Dagur - 21.05.1999, Síða 15

Dagur - 21.05.1999, Síða 15
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 - 1S LANDBUNAÐUR Haukur Júlíusson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Jörva í Borgarfiröi, einn forsvarsmanna sýningarinnar Ýtur í iífi þjóðar, sem verður á Hvanneyri 74. - 75. ágúst nk. - mynd: ohr Ýturílífiþjóðar Hvanneyri hejurlengi skipað stóran sess í ís- lenskum landbúnaði vegna rannsókna- og kennslustaifs sem þar hefurfariðfram. Á seinni árum erstaður- inn í enn ríkari mæli að höfða til almenn- ings með hvers kyns kynningum á hinum ýmsu þáttum landbún- aðarins ogþarhefur Búvélasafnið staðið framarlega íflokki. í fyrra var D-dagur á Hvanneyri, eða Dráttarvéladagurinn þar sem sýndar voru fjölmargar og fjöl- breyttar dráttarvélar frá ýmsum tímum og í sumar verða sýndar jarðýtur á Hvanneyri. Dagana 14.-15. ágúst nk. verður sýningin „Ýtur í lífi þjóðar." Þar verða sýndar jarðýtur frá ýmsum tímum og nokkur fylgi- áhöld þeirra. Ennfremur verður sögusýning þar sem dregin verða fram atriði úr sögu þessara tækja í texta og myndum. Það eru þeir Bjarni Guðmundsson og Haukur Júlíusson sem eru driffjaðrirnar á bak við þessa sýningu. Tilgangurinn með sýningunni er að rifja upp og kynna áttatíu ára sögu beltavéla og jarðýtna í íslensku þjóðlífi, einkum hlut þeirra í framförum landbúnaðar- ins og byltingu i samgöngum landsmanna. Einkum er höfðað til áhugamanna um vinnuvélar og bútækni, ekki síst eldri ýtukarla og áhugamanna um þennan þátt þjóðlegs fróðleiks. Jafnframt verður reynt að kynna þeim sem yngri eru þessi merki- legu tæki og sögu þeirra .Sýning- in verður haldin með atbeina verktakafyrirtækisins Jörva hf í Borgarfirði, Heildverslunarinnar Heklu hf., Vegargerðar ríkisins og áhugahóps um jarðýtusögu. A fimmta tug þessarar aldar varð bylting í túnrækt íslenskra bænda. Skurðgrafan opnaði mýr- lendi til túnræktar og jarðýtan kom í kjölfarið. Bændur kunnu sér ekki læti. Og ekki aðeins bændur; Árni G. Eylands lýsti beltavélabyltingunni m.a. þannig: „Notkun beltatraktora með ýtum hefur reynzt svo mildlsverð nýjung á landi, að fátítt er. Jarð- ýturnar hafa á fáum árum ger- breytt aðstöðu og getu við vega- gerð og framkvæmd margs konar mannvirkja. Kapphlaup varð um að fá beltatraktora með jarðýt- um, og fengu langtum færri en vildu. Þessi nýjung, sem stofnað var til í þágu Iandbúnaðarins, varð fyrr en nokkrum gat til hug- ar komið orðin svo að segja óska- ráð fleiri atvinnuvega þjóðarinn- ar við ótrúlega margar fram- kvæmdir." Það var árið 1919, fyrir réttum 80 árum - sem fyrstu beltavélarn- ar bárust til landsins; tvær Cleveland-vélar sem Vegagerð ríkisins keypti frá Bandaríkjun- um. Það leið fullur fjórðungur aldar áður en beltavélarnar slógu í gegn hérlendis en þá var líka komin á þær ýtutönn. A sýningunni mun ýtukörlum allra sveita gefast tækifæri til að hittast og sameinast um áhuga- mál, sem margir fleiri deila með þeim. Með framtakinu er líka verið að bjarga söguþáttum og minjum um einstakt umbrota- skeið á fyrstu árum lýðveldisins, eins konar sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar fyrir matbjörg og bættum samgöngum. Aðstandendur sýningarinnar leita til lesenda sem kunna að vita af eða hafa í fórum sínum gripi, myndir eða annað fróð- leiksefni sem gæti átt erindi á sýninguna. Það er þegið til sjri- ingar með þökkum. Til að koma slíku á framfæri er best að hafa samband að Hvanneyri (s. 437 0000), og ræða t.d. við Bjarna Guðmundsson eða Hauk Júlíus- son. Á Hvanneyri verður að sjálfsögðu hægt að skoða ýturnar í krók og kring. Fyrsta Claas þreski- vélin Fyrsta nýja þreski- vélin ofgerðinni Claas er væntanleg til landsins ogfer hún í Landeyjamar. Eyjólfur Pálmason sölu- stjóri landbúnaðartækja hjá Ingvari Helgasyni segir það stórt skref, en fyrirtækið flytur einnig inn Massey Ferguson þreskivélar sem hafa verið nánast einráðar á þeim markaði hérlendis hingað til. Þreskivél frá Claas. „Við erum einnig að kynna nýja Claas rúlluvél. Þetta er fyrsta nýja vélin í sjö ár. Hún er með 25% meiri þjöppun en eldri vélin og stærra baggahólf. Sóp- Ný rúllubindivél frá Claas er komin á markað hérlendis vindan er af nýrri gerð. Einnig er fáanleg rafstýring fyrir allar helstu aðgerðir í gegn um rafbox. Onnur nýj- ung er aftur á bak snún- ingur á sópvindu til að losa stíflu ef hún stífl- ast. Þetta er mjög skemmti- leg vél og kemur til með að vera alger nýung fyr- ir okkur,“ segir hann. Nýjar sláttuvélar Þá er komin á markað ný tegund sláttuvéla frá Vicon með beinu drifi. „Svo Ieggj- um við meiri áherslu á Kuhn sláttuvélar sem eru með beinni driftengingu og vökvaþrýstibúnaði sem þýð- ir að hægt er að stjórna þrýstingnum niður á svörð- inn. Það er mjög gott í grænfóðri til dæmis. Þessi vél kom mjög vel út í próf- unum á Hvanneyri." Stór- baggavæðingin heldur einn- ig áfram og eru fjórar nýjar stórbaggavélar seldar þetta vorið. -OHR Rafstýring fyrir rúllubindivélina. -OHR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.