Dagur - 21.04.1999, Page 6

Dagur - 21.04.1999, Page 6
6 - MIDVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 D^ur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lgusasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG PVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdéttir omar@dagur.is 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVfK) Matvælasetur á Akureyri í fyrsta lagi Það er engin tilviljun að þingmenn og frambjóðendur til Al- þingis hafí í sjónvarpsþætti á dögunum hver um annan þveran lýst áhuga á að styðja við og styrkja Háskólann á Akureyri. Sannleikurinn er einfaldlega sá að Háskólinn hefur skipt sköpum fyrir byggðaþróun í kjördæminu og sennilega mun víðar á landsbyggðinni. Skólinn hefur sannað almennt gildi sitt sem menntastofnun við hlið Háskóla Islands og fleiri skóla á háskólastigi, en um leið hefur hann orðið að eins konar flaggskipi þeirrar skipalestar sem siglir gegn þjóðflutningun- um til höfuðborgarsvæðisins. í öðru lagi Það verður því að gera ráð fyrir að mjög almenn og víðtæk póli- tísk sátt sé um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gærmorgun, að stofna sérstakt Matvælasetur í tengslum við Háskólann á Ak- ureyri og rannsóknarstofnanir atvinnuveganna í bænum. Sam- þætting rannsókna- og þróunarstarfs úr ólíkum greinum mat- vælaframleiðslunnar er líkleg til að fæða af sér nýjar hug- myndir, nýjar vörur og ný sóknartækifæri. Enda bendir undir- búningshópurinn sem vann að málinu einmitt sérstaklega á þetta atriði. í þriðja lagi Fyrir er á Akureyri öflug hefð matvælaframleiðslu í kjöti og físki og samstarf sjávarútvegsdeildar Háskólans þar og sjávar- útvegsfyrirtækja hefur þegar sannað gildi sitt. Uppbygging matvælaseturs á Akureyri mun hiklaust styrkja matvælafram- leiðslufyrirtækin á svæðinu, í hvaða grein sem þau starfa, auk þess sem það mun tvímælalaust styrkja nýstofnaða matvæla- framleiðslubraut við Háskólann. Hér er því á ferðinni mál sem allir þeir, sem annars treysta sér einungis til að taka afstöðu með góða veðrinu, geta fagnað af heilum hug. Birgir Guðmiutdsson PólitíMn í bóka- lestri Garra þótti mörg og athyglis- verð tíðindi i nýrri könnun fé- lagsvísindastofnunar á bóka- lestri bókaþjóðarinnar miklu. Fram kemur að bókaþjóðin rís ekki jafnvel undir nafni og áður fyrr en það var ekki það sem einkum vakti athygli Garra. Konur lesa meira en karlar og kom það heldur ekki sérstaklega á óvart. Þær hafa Iöngum verið þekktar fyrir að liggja Iöngum stundum yfir ástarsögum en fram kemur í könnunninni að karlamir lesa fræði- rit af ýmsu tagi í meira mæli. Þau eru auðvitað hundleið- inleg og því ekkert undarlegt þótt kall- arnir lesi færri bæk- ur. En það var sem sagt ekki þetta sem vakti athygli Garra heldur hitt að vinstri menn lesa meira en þeir hægrisinnuðu. Að vísu verður að hafa þann fyrirvara á að könn- unin mælir ekki endilega hver- su mikið menn lesa heldur hversu mikið þeir segjast lesa. Vinstri menn hafa löngum reynt að eigna sér menning- una, ekki síst bókmenntimar og vera kann að þeir Ijúgi upp á sig nokkrum bókum. Hægri ineiui lesa lítið En sem sagt - fram kemur í könnuninni að 15% hægri manna segjast ekki hafa lesið eina einustu skruddu undan- farið ár en helmingi færri