Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 9
Ifc^wr FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 - 25 LÍFIÐ t LANDINU Mario Lanza varnátt- úrutalentsem öðlaðist heimsfrægð sem steig honum til höfuðs og á örfáum árum drakk hann og át sigíhel. Mario Lanza fæddist árið 1921 í Bandaríkjunum og var einka- barn foreldra sinna, fátækra ítal- skra innflytjenda sem dekruðu við hann. Hann var lítill og þybbinn. Oöruggur, óviðráðan- legur og hyskinn námsmaður sem var gefinn fyrir slagsmál og var eitt sinn rekinn tímabundið úr gagnfræðaskóla fyrir að lemja kennarann. A heimili Lanza var mikið hljómplötusafn með plöt- uin Enrico Caruso. Einn daginn þegar verið var að spila eina plötuna tók Lanza undir með söngvaranum og söng á þann hátt að faðir hans og nágrannar urðu dolfallnir af hrifningu. Faðirinn sendi Lanza samstund- is í söngtíma. Hann kom síðan fram á tónleikum og í útvarpi. Uppgangan var skjót og þegar hann hélt tónleika í Hollywood Bowl árið 1947 sló hann fagn- aðarlátamet. Áhorfendur fögn- uðu honum í lok tónleikanna í sextán mínútur, sex mínutum lengur en fiðlusnillingnum Jascha Heifetz sem átti fyrra met. Á konsertinum var Louis B. Mayer forstjóri MGM kvik- myndaversins sem daginn eftir réð Mario Lanza á sjö ára samn- ing. Fyrsta mynd hans var söngvamynd með Kathryn Gray- son og hét That Midnight Kiss. Hann var settur í stranga megr- un og vandlega var fylgst með holdarfari hans meðan hann lék í myndinni. Hann varð að stfga á vigt á hverjum morgni fyrir framan ráðamenn kvikmynda- versins, rétt eins og nautgripur sem er veginn og metinn. Sérkennilegir siðir Lanza hafði þann sérkennilega sið að kasta af sér vatni hvar sem var, á gólfi búningsherberg- is síns, á göngum kvikmynda- versins eða í upptökuverinu sjálfu. Þessi vani olli nokkru uppnámi meðal samstarfsmanna hans sem kvörtuðu sáran við engar undirtektir Ieikarans. Þeir brugðu á það ráð að setja svína- trog fyrir utan búningsherbergi hans en söngvarinn \drtist ekki skilja sneiðina, og því síður tók hann mark á því þegar sama fólk setti tóma fötu fyrir utan bún- ingsherbergið. Forstjóri MGM kallaði Lanza loks inn á skrif- stofu sína og sagði honum að læra að nota klósett. Þegar Lanza yfirgaf skrifstofu hans helltu vinnumenn á tröppum hlandi í fötu yfir höfuð hans. Hann hélt þó áfram þeim sið sínum að kasta af sér vatni þar sem hægast var, og þess var oft þörf því þetta var maður sem drakk fjörtíu kaffibolla, fyrir há- degi. Þegar hann vann að annarri mynd sinni The Toast of New Orleans var hánn farinn að drekka áfengi ótæpilega. Dag einn lenti hann í miklu rifrildi við framleiðanda myndarinnar, Joe Pasternak. Lanza þaut inn í búningsherbergi sitt og tók vin shji^'iúe^ttúr. Þar þreif hann Dramb og fall Lanza ásamt dætrum smum tveimur. fulia viskíflösku og lauk úr henni í tveimur sopum. Síðan leit hann á vin sinn og sagði: „Líklega var ég að æsa mig að óþörfu," hélt síðan aftur inn kvikmyndaverið og datt þar á borð sem féll með tilheyrandi hávaða. Lanza féll í yfirlið og Ann Blyth aðalleikona myndar- innar öskraði nær úr sér lungun. Bifrildið við framleiðandann Joe Pasternak tók á sig ógeðfelldari myndir þegar Lanza tók hvað eftir annað upp á því að keyra að húsi Pasternaks og aka vilj- andi á póstkassa hans eða garðshliðið meðan hann hróp- aði ókvæðisorð. Eitt frægasta lag sitt Be my Love hljóðritaði Lanza fyrst holdvotur undir áhrifum áfengis. Hann átti að mæta í hljóðver RCA hljóm- plötufyrirtækisins þar sem hljómsveit beið hans og hljóð- rita átti nokkur Iög. Lanza ákvað að fá sér í glas áður og heimsótti vin sinn þar sem honum dvaldist nokkuð. Ungri stúlku á efri hæðinni var boðið í gleðskapinn og drykkirnir urðu allmargir. Þegar Lanza hafði gert ítrek- aðar tilraunir til að rífa ungu stúlkuna úr kjólnum dó hann loks áfengisdauða í sóffanum. Vin- urinn hringdi í umhoðsmann Lanza og bað hann að hirða söngvarann en umboðsmað- urinn vissi að Lanza ætti að vera í upp- Lanza með eiginkonu smni en hún lést fimm mánuðum eftir dauda hans. bað hann um að setja Lanza í sturtu og koma honum í hljóð- verið. „Ef hann drukknar í sturt- unni þá drukknar hann,“ sagði umboðsmaðurinn, „en reynið þetta.