Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 UÍ6&. fjor Vorfagnaður að Ydölum Karlakórinn Hreimur stendur að vorfagn- aði að Ýdölum annað kvöld klukkan 21.00. Þar verður boðið upp á korsön.g. einsöng, tvísöng, tvöfaldan kvartett og veisiukaffi. Stjórnandi kórsins er Robert Faulkner, undirleikari er Juliet Faulkner, gestasöngvari verður Hildur Tryggvadóttir og um ýmis tónlistaratriði sjá einnig Aðalsteinn ísfjörð, Valmar Valjaots og Jaan Alavere. Veislu- stjóri verður Flosi Ólafsson. Vorfagnaðinum lýkur síðan með dansleik við undirteik Danshljómsveitar Húsavíkur. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Kórinn heldur tónleika i Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 27. mars klukkan 20.00. Þar mun söngkvartettinn Út í vorið syngja með kórnum og einn sér. Skíðastuð á Tröllaskaga Um helgina verður mikiö um að vera á skíöasvæðum Dalvíkinga og Ólafs- firðinga og jafnframt líf og fjör í fé- lagsheimilinu Tjamarborg í Ólafsfirði og í Sundlauginni á Dalvík. Mótin sem haldin verða núna um helgina, föstudag til sunnudags, eru bikar- mót SKÍ í alpagreinum 13-14 ára og í göngu 13 ára og eldri. Byrjað verður siðdegis í dag með svigi á Dalvík og í kvöld klukkan 20.00 verður dansleikur/hljómsveitamót í félagsheimilinu Tjarnarborg i Ólafsfirði. Á morgun verður svigmót í Ólafsfirði og bikarmót, Kristins- mótið í göngu. Á laugardagskvöld verður sundlaugarpartý í Sundlaug Daivíkur. Á sunnudag verður keppt í stórsvigi á Dalvi'k og haldið verð- ur bikarmót í göngu í Ólafsfirði, ininningarmót um tviburana frá Burstabrekku, pá Frímann og Nývarð Konráðssyni. Ráðstefna um útivistar- skóga (dag halda Skógræktar- félag Eyfirðinga og Skóg- ræktarfélag [slands ráð- stefnu á Akureyri um úti- vistarskóga. Á ráðstefn- unni verður fjallað um samvinnu skógræktar- og sveitarfélaga, auk þess sem samstarf Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyfirðinga verður sérstaklega kynnt. Ráðstefnan er haldin í Galtalæk, gegnt Akureyrarflugvelli og hefst klukkan 9.00. Fyrirlesarar eru bæði sveitarstjórnarmenn, skógræktar- félagsfólk og svo ýmsfr notendur útivistarskóga. Ráðstefnan er öllum opin og er skráning í síma 462 4047 eða 561 8150. ■ HVAB ER Á SEYDI? ■ Á DAGSKRÁNNI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Freðryk á Síðdegistónleikum Hljómsvcitin Freðryk spilar á Síðdegis- tónleikum Hins Hússins og Rásar 2 í dag kl. Í7.00. Hljómsveitina skipa tveir guttar á aldrinum 17 og 19 ára og flytja þeir lifandi tölvutónlist. Einnig verður ljóðaflutningur samhliða tón- listarflutningi. Freðryk tók þátt í íyrsta tilraunkvöldi Músíktilrauna 1999. Málmblásarar í Salnum I kvöld verða í íyrsta sinn málmblás- aratónleikar í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs og heíjast tónleikarnir kl. 20.30. Það er Kvintett Corretto sem gælir við eyru gesta og verður efnis- skráin fjölbreytt. Aðal skrautfjöðurin verður þó hin tilkomumikla Toccata og Fúga í d-moll eftir J.C. Bach. Meðlim- ir kvintettsins eru: Einar Jónsson, trompet, Eiríkur Orn Pálsson, trompet, Emil Friðfinnsson, horn, Sig- urður Þorbergsson, básúna og Þórhall- ur Ingi Halldórsson, túba. Með tímann að vopni Nokkrir af fremstu jassgeggjurum þjóðarinnar leiða saman hesta sína á tónleikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á sunnudaginn nk. kl. 20.30. Þetta eru: Cunnar Hrafnsson, kontrabassa, Kjartan Valdemarsson, pí- anóleikari, Pétur Grétarsson, trommu- leikari