Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. MARS 19 9 9 - 27 Dí^ur. LÍFIÐ t LANDINU FÓLKSINS Seinheppnir þingmenn Afgreiðsla Al- þingis á tillögu Sighvats Björg- vinssonar, um fimmtán þús- und tonna þorskveiðikvóta er forkastanleg. Rökstuðningur Sighvats fyrir tillögunni var skýr og skynsamlegur en grein- argerð sumra þingmanna fyrir atkvæði sínu var ekki traustvekj- andi. Sif Friðleifsdóttir kom í pontu og gaf þá skýringu „að til- Iagan væri ódýr kosningabrella frá hendi þingmanns og því segði hún nei.“ Neitunin geldi út á að flutningsmaður fékk ekki tillöguna tekna á dagskrá. Ámælisvert er hvað tillagan koma seint fram og að ekki skyldi verða samstaða um að ræða hana. Þingmenn töldu ekki fært að verða við því efni sem í tillögunni fólst því þennan kvóta hefði þurft að taka frá öðr- um. Maigar flugur í einu höggi Þennan kvóta hefði átt að taka frá hrefnunni. Ef þingmenn hefðu ekki verið svona hræddir við þennan atkvæðaþjóf en spáð og spekúlerað um tillöguna, þá hefðu þeir getað komist að raun um að slá mætti nokkrar flugur í einu höggi. Þeir hefðu getað leyft veiðar á þrjú hundruð hrefnum. Veiðar fyrir strand- veiðiflotann á fimmtán þúsund tonnum af þorski og minnkað um leið átið á rækjustofninum. Undanát þorsksins hefði minnk- að og át þorskins á ýsustofnin- um hefði líka minnkað til mik- illa muna. Þessi aukakvóti hefði því komið úr mörgum áttum og líka getað orðið til góðs fyrir aðra kvótaeigendur. Flóttafólk- inu af landsbyggðinni hefði fækkað vegna þess að vinna hefði komið aftur í frystihúsin og rækjuverksmiðjurnar en þessi fyrirtæki líða fyrir skort á hrá- efni. Tflhjaigar strandveiðiflotaniun Þingmenn segjast vera að vinna gegn flutningi fólks af lands- byggðinni og gera það með fjár- framlögum til þess að jafna bú- setuskilyrði á landinu. Þarna höfðu þingmenn tækifæri til þess að treysta áframhaldandi búsetu þeirra manna og íjöl- skyldna þeirra með því að bjarga atvinnurekstri þeirra sem til- heyra strandveiðiflotanum. Það hefði verið mjög augljós og skyn- samleg ráðstöfun. En nei, þeir þurftu þá að blanda atkvæða- smölun inní málið og gátu þá ekki hugsað skýrt. Út í kjördæmm Þingmenn tala mikið um að þeir þurfi að ferðast um kjördæmin til þess að ræða við kjósendur. Undirritaður veltir fyrir sér hvaða fólk þeir hitta í kjördæm- unum fyrst svona ldaufalega tekst til hjá þeim í úrslitamálum fyrir kjördæmin. Talað er um að veita aukna heimild þegar togara- rallið hefir farið fram. Ekki þarf neitt togararall til þess að hag- ræða á þann hátt sem hér hefir verið bent á. Skrýtið er það með þingmenn þeir virðast hafa einhverja allt aðra sýn á veruleikann en vana- legt fólk. Sennilega er það þess vegna sem koma svona skrýtnar ákvarðanir frá Þinginu. Allt pappírsflóðið og málæðið í Þing- inu birgir þeim hugsanlega sýn. Brynjólíur Brynjólfsson skrifar Eru vátiygginga- félögln á framfæri TR og sjiíkrahúsa? VEGFARANDI Á AKUREYRI SKRIFAR Tryggingastofnun ríkisins og vá- tryggingafélögin eru ólíkar stofnanir og ólíkur tilgangur sem fyrir þeim vakir. Innan verkahrings Trygginga- stofnunar ríkisins eru allir Is- lendingar sjúkratryggðir og fá læknishjálp og sjúkrahúsvist sem þörf krefur, auk þess að standa straum af elli- og örorku- bótum, samkvæmt lögum og reglum stofnunarinnar. Fjár- muni til starfrækslunar fær hún úr Ríkissjóði. Vátryggingafélög tryggja ótal hluti og atriði, milli himins og jarðar. Þeir sem ekkert eiga þurfa ekki að skipta við þau, þó eru þau jafnvel