“ Þegar umboðsmaðurinn kom á staðinn var Lanza hálfdrukkn- aður en hafði þó einhvern veg- inn tekist að gera sér grein fyrir því að hann ætti að mæta í vinnu. „Eg fer ef þið komið með mér,“ sagði hann við vini sína, „ég syng eitt lag og svo förum við og* ■fátitri' ‘ddíBir'í'Vírtiðvíns- ems og heitar iummnr enn flösku.“ Hljómsveitin hátíðaklæðum hafði beðið í nær tvo tíma þegar Lanza skjögraði inn holdvotur. Hann leit á hljómsveitarstjór- ann og sagði: „Eg vil enga vitleysu. Við gerum þetta einu sinni og það er eins gott að það gangi.“ Það gekk það vel að lagið sem hann söng þetta kvöld Be my love seldist á innan við ári í milljón eintökum. Enginn flytjandi ldassískrar tónlistar í sögu RCA hljómplötufyrirtækis- ins hafði áður náð því marki. Skap djöfulsins og rödd engils Það var aldrei neitt hálfkák á Lanza því hann var stórt barn, tilfinningaríkur, örgeðja og öfga- kenndur. Hann þoldi ekki frægð- ina, hún steig honum til höfuðs og hann þótti yfirleitt óþolandi í samvinnu. Hann var matar og drykkjufíkill og milli kvikmynda átti hann til að þyngjast um 75 kíló. I Hollywood skipti útlit jafn miklu máli og röddin og matar- græðgi Lanza var aðhláturefni fjölmiðlamanna. Frægasta kvik- mynd Lanza var The Great Caruso, ævisaga söngvarans sem sumir segja vera mesta óperu- söngvara heims fyrr og síðar. Auglýsingameistarar MGM höfðu gert mikið úr því að Lanza hefði fæðst sama ár og Caruso dó og túlkuðu þá tilviljun á þann veg að guð hefði sent Lanza til jarðar til að koma í stað hins mikla söngvara. Lanza fór sjálfur að trúa því að þetta væri stað- reynd. Þessi sannfæring hans varð ekki beinlínis til að gera hann auðveldari í umgengni. Loks fékk MGM nóg af stjörnustælum Mario Lanza og önnur kvikmyndafyrirtæki treystu sér ekki til að fjárfesta í honum. Hann fór í tónleikaferð til Englands og Þýsklalands en þegar til kom aflýsti hann megn- inu af tónleikum sinum. Hann settist að á Italíu ásamt eigin- konu sinni og fjórum börnum. Hjónabandið byggðist upp á há- vaðarifrildi, drykkju og skemmt- un og ástríðufullum sáttum. Lanza hélt áfram að borða ógur- lega og svelta sig þess á milli. Strangir megrunarkúrar ollu þunglyndisköstum og vinir hans heyrðu hann hvað eftir annað segja: „Lífið er stutt. Dauðinn nálgast." Haustið 1959 lagðist hann inn á spítala vegna slappleika. Eiginkona hans var öllum stundum við sjúkrabeð hans. Þau rifust heiftarlega einn daginn og hún rauk út. Örfáum klukkustundum siðar hringdi Lanza í hana og bað hana um að snúa aftur því heilsa sín hefði versnað. Hún trúði því ekki að hann væri alvarlega veikur, ákvað að láta hann bíða og sneri ekki aftur fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Þá var hann látinn, einungis 38 ára gam- all. Dánarorsökin var hjartaáfall. Eiginkona hans reyndi að sefa sorg sína með drykkju og eiturlyfjum. Hún lést fimm mánuðum eftir dauða eigin- manns síns. Fjögur böm Lanza hjón- anna voru skyndi- lega orðin munaðar- laus. En minning söngvarans, nriinní The Toast of New lifanda lífi var sagð- Mario Lanza ásamt Kathryn Graysontm^ ^ ^ My Lwe hafa skap djöf- Drleans. har sem hann song vmsæ-------------— ulsins og rödd eng- ----------- ils, lifir enn. I 11 ,TOl*JOM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.