og Sigurður Flosason, altsaxó- fónleikari, en þeir ganga undir nafninu Tímasprengjan. Dave Brubeck verður aðal viðfíangsefnið hjá þeim félögum, það veltíir síðan á stemmningunni hvort leikið verður lagið Take Five eftir Paul Desmond. Músíktilraunir í kvöld klukkan 20.00 hefst þriðja músíktilraunakvöld Tónabæjar og ITR 1999. Hljómsveitirnar sem leika eru Dikta frá Garðabæ, Moðhaus frá Reykjavík, Smaladrengirnir frá Reykja- vík, Sauna frá Reykjavík. Etanol frá Hafnarfirði, Frumefni frá Reykjavík, Tin frá Reykjavík og Niðurrif frá Reykjavík. Gestahljómsveitir kvöldsins eru Jagúar og Sigurrós. Málþing um Beauvoir Rannsóknastofa í kvennafræðum stendur fyrir málþingi um Simone de Beauvoir. Málþingið er í Hátíðarsal Háskóla Islands og hefst klukkan 14.00 á morgun. A málþinginu taka fræðimenn úr heimspeki, bókmennta- fræði og mannfræði á ýmsum þáttum kenninga og rita Beauvoirs. Tilgangur- inn með málþinginu er að meta við aldarlok framlag Bcauvoirs til heim- speki, kvenna og kynjafræða. Málþing- ið er haldið í tilefni af því að nú eru 50 ár liðin frá útgáfu bókar Simone de Beauvoir Hitt kynið. Félag eldri borgara Asgarði, Glæsibæ Félagsvist kl. 13.30 í dag. Góugleði í kvöld. Borðhald hefst kl. 19.00, fjöl- breytt dagskrá, upplýsingar á skrif- stofu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi á laugardagsmorgun kl. 10.00. Námsstcfnan Heilsa og ham- ingja á efri árum verður í Asgarði laug- ardaginn 20. mars kl. 13.30. Þórarinn Sveinsson yfirlæknir fjallar um krabba- mein, greiningu, rannsóknir og bata- horfur, allir velkomnir. Félag eldri borgara Kópavogi Aðalfundurinn verður í dag kl. 16.00 í GuIIsmára. Félagar og aðrir scm hafa áhuga á starfseminni eru hvattir til þess að fjölmenna. Nemendatónleikar Sigursveins Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar heldur tvenna tónleika laugardaginn 20. mars. Nemendur forskólans koma fram í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14.00. A efnisskránni eru lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Sigursvein D. Kristinsson og Sigfús Halldórsson. Einnig flytja nemendur skólans sérstaka Reykjavík- ursyrpu. Gítarnemendur verða með samleikstónleika í Fella- og Hólakirkju kl. 17.00. Auk nemenda Tónskóla Sig- ursveins koma þar fram hópar úr tón- listarskólunum í Mosfellsbæ, Kópa- vogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. Hlið himinsj logar vítis í Fíla- delfíu. Dagana 21., 22., og 23. mars verður leikritið Hlið himins, logar vitis sýnt í Hvftasunnukirkjunni Fíladelfíu, Há- túni 2 í Reykjavík. I verkinu er reynt að svara þeirri áleitnu spurningu hvað gerist eftir dauðann? Hvaða svar gefur Bihlían? Höfum við nafnið okkar skráð í lífsins bók eða endar vegur okkar í glötun? Það eru safnaðarmeðlimir sem leika í verkinu. Sýningarnar hefjast all- ar kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis með- an húsrými Ieyfir. „Fjallahótelið“ í bíósal MÍR. Nk. sunndag, 21. mars kl. 15.00 verð- ur kvikmyndin „Fjallahótelið“ sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í kvikmyndaverinu í Tallinn, Eistlandi árið 1979 og Grígríj Kroma- nov er leikstjóri. I myndinni er sagt frá dularfullum atburðum, sem gerast á fjallahóteli einu. Lögreglumaðurinn Gleboky fær það verkefni að rannsaka mál þar á hótelinu, en hann kemst ekki að neinni niðurstöðu þó hann gruni að ekki sé allt með felldu. Þegar snjóflóð teppir íjallveginn að hótelinu og Iögreglumaðurinn kemst því ekki burtu þaðan, fara undarlegir hlutir að gerast. