírnarsálminn opus 34 eftir Jón Leifs. Eyþór Ingi Jónsson starfar nú sem organisti og stjórnandi Kórs Akur- eyrarkirkju. Hann segist ekki vita betur en að um frumflutning á skirn- arsálmi Jóns Leifs að ræða. „Mér hefur að minnsta kosti ekki tekist að finna neinar heimildir um að þetta hafi verið flutt áður. Verkið er gífur- lega erfitt bæði fyrir söngvara og orgelleikara. Við höldum að þetta sé frumflutningur." Eyþór segir Islendinga því miður ekki hafa metið Jón Leifs sem skyldi fyrr á öldinni. „Islendingar voru um miðja öldina síðróm- antískir og voru ennþá í dönsku og þýsku upplýs- ingastefnunni. Þeim fannst allt þjóðlegt vera ljótt.“ Að undanförnu hafa mörg verk eftir Jón Leifs verið flutt, enda er hundrað ára ártíð hans 1. maí. - Er Jón Leifs kominn í tiskul „Hann er vissulega í tísku en það sem við erum að flytja hef ég ekki orðið var við að hafi verið flutt. Samt er þetta ekkert Michael Jón Clarke syngur ein- söng með Kór Akureyrarkirkju. Skírnarsálmur Jóns Leifs er mjög erfiður í flutningi, bæði fyrir ein- söngvara og organista. óaðgengileg tónlist heldur mjög fallegar raddsetningar sem kórinn syngur. Við syngjum líka meðal annars fallegt verk fyr- ir baritón og kór eftir SMann Otto Olson, tvö verk frá 16. öld og annað er frá þessari öld.“ - HI Jón Leifs. Þann 1. maí verða eitt hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Á efnisskrá tónleikanna á sunnu- dag eru meðal annars Skírn- arsálmur og... eftirJón. UM HELGINA Spuni í Lista- klúbbnum Það er vart þverfótað orðið fyrir spunaleik í afþreyingu og menningu hér. Nú hefur Leikfélag Mosfellsbæjar ákveðið að spreyta sig á þess- ari leiklistaraðferð í spuna- verkinu Jarðarför ömmu Sylvíu sem á rætur að rekja til gyðingahverfa í New York en hefur verið staðfært til Mosfellsbæjar. Á mánudags- kvöldið ætlar Ieikfélagið hins vegar að mæta í Listaklúbb Leikhúskjallarans þar sem íyrri hluti verksins verður sýndur en að því lokna verða umræður um uppsetningu þess. Dagskráin hefst kl.20.30 en aðgangseyrir er 800 kr. Sálumessa Mozarts Eitt af frægari kórverkum tónlistarheimsins er Sálu- messa Mozarts og ætlar Söngsveitin Fílharmonía að syngja það í Langholtskirkju á morgun kl. 17 og á sunnu- daginn kl.20.30. Mozart lést áður en hann lauk við sálu- messuna sem hann samdi að beiðni greifa nokkurs er hafði nýlega misst konu sína. Nærri 100 manns taka þátt í flutningnum, kórinn, kamm- ersveit og fjórir einsöngvarar, þau Sólrún Bragadóttir, Elsa Waage, Snorri Wium og Keith Reed. Námskeið og tónleikar Kristinn H. Árnason gítarleik- ari hefur verið á ferð um Norð-Austurland undanfarna daga og er nú staddur á Akur- eyri. Þar heldur hann tón- leika í listasafninu í Listagil- inu kl. 16 og ætlar m.a. að spila verk eftir Bach, Jón Ás- geirsson og Albeniz. Jafn- framt heldur hann námskeið í gítarleik við tónlistarskól- ann. V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.