Dagur - 21.04.1999, Síða 3

Dagur - 21.04.1999, Síða 3
 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 - 3 FRÉTTIR L Stór hópur fólks les aldrei bækur Lestur virðist fara hraðminnkandi meðal bókaþjóðarinnar og um 15% landsmanna lásu enga bók undanfarna 12 mánuði samkvæmt nýrri könn- un. Þeim fjölgar stöðugt sem aldrei lesa bækur og fækkar að sama skapi sem lesa mjög mikið, samkvæmt nýrri köunun Félags- vísmdastofnunar. Þriðjungur Islendinga segist lesa a.m.k. 10 bækur á ári en 15% hafa ekki Iesið neina bók undanfarið ár, samkvæmt könnun sem Félagsvís- indastofnun vann f)TÍr Bókasam- band Islands. Þriðjungur sagðist hafa lesið 1-4 bækur undanfarna 12 mánuði og rúm 18% 5-9 bæk- ur. I Iífskjarakönnun sem gerð var 1988 sögðust 7% ekki hafa Iesið neina bók. „Þessar niðurstöður eru að mörgu leyti sláandi fyrir bókaþjóð- ina,“ sagði Þröstur Helgason, for- maður Bókasambandsins. „Könn- unin gefur okkur vísbendingar um að bóklestur fari hraðminnkandi hér á landi. Þessar niðurstöður eru viðvörun. Þær segja okkur að \ið þurfum að bregðast við vegna þess að minnkandi lestur getur Ieitt til miður góðra breytinga á samfélagi okkar og ekki síður samfélags- myndinni, eins og vísbendingar um að lestur sé stéttskiptur benda til,“ sagði Þröstur. Hann sagði nið- urstöðurnar þó ekki alslæmar. Þriðjungur þjóðarinnar virtist Iesa mikið og um helmingur talsvert. Það væri einnig fagnaðarefni fyrir íslenskar bókmenntir og bókaiðn- aðinn að um 60% þeirra sem lesi á annað borð lesi íslenskar bækur. Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra sagði að menn yrðu að hafa í huga að menningarneysla Islendinga sé mjög mikil. Hér séu frumsýndar fleiri kvikmyndir en annars staðar og aðsókn að kvik- myndahúsum óviða meiri. Umsvif myndbandaleiga væru einnig mest hér og tölvu- og Netnotkun hvergi meiri. Um 80 verk hefðu verið frumsýnd í Reykjavík í vetur og aldrei verið gefnar út fleiri bækur. „Það hlýtur að vera okkur áhyggju- efni sem bókmenntaþjóð ef menn eru að minnka bóklestur en mér finnst þetta ekki mjög dramatískt miðað við þá auknu samkeppni sem bókin hefur fengið," sagði Björn. Skáldsögur vinsælastar Samkvæmt könnuninni er bóklest- ur mjög misjafn eftir k\ni, aldri og þjóðfélagsstöðu. Konur lesa mun meira en karlar og fólk á miðjum aldri meira en þeir yngstu og elstu. Nærri 20% karla lásu enga bók en um 10% kvenna og um 20% bæði þeirra yngstu og elstu lásu enga bók en innan við 10% fólks á aldr- inum 50-66 ára. Rúmur fjórðung- ur iðnaðarmanna hafði enga bók Iesið undanfarið ár og yfir 20% sjó- manna, bænda og verkafólks en innan við 10% sérfræðinga og skrifstofufólks sögðust ekkert hafa lesið. Ekki var munur á bóklestri eftir búsetu en fram kom í könn- uninni að vinstri menn segjast lesa meira en hægri menn. Skáldsögur eru greinilega vin- sælasta lesefnið. Rúm 63% þeirra sem sögðust hafa lesið einhverja bók undanfarna 12 mánuði höfðu lesið skáldsögur, rúm 44% ævisög- ur og endurminningar og litlu færri sögðust hafa lesið fræðirit af einhverju tagi, um 37% höfðu les- ið spennu- og ástarsögur, um 25% bækur almenns eðlis og um 16% sögðust hafa lesið ljóð á þessu tímabili. Könnunin var gerð í mars og náði til 1500 manns 18 ára og eldri af landinu öllu. Svörunin var 69%. É Úlafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhendir Umhverfisverð- launin I dag. Baráttumaður verðlaunaður Umhverfisverðlaunin 1999 verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag. Sól í Hval- firði, Landvernd, Náttúrverndar- samtök Islands, Náttúruverndar- samtök Austurlands, Félag um verndun hálendis Austurlands og Fuglaverndarfélagið standa að verðlaununum ásamt Degi í sam- vinnu við Rás tvö. