Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 12.06.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 12.JÚNÍ 1999 - S FRÉTTIR Friðbert Traustason, formaður bankastarfsmanna: Samið til skamms tíma á skyn- sömum nótum með veruiegum bótum. Bankastarfsmenn fá 80 þúsund króna eingreiðslu á næstu dög- um, samþykki þeir nýjan kjara- samning sem Samband íslenskra bankamanna hefur gert við samninganefnd bankanna. 80 þúsundirnar eru einhvers konar bætur eða uppbót vegna þess álags sem starfsmenn hafa orðið fyrir og verða fyrir á næstu mán- uðum við að fyrirbyggja slys af völdum 2000 vandans svokallaða í tölvuumhverfinu. 2000-álagið er 80 þúsund miðað við fullt starf, en stöðu- gildi SIB-fólks í bankabransan- um eru um 2.600, en það þýðir að bankarnir þurfa að punga út 200 til 210 milljónum króna vegna þess álags sem 2000 vand- inn veldur bankastarfsmönnum. Samningar bankastarfsmanna áttu að renna út í september en með þessum samningi fram- Iengjast kjarasamningar til árs- loka 2000. Laun hækka um 0,3% þann 1. júlí næstkomandi og um 3,5% um næstu áramót. „Með fyrirvara um samþykkt fé- laganna má segja að þarna hafi verið samið til skamms tíma á skynsömu nótunum með veru- legum bótum. Þar á ég við ein- greiðsluna, sem kemur hinum tekjulægstu best og með fram- faraskrefum í fæðingarorlofs- málum,“ segir Friðbert Trausta- son, formaður SIB. Þar á Friðbert við ákvæði samningsins með nýmælum um fæðingarorlof foreldra. „Þarna er að finna einsdæmi á Islandi, ekki síst gagnvart feðrum. Með þessu er verið að tryggja nær full laun í fæðingarorlofi, með yfirvinnu og öllu. Þetta þýðir að kona með meðallaun er að fá 100 til 150 þúsund krónum meira í orlofinu en áður fékkst og karl, með t.d. 200 þúsund á mánuði, fær 72 þúsund frá ríkinu og 80% af 128 þúsund króna mismuninum frá vinnuveitandanum og svo fá allir að auki 36.600 króna fæðingar- styrk frá bönkunum," segir Frið- bert. -FÞG INNLENT Sigur Rós í út- flutningi Hljómsveitin Sigur Rós hefur gert samning við breska út- gáfufyrirtækið Fat Cat um út- gáfu á þriggja laga plötu sem kemur út í Bretlandi um mán- aðamótin ágúst-september. Þessa dagana er hljómsveitin að gefa út stóra plötu sem ber heitið Agætis byrjun, en plöt- unni verður dreift í verslanir ytra. I gærkvöld var hljóm- sveitin með útgáfuteiti þar sem boðið var upp á kaffi, kamjravín, bjór og pönnukök- ur. I kvöld heldur hún svo út- gáfutónleika í Islensku óper- unni. Mikill áhugi er á tón- leikunum og seldust miðarnir á þá upp á einum degi. Frést hefur af því að fólk ætli að safnast saman á Kaffi Akureyri og Orminum á Egilsstöðum til þess að hlýða á tónleikana sem verða í beinni útsendingu Rás- ar 2. íslandsflug tók í notkun nýja Boeing þotu í gær afgerðinni 737 300. Vélin tekur 126 farþega í sæti og verður m.a. í leiguflugi í sumar til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Rímini og Madrídar. Á sama tíma tók íslandsflug í notkun nýja flugfreyjubúninga en þeir voru hannaðir afítölskum, frönskum og íslenskum hönnuðum. -mynd: hilmar þór Tölvuormur flakkar iun heiniiim Vísar^agn- rýniabug Axel Gíslason, forstjóri VÍS, vísar gagnrýni forsætisráð- herra og ann- arra aðila á bug hvað varðar óeðlilega miklar hækkanir á bif- reiðaiðgjöldum í kjölfar nýrra skaðabótalaga. „Við höfum átt fund með Fjármálaeftirlitinu og veitt allar upplýsingar sem þeir þurfa á að halda. Við höfum ekkert að fela,“ segir A\el. Umræðan um gildan bótasjóð