vinstri menn höfðu ekkert les- ið. Rúm 40% vinstri manna sögðust hafa lesið að minnsta V kosti 10 bækur ef ekki fleiri en sama gilti um aðeins 28% hægri manna. Lestur miðju- mannanna var hins vegar eins og við var að búast - mitt á milli. Garri hefur mikið velt fyrir sér hvernig standi á þessum mun. Það er þekkt staðreynd í ísiensku samfélagi að foringi hægri manna númer eitt, Dav- íð Oddsson forsætisráðherra, er mjög bókhneigður maður. Hann hefur meira að segja samið smásögur og Ijóð og vitað er að hann les til að mynda smásögur sem birtar eru í dagblöðum þótt honum líki þær kannski ekki allar jafn vel. í fyrra kom út smásagnasafn eftir Davíð sem hét „Nokkrir góðir dag- ar án Guðnýjar" og ber að taka fram að ekki var átt við Guðnýju Guðbjörnsdóttur þingkonu. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er Ijóst að hvorki meira né minna en 15% hægri manna hafa ekki Iesið þessa bók foringjans. Það þykir Garra með hrein- um ólfkindum ekki síst í ljósi þess hversu foringjahollir hægri menn alla jafna eru. Garri hafði gert ráð fyrir því að smásagnasafnið væri sjálfsögð skyldulesning meðal sjálfstæð- ismanna og prýddi bókahillur allra almennilegra íhaldsheim- ila í þessu landi. Nú er hins vegar upplýst að stór hópur lít- ur ekki við bókmenntum Dav- íðs. GARRI Davíö Oddsson forsætisráðherra. Jafnvægi í byggð landsins er kjör- orð allra þjóðernissinnaðra aftur- haldsmanna sem streitast við að viðhalda byggðamynstri og at- vinnuháttum hinna miklu bú- hyggjumanna séra Guðmundar á Utrauðursmýri og Sturlu í Vog- um. Að vísu er sú breyting orðin á, að verstöð Sturlu á útnára við heimskautsbaug er orðin margrómuð hugbúnaðarstassjón og afkomendur séra Guðmundar eru búnir að fylla þárhús séra- guðmundarkynsins fiskeldiskerj- um, sem nú eru komin í endur- vinnslu, og í þeirra stað eru hús- in ásamt beitarhúsum orðin að svefnhýsum túrista, sem rauðs- mýrarmaddömur nútímans þjóna til borðs og sængur. En hugsjónin lifir og er allra bragða beitt til að efla hag þeirra byggða sem fyrir nokkrum ára- tugum fæddu og klæddu hnípna þjóð, sem varla átti í sig eða á. En renniríið suður heldur áfram jafnt og þétt þótt fjárkyn séra Þjóðleg byggðaþróim Guðmundar sé nú afurðameira en nokkru sinni fyrr og útgerð Sturlu f Vogum metin til svim- andi upphæða á verðbréfamörk- uðum. Athafnaskáld Bolungarvíkur hafði metnað fyrir hönd sinnar byggðar áður en kvörtunarkórar voru fundnir upp. Karl- inn bætti við prest- slaunin úr eigin vasa þegar klerkar sóttu óþægilega oft um önnur' og eftirsóknarverðari brauð. Nú er þessi siður orðin regla í mörgum byggðarlög- um til að auka aðdráttarafl þeirra. Skilningsvana borgarstjóri Kennarar í Hólmavík á Ströndum fá mestar staðaruppbætur á sitt kaup til að hægt sé að reka þar starfhæfan skóla. Víða annars staðar fá kennarar og aðrir opin- berir starfsmenn launauppbót og fríðindi af ýmsu tagi fyrir að starfa og búa á stöðum sem satt besta að segja hafa mjög tak- markað aðdráttarafl fyrir sér- menntað fólk. Nú hafa kennarar í Reykjavík komist að kjörum kollega sinna í Hólmavík og af því að kennarar eru öðrum stéttum jafnréttissinn- aðri telja þeir einsýnt að Hólma- víkurkjörin eigi líka að gilda í Reykjavík. En borgarstjóri kemur ekki auga á