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt en þau eiga að verða árviss atburður. Þau eru veitt einstaklingi sem dómnefnd telur hafa haft afger- andi áhrif á þróun umhverfis og náttúruverndar með framúrskar- andi árangri í störfum sínum. Dagskráin hefst kl. 17. Arni Finnsson hjá Náttúruvemdarsam- tökunum flytur ávarp, Karlakór Kjalarness syngur og sr. Gunnar Kristjánsson, formaður dóm- nefndar, gerir grein fyrir störfum hennar. Að því búnu mun Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, afhenda Umhverfisverðlaunin 1999. Þurfum ekktað sættast við ÍE Tómas Zoéga, formaður Siðfræðiráðs Læknafélagsins, og Guðmundur Björnsson, formaður félagsins, viðurkenndu að ef til vill hefði mátt orða spurningar sem lagðar voru fyrir alþjóðasamtök lækna öðruvísi. Stjóm Læknafélagsius segist ekki eiga 1 neinu stríði við íslenska erfðagreiningu heldur hafi gagnrýni sín ein- gðngu heinst að gagna- grunnslögunum. Stjóm Læknafélagsins vísar á bug gagnmii Kára Stefánssonar for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar um að félagið hafi sent Alþjóða- samtökum lækna (WMA) leiðandi og villandi spurningar um efni laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. I ályktun WMA kemur fram ein- dreginn stuðningur \ið andstöðu LÍ við gagnagrunnslögin og segir Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélagsins, þá afstöðu vera byggða á umfjöllun um langt skeið, þar sem umsagnir fjöl- margra aðila hafi legið til grund- vallar. Guðmundur og Tómas Zoéga, formaður Siðfræðiráðs LI, viður- kenndu þó að ef til vill hefði mátt orða sumar spurninganna til WMA öðruvísi. Kári hefur gagn- rýnt stjórn LÍ harðlega vegna þessa máls, en LÍ leggur áherslu á að fé- lagið hafi aldrei gagnrýnt fyrirtæk- ið íslenska erfðagreiningu. „Gagn- rýni okkar hefur öll beinst að frumvarpinu og síðan lögunum, en aldrei að ÍE og við þurfum því ekki að ná sáttum við það fyrirtæki. Það er ástæða til að hafa í huga að mið- lægur gagnagrunnur er framtíðar- verkefni og ekki enn vitað hver fær Ieyfi til að starfrækja hann,“ segir Guðmundur og í orðum hans felst að ÍE gefi sér að fyrirtækið fái starfrækslu gagnagrunnsins. Guð- mundur undirstrikar að það sé rangt mat hjá Kára að mikill meiri- hluti lækna sé meðmæltur gagna- grunninum - staðreyndin sé þver- öfug. Tómas Zoéga fór á fund WMA í Chile og sagði að íslenski gagna- grunnurinn hefði orðið að aðal- máli fundarins og mjög margir tjáð áhyggjur sínar af honum með hvössum spurningum. Niðurstað- an hefði verið afdráttarlaus á sömu lund og Læknafélagið hafi sett fram. Dögg Pálsdóttir lögfræðing- ur fór vfir lagalega stöðu lækna gagnvart grunninum á blaða- mannafundi í gær og kom fram að ýmsir vankantar væru til staðar, meðal