Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 6
22- FÖSTUDAGVR 19. MARS 19 9 9 Pf(V fjor Lífædar á Isafirði ÞU 6RTVARKÁR OGT6KURENGAR ÓYFIRVEGACJAR ÁKVAROANIR, VIROIR GAMLAR HEFÐIR. EN LÆTUR ÞÆR EKKI KOMA í VEG FYRIR UMBÆTUR. 1 Myndlistar- og Ijóðasýningin Líf- æðar, sem hóf flakk sitt um land- ið á Landspítalan- um í byrjun árs- ins, opnar á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar í dag kl. 15. Á þessari far- andsýningu eiga tólf myndlistarmenn samtals 34 myndverk og 12 Ijóðskáld sýna 18 ijóð. Listamennirnir og höfundarnir eru á öllum aldri en er ætlað að endurspegla strauma í íslenskri myndlist og Ijóðagerð frá síðari heim- styrjöld til dagsins í dag. Isfirðingar og gestkomandi geta notið sýn- ingarinnar til 19. apríl en nokkrum dögum síðar mun hún prýða ganga Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Sýndarveru- leiki I Lista- safninu Listasafn Islands opnar í dag sýningu á mynd- um Ijósmyndarans Jani- eta Eyre sem búsett er í Kanada. Sagt hefur verið um Ijósmyndir hennar að þær séu sviðsetningar sem hafi á sér „yfirbragð samsærisins“. Ljósmyndirnar þykja leyndardómsfullar og veröld þeirra margræð en þar býr m.a. ímynduð samgróin tví- burasystir Janietu sem dó skömmu eftir fæðingu. Myndirnar eru sviðsettar og útkoman verður eins konar sýndarveruleiki. Sýningin stendurtil 18. apríl. Víupir Kvenna- kórinn tekur bíólög Kvennakór Reykja- víkur heldur tón- leika í Loftkastalan- um á sunnudaginn og þriðjudaginn kl. 20 og 22 bæði kvöldin. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Bíótónar, verða tekin lög úr ýmsum kvikmyndum undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Engin önnur en Andrea Gylfadóttir verður einsöngvari með kórnum. Hafi fólk áhuga getur það nálgast miða á tónleikana hjá kórfélögum eða í Loftkastalanum. AÐALRJNDUR 1999 Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þriðju- daginn 23. mars 1999 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 17. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins um Qölda á stjómarmönnum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn eru afhent á aðal- skrifstofu félagsins að Suöurlandsbraut 4, 5. hæö, frá og með hádegi 16. mars til hádegis á fundar- dag, en eftir það á fundarstað. Að loknum aðalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa í Setrinu á sama stað. www.shell.is HVAfl ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆDIÐ Kynningardagur Stýrimanna- skólans Hinn árlegi kynningardagur Stýri- mannaskólans í Reykjavík verður hald- inn á morgun í Sjómannaskóla Islands á Rauðarárhold. Dagskráin hefst klukkan 13.00 og stendur til klukkan 16.30. Nemendur skólans sjá að venju um dagskrána og alla kynningu. Fyrir- tæki og stofnanir kynna starfsemi sína og þjónustu. Björgunarþyrla Landhelg- isgæslunnar, TF-LIF, kemur á svæðið. I Hátíðarsal Sjómannaskólans verður áhöfn björgunarþyrlunnar afhent framlag úr Björgunarsjóði Stýrimanna- skólans í Reykjavík, Þyrlusjóði. Kven- félagið Hrönn verður með veitingar, kaffi og kökur, allan daginn í mötu- neyti Sjómannaskólans. Djasslestur á Sólon Tríó Olafs Stephensen Ieikur í djass- klúbbnum Múlanum á sunnudags- kvöldið og heíjast tónleikarnir stund- víslega kl. 21. Ætlunin er að leika hefðbundinn djass „fyrir fólk sem hef- ur takmarkaðan áhuga á djasstónlist“ og hefur tríóið boðið ungum tenórsax- ista, Óskari Guðjónssoni, að spila með en auk þess mun leikarinn og söngvar- inn Harald G. Haralds syngja og lesa (!) í djass-stíl með tríóinu. Trfóið er skipað Guðmundi R. Einarssyni, Tómasi R. Einarssyni og Ólafi Steph- ensen en þeir spiluðu m.a. í Bangkok fyrir skömmu. Stefán í Loftkastalanum Fjöldi mynda eftir Stefán Jóhann Boulter hangir nú í forsal Loftkastal- ans og verður þar eitthvað áfram. Stef- án átti m.a. verk á sýningu ungra myndlistarmanna sem haldin var í Listaskálanum í Hveragerði síðastliðið vor og aftur á sýningunni „erótíka“ sem haldin var á sama stað sfðasta haust. Heimir í Grafarvogskirkju Karlakórinn Heimir heldur tónleika í Grafawogskirkju í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir verða í nýbyggingu kirkj- unnar en þar mun hljómburður vera mjög góður. Eins og venjulega á tón- leikum Heimis má búast við mikilli að- sókn og er því miðasala þegar hafin í Eymundsson og Pennanum. A laugar- daginn verða aðrir tónleikar með kórn- um í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 14.00 og svo seinna sama dag kl. 17.00 fara þeir í reiðhöll Gusts í Kópavogi sem verða með sölusýningu Skagfirskra hrossa- bænda þennan dag og þenja raddbönd- in einsog Skagfirðingar einir geta. Olöf Helga sýnir „Nema hvað“ í dag klukkan 16.00 opnar Ólöf Helga Guðmundsdóttir sýningu í gallerí „Nema hvað“, Skólavörðustíg 22 c. Þar sýnir hún þrívíð verk af ýmsu tagi. Flest eru þau afmörkuð í tíma og rúmi. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 15-18 og um helgar frá 14-18. IMItu Efnalaugirmi Hðaleitisbraut 58-GO • 8:553-1380 Álfabakki 18 • S:557-8400 Smáratorgi Kópavogi • 3:544-4090 - fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.