Dagur - 12.06.1999, Side 1

Dagur - 12.06.1999, Side 1
Laugardagur 12. júní 1999 Verð í lausasölu 200 kr. 82. og 83. árgangur - 109. tölublað Greióslustöðvun KÞ til Hæstaréttar Úr dómsal Héraðsdóms Norðurlands eystra á Akureyri í gær. Þar ríkti nokkur spenna. mynd: brink Kaupfélag Þiugeyinga hefur fengið greiðslu- stöðvuu í 3 mánuði. Úrskurði Héraðsdóms um framlengingu hef- ur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lögmaður þeirra aðila sem eiga alls 55 milljóna króna kröfu á Kaupfé- lag Þingeyinga hafa ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar þeim úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra frá því í gærkvöld, að framlengja greiðslustöðvun KÞ í 3 mánuði, eða til 10. september næstkomandi. As- geir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. I úrskurðinum segir m.a. að KÞ hafi fullan vilja að efna skuldbind- ingar sinar að fullu. „Þó svo að hann geti ekki nú efnt þær þá er ljóst að unnið er að því að afsetja eignir. Þó svo að eignastaðan sé neikvæð að hans mati þá er ljóst að gangi áætlanir hans eftir mun greiðslustaða hans batna verulega," segir í dómnum og tekið er tillit til umfangs reksturs KÞ. Ragnar Baldursson lögmaður flutti málið fyr- ir hönd nokkurra kröfu- hafa og eigendur við- skiptavíxla. Kröfur um- bjóðenda hans námu um 55 milljónum, eins og fyrr greinir, og krafðist Ragnar þess að greiðslu- stöðvunin yrði ekki fram- lengd en skuldir KÞ eru metnar á 149 milljónir umfram eignir. Gísli Baldur Gunnarsson, lögmaður KÞ, sagði ennþá nokkra óvissu um stöðu félagsins og endanlegt upp- gjör. Því þyrfti KÞ lengri tíma. Loft var þrungið spennu í dómsal Héraðsdóms Norðurlands eystra á Akureyri í gær enda varðaði úr- skurðurinn ekki bara hagsmuni lánadrottna heldur stóran hluta al- mennings á Norðurlandi eystra. Meðal viðstaddra var Sigurður Sig- urgeirsson, útibússtjóri Landsbank- ans á Akureyri, en hagmunir Landsbankans eru verulegir í þessu máli. I máli sóknaraðila kom fram að stór hluti kröfuhafa sætti sig ekki við áframhaldandi greiðslustöðvun. Gísli Baldur Gunnarsson sagði á hinn bóginn að eigendum yrði að gera kleift að koma eignum í verð og endursldpuleggja sín mál til að tjón lánadrottna yrði sem minnst. Sóknaraðili vitnaði í handbók um gjaldþrotaskipti þar sem segir að greiðslustöðvun geti ekki átt við nema skuldarinn ætli sér áfram- haldandi tilvist. Ljóst er að matsat- riði er hvort eða í hvaða mynd KÞ starfar áfram. „Gjaldþrot eðlilegast“ Ásgeir Pétur Ásgeirsson tók sér góðan tíma í gær að kveða upp úr- skurðinn. Ljóst er að úrskurðurinn er með erfiðari úrlausnarefnum sem hann hefur fengist við. Sér- fræðingar í gjaldþrotamálum sem Dagur ræddi við voru einhuga um að eðlilegast hefði verið að dæma KÞ gjaldþrota. Virtur lögmaður sagði: „I þessu máli er engum skil- yrðum fullnægt fyrir áframhaldandi greiðslustöðvun. Fyrirtækið er gjaldþrota og tilgangur greiðslu- stöðvunar er að menn komi skikk á sín fjármál. Ekki til að stoppa, selja eignir og leggja þær niður. Greiðslustöðvun er til að mönnum gefist færi á að ná andanum. Til að vita hverjir skulda, hveijir ekki og hvað sé hægt að gera.“ -BI>/njB Varlalíft vegha hita- oyl^ju Mestur hiti á þessu ári mældist á Iandinu í gær. Á Akureyri komst hitinn í 23° klukkan 3 á löggiltum mæli Veðurstofunnar. Sami hiti mældist einnig á Neskaupstað en óopinberir mælar sýndu mun hærri tölur víða á landinu. I Garði í Kelduhverfi steig hitinn þó hæst samkvæmt upplýsingum sem bár- ust frá veðurathugunarstöð þar. Kukkan 16.00 voru 25° í Keldu- hverfinu. 24° voru á Dalvík. Ef strekkingsvindur hefði ekki leikið um Norðlendinga hefði mörgum þótt nóg um. Ibúi á Bakkafirði hringdi í Veðurstofuna og sagði 27° á sínum mæli í for- sælu. Hann sagði þorpsbúa alls ekki halda sig í sólinni nema í neyðartilvikum því það væri „varla Iíft utan forsælunnar". Hitamælir Veðurstofunnar á Ak- ureyri er staðsettur hjá lögreglunni. Vaktmaður sagði að þeir hefðu varla upplifað annað eins eftir stríð! — B!> Samlíf Græna hersins og veðurguðanna var með eindæmum gott á Akureyri í gær. Steikjandi hiti hafði ekki áhrif á klæðaburð hermannanna í göngugötunni á Akureyri og höfðu vegfarendur gaman af. - mynd: bilu Haraldur Higi erhættur „Því er ekki að neita að fyrstu árin hér voru ansi erfið að þessu leyti til. Því að hér á Akureyri var til ör- smá klíka sem var afskaplega aft- urhaldssöm og einangrunarsinn- uð. Mín hugsjón gekk alltaf út á það að opna bæinn, sem hafði verið harðlokaður í myndlistar- Iegu tilliti," segir Haraldur Ingi Haraldsson, sem er að hætta sem forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. Haraldur Ingi ræðir málefni safnsins og stöðu listar- innar fyrir norðan í ítarlegu opnu- viðtali í Lífinu í landinu. Ekki hægt að bíða „Samfylkingin getur ekki beðið eftir því að Ingibjörg Sólrún Ijúki setu sinni í borginni og valið sér þá Ieiðtoga. Samfylkingin verður að velja sér Ieiðtoga mjög fljótlega og Ingibjörg Sólrún er einfaldlega ekld tilbúin til að verða sá Ieið- togi. Ef hún ætlaði sér Ieiðtoga- sætið eftir að hafa gengið frá sín- um málum hjá borginni yrði hún að velta Mar- gréti úr sessi eða öðrum kjörnum leiðtoga Samfylking- arinnar," segir Árni Mathiesen meðal annars í viðtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur. Hvað varð um dúxana? Þeirri spurningu er svarað með forvitni- legum viðtölum við dúxa úr nokkrum skólum. Þeir hafa gerst verkfræðingar, hagfræðingar, tölv- unarfræðingar, jafnvel lagt tón- listina fyrir sig og plumað sig vel. Þá er rætt við tvo unga menn um vináttuna í Breiðholtinu, ítalskur matur er kynntur og 16 einstaklingar fengnir til að til- nefna fallegasta íslenska orðið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.