Dagur - 01.05.1999, Qupperneq 12

Dagur - 01.05.1999, Qupperneq 12
12- LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 1. maí EBM3 Kappakstur Kl. 10:55 Formula 1 Tímataka í San Marino. Fótbolti Kl. 13:25 Þýska knattspyrnan Leverkusen - Hertha Berlin Handbolti Kl. 15:25 Þýski handboltinn Nettelsted - Kiel Glíma Kl. 16:45 Islandsglíman STÖÐ 2 Fótbolti Kl. 12:00 Alltaf í boltanum Kl. 13:45 Enski boltinn Man. United - Aston Villa Körfubolti Kl. 12:30 NBA-tiIþrif S' Hnefaleikar Kl. 22:45 Hnefaleikar Sýnt frá hnefaleikakeppni í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra sem mætast eru þungavigtarkapparnir Ike Ibeabuchi og Chris Byrd. Einnig mætast Kirk Johnson og A1 Cole sem sömuleiðis keppa í þungavigt. Sunnud. 2. maí Kappakstur Kl. 11:30 Formula 1 Bein útsending frá San Marino. Fótbolti Kl. 00:00 Markaregn Mörkin úr þýska boltanum. Körfubolti Kl. 12:30 NBA-leikur vikunnar Houston Rockets - Utah Jazz Endursýnt frá föstudegi. Fótbolti Kl. 14:00 ítalski boltinn Udinese - Lazio Akstursíþróttir Kl. 16:00 Daewoo-Mótorsport S Fótbolti H. 14:45 Enski boltinn Arsenal - Derby Kl. 18:00 ítölsku mörkin KJ. 21:50 ítalski boltinn AC Milan - Sampdoria Golf Kl. 17:00 Golfmót í Evrópu PGA-mótaröðin. Körfubolti KI. 19:30 NBA-leikur vikunnar San Antonio Spurs - Utah Jazz íslaudsmótið í vélsleðaakstri ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 1. maí ■ FÓTBOLTI Deildarbikarkeppni kvenna Akranes: Kl. 14:00 ÍA - FH Borgarnes Kl. 14:00 Leiftur - Skallagr. Keflavík Kl. 14:00 Þróttur R - Keflav. KR-völlur Kl. 14:00 KR - Grindavík ■ ALMENNINGSHLAUP 1. maíhaup Ungmennafélags Akurevrar Hefst ld. 13:00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu bæði kyn: 6 ára og yngri (1 km), 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Utdráttarverðlaun. Skólakeppni. 1. maíhlaup Fiölnis og Olís Hefst kl. 14:00 við íþróttamið- stöðina Ðalhúsum í Grafarvogi. Skráning ftá kl. 12:00-13:45. Vegalengdir: 1,6 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: lOára ogyngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-18 ára, 19 ára og eldri hlaupa (1,6 km), 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40 ára og eldri (10 km). Vímuvarnarhlaup Lions í Hafriarfirði Hefst kl. 11:00 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning frá kl. 9:00 í skátaheimilinu við Víðistaðatún. Vegalengdir: 2,2 km og 4,5 km án tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Útdráttarverð- laun. Önnur og þriðja umferð íslands- mótsins í vélsleðaakstri, „snjócrossi", fer fram á Ólafs- firði um helgina. Þar munu keppa allir öflugustu sleðar og ökuþórar landsins, auk þess sem Svíþjóðarmeistarinn og fyrrum Norðurlandameistari verður meðal keppenda. Önnur um- ferðin hefst ldukkan 17:00 í dag og sú þriðja klukkan 9:00 í fyrra- málið. SDagpr KNATTSPYRNA Sir Alf Ramsey látinn Sir Alf Ramsey, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, Iést í gær á áttugasta aldursári. Ramsey sem var einn sigursælasti Iandsliðs- þjálfari Englands, naut mikillar virðingar um allan heim og var dáður af þjóð sinni fyrir einstakan persónuleika. Ramsey sem á árum áður lék með Ipswich Town, leiddi Englendinga til sigurs í heimsmeistarakeppninni 1966, sem er þeirra eini HM-titiII til þessa. Sjálfur lék Ramsey 31 Ieik með enska landsliðinu, áður en hann tók við þjálfun þess, en hann þjálfaði Iiðið frá 1963 til 1974. Mark Bosnidi settur út úr liði Aston ViUa Ástralski markvörðurinn Mark Bosnich hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta Ieik fyrir Aston Villa, en Johan Gregori, framkvæmdastjóri félagsins, setti hann út úr liðinu fyrir Ieikinn gegn Manchester United á morgun. Gregory neitaði Bosnich ennfremur um að ferðast með rútunni sem flutti leikmenn liðsins til Manchester, en liðið Iagði af stað til Manchester í gær. Eins og flestir vita hefur Bosnich verið undir smá- sjánni hjá Alex Ferguson, framkvæmdastjóra United, sem arftaki Peter Schmeichels fyrir næstu leiktíð, en samkvæmt Bosmanreglunni fær hann frjálsa sölu. Bosnich hefur þegar Iýst þvi yfir að hann sé tilbúinn til að yfirgefa Aston Villa og meira en tilbúinn til að ganga til liðs við United. John Gregory er ekld ánægður með þessa framkomu markvarðarins á miðju leiktímabili og þessi ákvörðun Bosnichs hefur sett hann í mikinn vanda þegar Iitið er til næsta leiktímabils. Málið hefur