Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 3
Xfc^«r MIÐVIKUDAGUR 23. } Ú N í 1999 - 3 FRÉTTIR Ymsir vilj a koma ef kvóti fylgir með Halldór HaUdórsson, bæjarstjóri ísafjarð- arbæjar, segir lífs- spursmál að byggða- kvótanum verði út- hlutað sem aUra fyrst. Enn er allt í óvissu um hvort framhald verður á starfsemi Rauðahersins, svokallaða, á Vestfjörðum. Ketill Helgason, framkvæmdastjóri hersins, vildi ekkert segja um stöðuna í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Isafjarðarbæjar, sagðist vita til þess að róið væri að því lífróðri að koma starfseminni í gang aft- ur, hvort sem það tekst eða ekki. „Við Ieggjum á það höfuð áherslu að sem allra fyrst verði ákveðið hve stór hluti af 1500 tonna byggðakvótanum kemur í hlut þeirra staða á Vestljörðum, þar sem Rauðiherinn hefur verið með atvinnurekstur og atvinna liggur nú niðri. Við höfum rætt við nokkra aðila, sem eiga kvóta, um að koma inn í atvinnurekst- urinn á Þingeyri, óháð starfsemi Rauðsíðu hf. Nokkrir þeirra hafa tekið vel í það en hafa spurt á móti hvað byggðakvótinn verði stór sem fellur í hlut Þingeyrar. Þar mun nú vera til um 200 Iesta þorskígildiskvóti sem er að mestu unninn á ísafirði," sagði Halldór Halldórsson. Neyðarástand fóLksins Það eru rúmlega 200 manns, sem ekki hafa fengið greidd laun, á þeim Ijórum stöðum á Vestfjörðum, þar sem Rauðiher- inn rak atvinnustarfsemi. Þessir staðir eru Þingeyri, Bíldudalur, Tálknafjörður og Bolungarvík, en þar heitir fyrirtækið Bolfiskur hf. Starfsfólki þessara fyrirtækja hefur ekki verið sagt upp störf- um og það fær því ekki atvinnu- leysisbætur. Það nýtur ekki þeirra réttinda sem fólk öðlast þegar um hráefnisskort er að ræða vegna þess að Rauðiherinn er ekki með neina útgerð, en nýtti eingöngu aðkeyptan fisk af Rússum. Það fær ekki greitt úr Abyrgðarsjóði launa, sem sér um Halldór Halldórsson bæjarstjóri á ísafirði. að launafólk fái sitt, ef fyrirtæki sem það starfar hjá verður gjald- þrota, þar sem Rauðiherinn hef- ur ekki verið lýstur gjaldþrota. Ovissan hjá fólkinu er því alger. Stór hluti þessa fólks er út- lendingar, mest Pólverjar. Nú er svo komið, að sögn heimamanna fyrir vestan, að þeir eiga ekki lengur málungi matar eftir 5 vik- ur án Iauna og ekki fyrir farseðli heim. Lagaleg staða skoðuð Olafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungam'k, sagði að hjá Bol- fiski hf. störfuðu 8 lslendingar og 36 útlendingar. Hann sagði stöðuna hjá þessu fólld grafal- varlega. Á mánudaginn var áttu bæjarfulltrúar frá Vesturbyggð, Isafjarðarbæ og Bolungarvík fund með Húnboga Þorsteins- syni, ráðuneytisstjóra félags- málaráðuneytisins, um stöðuna og sagðist hann gera félagsmála- ráðherra grein fyrir þ\á sem kom fram á fundinum. Nú er allt komið á fulla ferð í félagsmálaráðuneytinu við að skoða alla möguleika varðandi réttarstöðu starfsfólks Rauða- hersins, að sögn Jóngeirs Hlyns- sonar hjá Vinnumálastofnun- inni. Þar er verið að skoða hvort Atvinnuleysistryggingasjóður getur með einhverjum hætti komið til aðstoðar og/eða hvort ábyrgðarsjóður launa getur kom- ið þarna að. - S.DÓR Selma Björnsdóttir. Selma semur Eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heiminum hefur gert samning við Skífuna ehf. um útgáfu á tónlistarefni með Eurovision- söngkonunni Selmu Björnsdótt- ur. „Með gerð þessa samnings nást þau helstu markmið sem þátttaka Selmu í Eurovision skapaði," sagði Steinar Berg ís- leifsson, forstöðumaður tónlist- ardeildar Skífunnar, sem unnið hefur markvisst að útflutningi fslenskra tónlistarmanna. Hann segir einnig að samningurinn skapi Selmu einstakt tækifæri sem flytjanda og Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni einstakt tækifæri til þess að koma tónlist sinni á framfæri í Evrópu og heiminum öllum. Það var ákveðið af hálfu Skíf- unnar að gera ekki samning vegna Selmu fyrr en eftir Eurovision-keppnina, vegna þess hversu flytjendum, sem gengið hefur vel í keppninni, hefur gengið illa að fá fleiri lög útgefín heldur en keppnislagið sjálft. Því hefur Selmu verið tr\;ggð útgáfa fleiri laga og að lokum geislaplötu. - AÞM VUja endurbætur á Oryggisráðinu Davíð Oddsson og Obuchi á blaðamannafundi í gær þar sem báðir lýstu þeirri skoðun sinni að brýnt væri að gera endurbætur á öryggisráðinu. Forsætisráðherrar Jap- ans og Norðurland- anna ætla að vinna saman að uppbygg- ingu í Kosovo og fleiri stríðshrjáðum lönd- um. Forsætisráðherrar Japans og Norðurlandanna fimm hittust á Hótel Sögu í Reykjavík í gær og ákváðu meðal annars að vinna saman að uppbyggingu