Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 3
FÖSTVDAGVR 19. MARS 1999 - 19 Vsyptr. LÍFIÐ í LANDINU L. A 1 kvöldfrumsýnirLeik- félagAkureyrar „Syst- ur í syndinni“ eftirlö- unni og Kristínu Steinsdætur. Skemmti- legt leikrit með dramatísku ívafi, söng og skemmtilegri um- gjörð. Konurnar fjórar sem gerast systur í syndinni leika þær Helga Vala Helgadóttir (GuðnýJ, Margrét Ákadóttir (Droplaug), Aino Freyja Jarvela (Malla) og Katrín Þorkelsdóttir (Þórunn). „Þarna eru miklar tilfinningar og mikil átök en þar fyrir utan er mikið glens og grín og gaman. Þó þetta gerist 1875 þá er þetta mikið nútimaverk, “ segir Katrín. myndir: þór g/slason „Þetta er bara eins og lífið. Lífið er skemmtilegt þó það sé dramatískt," segir Kolbrún Hall- dórsdóttir leikstjóri. „Mér finnst þetta vera fyrst og fremst leik- húsverk en það verður hver og einn að líta sínum augum á það. Þetta er saga úr fortíðinni sem nær auðveldlega til okkar. Það er fjallað um fólk á ákaflega mannlegum nótum. Iðunn og Kristín fjalla um þessar mann- eskjur af samúð og kærleika og með virðingu fyrir þeim og þeirra lífi þótt þær hafi ekki flot- ið ofaná í tilverunni. Leikhúsið er að fjalla um mannlífið í öllum sínum fjölbreytileika og það er í eðli sínu spennandi og skemmti- legt." Af samtölum við Ieikara í sýn- ingunni er ljóst að mildl vinna hefur verið lögð í að ná sem best öllum blæ þess tíma þegar sagan gerist. Allir hafa verið að grúska, leita og lesa. „Það er mest gaman að vinna í leikhúsi á þessum nóturn," seg- ir Kolbrún. „Þegar einn eða tveir þurfa ekki að fá allar hugmynd- irnar, heldur er þetta hug- myndapottur sem allir hafa jafn- an rétt á að leggja í. Svo kraum- ar þar og sýður og upp rís ein- hvers konar sköpunarverk sem er samsuða af hugmyndum og orku allra þeirra sem að þessu hafa komið og það fyrirbæri er leiksýningin." Tónlistarívaf Systur í syndinni er með tón- Iistarívafi. Hróðmar Ingi Sig- urbjörnsson tónskáld samdi bæði lög og útsetti. Meðal þeirra sem leika í verkinu eru meðlimir Tjarnarkvartettsins en leikarar aðrir syngja líka. „Þetta er öðruvísi vinna en venjuleg tónsmíða\ánna,“ segir Hróðmar Ingi. „Lögin hafa flest orðið til á æfingatímanum og reyndar var það nú þannig að þetta kom bara jafnóðum. Þegar búið var að æfa eitt lag þá var annað komið." Rósa, Kristjana, Kristján og Hjörleifur í Tjarnarkvartettinum hafa öll komið nálægt leiklist áður. „Við höfum öll verið eitt- hvað í leildist," segir Kristján Hjartarson, „ég sennilega Iengst, búinn að vera með Leikfélagi Dalvíkur alveg frá 1978.“ Þau Ieggja áherslu á að þarna sé Tjarnarkvartettinn ekki á ferð sem slíkur en þeim finnst gam- an að blanda saman tónlist og leiklist. „Það er eitt að syngja og leika en annað að syngja í kvar- tett og Ieika. Það er útvíkkun á starfi kvartettsins að takast á við þetta.“ Eymdarlif... Systumar í syndinni leika þær Helga Vala Helgadóttir, Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Akadóttir og Aino Freyja J%crveI%o. Á rölti innan um leikarana á æfingu nú í vikunni kemur í Ijós að það fer svolítið eftir því hvaða leikara er talað við hvort gamnið eða alvar- an í verkinu kemur fram. „Eg leik í Litla-Kotssenunum sem eru mjög átakamiklar,“ segir Katrín Þorkelsdóttir. „Þarna eru sterkar tilfinningar og mikil átök en þar fyrir utan er glens og grín og gaman. Þó að leikritið gerist 1875 þá er þetta mikið nútíma- verk. Við höfum þessa umgjörð en í raun eru þarna sömu til- finningarnar; ást, hatur, afbrýði- semi, hlátur, gleði og grátur. Eg held að mannskepnan breytist ekki svo mikið á 100 Meðlimir Tjarnarkvartettsins koma mjög við sögu í söng og leik. Krist- jana Arngrímsdóttir, Hjörleifur Hjart- arson, Rósa Kristín Baldursdóttir og Kristján Hjartarson. •rgdal og Þráinn Karlsson lusta. Vatnsberarnir voru árum. Tíðar- andinn er svolítið öðruvísi, sér- staklega í sambandi við konurn- ar í verkinu. Þó tilfinningalíf þeirra hafi verið það sama og er í dag þá voru þær undirokaðar og litið á þær sem hálfgerð vinnudýr." ...en skemmtilegt þó „Þetta verður mjög fjörleg sýn- ing,“ segir Aðalsteinn Bergdal. Þráinn Karlsson segir alltaf . Ieika