Alþýðublaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 2
TILLOGUR FRAMSOKNAR MUNDU AUKA VANDANN Reykjavík, EG Sigiirður Iug-imundarson (A) hafði framsögu fyrir meirihluta allsherjai’nefndar í sameinuðu fcingi í gær viff framhald umræðu um tillögu Framsóknarmanna um hlutverk Seðlabankans að tryggja atvÍBiiuvegunum lánsfé. Sigurður rakti íhver útlánaaukn- ing bankakerfisins hefur verið, en (hún var í september 1965 og þar ttil í september 1966 471 milljón króna fram yfir innlánsaukningu. Sigurður sagði að bundna féð, 6em Framsóknarmenn ævinlega isegðu að væri af einhverjum ann- tarlegum ástæðum látið liggja ó- notað væri -annarsvegar í gjald- eyrisvpnasj^ði Seðla|)jan!k;Jns og liins vegar í endurkeyptum víxl- um atvinnuveganna. Ásökun flutn ingsmanna tillögunnar í garð stjórnar Seðlabankajns, að þeir isveltu atvinnuvegina *á fé, væri því í fyllsta máta óréttlát. Legði iþví meirihluti nefndarinnar til að málinu yrði vísað frá með rök- istuddri dagskrá, sem er svohljóð- andi: Með því að ásakanir þær á stjóm Seðlabank^ns, sem felast í tillögunni eru óréttmætar og leið- ir þær, sem vikið er að í grein- argerð um íausn vandans eru ó- raunhæfar og frekar til þess falln ar að auka vanda atvinnuveganna en leysa liann, þá ályktar Alþingi að taka fyrir næsta mál á dag- skrá. Einar Ágústsson (F) hafði fram- sögu fyrir minnihluta nefndarinn- ar, sem mælir með að tillagan verði samþykkt óbreytt. í áliti minnihlutans er almennt vikið að rekstrarfjárskorti og almennum lánsfjárskorti íslenzíkra atvinnu- vega, og væri því þjóðhagsleg nauðsyn að -auka fjármagn, sem a.m.k. undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar ættu aðgang að. Atkvæðagreiðslu um m'álið var frestað. 60 lönd fylgja sömu reglum lagnvart USA og við gerum Reykjavík, EG Þaff er ekkert einsdæmi í sam- skiptum þjóða, aff Bandaríkja- menn skuli ekki þurfa vegabréfs- áritun til íslands, þótt íslendiugar þurfi vegabréfsáriíun tii Banda- ríkjanna, sagði Emil Jónsson ut- anríkisráðherra í umræðum í sameinuðu þingi í gær. Ráðlierra sagði, að um það bil 60 Iönd fylgdu þessari reglu gagnvart Bandaríkj- unum, þeirra á meðal nær öll Verður vopnahléð í Vietnam framlengt? RAFMAGNSMAL A AUST- URLANDI. Haldið var áfram í dag um- ræðum um fyrirspurn, er fram var borin á alþingi f.vrir jól og fjallaði um úrbætur í raf magnsmálum á Austurlandi, en raforkumálaráðlierra gaf þá þau svör, að þar mundu settar upp fleii’i díselrafstöðv ar. Lúðvik Jósefsson og Ey- steinn Jónsson, sem báðir kvöddu sér hljóðs í dag lögðu áherzlu á að hraða þyrfti mjög úrbótum í þessum efn um, og væri hagsmunamál þj.óðarinnar að rafmagnsmál Austfirðinga vaeru leyst á við unandi hátt því í þeim lands hluta væri nú meginhluti síld arjðnaðai- þjóðarinnar. LOFTSKIP. Guðlaugur Gíslason (S) mæjti í gær í sameinuðu þin^i fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur og fjall ar um það, að athugað verði h vor.t loftpúðaskip (hovercraft) getií ekki bætt samgöngur milli Vestmannaeyja og lands. SAIGON, 8. febrúar (NTB-Reuter). Öllum hernaffaraffgerffum á landi og í lofti var hætt I Suffur -Vietnam í dag, enda hefur ver ið lýst yfir vopnahléi vegna ný- árshátíðar Vietnarubúa. Samtím- is létu margir í Ijós von um, aff hiff fjögurra daga vopnahlé yrffi framlengt. í Saigon var sagt, að skæru- liðar Vietcong hefðu rofið vopna hléð 23 sinnum fyrstu 12 tím- ana eftir að vopnahléð gekk í gildi. En aðeins niu brot voru talin alvarleg, en það táknar að mannfall hafi orðið. Bandarísk könnunarflugvél var auk þess skotin niður yfir Norð ur-Vietnam. Bandaríkjamenn hafa hætt öllum loftárásum vegna vopnahlésins^ Norður-Vi- etnamstjórnin telur hins vegar könnunarflug brot á vopnahléinu. Það eru Suður-Vietnammenn og