í Kosovo og aðstoða flóttamenn þar. Sömuleiðis lýstu þeir yfir vilja til að vinna saman að svipuðum málum annars staðar í heimin- um þar sem stríðsátök hafa átt sér stað. Þá lýstu forsætisráðherrarnir sex því yfir að brýnt sé að gera endurbætur á Oryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, nauðsynlegt sé að fjölga bæði fastafulltrúum í ráðinu og öðrum fulltrúum. Þá ítrekuðu forsætisráðherrar Norð- urlandanna stuðning sinn við að Japan og Þýskaland fái fastafull- trúa í ráðinu. Jafnframt lýstu bæði Danmörk og Island yfir stuðningi við að Japanir fái formennsku í UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Unnið að endurreisn jap- ansks efnahagslifs A fundinum gerði Keizo Obuchi forsætisráðherrum Norðurland- anna grein fyrir niðurstöðum leiðtogafundar sjö helstu iðn- velda heims og Rússlands, sem haldinn var í Þýskalandi um helgina. Jafnframt greindi Obuchi frá viðleitni japanskra stjórnvalda til þess að koma efnahagslífi Japans aftur á skrið og standa við skuld- bindingar Japans í Asíu með því að veita öðrum ríkjum þar efna- hagsaðstoð. Obuchi sagðist mjög ánægður með starfið með forsætisráðherr- um Norðurlanda og hann hefði lengi haft áhuga á að efla sam- starf Japans og Norðurlandanna. Fundinr háleitra hugsjóna Þetta er í annað sinn sem forsæt- isráðherrar Japans og Norður- landanna hittast á sérstökum samráðsfundi, en fyrsti fundur þeirra átti sér stað í Noregi árið 1997. Fundur forsætisráðherranna í Reykjavík var sérstaklega helgað- ur háleitum hugsjónum um heimsfrið og uppbyggingu í tengslum \ið alþjóðavæðingu á 21. öldinni. Ráðherrarnir Iögðu áherslu á að leita verði allra leiða til alþjóðlegrar samvinnu til verndar mannlegu öryggi og reisn mannsins í daglegu lífi. Að loknum fundinum á Hótel Sögu héldu forsætisráðherrarnir til Bessastaða þar sem þeir snæddu hádegisverð í boði Olafs Ragnars Grímssonar forseta Is- lands. I ávarpi sínu sagði Olafur Ragnar Grímsson meðal annars: „Þessi fundur þjóðarleiðtoga frá Japan og Norðurlöndunum sýnir hve mannkynið er í raun orðið alþjóðlegt í sameiginlegri leit okkar að betri heimi.“ - GB Norrænir fjármálaráðherrar samtaka Samhljómur einkenndi fund norrænna fjármálaráðherra sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. Rætt var m.a. um stöðu og horfur í efnahags- málum á Norðurlöndum og voru ráðherrarnir sammála um að al- mennt ríkti gott ástand í þeim málum. Hagvöxtur væri mikill, atvdnna færi vaxandi og verðbólgan lág. Fram kom að hagvöxtur muni þó minnka hjá frændum vorum, Norðmönnum og Dönum. Að lokinni þessari „halelújasamkomu" lyftu ráðherrarnir sér upp með siglingu og kvöldverði um borð í Lagarfljótsorminum nýja. Tal verðlaunar þann 20 þúsimdasta Tal heiðraði nýlega 20 þúsundasta viðskiptavin fyrirtækisins. Sá heppni heitir Atli Sævar Guð- mundsson og hlaut hann að gjöf 20 þúsund króna inneign á símareikn- ing sinn. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Tali náði fyrirtækið þess- um fjölda viðskiptavina mun fyrr en búist var við. A því rúma ári sem Tal hefur starfað hafi að jafnaði 50 nýir viðskiptavinir bæst í hópinn á degi hveijum. Það var Liv Berg- þórsdóttir, markaðsstjóri Tals, sem afhenti Atla blóm og inneignina góðu. Með þeim á myndinni er starfsfólk verslunar Tals í Síðumúla. Um 140 störf í hoði Enn fækkaði atvinnulausum á skrám vinnumiðlana í maímánuði, einkum á Iandsbyggðinni, þar sem segja má að atvinnuleysi sé víða úr sögunni, sérstaklega meðal karla. A landinu öllu svaraði skráð at- vinnuleysi til 1,9% af mannafla (1,3% karla og 2,8% kvenna), eða tæplega 2.700 manns, og af þeim voru aðeins 860 utan höfuðborgar- svæðisins. Um 140 störf voru í boði á atvinnumiðlunum og 260 at- vinnuleyfi voru veitt í mánuðinum. Vinnumálastofnun býst þó við enn færri á atvinnuleysisskrám í júní, þrátt fyrir uppsagnir að undanförnu, enda víða eftirspurn eftir vinnuafli. A Vestfjörðum voru t.d. aðeins 34 konur og karlar á atvinnuleysis- skrá en jafnframt 22 laus störf hjá vinnumiðlunum. Meðal karla mældist atvinnuleysi 0,3% á Vestfjörðum, 0,4-0,5% á Suðurnesjum og Suðurlandi, 0,6% á Vesturlandi og rúmlega 1% á Austurlandi. At- \innulausir eru hlutfallslega flestir á Norðurlandi vestra (2% karla og 4,3% kvenna) og á höfuðborgarsvæðinu. - HEl Atli Sævar tekur við verðlaunum sín- um frá starfsmönnum Tals. Ö * * O ' ' • O ..... * • ■' ' ' • ' <.- - • • . t fiifi - “.iniiiölimuú npyngsg gk cíiqo idli ailme§ i?y itiod ríiiUÖÖJg munöavjig Ö Óiv ósiblaji: ap ns

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.