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Listmunauppboð á Hótel Sögu Sunnudagskvöldið 21. mars. kl. 20.30 heldur Gellerí Fold listmunauppboð í Súlnasalnum á Radisson SAS Hótel Sögu. Boðin verða upp um 100 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Uppboðsverkin verða til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarár- stíg 14, föstudag frá kl. 10.00 til 18.00, laugardag frá kl. 10.00 til 17.00 og sunnudag frá kl. 12.00 til 17.00. Mígrenisamtökin Fræðslufundur verður haldinn mánu- daginn 22. mars í safnaðarheimili Há- teigskirkju. Fyrirlesari verður Finnbogi Jakobsson, læknir og mun hann fræða um kenningar um orsakir mígrenis. Allir velkomnir. Páskaskreytingar í Garðyrkju- skólanum Tvö námskeið verða haldin í Garð- yrkjuskólanum á Reykjum fyrir áhuga- fólk um blómaskreytingar og verður aðaláherslan nú lögð á páskaskreyting- ar. Fyrra námskeiðið verður laugardag- inn 27. mars og það sfðara mánudag- inn 29. mars og standa þau bæði frá kl. 10.00-16.00. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá endurmenntunar- stjóra skólans. LANDIÐ Dorgað á Laxárvatni við Blöndu- ós Islandsmótið í dorgveiði verður haldið á Laxárvatni á morgun laugardag og hefst stundvíslcga kl. 11. Þetta mót er núna haldið í sjöunda sinn, en í íyrra var það haldið á Reynisvatni. Veður- spáin lofar góðu og Laxárvatn bíður eftir veiðimönnum. Dorgveiðiball verð- ur síðan haldið um kvöldið í félags- heimilinu og mun Hallbjörn Hjartar- son í Kántríbæ ásamt hljómsveitinni Kúnst viðhalda fjörinu. Margt fleira verður um að vera á Blönduósi þessa helgi fyrir unga sem aldna, má þar nefna: Ævintýrið á harða diskinum, leikrit eftir Olaf Hauk Símonarson, Blönduvisin, söngvakeppni, hljóm- sveitin Laus og Iiðug spilar fyrir dansi í kvöld og fl. og fl. Fjölmennum á Blönduós um helgina, þar verður stuð. Hagyrðingakvöld á Dalvík Annað kvöld klukkan 21.00 verður haldið hagyrðingakvöld á efri hæð Café Menningar á Dalvík og rennur allur ágóði til kaupa á reiðhjólahjálm- um handa sjö ára börnum. Fram koma hagyrðingarnir Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit, Osk Þorkelsdóttir frá Húsavík, Hjálmar Freysteinsson frá Akureyri og Erlingur Sigurðarson frá Akureyri. Stjórnandi verður Birgir Sveinbjörnsson. Það er Kiwanisklúbb- urinn Hrólfur á Dalvík sem stendur fýTÍr hagyrðingakvöldinu. Ferðafélag Akureyrar Á morgun verður auðveld óvissuferð, skíðaferð eftir færð og aðstæðum. Brottför klukkan 9.00. Laugardaginn 27. mars verður miðlungserfið skíða- ferð um Þorvaldsdal. Kökubasar Emblu Laugardaginn 20. mars heldur Kiwanisklúbburinn Embla á Akureyri kökubasar í Krónunni frá kl. 11. Allur ágóði rennur til líknarmála. Bubbi Morthens í Reykjanesbæ I kvöld treður Bubbi okkar Morthens hinn eini sanni upp með gamlar og glænýjar perlur í Skothúsinu í Reykja- nesbæ. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Hvolsvöllur I kvöld kl. 21.00 verður Kvennakórinn Ljósbrá með tónleika í Hvoli. Auk kórsins koma fram einsöngvararnir Eyrún Jónasdóttir, Margrét Másdóttir og Maríanna Másdóttir. Maríanna mun auk þess leika á þverflautu. Að tónleikunum loknum verður boðið uppá skemmtidagskrá sem kórfélagar sjá um. Þar verður stiklað á stóru í sögu kórsins, sungnar gamanvísur og ýmislegt fleira. Stjórnandi kórsins er Jörg Sonderman. Dul-kóð-un í Vestmannaeyjum Sigþrúður Pálsdóttir/Sissú, myndlistar- maður opnar