Dagur - 01.05.1999, Qupperneq 5
Xk^iir
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 - S
FRÉTTIR
Kristján Þór Júlíusson: Ólögleg
vinnustöðvun hjá tónlistar-
kennurum.
Ólögleg
aðgero
Vinnustöðvun tónlistarkennara á
Akureyri í fyrradag kom bæjar-
stjóra, Kristjáni Þór Júlíussyni, í
opna skjöldu og frétti hann ekki
af henni fyrr en nokkrum
klukkustundum eftir að hún
varð að veruleika. Vegna óá-
nægju með kjaramál lögðu kenn-
arar Tónlistarskólans á Akureyri
niður vinnu um klukkustundar
skeið. Þeir nýttu tímann til að
ræða framtíðina, en að þeirra
sögn eru miklar líkur á hrinu
uppsagna ef ekki næst sam-
komulag við bæinn um kjarabæt-
ur.
„Kennarar verða að gera þetta
upp við sjálfa sig en það gilda
ákveðin samskiptaform á vinnu-
markaði og þessi framkoma fell-
ur ekki undir það. Eg frétti ekki
af þessu fyrr en í gærkvöld
[fyrrakvöld] og þetta kom mér á
óvart. Þetta er ólögleg aðgerð og
lítið meir um það segja,“ segir
bæjarstjóri. - Bt>
Verksmiðja sem vinn-
ur efni úr rækjuskel
til nota í matvæla- og
lyfjaframleiðslu var
opnuð á Siglufirði í
gær.
Ný kítinverksmiðja sem er í eigu
Þormóðs ramma, SR mjöls og
líftæknifyrirtækisins Genís hóf
formlega störf á Siglufirði í gær.
Verksmiðjan mun vinna kítin úr
rækjuskel en efni þetta er nýtt
meðal annars í matvæla- og lyfja-
framleiðslu. Rækjuskelinni hef-
ur til þessa verið ekið í sjóinn og
hefur verið n'kjandi um nokkurn
tíma töluverð óánægja með það
að hún skuli menga fjörurnar við
Siglufjarðarbæ.
Þessi verksmiðja er einstæð í
sinni röð í heiminum sakir full-
komleika hennar, sagði Krist-
björn Bjarnason, rekstrarstjóri
Kítins, í gær við opnun verk-
smiðjunnar. Ólafur Marteins-
son, framkvæmdastjóri Þormóðs
ramma, sagði það ekki síst
áhugavert hversu mörg fyrirtæki
og stofnanir með háþróaða starf-
semi kæmu að Kítini hf. Genís,
sem er eins og áður sagði einn
hluthafa í Kítini, er meðal ann-
ars í eigu lyfjafyrirtækjanna
Pharmaco og Delta auk Nýsköp-
unarsjóðs atvinnulífsins og Iðn-
tæknistofnunar en Ólafur nefndi
einnig í þessu sambandi Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins
sem fjármagnar uppbyggingu
verksmiðjunnar en sá kostnaður
er um 300 milljónir króna.
öll rækjan nýtt
Verksmiðjan mun skapa allt að
12 störf. Unnið verður á tveimur
vöktum en verksmiðjan er í hús-
næði sem kallað er Síbería og er
í eigu SR-mjöls. í byrjun er gert
ráð fyrir að einungis verði unnið
úr skel sem fellur til í vinnslu
Þormóðs ramma en síðar verður
hún fengin víðar að.
Um þessar mundir er rækju-
kvótinn hér við land um 40 þús-
und tonn og hefur farið minnk-
andi undanfarin ár. Ólafur Mart-
einsson væntir þess að hægt
verði að ná skelinni af öllum
þessum rækjuafla til vinnslu hjá
Kítini og kaupa jafnvel hráefni
erlendis frá ef með þarf.
Tryggvi Gíslason: Sæmdi tvo ráð-
herra æðsta heiðursmerki MA.
Davíð og
Halldór fá
gulluglu
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, og Halldór Blöndal, sam-
gönguráðherra, voru í gær
sæmdir GuIIuglunni, æðsta
heiðursmerki Menntaskólans á
Akureyri. Ráðherrarnir heim-
sóttu skólann á sama tíma og
stjórnarskipti fóru fram á sal og
notaði Tryggvi Gíslason, skóla-
meistari MA, tækifærið til að
heiðra ráðherrana.
Hann þakkaði Davíð þann
mikla heiður að gefa sér tíma frá
annasömu og vandasömu starfi
til að heimsækja skólann og tók
fram að aldrei áður hafi starfandi
forsætisráðherra heimsótt skól-
ann.
Gulluglan hefur yfirleitt ekki
hlotnast öðrum en þeim sem
unnið hafa lengi við MA og þyk-
ir þetta því nokkrum tíðindum
sæta. Davíð sagði reyndar eftir
athöfnina að viðurkenningin
hefði komið sér algjörlega í opna
skjöldu. - AÞM
Sj ávarútvegsráð-
herra stefnt aftur
Sjávarutvegsráðherra
hefur verið stefnt í
aunað sinn út af
kvótákerfmu.Valdi-
mar Jóhaimesson
aftur að verki.
Valdimar Jóhannesson, sem vann
frægan sigur í Hæstarétti í kvóta-
málinu svokallaða í vetur er leið,
hefur nú stefnt Þorsteini Pálssyni
sjávarútvegsráðherra vegna þess
að hann hafi ekki farið eftir því
sem í dómi Hæstaréttar sagði.
Samþykkt hefur verið að málið fái
flýtimeðferð.