líka dregist óþægilega á langinn og því hefur verið mikil óvissa um framtíð Bosnichs hjá Villa. En nú hefur Gregory misst þolinmæðina og mun varamarkvörðurinn og fyrrum markvörður 21-árs landsliðs Englendinga, Michael Oakes, taka stöðu hans í markinu. Oaks er ekki óvanur að leika með liðinu, því hann leysti Bosnich af á meðan hann átti við meiðsl að stríða í vetur og leysti hann einnig af í síðasta leik gegn Nottingham Forest, vegna smá meiðsla. Þegar John Gregory var spurður um það hvers vegna hann hefði sett Bosnich út úr liðinu, þegar aðeins hálfur mánuður væri eftir af deild- arkeppninni, þá sagðist hann aðeins velja þá menn í liðið, sem væru að öllu leyti með hugann hjá félaginu. „Því miður fyrir Bosnich, þá varð ég að taka þessa ákvörðun og hana tók ég með velferð félagsins í huga. Oakes átti frábæran leik gegn For- est um síðustu helgi og ég treysti honum og þriðja markverði okkar, Peter Enchelman, mjög vel,“ sagði Gregory. BRIDGE Öruggur sigur Ómars og Bryndísar BJORN ÞORLAKS- SON SKRIFAR íslandsmótið í paratvímenningi var spilað um næstsíðustu helgi og tóku alls 45 pör þátt í mótinu sem tókst í alla staði vel undir styrkri stjórn Hermanns Lárus- sonar keppnisstjóra og Trausta Harðarsonar reiknimeistara. Is- landsmeistarar eru Bryndís Þor- steinsdóttir og Ómar Olgeirsson, en þau leiddu mótið lengst af og unnu með fádæma yfirburðum. Lokastaða efstu para: 1. Bryndís Þorsteinsdóttir - Ómar Olgeirsson 379 2. Sigríður Hrönn Elíasdóttir - Oskar Elíasson 250 3. Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 215 4. Björk Jónsdóttir - Jón Sigurbjörnsson 191 5. Arngunnur Jónsdóttir - Jakob Kristinsson 161 Sumarbridge 1999 Eins og mörg undanfarin ár verð- ur óskað eftir tilboðum í sumar- bridge. Utboðsgögn liggja frammi á skrifstofunni. Skriflegum til- boðum skal skilað á skrifstofu BSÍ í síðasta lagi þriðjudaginn 4. maí kl. 16.00. Tapað-fundið Karlmanns giftingarhringur fannst í Þönglabakkanum fyrir nokkrum vikum. Eigandinn getur vitjað hringsins á skrifstofunni. FráBA Tveimur kvöldum af þremur er Iokið í þriggja kvölda lokatví- menningi vetrarstarfsins sem nefnist Alfreðsmótið. Kunnar bridgekempur fóru vel af stað og leiða með yfirburðum. Staða efstu para eftir fyrsta kvöldið: 1. Stefán Stefánsson - Sigurbjörn Haraldsson 92 2. Sveinn Pálsson - Bjarni Sveinbjörnsson 60 3. Örn-Hörður 50 4. Bjöm Þorláksson - Reynir Helgason 47 5. Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson 46 6. Páll Pálsson - Þórarinn B. Jónsson 44 Eftirfarandi spil kom upp í mótinu: Vestur/Allir á hættu * KT42 * ÁK3 * GT32 * G2' * DG95 r 94 * Á * ÁKD763 * 763 y 87 ♦ D974 *T985 * Á8 y DGT652 * K865 * 4 Einu sinni var! Þessa mynd rakst umsjónarmaður á í myndasafni Dags. Hún var tekin í denn af unglingalandsliði íslendinga í bridge. Ólafur Lárusson var liðsstjóri en aföðrum frægum kempum þekkja menn Ragnar Magnússon, Jakob Kristinsson, Júlíus Sigurjónsson og fleiri. Takið eftir bindinu hjá Júlíusi. Eins og sjá má standa 4 hjörtu með bravúr í NS en Ieiða má lík- um að því að fyrsta sögn vesturs hafi átt töluverðan þátt í að stela toppnum. Þannig gengu sagnir: Vestur Norður Áustur Vestur lgrand! pass pass 2hjörtu 31auf 3hjörtu 4lauf pass pass pass Vissulega gátu NS doblað 4 lauf og uppskorið í besta falli 500 en það hefði nánast þýtt sama botninn og að gefa samninginn eftir ódoblað. Grandsögn vesturs lofaði að sjálfsögðu jafnskiptum spilum og punktafjöldinn var 15- 17. Eftir þessa byrjun er erfitt fyr- ir NS að sjá að 4 hjörtu vinnist. Suður gat verið að koma fárveikt inn á (ballansera) og norður þorir ekki að taka af skarið. Báðir eiga líka ágætis vörn. Sá sem hér skrifar hefur ftrekað orðið vitni að þvf við spilaborðið á undanfömum árum, að mjög vel getur gefist að opna á grandi með ás eða kóng blankan í láglit (vissu- lega er betra að eiga ásinn blank- an). Teikna má upp sagnröð þar sem svarhöndin keyrir spilið í von- lausa Iáglitaslemmu á 6-1 sam- legu en kostirnir eru mildu fleiri. Hindrunargildið er ótvfrætt sem dæmi, en að sama skapi er ekki heppilegt að eiga ás blankan í há- lit. Það er vegna þéss að hálita- geim eru tíðum spiluð eftir opnun á grandi en láglitageim aðeins ör- sjaldan. Því mælir ofanritaður með þessari opnun með þessa skiptingu, en það væri gaman að fá einhver mótrök frá lesendum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.