sanngirnina og enn síður finnur hann neina samninga um að reykvískir kennarar eigi að fá kaup samkvæmt Hólmavík- urtaxta. En svoleiðis skilningsleysi skilja kennarar ekki og segja nú margt ljótt um borgarstjórann í Reykjavík, sem er svo miklu nísk- ari en hreppstjórinn í Hólmavík. Nú er lag Eins og allir vita er það sérstök dyggð og þjóðleg, að búa sem fjarst Innnesjum og hlú að þorp- um sem til urðu á mótorbátaöld og hetjubúskap Bjarts, sem nú er opinberaður í miklu ljósasjói í Þjóðleikhúsinu. En þetta vita kennarar í Reykjavík ekki og eru búnir að bíta í sig að allir eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu, sem er auðvitað fásinna sem kynjaskiptingin fann upp og er hvergi talin nothæf nema í munni Iýðskrumara. Nú er lag að uppfylla hugsjón- ina um jafnvægið í byggð lands- ins. Að gera Hólmavík að launaparadís menntamála og Raufarhöfn að kjaravænni mið- stöð tölvu- og hugbúnaðarsénía, sem vísir er þegar að. Þetta er auðvelt í framkvæmd með því að halda Innnesjabúum í kjarasvelti eins og kennarasamtökin hafa þegar sannað. Svo má stækka Miðbæjarflug- völlinn og auka umferð um hann til muna svo að ólíft verði með öllu á Seltjarnarnesi hinu forna. Ertu sammála Halldóri Blöndal að taka beri rannsóknir við Mývatn úrhöndum þeirra sem hafa haft með þærað gera tilþessa? Kári Þorgrímsson bóndi í Garði íMývatnssveit. „Ég veit ekki hvort Halldór er svona illa upp- lýstur eða hvort hann talar gegn betri vitund. Fyrrum flokks- bróðir Halldórs, Sverrir Hermannsson, tók sem iðnaðarráðherra rannsóknir úr höndum Rannsóknarstöðvarinn- ar við Mývatn og setti á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd þar sem hin norðlenska viska fékk að njóta sín. I nefndina var skipað bæði af sveitarstjórn Skútustaða- hrepps og Kísiliðjunni. Niður- staðan var sú að ekki skyldi taka kísilgúr úr Syðri-Flóa. Því skil ég ekki tal sumra frambjóðenda um að eitthvað sé órannsakað er lýt- ur að þessu máli.“ Leifur Hallgrimsson oddviti Skútustaðahrepps. „Eg er sammála Halldóri Blön- dal um að gera verði breytingar á fyrirkomulagi rannsókna við Mývatn og hleypa þar að nýju blóði, ferskum hugmyndum og ef til vill öðrum áherslum. Þrátt fyrir um það bil 25 ára rannsóknarstarf er mörgum spurningum um áhrif kísilgúr- vinnslunnar á Iífiríki vatnsins - bæði jákvæðum og neikvæðum - algerlega ósvarað." Ami Bragason Jramkvæmdastjóri Náttúruvemdar rOdsins. „Auðvitað er ég það ekki. Það breytir engu hvar vísinda- menn eru bú- settir á landinu, vísindaleg vinnubrögð ganga út á að rannsaka og draga ályktanir af niðurstöðum. Niður- stöður rannsókna eru ekki háðar því hvar menn búa. Ef ályktun manna af niðurstöðum breytist við það að þeir flytji milli landa eða Iandshluta þá eru það ekki vísindi sem menn stunda." Valgeröur Sverrisdóttir þingmaðurFramsóknar. „Ég er sammála Finni Ingólfs- syni iðnaðarráð- herra í því sem hann sagði á fundi í Mývatns- sveit nýlega, að það sé rétt að fá hlutlausa aðila til þess að fara yfir þetta mál allt og þá eltki síst þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á svæðinu. Og reyna á þann hátt að ná niðurstöðu sem hægt er að byggja framtíðará- kvarðanir um málefni Kísiliðj- unnar á.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.