sýningu í Gamla Véla- salnum á horni Græðsibrautar og Vest- urvegar laugardaginn 20. mars U. 14.00. Guðlaugur K. Óttarsson, tón- listarmaður fremur tónlist við opnun- ina. SJÓNVARPIÐ - föstndagur kl. 20.45 Stutt í spunann. Ein byltingar- kenndasta hljómsveit landsins, Utan- garðsmenn, sameinast á ný í fyrsta sinn í 17 ár í spunaþætti Sjónvarps- ins. Þegar saga hljómsveitarinnar hófst árið 1979 ríkti lognmolla í ís- lensku tónlistarlífi. Þá geistust Utan- garðsmenn fram á sjónvarsviðið af áður óþekktum krafti í tónlist og djörfung í textagerð. Utangarðsmenn hafa alla tíð, síðan þeir héldu hver í sína áttina, þráast við að koma sam- an á ný, en nú er komið að því. Ástæðan fyrir kemur í ljós í þættin- um. Umsjón: Eva María Jónsdóttir. Spunastjóri: Hjálmar Hjálmarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson. STÖÐ2 -föstudagur kl. 22.40: 187áStöð2. Seinni frumsýningar- mynd kvöldsins á Stöð 2 er bíómynd- in 187 sem gerð var árið 1997. Hér segir af Trevor Garfield sem kennir efnafræði við skóla í New York þar sem ofbeldisseggir leika lausum hala. I helstu hlutverkum eru Samuel L. Jackson, John Heard, Kelly Rowan og Clifton González. Leikstjóri myndarinnar er Kevin Reynolds. STÖÐ 2 - laugardagur kl. 22.50: Hundeltur liðsforingi. Bandaríska spennumyndin Hundeltur, eða Most Wanted, frá 1997 er á dagskrá Stöðvar 2. Aðalsögupersónan er liðs- foringinn James Dunn sem hefur heldur betur komið sér í klípu. Hans bíður dauðadómur fyrir að hafa orðið háttsettum starfsmanni Bandaríkja- hers að bana. Dunn heldur fram sak- leysi sínu en yfirvöld skella við skollaeyrum. I helstu hlutverkum eru Keenen Ivory Wayans, Jon Voight, Jillian Hennessy og Paul Sorvino. Leikstjóri er David Hogan. STÖÐ 2 - sunnudagur kl. 21.30: Grát ástkæra fósturmold. Stöð 2 sýnir áhrifaríka kvikmynd sem nefn- ist Grát ástkæra fósturmold, eða Cry the Beloved Country. I helstu hlut- verkum eru James Earl Jones, Ric- hard Harris, Vusi Kunene og Charles S. Dutton. Leikstjóri er Darrell J. Roodt. Myndin var gerð árið 1995. STÖÐ 2 - mánudagur kl. 20.45 Götulíf í Dublin. Rómantíska gam- anmyndin Einstigi, eða Snakes & Ladders, er á dagskrá Stöðvar 2. Myndin fjallar um vinkonurnar Jane og Kate sem lifa hálfgerðu hóhema- lífi í Dublin á Irlandi. Þær sjá fyrir sér með því að troða upp með tónlist og annarri skemmtan á götum og krám borgarinnar. Með helstu hlut- verk í myndinni fara Pom Boyd, Gina Moxley og Sean Hughes. Myndin er frá árinu 1996 og leikstjóri er Trish McAdam. vikun. 19. mars. til 25. mars Stjómandi listans er | I Þróinn Brjónsson 'IR. 1 LAG The animal song FLYTJANDI Savoge gorden 2 Notting really motters Modonno 3 Step out Tamperer 4 Strong enough Cher 5 Lotus Rem 6 You ore not olone Modern tolking 7 l'm beautiful Bette midler 8 You gotto be Desree 9 Torzan and jone Toy box 10 Lodyshove Gus gus 11 Good life Inner City 12 Why don't you get o job Offspring 13 Boby one more time Britney Speors 14 Mother Era 15 Cossius 99 Cossius 16 You don't know me Armon von helden 17 You moke me love come down Sweetbox 18 Tointed love (remix) Shoft sell 19 Sometimes Britney Speors 20 Shepps goes to heaven Cake íjlÐASTA VIKUR VIKA Á LISTA írnr Listinn er spilaður á föstudögum milli kl. 20 og 22 Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu http://nett.is/frosrasin < E-mait: frostras@nett.is • Stjórnandi listans er Þráinn Brjánsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.