Dagur - 21.05.1999, Qupperneq 2
2 - FÖ STUDAGUR 2 1. MAÍ 1999
.Tfc^ur
LANDB ÚNAÐUR
Mestu
nýjungar
ísögunni
„Það hafd aldrei
veríð eins miklar
nýjungarhjá okkur
eins og núna, “
segir Exjólfur Pálmason
sölustjóri landbúnaðarvéla
hjá Ingvari Helgasyni.
Þar ber hæst að fyrirtækið
er komið með umboð fyrir
Fendt dráttan'élarnar. „Nýj-
ungarnar þar eru í fyrsta
lagi 309 C lína sem var
kynnt í fyrra og 700 vélin
sem fékk fyrstu verðlaun á
Fendt 700 verðiaunavélin.
Sima landbúnaðarsýning-
unni í Frakklandi fyrir
tækninýjungar og framúr-
skarandi hönnun.
I Massey Ferguson erum
við með nýja 6200 Iínu sem
Massey Ferguson 6180
framhald af 6100 línunni
en tæknivæddari og stærri
vél. Þar erum við með mjög
breytta vél, bæði innviðir og
útlit. Vélarnar eru mun
straumlínulagaðri en áður
og með Dynashift og kúpl-
ingslausan vendigír. En það
er kúpling líka í vendigírs-
stönginni sem er vinstra
megin við stýrið. Þar er aft-
urábak og áfram og fjögur
kúplingslaus hraðastig í
hvora átt. Onnur nýjung hjá
Massey Ferguson er í 4200
Iínunni sem hefur verið
helsta sölulínan. Sú lína er
nú einnig boðin með kúpl-
ingslausum vendigír og það
virðist ætla að koma gríðar-
lega vel út. Það er gaman að
geta kynnt það fyrstir í þess-
ari stærð af traktorum.
Það er hægt að velja um
12 gíra afturábak og áfram
kúplingslaust og 24 gíra
með milligír. Önnur nýjung
er rafmagnsbeisli með
skynjurum vegna plógs.
Svo bjóðum við enn þá
upp á hefðbundinn hand-
virkan vendigír.
Við gerum miklar vænt-
ingar til sölunnar á þessum
vélum.
Svo erum við að kynna
líka minni vélar sem eru frá
47 upp í 64 hestöfl, vélar
sem eru einfaldar og tiltölu-
lega ódýrar.
OHR
Þorvaldur Guðmundsson, bóndi á Laugarbökkum, mjólkar mun fieiri ferðamenn en kýr í sama fjósinu.
íjjósinu á Laugar-
bökkum í Ölfushreppi
ergertfleira en mjólka
kýr. Þangað koma hóp-
ar afferðamönnum til
að fylgjast með mjölt-
um,þiggja veitingar,
læra línudans ífóður-
ganginum og setjast á
Sóleyjarbarínn í hlöð-
unni.
„Ég er með 24 kýr, nokkur
hross, nokkrar hænur og nokkrar
rollur," segir Þorvaldur Guð-
mundsson bóndi á Laugarbökk-
um sem mjólkar mun fleiri ferða-
menn en kýr í sama fjósinu. „Það
hefur farið vaxandi. Það virðist
vera mikill áhugi hjá fólki að
komast í sveitina og sjá hvað er
að gerast." Það er augljóst um
leið og samtalið hefst að það er
stutt í glettnina hjá Þorvaldi.
Útlendingar tíðir gestir
Erlendir hópar eru tíðir gestir í
ferðamannafjósinu á Laugar-
bökkum auk þess sem það er vin-
sæll áningarstaður innlendra
ferðamanna. Ferðamanna-
móttakan varð þriggja ára nú um
páskana hjá Laugarbakkabænd-
um. „Þetta hefur vaxið hraðar en
gert var ráð fyrir," viðurkennir
Þorvaldur. Hann segir þetta hafa
byrjaði þannig að annaðhvort
hafi þurft að leggja niður búskap-
inn eða gera eitthvað. „Þessi jörð
stendur við ákaflega bílvænan
veg. Það er ekki hægt að fjárfesta
í fjósum í dag, það er ekkert vit í
því. Þá datt mér í hug hvort það
væri ekki möguleiki að nýta bygg-
inguna á tvennan hátt og nýta
saman landbúnaðinn og ferða-
mennskuna, vera ekki í sitt hvoru
heldur flétta þetta saman. Það
hefur alveg verið hægt.“ Fjósið
var byggt í þeim tilgangi að þjóna
ferðamanninum jöfnum hönd-
um. Fólk getur setið inni í veit-
ingasalnum og horft á mjaltirnar
öðru megin og mjólkina renna
eftir veggnum og yfir í mjólkur-
húsið hinu megin.