annars vegna þess að í lög- unum er ekki tilgreint hvaða upp- lýsingar eigi að fara í grunninn. Villandi upplýsingar Kári Stefánsson sagði á blaða- mannafundi í fyrradag að eins og málið hefði verið lagt upp af hálfu læknafélagsins hefði ekki verið \að því að búast að alþjóðasamtök lækna kæmust að annarri niður- stöðu. Upplýsingarnar sem al- þjóðasamtökin hafi fengið hafi ver- ið mjög villandi og ekki verði ann- að séð en stjórn Læknafélagsins hafi blekkt erlenda starfsbræður sínar til fylgilags við sig. Kári benti m.a. á að ein spurningin sem Læknafélagið hafi lagt fyrir al- þjóðasamtökin hafi verið sú hvort varpa ætti persónuvernd fýrir róða til þess að einstök fyrirtæki gætu hagnast. „Hvers konar spurning er nú þetta,“ spurði Kári og sagði engan ágreining um þetta enda verði ekki fluttar trúnaðarupplýs- ingar í gagnagrunninn tengdar persónueinkennurn- - R>c/vj INNLENT AmgrimiiT úr forstiórastól Amgrímur Jóhannsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri flugfélags- ins Atlanta ehf. Hefur Magnús Gylfi Thorstenn verið ráðinn til að gegna for- stjórastöðunni og tók ráðning hans gildi frá og með deginum í gær. Arngrímur verður, þrátt fyrir þessar breytingar, stjórnarformaður Atlanta og flugstjóri hjá félaginu, sem hann hefur stýrt frá 1986. Hann er eigandi þess ásamt Þóru Guðmundsdóttur, eiginkonu sinni. Magnús Gylfi Thorstenn er 41 árs að aldri og rekur Iögfræðistofu í New York, og hefur frá 1992 verið lögmaður Atl- anta og tekið virkan þátt í stefnumótun og rekstri félagsins. — SBS. Arngrímur Jóhannsson hættur sem forstjóri Atlanta en áfram eigandi og stjórnarformaður. Beita skal stjómmálameim aðhaldi Vinstrihreyfingin - grænt framboð hvetur þjóðina til að beita gagnrýni á stjórnmálamenn og -flokka svo þeir komist ekki upp með að kaupa sig frá eigin verkum og villa mönnum sýn. Þetta segir meðal annars í til- kynningu frá efstu mönnum VG í Reykjavík sem í gær hélt fund með fréttamönnum þar sem varpað var fram þeirri spurningu hvort verið gæti að stjórnmálaflokkar væru að kaupa sér aðgang að Alþingi og hvort lýðræðinu stafi hætta af fjáraustri í auglýsingar. „Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett fram ítarlega og inni- haldsríka málefnaskrá og hefur framboðið staðið fyrir ótal málefnafund- um í aðdraganda kosninganna. Því starfi verður haldið áfram og er vak- in athygli á því að málefnafundirnir munu standa fram yfir kosningar. Við munum auglýsa menn og málefni af hófsemi og látum kjósendur um að taka afstöðu á málefnalegum grunni,“ segja VG-menn í Reykja- vík. Kappræður iun sjávarútveg Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu gengst fyrir kynningar- og kappræðufundi um afstöðu stjórnmálaflokkanna til fiskveiðistjórnunar í kvöld. Þar munu frambjóðendur flokkanna gera grein fyrir afstöðu sinni til breytinga á núverandi kerfi og svara spurningum Eddu R. Karlsdótt- ur hagfræðings ASÍ, Haraldar Sumarliðasonar formanns samtaka iðnað- arins, Sævars Gunnarssonar formanns Sjómannasambandsins og Þor- steins Vilhjálmssonar prófessors. Einnig verða Ieyfðar spumingar úr sal. Fundur hefst kl. 20:30 og verður í sal 3 í Háskólabíói.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.