Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 5
Ð^ttr
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 - S
FRÉTTIR
Fasteignaskattur
endurskoðaður
Nokkur ótti er meðal landsbyggðarmanna um að fasteignaskattar
þeirra muni hækka mikið vegna hækkaðs fasteignaverðs á
höfuðborgarsvæðinu.
Ný nefnd mii endur-
skoðun tekjnstofna
sveitarfélaga inim
m.a. taka fyrir 10 ára
gamla ákvörðun iiin
Reykjavíkur-fast-
eignaskatt á lands-
byggðinni.
Hérna á landsbyggðinni erum
við farnir að kvíða mikilli hækk-
un fasteignaskatta um næstu
áramót - m.a. á íbúðum sem
enginn vill kaupa fyrir neitt - í
kjölfar þessara miklu hækkana á
íbúðaverði í Reykjavík, sagði
bóndi einn á Norðurlandi, sem
talar fyrir munn margra. Ibúða-
verð í Reykjavík mun þegar hafa
hækkað um 8-10% síðan síðasta
fasteignamat var ákveðið (1. des-
ember) þannig að ljóst virðist að
gera má ráð fyrir mikilli hækkun
fasteignaskatta frá næstu ára-
mótum.
MiMar kvartamr
„Eg hef heyrt mikið kvartað und-
an þessu og sérstaklega núna
undanfarna mánuði. Ég varð t.d.
mikið var við þetta í viðræðum
við menn í kosningabaráttunni,"
sagði Jón Kristjánsson alþingis-
maður. Jón sat í nefnd sem end-
urskoðaði tekjustofna sveitarfé-
laga íyrir áratug - þegar ákveðið
var að fasteignaskattar á hús og
mannvirki úti á landi skyldu vera
þeir sömu og ef eignin væri í
Reykjavík - og hefur nú aftur ver-
ið skipaður í nefnd til að endur-
skoða tekjustofna sveitarfélaga,
sem heldur sinn fyrsta fund nú í
vikunni.
Breytt að kröfu sveitar-
stjórnanriaiina
„Ég þekki vandamálið og skil að
þetta er tilkomið vegna óánægju
manna með að borga sömu fast-
eignaskatta og í Reykjavík, af
húsnæði, sem er miklu minna
virði á markaði en sams konar
húsnæði í Reykjavík.1' Aður mið-
aðist fasteignaskattur við fast-
eignamat hverrar eignar. En
breytingin hafi verið gerð að ein-
dregnum kröfum sveitarstjórnar-
manna úti á landi. Forsendur
þeirra voru að þetta væri skattur
til að standa undir þjónustu
tengdri fasteignum í sveitarfé-
lögunum, sem væri ekkert ódýr-
ari á landsbyggðinni. „Ég reikna
með að nefndin muni taka þetta
mál til rækilegrar skoðunar,"
sagði Jón. En það sé ljóst að
breyting í fyrra horf mundi
skerða tekjur margra sveitarfé-
laga verulega og afar ótrúlegt að
sveitarstjórnarmenn vilji missa
þær tekjur nema að fá það bætt
með öðrum hætti.
Víða helmings skattahækk-
un
I tíu ára gamalli tilkynningu frá
Fasteignamati ríkisins kemur
fram að samanlagt fasteignamat
allra eigna utan höfuðborgar-
svæðisins var rúmlega 220 millj-
arðar 1. desember 1989. En
hinn nýi gjaldstofn fasteigna-
skatta, sem þá var reiknaður í
fyrsta sinn, var næstum 50%
hærri, eða tæpir 330 milljarðar.
Hækkunin varð mest í sveita-
hreppum, víða u.þ.b. helmings-
hækkun, sem þýddi þá tvöfalt
hærri fasteignaskatt en fyrir
breytinguna. I kaupstöðum og
kauptúnum hækkaði gjaldstofn-
inn um 20 - 80% og enn meira á
stöku stað. — hei
ÞJÓÐKIRKJAN
Nýja merkið sem Jóna Sigríður
Þorleifsdóttir auglýsingateiknari
hannaði.