Valdimar sagði í samtali við
Dag að hér væri í raun um sama
mál að ræða og hann vann fyrir
Hæstarétti í vetur. Sjávarútvegs-
ráðherra hafi haft dóminn að
Valdimar Jóhannesson hefur stefnt
sjávarútvegsráðherra á nýjan leik
vegna kvótakerfisins.
engu og hafi í engu svarað óskum
hans um leyfi til fiskveiða. Þess
vegna sé ekki um annað að ræða
en að stefna aftur til þess að fá úr
því skorið hvað dómur Hæstarétt-
ar þýðir í raun og veru.
Dóimiriim ekki virlur
I bréfi sem Valdimar sendi ríkis-
lögmanni með stefnunni segir
efnislega að tilefni málshöfðunar-
innar sé að hann telji stjórnvöld
ekki hafa virt hinn uppkveðna
dóm. Þau hafi eftir að dómurinn
gekk beitt sér fyrir því að lög-
gjafarvaldið haldi til streitu sama
skipulagi og áður í sjávarútvegs-
málum í grundvallaratriðum. Þar
með sé enn ranglega komið í veg
fyrir að hann og aðrir sem ekki
njóta forréttinda geti stundað at-
vinnu við fiskveiðar nema að upp-
fylltum ólögmætum skilyrðum.
Enda þótt málið fái flýtimeð-
ferð segir Valdimar enga von til
þess að það verði afgreitt fyrir
kosningar 8. maí. Hins vegar seg-
ist Valdimar vonast til þess að
Hæstiréttur kveði nú upp dóm
sem enginn geti misskilið.
- S.DÓR
Samið við Vamarliðið um sorpið
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
náði samkomulagi við Varnarliðið
um þátttöku þess í kostnaði við
uppbyggingu nýrrar flokkunar-
stöðvar og sorpbrennslu og um
kaup þeirra á þjónustu frá nýrri
stöð. Varnarliðið mun greiða 41%
af heildarstofnkostnaði, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu
frá Sorpeyðingarstöðinni. Heild-
arkostnaður við nýju stöðina er
áætlaður 440-480 milljónir
króna og er gert ráð fyrir að hún
hefji starfsemi fyrir árslok 2001.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
er sameignarfélag sveitarfélag-
anna á svæðinu og hefur rekið
sorpbrennslu frá 1979. Kröfur
um útblástur frá sorpbrennslu-
stöðvum hafa verið hertar og þess
vegna mun starfsleyfi Sorpeyð-
ingarstöðvarinnar renna út í lok
ársins 2000. Ekki er talið svara
kostnaði að breyta gömlu stöð-
inni þannig að hún uppfylli fram-
tíðarkröfur.
Gert er ráð fyrir nýrri móttöku-
stöð fyrir sorp, stóraukinni flokk-
un og endurvinnslu og brennslu
samkvæmt ýtrustu kröfum um
mengunarvarnir. Ný sorp-
brennsla tryggir ennfremur að
sorp frá Varnarliðinu verði áfram
brennt eins og lög áskilja. Ætlun-
in er að beita bestu fáanlegu
tækni og verða Suðurnesin í far-
arbroddi umhverfisvænnar sorp-
eyðingar í landinu, segir í til-
kynningu frá Sorpeyðingarstöð-
inni.
Festist á gryimiiigiiiii
Gröfustjóri festi gröfuna sína á grynningum í íjörunni í Arnarnesvogi
í gær þar sem hann var að vinna við lagnir. Maðurinn hafði ekið gröf-
unni upp á grynningarnar um 100 metra frá landi og þar sat hún
föst. Það flæddi hratt að henni og þurfti gröfustjórinn að bjarga sér
upp á þak og bíða þar þar til slökkviliðsmenn björguðu honum í land.
Tal kaupir Islaudia Intemet
Tal hefur keypt fyrirtækið Islandia af Islenska útvarpsfélaginu. Is-
landia er eitt stærsta Netfyrirtækið hér á landi með ríflega 20% mark-
aðshlut á einstaklingsmarkaði.
I fréttatilkynningu frá Tali segir að kaupin undirstriki þá framtíð-
arsýn fyrirtækisins að tölvutækni og símtækni eru að renna saman í
órjúfanlega heild. Islenska útvarpsfélagið á þriðjungshlut í Tali og er
það trú fyrirtækjanna að framtíðarstarfsemi Islandia sé best komið í
þessum nýja farvegi, að því er segir í tilkynningunni.
Nýr framkvæmdastjóri KÁ
Óli Rúnar Ástþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfé-
lags Árnesinga. Óli Rúnar er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs
Suðurlands en tekur við nýja starfinu á næstu vikum, að því er fram
kemur í tilkynningu frá KÁ.
Óli Rúnar er 42 ára og fæddur í Vestmannaeyjum en býr nú á Sel-
fossi. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Islands og með framhalds-
menntun í hagfræði frá Michigan háskóla.
ÁTVR skaffar 10 milliarða
Heildargreiðslur Áfengis- og tóbaksverslunar rík-
isins (ÁTVR) til ríkisins á síðasta ári námu 9,8
milljörðum króna og hækkuðu greiðslurnar milli
ára um einn milljarð króna eða 11%.
ÁTVR skilaði 2,9 milljörðum af hagnaði sínum
í ríkissjóð, en aðrar greiðslur í ríkissjóð stöfuðu af
tollum, 300 milljónir, áfengisgjaldi, 3,9 milljarð-
ar og virðisaukaskatti, 2,7 milljarðar.
Varðandi frétt Dags í vikunni um að launakostnaður ÁTVR hefði
hækkað um 67% milli ára er þess að geta að af 237 milljóna króna
hækkun stöfuðu um 146 milljónir króna af hækkun áfallinna og
greiddra eftirlaunaskuldbindinga. - FÞG