kynlega kvisti, vatnsberana, Jon gaman að taka þátt í flutningi á nýju ís- lensku leikverki. Hann er líka með það á hreinu af hveiju fólk ætti að sjá þessa sýningu: „Þú ættir fyrir það fy’rsta að koma til að sjá nýtt íslenskt leikverk og svo kemurðu til að kynnast mjög sérstöku mannlífi, útdauðum stéttum og nokkuð harðri Iífs- baráttu sem er blönduð ágætis lu'mni. Síðan færðu þinn skammt af prýðilegri tóniist. Menn fá bara töluvert fyrir aurana sína,“ segir Þráinn. Sunna Borg bjó í Laugarnes- inu í Reykjavík sem krakki og segist muna vel eftir þvottalaug- unum í Laugardal. „Eg man svo vel eftir þ\'í þegar þær komu með þvottinn í bölunum sín- um,“ segir Sunna. „Þetta hefur ekki verið neitt sældarlíf á þess- um tíma. Höfundarnir setja þetta upp í spaugilegt forrn en undirtónninn er alvarlegur. Mér finnst hafa tekist mjög vel til og ég er ánægð með Kolbrúnu sem leikstjóra. Hún skynjar verkið mjög vel og fer afar skemmtilega leið að því. Ekki sakar að tónlist- in er skemmtileg, góðar útsetn- ingar og frábærir flytjendur.11 Áleitin saga Systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur eru löngu þekktar fyrir skrif sín, bæði saman og hvor í sínu lagi. Iðunn rakst á frásögn í Islensku mannlífi sem Jón Helgason ritstjóri og rithöf- undur skrifaði og voru gefnar út 1958-1962. „Þar er þessi frásögn sem kallast Systur í syndinni," segir Iðunn. „Hún kveikti í okkur, hún er svo vel skrifuð. Við ákváðum að skrifa um þetta efni með ákveðnum breytingum." Kristín og Iðunn fengu leyfi hjá eftirlifandi eiginkonu Jóns Helgasonar til að nota nafn frá- sagnarinnar á leikritið, „Systur í syndinni". I okkar huga kom aldrei neitt annað nafn til greina," segir Iðunn. I hinu raunverulega sakamáli sem leikritið styðst við komu sex konur við sögu en atburðirnir gerðust á árunum 1871-79. í leikritinu eru konurnar aðeins fjórar. Þótt höfundar styðjist að hluta til við atburði sem gerðust í Reykjavík á síðustu öld líta þeir á leikritið sem skáldskap, enda eru persónurnar þeirra eigin hugarsmfð. Þær segja söguna hafa verið mjög áleitna og fannst áhuga- vert að draga fram ýmislegt frá þessum tíma, meðal annars kjör kvenna. Gamalt og nýtt - Sagan segir frú alvarlegum at- burðum en þama er líka glens og gaman. „Ef þú lest Jón Helgason," svarar Kristín, „þá sérðu hvað margt er skemmtilegt í frásögn hans. Það sem heillaði okkur var að þessar konur, sem að hluta til bjuggu við eymdarkjör, eygðu þarna leið til að hafa það svolítið skemmtilegt í lífinu. Við erum svo gjörn á að ímynda okkur að allt hafi verið svo ofboðslega leiðinlegt í gamla daga, alltaf kalt, allir með Iús og aldrei sól- skin,“ segir Kristín. „Við hugsuðum oldcur alltaf að það yrði þjóðleg tónlist í leik- ritinu,“ segir Iðunn. „Við vorum svo lánsöm að fá Hróðmar Inga til leiks. Hann hefur samið )Tid- isleg lög sem falla vel að tíðar- andanum. I hópi leikenda er mikið af góðu tónlistarfólki sem fléttar söng og leik saman svo að úr verður ein heild." „Við erum mjög ánægðar með hópinn sem við höfum verið að vinna með og ekki síður leik- stjórann," segir Kristín. „Vinnan með Kolbrúnu hefur verið gagn- leg og gefandi. Það er ekki sjálf- gefið að samvinnan gangi jafnvel og hún gengur hér. Þetta er elskulegt fólk og tekur svo vel á móti okkur. Það er eins og að koma heim að koma til Leikfé- lags Akureyrar." Leikarar í sýningunni eru Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Ákadóttir, Helga Vala Helgadótt- ir, Aino Freyja J%cn'el%c, Guð- mundur Haraldsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Aðal- steinn Bergdal, Hjörleifur Hjart- arson, Jón Stefán Kristjánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Olafur Guðmundsson, Agnar Jón Egilsson, Michael Jón Clar- ke, Kristján Hjartarson, Krist- jana Arngrímsdóttir og Rósa Kristín Baldursdóttir. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, leik- mynd og búningar eru í höndum Elínar Eddu Árnadóttur, Hróð- mar Ingi Sigurbjörnsson samdi og útsetti tónlistina, Kolfinna Knútsdóttir sér um leikgervi og lýsingu annast Ingvar Björnsson. -Hl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.