tryggingafélaganna, sem reyndar eru bókfærðir sem vátrygginga- skuld, er á misskilningi byggð að sögn Axels: „Bótasjóðirnir eru stofnaðir til að gera upp tjón vegna liðins tíma. Tjón framtíð- arinnar verður að greiða af ið- gjöldum framtíðarinnar. Ef það tjón ætti að greiðast af einhverj- um öðrum peningum, væri verið að millifæra peninga milli for- tíðar og framtíðar. Ef iðgjöldin yrðu of lág á einum tíma myndi það bitna á tryggingatökum framtíðarinnar sem ekki er hægt. Það hvílir á okkur mjög stíf krafa um að iðgjöldin standi undir tjónakostnaði og kostnaði við rekstur félaganna,“ segir Axel. - BÞ Símtöl lækka Landssíminn hefur ákveðið í til- raunaskyni að lækka verð á sím- tölum til Bandaríkjanna frá 1. júlí til 31. ágúst. Nemur lækk- unin um 20% á dagtaxta þannig að mínútugjald lækkar úr 40 kr. í 32 kr. Næturtaxti verður sá sami og dagtaxti. Hugmyndin er að gera könnun á áhrifum þess- arar lækkunar á símnotkun. „Þetta er bara byrjim- in,“ segirAtliMár Guðmimdsson veiru- sérfræðingur. Skæðar tölvuveirur fara reglu- lega á kreik um heiminn og get- ur tjón þeirra oft verið gífurlegt. Nú f vor hafa tvær skæðar veirur, Melissa og Chernobyl, herjað allillilega á landann og ollu þær nokkru tjóni. Nú eru Iíkur á að enn einn skaðræðisgripurinn, Worm.ExpIore.Zip, komi til landsins en að þessu sinni er það ekki veira heldur ormur. Veirur smita hluti en ormar gera það ekki. Hins vegar geta ormar far- ið um allt kerfið og fjölgað sér þar. Atli Már Guðmundsson hjá Friðriki Skúlasyni ehf. segir að þessi ormur færist á milli PC- tölva sem viðhengi í tölvupósti. „Ormurinn þurrkar ekki út skrána á harða disknum heldur breytir stærð hennar niður f núll og þá myndast hættan á því að stýri- kerfi tölvunnar skrifi yfir gögnin sem eru á skránni," segir Atli. Ormurinn getur einnig sent sig sjálfur áfram í gegnum ólesinn póst viðkomandi. Upphaf orms- ins má rekja til Israels og núna hefur hann dreifst út um allan heim og valdið usla. Að sögn Atla er hægt að sækja uppfærslur á orminum á veirugagnagrunni sem er á complex.is en veiru- gagnagrunnur Friðriks Skúla- sonar ehf. er með um 40.000 veirur. Með sívaxandi notkun á Netinu má gera ráð fyrir að mun fleiri ormar og veirur fari á flakk um heiminn á næstu misserum. „Þetta er bara byijunin," segir Atli. -ÁÁ Búast má við mikilli aðsókn í Húsdýragarðinn um helgina. Selkópiir í Hús- dýragarðmiun Sá sjaldgæfi atburður gerðist í Húsdýragarðinum í Laugardal f fyrrinótt að urtan Kobba kæpti „Iitlum og sætum" selkóp, eins og forsvarsmenn garðsins orðuðu það í fréttatil- kynningu. Það sjaldgæfa er nefnilega að urtur kæpi í dýra- görðum. Tímasetningin er ein- nig skemmtileg því selkópsurt- an Rán fæddist 11. júní fyrir ári síðan. Þau í Húsdýragarð- inum hvetja alla til að koma og skoða kópinn unga. Guirnax næsti skólafuUtrúi Skólanefnd Akureyrar hefur samþykkt að mælast til þess við bæjarstjórn Akureyrar að Gunnar Gíslason, skólastjóri Valsárskóla á Svalbarðsströnd, verði ráðinn sem næsti skóla- fulltrúi grunnskóladeildar Ak- ureyrarbæjar. Bæjarstjórn fjallar um málið þriðjudaginn 15. júní. Aðrir umsækjendur voru Sturla Kristjánsson, sál- fræðingur á Akureyri, og Karl Erlendsson, skólastjóri Þela- merkurskóla. Guðmundur Þór Asmundsson, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, hverf- ur nú innan tíðar til starfa hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur- borgar. -GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.