Alþýðublaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 4
Bitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — RitstjórnarfulK trjíi: Eiöur Guönason - Símar: 1490014903 — Auglýsingasími: 14906. A?sc-tur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Seykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blkðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Úígefandi Alþýðuflokkurinn. ' ' ' .. 1 I " ....'i MIKIÐ HÚS HyER ER AFRAKSTUR þjóðarinnar af því góð- æri,f sem verið hefur nú um skeið? Þannig spyrja menn að vonum. Stjórnarandstaðan breiðir út þá skoðun, að vegna lélegrar stjórnar hafi þjóðin nú ekkert nema vand- ræði og hrun. Þetta er sannkölluð þjóðlýgi, raka- laus- fullyrðing, sem ekki stenzt heiðarlega athugun. Tekjum þjóðarinnar má skipta í neyzlu og fjár- munamyndun. Neyzlan er ekki aðeins matvæli, kiæðnaður, eldsneyti og þjónusta, heldur einnig .ifjölskyldubílar og sitthvað, sem ekki á sér langt líf. Fjárm unamyndunin er það, sem eftir stendur og ætla jmá, að þjóðin hafi gagn af til lengri tíma. j Nýlega hafa verið birtar opinberar skýrslur um afjármunamyndun áranna 1962—‘65 — og eru þær ifróðlegar. Samkvæmt þeim hefur fjármunamyndun fþesái fjögur ár Viðreisnarinnar (hálft stjórnartímabil Alþj^ðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins) numið um •' 17.149 milljónum króna. Nánari skipting er þessi: ; Landbúnaður................... .... 1680 millj. Fiskveiðar .......................... 1147 millj. i| Allur iðnaður (þarmeð fiskiðnaður) .... 2174 millj. Ýmsar vélar og tæki................... 643 millj. Virkjanir og veitur.................. 1238 millj. Flutningatæki (ekki einkabílar) ..... 2042 millj. Verzlunar-, veitinga- og skrifstofuhús .. 905 millj. íbúðahús ............................ 3917 millj. Samgöngumannvirki (vegir, hafnir o.fl.) 2143 millj. Opinberar byggingar ................. 1255 millj, Það er erfitt að útskýra háar tölur. En tökum eitt skrítið dæmi. Segjum svo, að þessi fjögur ár hefði öll fjármunamyndun íslendinga verið sett í eitt sam- býlishús. Segjum, að 10 íbúðir séu á hverri hæð og kosti milljón hver. Þá væri sú bygging 1715 hæð- ir! Það væri mikið hús. Sannleikurinn er sá, að fólk er orðið svo vant stór- felldum framkvæmdum, að það tekur varla eftir þeim. Hver lætur sér bregða, þótt reist sé nýtt stórhýsi, jafnvel heil íbúðahverfi? Hver yrkir ljóð, þó að heill floti nýrra kaupskipa og fiskiskipa birtist í höfnum um allt land? Það mætti ætla, að iðnaður væri að sálast í landinu, þótt fjármunamyndun hans hafi verið yfir 2.000 milljónir á fjórum árum. Og það streyma sí og æ ný tæki og vélar til landsins til að létta okkur lífsbaráttuna. Það hefur verið lyft Grettistaki undanfarin ár. Afrakstur góðæris og góðsíjórnar er meiri en þjóð- ina hefði dreymt um fyrir fáum árum. 4 9. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍITSAL A á kvenskófatnadi og kuidaskóm kvenna Á útsölunni eru mörg hundruð tegundir af KVENSKÓFATNAÐI svo sem: leðurskór í mörgum litum^ með mismunandi hœlahæðum TÖFFLUR og INNISKÓR, sérlega fallegt og fjöibreytt úrval, KULDASIÍÓR margar gerðir, fyrir mjög lágt verð. Allt selt með miklum afslætti. Notið þetta sérstaka tækifæri, kaupið skó fyrir veturinn, vorið og sumarið. SKÓVÁL Austurstræli 18 (Eymundssonarkjallara.) á krossgötum ★ UMRÆÐUR UM NÁTTÚRUVERND. Náttúruverndarfundur Stúdentafé- lags Háskólans var Ipfsvert franitak og umræðurn- ar tímabærar. Alltof fáir hafa gliiggvað sig á þess- um rnálum sem skyitii, þótt skijningur á náttúru- vernd sé að vísu noKJcuð að glæðast. Hárrétt var það, sem fram kom á fundinum hjá Eyþóri Einars- syni, grasafr-, að náttúruverndarfræðslu þarf að sinna nwn meira innan akólanna en gert liefur verið hingað tii. Til viðþótar mætti kannski benda á útvarp og sjónvarp sejn tilvalin fræðslutæki um náttúruvernd og umgengni á útivistarsvæðum. Annars snerust umræðurnar á stúdenta- fundinum að verujegu leyti úm þjóðgarðmn á Þing- völium, enda ekki peðlilogt, þar sem um er að ræða sameigjniegt útivistarsvæði aiJrar þjóðarinn- ar og lúð eina í byggð að kaila. Lögin um frjðun &jngvalla og þjóðgarð- inn eru sem kunnugt er frá árinu 1928 og eigum við mikið að þakka framsýni þeirra manna, sem þar átlu hlut að máli, ekki sízt Jónasi Jónssyni frá Hrjflu, þáv. ráðþerra, sem einna atkvæðamestur reyndist í þvi máli, þótt margir fleiri sýndu þar lofsverðan áhuga og skiíning. Hins vegar hefur það komið æ betur í Ijós, að hjð friðaða svæði er of lítið, en í raun og veru er ekki hægt að áfell- ast þó, sem að þjóðgarðslögunum stóðu á sínum tíma, fyrir það. Síðan hefur landsmönnum fjölgað til muna og meiri skiiningur ætti nú að vera fyrir hendi um náttúruvernd og friðuð útivistarsvæðl heldur en var fyrir fjörutíu árum. Sá, sem þetta ritar, vill þess vegna taka undir orð dr. Sigurðar Rórarinssonar á stúdentafundinum um að stækka þeri þjóðgarðssvæðið verulega og það hið allra fyrsta. ★ STÆKKUN ÞJÓÐGARÐSINS. Mér sýnist í fljótu bragði, að til greina kæmi fyrst og fremst að bæta Gjábakka og Svarta- giii við garðinn, einnig þyrfti girðingin að ná tals- vert iengra norður á bóginn heldur en nú er eða aila leið upp fyrir Gatfell og yrði þá m. a. Meyjar sætt og Hofmannaflöt innan hins friðaða svæðis, befðu raunar alltaf átt að vera það. Spjöll hafa þegar verið unnin á Meyjarsæti, farið hefur verið með jarðýtu og ruddui' vegur fram á fellið alveg að þarflausu, og er mér spurn hver hefur staðið fyrir þeirri skemmdarstarfsemi. Einnig hefur verið í’ifið upp grjót og borið í hrúgur um allan koll- inn á feilinu og er mér sagt, að þar hafi ferða- mannahópar verið að verki, hver hlaðið sér sinn minnisvai'ða, sem betur hefði verið gert á annan hátt, og kann þeim enginn þakkir fyrir. Mér skilsf, að komið hafi til orða að láta fram fara endurskoðun á þjóðgarðslögunura og væri vel, ef Aiþingi og ríkisstjórn kæmu því i verk, heldur fyrr en seinna, og tækju myndarlega á þessum málum. — S t e i n n .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.