Bandaríkjamenn sem hafa lýst yfir fjögurra daga vopna- hléi, og Vietcong hafa tjáð sig fúsa til að framlengja vopnahléð um þrjá sólarhringa. Mikið er bollalagt hvort Bandaríkjamenn tjái sig fúsa til að framlengja vopnahléð fj'rir sitt leyti. Góðar heimildir í Saigon herma, að Bandaríkjamenn og Suður-Vietnammenn muni senni- lega draga úr hernaðaraðgerðum eftir vopnahléð til að láta í ljós velþóknun á tillögu Vietcong. Einnig er ír.2ið hugsanlegt, að Framíhald á 14. síðu. löndin í Vestur-Evrópu og Júgó- slavía af Austur-Evrópulöndum. Þessar upplýsingar gaf ráðherra í svari við fyrirspurn frá Einari Olgeirssyni (K), sem var á þessa leið: Álítur ríkisstjórnin það eðli- legt, að Bandaríkjamenn þurfi ekki áritun á vegabréf til íslands, þegar íslendingar þurfa slíka á- ritun til Bandaríkjanna og væri jafnvel neitað um hana. Spurði Einar ennfremur, hvort rikis- stjórnin hefði hugsað sér að gera ráðstafanir til þess að íslending- ar nytu jafnréttis við Bandarkja- menn í þessum efnum. Minnti hann síðan á, að blaðakonu við Þjóðviljann ’hefði fyrir skömmu verið neitað um áritun til Banda- rikjanna meðan hingað væri frjáls innflulningur á Ameríkönum og það ekki öllum æskilegum, sbr. Bonnie Parker. Lét Einar þess að lokum 'getið að 10% af öllum bandarískum fyrirtækjum væru rekin af þjófum og morðingjum, Framihald á 14. síðu. Grant Kvikmyndaleikarinn Gary | Grant er skiiinn' rétt einn I ganginn. Hann er núr62 ára að | aldri og var giftur 28 ára konu, 1 Diane Cannon. Þetta var fjórða I hjónaband kvikmyndaleikarans = og hið fyrsta sem hann eignað- | ist barn í, gn dóttir þeirra = Grants oig Diönu er nú árs I gömul. Hjónabandið ihefur stað 1 ið í hálft annað ór. Það vakti mikla atliygli þeg- = ar þessi frægi kvikmyndaleik- § ari gifti sig rúmlega helmingi § yngri ikonu og eignaðist barn í | fyrsta sinn. Birtust þá myndir 1 af þessari hamingjusömu fjöl- = skyldu í allri heimspressunni. i Ástæðan fyrir því að eigin- i kona Grants hljóp að heiman § með dótturina er sú að hún I sjálf segir, að Gary Grant sé | svo drepleiðinlegur að ekki sé i þolandi fyrir nokkra konu að \ umgangast • hann á heimili. i Hann hugsi ekki um annað en | að halda sér ungum með líf- § •stykkjum og óhemjumiklum | svefni. Og svo sé hánn fæddur i piparsveinn sem ekkert erindi = eigi í hjónabannd. iiiiiiiiiiiimiin Greinar u í The Guardian Brezka stórblaðið The Guard- ian birti sl. mánudag nokkrar greinar rnn ísland og fjölda mynda. Alls nær efnið um ísland yfir þrjár síðm- blaðsins, sem er í mjög stóru broti, eins o,g reynd- ar fiest brezku blaðana. Greinarnar um ísland eru alls sex að töiu og tvær þeirra eftir starfsmann blaðsins, Derrick Booth, ,sem dvaldi hér á landi um skeið síðasta sumar til að safna efni fyrir blað sitt. Fyrsta greinin ber nafnið Iceland og er þar sagt frá í stuttu máli atvinnulífi og lifnaðarháttum þjóðarinnar og landshögum yfirleitt. Þá er grein um fiskveiðar og fiskiðnað eftir Davíð Ólafsson fiskimálastjóra. Önnur fjallar um skólakerfið. Ein greinin er um ísland sem ferða- mannaland. Grein er um matar- æði á íslandi og virðist þar helzt vera stuðst við heimsókn og upplýsingar hjá Iceland Food Centre í London, og síðasta grein- in er um skógræktina. Auk greina eru á fyrrgreindum síðum blaðs- ins fjöldi auglýsinga frá íslenzk- um fyrirtækjmn. Allar greinarnar eru skrifaðar af útlendingum, nema sú er Da- víð Ólafsson ritaði. Sýnilega bera allir greinarhöfundar góðan hug til lands og þjóðar og hvetja ferða menn að leita meira hingað til lands í sumarleyfum sínum en þeir hafa gert hingað til. The Guardian er eitt af áhrifa- mestu blöðum heims og talið mjog áreiðanlegt í öllum efnis- Framhald á bls M 2 9. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.