Hugmyndm vaknaði á
Dalalif
„Þeir sem ekki vilja fjósalykt geta
fylgst með þessu án þess að fá
fjósalykt. En ég segi nú stundum
fólki að hugmyndin hafi vaknað
þegar ég fór á myndina Dalalff og
sá Sigga Sigurjóns reka niður
staurana með Iúkunum og moka
skítinn með höndunum og
heyrði hann segja: „I love it!“
Það er það sem fólk er að upp-
lifa í dag, það finnst mörgum
óskaplega gaman að finna fjósa-
lykt. Fólki finnst líka öðru vísi að
koma á sveitabæ eða fara t.d. í
dýragarð. Því finnst það ekki
sambærilegt. Við erum Iíka að
brydda upp á nýjungum t.d. að
kenna fólki linudansa í fóður-
ganginum og stundum leyfum
við fólki að syngja Karakoee í
hlöðunni innan um hvanngræna
töðuna,“ segir Þorvaldur.
Klassísk tónlist gefur
klassíska mjólk
Hann segir að kýrnar taki þessu
mjög vel og glettnin tekur
snöggvast völdin. „Þeir hafa verið
mjög hrifnir af þessu hjá Mjólk-
urbúinu. Ef við spilum mikið
klassíska tónlist þá fáum við
klassíska mjólk og eins ef við
erum í rokkinu þá fáum við rokk-
aða mjólk. Þetta er það sem vant-
ar á markaðinn, einhverja til-
breytingu."
Þorvaldur segir Sóleyjarbarinn
meira fyrir augað en að hann sé
raunverulegur bar. Barinn er
skorinn út úr heystálinu og ætl-
aður til að skapa aðdráttarafl.
„Þetta er fullmótaður bar, aðal-
lega fyrir fólk til að stilla sér upp
til að láta taka myndir af sér.
Þetta er hálfgerður Geysir hjá
mér, það var hugmyndin. Ef
menn vilja hafa með sér staup þá
fá þeir glös til að gera myndina
betri."
Gestunum fjölgar stöðugt á
Laugarbakka. „Við vorum að
stefna að því að taka á móti tíu
þúsund gestum á þessu ári. En
við erum á því núna að það verði
ekki liðið Iangt á árið þegar sú
tala er sprungin, miðað við það
sem komið er þegar. Ég býst við
að gestirnir það sem af er árinu
séu á milli fimm og sex þúsund.
Það var t.d. sprengjuhelgi hjá
okkur um síðustu helgi, það voru
hjá okkur tæp sex hundruð
manns á einum degi. Ég held að
við höfum líka slegið met í línu-
dansakennslunni því við kennd-
um tæplega þrjú hundruð manns
í einu. Það varð reyndar að gera
það undir berum himni, hópur-
inn komst ekki fyrir í Qósinu."
Húsfreyjan kennir Hnudans
Fjölskyldan sér um þjónustuna,
húsfreyjan kennir línudansinn.
„Við sjáum um þetta allt saman
hérna og börnin koma til þegar á
þarf að halda. Ég sé nú mest um
að labba í kringum þetta því ég er
óðalsbóndinn," segir Þorvaldur
og er grunnt á hlátrinum.
„Svo Iátum við fólk drekka
mjólk ótakmarkað, það er nóg til
af henni. Við höfum alltaf mjólk
í kútum og leyfum fólki að
smakka."
Þorvaldur segist kunna vel við
þessa starfsemi, hún Iífgi upp á
sveitalífið. „Þetta gefur okkur
líka visst aðhald til að hafa
snyrtilegt í kringum okkur. Okk-
ar auglýsing er umgengnin um
húsið, að fjós sé fyrirmyndarmat-
vælaframleiðslustaður. Það er
okkar þema í þessu. Fólki finnst
ótrúlegt hvað húsið er snyrtilegt.
Nú er það ekkert öðruvísi um
gengið en önnur fjós, það er bara
reynt að hugsa vel um það.“
-OHR