Dagur - 21.04.1999, Qupperneq 8

Dagur - 21.04.1999, Qupperneq 8
8- MIBVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 FRÉTTASKÝRING Tfwpir Homsteiimiim hc Allir stjðmmálaflokk- ar virðast sammála um nauðsyn lengingar fæðingarorlofs og end- urskoðunar á tekju- tengingu bamabóta. „Þessi skýrsla sýnir okkur svart á hvítu að fjölskyldan, sem á hátíð- arstundum er kölluð hornsteinn þjóðfélagsins, er orðin hornreka í þjóðfélaginu," sagði Kristín Hall- dórsdóttir þingkona, þegar Dagur ræddi við hana um skýrslu Skrif- stofu jafnréttismála um fjöl- skyldumál og samanburð á stöðu fjölskyldunnar hér á landi og á öðrum Norðurlöndunum. I skýrslunni kemur í ljós að við erum eftirbátar annarra Norður- landa á öllum sviðum hvað varðar stöðu fjölskyldunnar. Við erum eina Iandið sem tekjutengir barnabætur, fæðingarorlof er hvergi styttra en hér, atvinnu- þátttaka bæði karla og kvenna er hæst hér á Iandi, og hlutfall for- eldra í rekstrarkostnaði leikskóla er hvergi hærra en hér á landi. Dagur leitaði til fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram Iista í þessum kosningum og spurði, í Ijósi skýrslunnar, hver væri íjölskyldustefna flokkanna. Fyrir neðan allt velsæmi „Ein aðal ástæðan fyrir því að ég tók þátt í stofnun og starfi Sam- fylkingarinnar var sú að ég taldi brýnt að ná saman öflugum hópi til að vinna öðru vísi að fjöl- skyldumálunum en gert hefur verið til þessa. Þessi skýrsla Skrifstofu jafnréttismála gerir svo sem ekki annað en að staðfesta þá vissu sem maður hefur haft í þessum málum að við erum fyrir neðan allt velsæmi í stuðningi við fjölskyldur," segir Sigríður Jó- hannesdóttir, sem skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjanes- kjördæmi. Hún bendir á hve ungt fólk hér á landi, sem er að eiga börnin og koma sér upp heimili, værður að skuldsetja sig mikið til þess að komast yfir húsnæði. Afleiðingin verði síðan ótrúlega langur vinnudagur hjá báðum hjónum með börnin í rándýrri gæslu á dagheimilum, eins og fram kem- ur í skýrslunni. „Við þetta hækka tekjurnar eitt- hvað en þá hegnist fólki fýrir, þar sem bætur til þess lækka vegna tekjutengingar. Barnabætur detta út og vaxtabætur lækka þannig að eftir allt sem það hefur iagt á sig stendur það í nánast í sömu spor^ um og ef annað hjónanna hefði verið heíma með börnin. Það er óskaplega brýnt að breyta þessu. Það er raunar brýnasta mál sam- tímans að breyta stöðu fjölskyldu- fólks,“ segir Sigrfður. Hún segir að byrjunin ætti að vera sú að afnema tekjutengingu barnabóta, þannig að fólk hafi eitthvað upp úr því að leggja á sig mikla vinnu, þegar það þarf á því að halda. Síðan verði í samvinnu váð sveitarfélögin að leita leiða til að lækka dagvistargjöld. „Hins vegar blasir við að það væri svo mikið mál að leiðrétta þessi mál öll, í samanburði við önnur Norðurlönd, að það yrði ekki gert á einum degi. Það er stefna Samfylkingarinnar að byija á því að lengja fæðingaror- Iofið og draga stórlega úr tekju- tengingu í barnabótakerfinu. Síð- an yrði að taka hvert atriðið á fæt- ur öðru til leiðréttingar en þessi tvö fyrrnefndu atriði verða að vera fyrsta skrefið," segir Sigríður Jóhannesdóttir. Lengra fæðingarorlof „A hátíðarstundum segja menn að fjölskyldan sé hornsteinn þjóð- félagisins. Ég fæ nú ekki betur séð en að hún sé orðin hornreka eins og kemur fram í þessari skýrslu Skrifstofu jafnréttismála og menn hafa verið að kynna undanfarna daga. Við teljum að margt þurf'i að ieíðrétta hvað við kemur fjöldskyldunni. Eg vil nefna þar fæðingarorlofið sem þarf að Iengja og tengja að hluta föðurnum. Það þarf að breyta greiðslum í fæðingarorlofi þannig að íjölskyldan missi ekki stórlega í tekjum við það. Feður eru yfir- ieitt tekjuhærri en mæður og það hefur staðið í vegi fyrir því að feð- ur hafi tekið fæðingarorlof. Það þarf að auka rétt foreldra til að sinna börnum sínum eftir að fæð- ingarorlofi lýkur ef eitthvað bját- ar á hjá þeim. Það þarf að setja þak á tekjutengingu, þannig að fólki sé ekki refsað fyrir