Nýttlógó
I opnunarræðu Prestastefnu á
Kirkjubæjarldaustri í gær, þeirrar
sfðustu á þessari öld, kynnti Karl
Sigurbjörnsson biskup nýtt merki
Þjóðkirkjunnar sem Jóna Sigríður
Þorleifsdóttir auglýsingateiknari
hannaði. Merkið er hugsað sem
sameiginlegt tákn stofnana bisk-
upsstofu og kirkjuráðs og sýnir
skip með krossi sem mastur og
siglir „á öldum hafsins, eða skírn-
arinnar," eins og biskup orðaði
það. Hann sagði merkið stíl-
hreint, hefðbundið, en líka glað-
legt og jafnvel gáskafullt. „Þau
skilaboð viljum við gefa. Það sem
þjóðkirkjan stendur fyrir er gleði,
fögnuður, feginleiki, fegurð náð-
arinnar.“
Karl sagði í ræðu sinni að
byggja þyrfti upp helga staði með
það í huga að þar geti fólk komið
og fundið „andblæ hinnar helgu
iðkunar, ekki sem veikan óm frá
fjarlægri strönd, heldur sem lifað
líf'. Þar sagðist biskup horfa
einkum til Hóla og Skálholts og
vildi hann sjá Löngumýri í Skaga-
firði í því samhengi. — BJB
INNLENT
Samvmna gegn af-
brotiim nnglinga
Áttatíu og þrír mjólkurframleiðendur framleiddu úrvalsmjólk allt síðasta ár
og lögðu inn hjá Mjólkursamlagi KEA.
Dómsmálaráðherrar
Norðurlandanna hitt-
ust á samráðsfundi í
Reykjavík í gær og
ræddu sameiginleg
málefni ríkjauna.
Á fundi dómsmálaráðherra
Norðurlandanna, sem fór fram í
Reykjavík f gær, var ákveðið að
löndin hefðu samvinnu um bar-
áttu gegn afbrotum ungmenna
og var að frumkvæði íslenska
dómsmálaráðuneytisins ákveðið
að skipa vinnuhóp embættis-
manna frá öllum Norðurlöndun-
um sem hefði með þessi mál að
gera.
Jafnframt var á fundinum rætt
um framkvæmd Schengen-sam-
komulagsins og ákveðið að sér-
stakur vinnuhópur myndi greina
helstu áhættusvæði á landamær-
um Norðurlandanna.
Þá var rætt um reglur um
vernd vitna í refsimálum og fyrn-
ingu refsingar, en dæmi eru um
að fólk komi sér hjá refsingu
með því að dveljast erlendis þar
til refsingin fyrnist.
Á fundinum í gær var ákveðið
að haldinn verði fundur dóms-
málaráðherra Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna þann 3.
nóvember næstkomandi, og
Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna: Odd Einar Dorum frá Noregi, Laila
Freivalds frá Svíþjóð, íslendingurinn Sólveig Pétursdóttir, Frank Jensen frá
Danmörku og Johannes Koskinen frá Finnlandi.
verður sá fundur einnig í Reykja-
vík.
Laila Freivalds, dómsmálaráð-
herra Svíþjóðar, sagði að það
sem mikilvægast væri í samstarfi
Norðurlandanna í baráttunni
gegn afbrotum ungmenna væri,
„að löndin deili reynslu sinni og
hvert Iand geti þannig notað úr-
ræði sem reynst hafa vel á hin-
um Norðurlöndunum."
Jafnframt sagði hún að í sam-
starfi Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna á þessu sviði
sé mikilvægt að Norðurlöndin
kynni Eystrasaltsríkjunum
reynslu sína af baráttunni gegn
afbrotum ungmenna og þeim úr-
ræðum sem beitt hefur verið á
Norðurlöndunum.
Dómsmálaráðherrar Norður-
landanna halda reglulega fundi
þar sem rædd eru sameiginleg
málefni sem til þeirra kasta
koma.
Þessir fundir eru mikilvægur
liður í því að samræma löggjöf á
Norðurlöndunum og efla sam-
starf Norðurlandanna í dóms-
málum. — GB
Glæsilegur árangur í gæðamáluiti
Réttur helmingur mjólkurframleiðenda á félagssvæði KEA, fram-
leiddi úrvalsmjólk allt árið og hefur þessi hópur farið stækkandi á
undanförnum árum. Sjö framleiðendur hafa komist í þennan heið-
ursflokk 10 sinnum eða oftar. Þetta kom fram á ársfundi Mjólkur-
samlags KEA með bændum, sem jafnframt er nokkurs konar árs-
fundur samlagsins.
Rekstrarhagnaður Mjólkursamlags KEA nam tæpum 67 milljónum
á síðasta ári og er það mun betri útkoma en árið á undan. Samlagið
tók á móti 20,6 milljónum Iítra á árinu og er það 5 prósenta aukning
milli ára. Að sögn Hólmgeirs Karlssonar, framkvæmdastjóra mjólkur-
iðnaðarsviðs KEA, má einkum rekja bætta afkomu til meira mjólkur-
magns og þess að hagræðingaraðgerðir undanfarinna missera eru
farnar að skila árangri. — HI
Garbage áritar
Áður en rokkararnir í sveitinni
Garbage stigu á svið í Laugar-
dalshöll í gærkvöld gáfu þeir ís-
Ienskum aðdáendum sínum
áritanir í verslun Japis við
Laugaveg í hádeginu í gær.
Unga kynslóðin lét sig ekki
vanta, hvort sem hún tróð sér
inn í verslunina eða stóð fyrir
utan gluggann.
- mynd: e.ól.