fús að tryggja þá hina sömu ef þeir geta útvegað andvirði iðgjaldsins. Þau starfa í trausti fijálsrar samkeppni gjarnan með töfra- merkið H/F við nafn sitt og hafa hlotið velþóknun dómsmálaráð- herra. Allir bifreiðaeigendur aðrir en Ríkissjóður skulu tryggja öku- tæki sín hjá þeim, svo sem Um- ferðarlög 1997 ákveða og þau eru að tölunni til 150 þúsund. All nokkur munur er á iðgjaldi þeirra sem fer eftir gerð og notk- un. Bifreiðatryggingar þessar til- greina allt áð 250 millj. kr. bóta- ábyrgð á mönnum, 50 millj. kr. á munum og 10 millj. kr. á öku- manni, viðbót við almannatrygg- ingar. Upphæðir þessar tengjast verðlagsbreytingum og gilda fyr- ir sérhvert tjón sem hver þeirra á við. Slys og óhöpp af meðferð og akstri bifreiða eru geigvænleg og mörg þeirrra óbætanleg. Kostn- aður vegna nefndra ófara lendir að stórum hluta á sameiginlegri heilbrigðisþjónustu lands- manna, sem hlýtur að rýra hlut- verk Tryggingastofnunar ríkisins að öðru leyti. í umsögn Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins seg- ir: „Rekstaraðilar sjúkrahúsa og heilsugæslustofnana, sem veita slösuðum þjónustu sína er hlot- ið hafa mein af völdum bifreiða sem vátryggingafélög selja ábyrgðartryggingu fyrir hafa ekki krafist greiðslu á þeim kostnaði. Annars vegar eru allir Islending- ar sjúkratryggðir og eiga rétt á þjónustu og af þeim sökum er ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði í iðgjöldum ábyrgðartrygginga." I skjóli þess skilnings virðast vá- tryggingafélögin koma sér hjá bótaskyldu sinni en viðurkenna hana, þó í litlu sé þar sem þau endurgreiða komugjöld til lækna er þeir slösuðu höfðu áður greitt. Bæði hinn slasaði og heil- brigðisþjónustan eru því hvor um sig sjálfstæðir aðilar gagn- vart vátryggingafélögum. Rétt er að benda á að ekki eiga allir sem slasast í bifreiðarslysi kröfu á bótum frá vátryggingafélögum, ræðst það af tilurð óhappa og eru þau jafn breytileg eins og þau eru mörg. Ljóst er að kostnaður vegna 1 50 þúsund bifreiða væri meiri ef ekki nyti þess að allir eru Is- lendingar sjúkratryggðir, en það eiga ekki allir landsmenn bíla. Um 73 þúsund þeirra eru undir ökuleyfisaldri og trúlega nálægt 52 þúsund sem engan lúxus eða stöðutákn hafa og í þeim hópi eru margir ellilífeyrisþegar. Er virkilega dregið af þeim til að lækka iðgjöld sægreifa og ann- arra þeim líkum? Þá er að von- um þó Sverri blöskri. Veðrið í dag... Allhvöss norðvestanátt og él norðaustanlands í fyrstu en annars fremur hæg breytileg átt og léttir víðast til. Þykknar aftur upp suðvestanlands er llðiu' á daginn og fer að snjóa með kvöldinu. Frost á bilinu 0 til 8 stig. Blönduós Akureyri Egilsstaðir fC) mn -15 5c 3) mm "\ -10 o- : ' • y -*■—E ) r—■——-| r— r™— -5 -o -5- -1Ú i V - Rm Fös Mán Þri í Á Y\\ í Bolungarvik Fím Fös .au Mán Þri Miö • •••••••• Reykjavík Kirkjubæjarklaustur mm I f°C) ---r 15 loV^ ■ iB i» 11 Rm Fös Mán Þri á í r Stykkishólmur ll Fim Fös sr— 0- mm -5- 0 1 ... ja , ,1 1 r r r. Þri Mlö Sun Mán \ \ Stórhöfði AV *->* íIQ ■ il ii .ii Rm Fös -A í 'tf ísSs0FA Veðurspárit 18.03.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. . k Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð ávegiun í gærkvöld var hafinn mokstur á norðurleiðinni. Gert var ráð fyrir að vegir myndu opnast milli Reykjavikur og Akureyrar fljótlega. Ófært var til Siglufjarðar og vegir austan Akureyrar voru einnig ófærir. Á Austurlandi voru vegir almennt ófærir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.