að / skýrslu Jafnréttisráðs kemur í Ijós að við erum eftirbátar annarra Norðurlanda á öllum sviðum hvað va vinna," segir Kristín Halldórs- dóttir, sem skipar efsta sætið hjá Vinstri hreyfingunni - grænu framboði á Reykjanesi. Hún segir að VG leggi þunga áherslu á að tryggja með öllu móti í samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna og aðila vinnumark- aðarins, ríkis og sveitarfélaga að fólk hafi mannsæmandi laun fyT- ir 40 stunda vinnuviku og stefna markvisst að því að vinnuvikan verði stytt. „Eitt af þ\4 sem er afar slæmt frá sjónarmiði fjölskyldunnar er þessi langi Hnnutími sem tíðkast hér á landi. Auðvitað stafar hann af því að launin eru of lág týrir dagvinnuna og duga ekki til fram- færslu fjölskyldunnar. Við verð- um að styrkja og styðja fjölskyld- una því það er dýrt ef við ekkí verjum fé til þeirra hluta. Það er dýrara að fást við afleiðingarnar en að fyrirbyggja erfiðleikana," segir Kristín Halldórsdóttir. Stylting vúmutíma „Það er auðvitað margt sem við framsóknarmenn leggjum áherslu á varðandi fjölskyldumál- in. Eg vil þar nefna lengingu fæð- ingarorlofs og millifæranlegan persónuafslátt hjá hjónum, að fullu. Stytting vinnutímans án lækkunar launa, með aukinni framleiðni, er ofarlega á okkar lista. Svo eru það barnakortin, sem yrðu ótekjutengdar barna- bætur en tekjutengdar barnabæt- ur yrðu líka til. Síðan höfum við bent á að hækka þurfi frítekju- markið," segir Jónína Bjartmarz, sem skipar 3. sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Hún bendir einnig á að mjög margt annað hangi saman við Ijölskyldustefnu. Þar megi nefna aukna þátttöku og áhrif kvenna. Hún segir framsóknarmenn vilja afnám tekjutengingar maka þegar örorkulífeyrir er reiknaður út. „Þetta eru auðvitað fjölskyldur af ýmsum gerðum og á öllum aldri og það verður að taka tillit til þeirra allra þegar við ræðum um fjölskyldustefnu,“ segir Jón- Hún segir að niðurstöðurnar í skýrslu Skrifstofu jafnréttismála komi sér ekki á óvart. Þar sé um að ræða tölur sem þeir þekkja vel, er unnið hafa að foreldrastarfinu í mörg ár, að framlög til skóla- mála og félagsmála séu lægri hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum. „Það eina varðandí þessa skýrslu sem kemur mér á óvart er hvað niðurstöður hennar koma mörgum á óvart,“ segir Jónína Bjartmarz. Lengi býr að fyrstu gerð „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörð- un um að unnin verði opinber fjölskyldustefna og það tel ég ákaflega mikilvægt, enda mark- miðið með þ\4 að efla fjölskyld- una og jafna rétt barna án tillits til Ijölskyldugerðar. Þessi saman- burður við Norðurlönd eða önnur Evrópulönd er auðvitað eitthvað sem er raunveruleiki dagsins f dag og það skiptir máli að við get- um borið höfuðið hátt í saman- burði við aðrar þjóðir," segir Katrín Fjeldsted, íæknir og al- þingismaður, sem skipar 8. sætið á Iista Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík. Hún bendir á að það sé margt sem spili inn í það hvort við get- um borið okkur saman við aðrar þjóðir í þessum efnum. Þar megi nefna hvernig kaupmáttur launa er, hvernig staðið er að skattamál- um og raunar hvernig staðið er að að bókstaflega öllu sem lýtur að fjölskyldunni. Þar komi svo ótal margir þættir í þjóðfélaginu inn í. „Eg veit 'kki betur en að það sé stefna allra flokka að hafa fæð- ingarorlof sem foreldrar geti báð- ir nýtl. Og ég bendi á að frum- kvöðiai varðandi fæðingarorlof feðra hafa verið sjálfstæðismenn. Eg bekki það vel sem Iæknir hversu víðkvæmur og þýðmgar- mikill tími íyrstu misserín eru fyrtr barnið, þó maður nefni ekki annað en brjóstagjöf. Það skiptir gríðarlega i.niklu máli fyrir barnið að það getí fengið að vera heima hjá sér þann í fma og lengi býr að fyrstu gerð. Þess vegna er það þjóðhagslega hagkvæmt að hafa fæðingarorlof foreldranna barn- inu til gagns," sagði Katrín Fjeld- sted. Rétí Mgaríar „Okkar stefna er að styrkja fjöl- SIGURDÓR SIGURDÖRS- SON SKRIFAR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.