Alþýðublaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 13
ð£MRBiP
n- Siml 50184.
Ormur rauði
(The Long Sliips)
Afar spennandi og viðbnrðarík
ný amerísk' stórmynd í litnm og
CinemaScope.
Sýnd kl. 9.
Leðurblakan
píaöaummæli:
Leðurblakan í Bæjarbíó-er kvik-
mynd sem óhætt er að :næla
með.
Mbl. Ó. Sigurðsson.
Sýnd kl. 7.
Mynd fyrir alia fjölskyldiina.
Balletkvikmyndin
— RÓMEO og JÚLÍA —
Konunglegi brezki balletinn dans
ar í aðalhlutverkunuiji.
Sýnd kl. 9
— HJÁLP —
með Bítlunum.
Sýnd kl. 7.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Sími 16012.
Opið frá kl. 9-23.30.
hún hafði tekið og gert að sín
urrt söng og nú stóð hún þama
rétt hjá honum og gaf honum
hann með sinni fögru rödd og
hjarta. . með auignaráði sínu og
hverjum einasta tón sem kom
af vörum hennar.
Duncan starði á hana og ósk
1 aði þess eins að hann gæti geng
ið til hennar ag faðmað hana
að sér og tekið hana frá öllu
þessu fólki, sem klappaði og tal
aði um liana. Það fólk átti hana
ekki — hann átti liana einn.
En svo komu eftirstöðvarnar
þegar Gilly laut höfði og tók við
fagnaðarlátunum.
Hvíiíkur heimskingi var hann
ekki. Þessi þörf hans til að eiga
liana hafði eyðilagt allt einu
sinni. Gilly yrði aldrei hans eign.
Hún tilheyrði öllum heiminum
eins oig rödd hennar — tilheyrði
öllum sem vildu hlýða á hana
syngja og njóta þess.
Duncan virti Gilly fyrir sér
meðan hún söng — hann sá
breytinguna, sem vikurnar og
mánuðirnir höfðu valdið um leið
og hann undraðist að hún skyldi
enn vera hin sama.
Sakleysið var enn í svip henn
ar og Duncan skildi að hún yrði
síung jafnvel þegar tíminn tæki
æskuna frá henni. Þannig voru
sumir og Gilly var ein af þeim.
Meðan hún virti hann fyrir sér
brosandi hugsaði Duncan Hurst
um hve það væri undarlegt að
heimurinn hefði ekki len'gur yf
irgefið hann og undursamlegur
friður og ró gagntók hann og yfir
vann eilífar áhyggjur, nagandi
liugarkvalir og þrána í liug hans
og líkama eftir henni.
Nú var hún komin til hans
og allar spurnipgar og efi hlutu
að hverfa. Hann vissi nokkurn-
veginn hvernig allt var og
hann bjóst við að Eve hefði átt
þar hlut að máli. Hún þekkti
bæði til leikhúsa og hljómsveita
og bréf frá henni hefði nægt
til að Gilly fengi ráðningu í
Ameríku.
En Gilly hefði aldrei kom-
ið nema hún lrefði viljað það
sjálf og ef hún hefði ekki vilj
að að hann heyijði hana syng-
ia lagið hans. Þá hefði hún
aldrei staðið fyrir framan hann
og brosað fallega brosinu sínu.
Celia Renfrew reis á fætur
' og gekk til lrans en hann leit
ekki einu sinni á hana. — Já
Celia sagði hann blíðlega,—
hvað vildirðu?
Hún þagði augnablik og spurði
svo lágt og leit á Gilly: —•
Hvað er að þér? Af hverju get-
urðu ekki slitið augun af þess-
ari stúlku?
En liún vissi svarið áður en
Dunoan fór að raula með lag_
* inu.
— Er þetta stjarnah þrn?
spurði Celia fýlulega og í þetta
skiptið leit Duncan af Gilly og
á fýlulegu en laglegu stúlkuna
sem sat við hlið hans.
— Já, sagði hann. — Sástu
það ekki strax?
— Hvað heldurðu að ég sé!
hvæsti hún reíð en Duncan hló
bara og sagði:
— Uss! Hún er að syngja!
Slcömmu síðar fór Celia því
hún sá að þetta var ekki til
neins. Hún öskraði og grét hjá
föður sínum smá stund og hann
lofaði henni nýjum bíl, nýjum
skartgripum — hverju sem vera
skyldi, ef hún yrði aðeins aft-
ur glöð og hætti að gráta.
Þegar Gilly hafði sungið síð-
asta lagið voru áheyrendur
hrifnir og .hrópuðu og kölluðu
og ‘ dansinn dunaði um leið og
hún fékk leyfi til að hætta að
syngja.
Duncan Hurst og hljómsveit
hans sáu um danslögin og fólkið
hélt áfram að dansa fram í
það óendalega en ljósin fyrir
neðan voru slökkt og þreyttir
þjónar urðu enn þreyttari og
blómin hengdu haus....
Duncan Hurst leit aldrei við
á þá, sem voru að dansa og
hann spurði engan en loks þeg-
ar dagaði fóru síðustu gestirnir
út í lyftuna og niður á götur-
nar.
Þá reis Gilly upp af stólnum
sem hún hafði set.ið á og gekk
fram á svalirnar þar sem
stór girðing kom í veg fyrir að
fólk félli fram af.
Þetta hafði staðið svo lengi!
Svo afskaplega lengi!
Henni fundust allir þeir ein-
mana dagar og einmana nætur,
sem liún hafði lifað vera ó-
endaleg röð aftur í fortíðina
alveg til þess dags, sem Russell
hafði komið og horft á hana
gegnum klausturshliðið.
Hún vissi að einn dag til við
bótar gæti hún aldrei afborið!
Áður en hún kom í kvöld veik
af þrá og horfði á Duncan hafði
hún afborið það en nú vissi hún
að hún gat það ekki ienpur.
Hún leit við og sá aff hann
kom til hennar og nú greip
hun krampakendu taki um hand-
riðið og líkami hennar stirðn-
aði upp. þegar hann nálgaðist.. .
— Duncan!
— Þakka þér fyrir að þú
komst Gilly, sagði hann og tók
um hencþir hennar um leið og
hann fann hvílíka mótspyrnu
líkami hennar veitti honum.
— Eve bað mig um að koma.
Hún sagði að þú myndir skilja
það. Hún taldi mér trú um að
þú myndir skilja allt. sagði
Gilly. — Duncan... ég — ég
hef átt barn og — það er langt
síðan — ég var kornung — áður
en ég vissi nokkuð. En harnið
er — dáið — fyrir mér og ég
á aldrei eftir að sjá það, en
ég varð að segja þér það.
Fyrst gerði hann sig líklegan
til að þagga niður í henni en
þegar hún hafði lokið máli sínu
sagði hann ekki orð heldur
tók óendanlega blíðlega um
kaldar hendur hennar og lagði
þær að vörurri sínum.
Svo hvíldi hún í faðmi hans
þar sem hún fyndi eilíft öryggi
og Gilly fannst allur heimurinn
syngja með sér sigursöng.
— E n d i r . —
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
Massey
Ferguson
DRÁTTARVÉLA
og GRÖFUEIGENDUR
Nú er rétti tíminn til að
láta yfirfara og gera við
vélamar fyrir vorið.
Massey Ferguson-við-
gerðaþjónustu annast
Vélsmiðja
Eysteins Leifssonar
hf.
Síðumúla 17.
sími 30662.
Koparpípur og
Rennilokar.
Fittings.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
BÍondunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3.
Sími 3 88 40. I
Hre
frisk
heiibrlgð
h
FJÖLIÐJAN • 8SÆFIRÐI
5EQJRE
EINANGRUNARGLER
FIMM ÁRA ÁBYRG®
Söluumboð:
SANDSALAN S.F.
Elliðavogi 115.
Simi 30120. Pósthólf 373.
Vinnuvélar
TIL LEIGU.
Leigjum út pússninga-steypu-
hrærivélar og hjólbörur.
Rafknúnir grjót- og múrhamrar
með borum og fleygum.
Steinborar — Vibratorar.
Vatnsdælur o.m.fl.
LEIGAN S.F. >
Sírni 23480.
9. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13