Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 4
4- MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 t^íT FRÉTTIR L mSi Icebird skal það heita í útlðndiun Að Iokinni samkeppni nefur Islandsflug ákveðið nafn félagsins á ensku. Nafnið sem sérstök dómnefnd valdi úr hópi 10 bestu reyndist Icebird, eða Isfuglinn. Þátttaka í samkeppninni var gríðarleg. AIls tóku 16.500 manns þátt sem gerðu alls 50 þúsund tillögur. Nothæf nöfn reyndust vera 500 og fækkaði dómnefnd þeim í 10. Nafnið Icebird kom frá 45 aðilum og verður nafn vinningshafans dregið úr potti nk. föstudag. Fær sá heppni fjölskylduferð fyrir fjóra til Italíu. Langflestir Iögðu til nafn- ið Iceair en þeim Islandsflugsmönnum fannst það heldur of líkt Icelandair-nafni Flugleiða. Græni herinn með vestustu vördu Evr- ópu Græni herinn gerði innreið sína á Vestfirði um síðustu helgi. Við Pat- reksfjörð var m.a. reist stór og mikil varða sem hermennirnir grænu telja þá vestlægustu í Evrópu. Þá voru fjarlægðar fiskþurrkunartrönur á Patreksfirði og tré og plöntur gróðursettar. Á Isafirði var ráðist í um- hverfisbætur á nýju svæði í hjarta bæjarins fyrir framan Stjórnsýsluhús- ið og Hótel Isafjörð. Græni herinn naut þar fulltingis Ásthildar Cecil Þórðardóttur garðyrkjustjóra. Sigríður meö spænskt trúuaöarhréf Sigríður Á. Snævarr, senaiherra, afhenti sl. mánudag Juan Carlos, Spánarkonungi, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands á Spáni. Að- setur Sigríðar er hins vegar í París. íslensk miðluu og Pricewaterhouse Coopers í samstarf íslensk miðlun og Pricewaterhouse Coopers hafa gert með sér sam- komulag um víðtækt samstarf við markaðsrannsóknir. Samningurinn felur í sér að Islensk miðlun sérhæfir sig í úthringingum vegna spurn- ingavagna og sértækra kannana en Pricewaterhouse Coopers annast aðferðafræði og úrvinnslu kannana sem hringdar eru út frá íslenskri miðlun. Fyrirtækin hafa höfuðstöðvar sínar í Reykjavík en þau starfa bæði á Iandsbyggðinni. Islensk miðlun er nú þegar á Raufarhöfn og ráðgerir starfsemi á Stöðvarfirði og Patreksfirði í sumar. Pricewater- house er með starfsfólk við endurskoðun og ráðgjöf í Keflavík, á Akur- eyri, Húsavík ojg Selfossi. Það voru Sigurður Krístinsson og Svavar Kristinsson frá Islenskri miðlun sem undirrituðu samninginn og Reyn- ir Kristinsson og Ingólfur Garðarsson frá Pricewaterhouse Coopers. Ökumenn aka glaðbeittir um Reykjaveginn í Laugardal þessa daga eftir að búið var að fræsa burtu tvær hraða- hindranir í götunni. Þær komust í fréttirnar á sínum tíma þegar borgaryfirvöld ákváðu að lækka þær örlítið eftir að fulltrúar á landsfundi sjálfstæðismanna í Höllinni höfðu kvartað yfir hæð þeirra við þáverandi borgarstjóra. Hfaðahindranir í réttri hæð „Þær verða vonandi í réttri hæð þegar þær koma aftur,“ segir Guð- bjartur Sigfússon hjá embætti gatnamálastjóra. Koma aftur Tvær hraðahindranir á Reykjavegi f Laugardal hafa verið fræstar burt i tengslum við endurnýjun á slitlagi götunnar. Þær verða síðan settar upp aftur þegar gatan verð- ur malbikuð á ný, enda mikið um gangandi vegfarendur sem eiga Ieið þarna um. Guðbjartur segir að hraðahindranir séu einatt um 9-10 sentimetrar á hæð og svo verði einnig þær nýju á þessum stað. Á sínum tima voru þessar hindranir á Reykjaveginum allt að 12-13 sentimetrar á hæð, þegar „verst Iét“ eins og Guðbjartur orð- ar það. Lækkaðar eftir landsfund Þessar hraðahindranir komust í fréttirnar í lok síðasta áratugar þegar borgarstarfsmenn voru sett- ir í að lækka þær örlítið eftir landsfund sjálfstæðismanna í Laugardalshöll. Þær voru þá sýnu hærri en aðrar hindranir í gatna- kerfi borgarinnar, auk þess sem stutt er á milli þeirra. Sagan segir að margir landsfundarfulltrúar hefðu þá kvartað yfir þessum hindrunum við þáverandi borgar- stjóra eftir að bílar þeirra höfðu nánast magalent á þeim. — GRH TEGUND: VERÐ: 1.3 GL 3d 1.195.000 KR. 1.3 GL 4d 1.295.000 KR. 1,6 GLX 4d, ABS 1.445.000 KR. 1,6 GLX 4x4, 4d, ABS 1.575.000 KR. 1,6 GLX WAGON, ABS 1.495.000 KR. 1,6 GLX WAGON 4x4, ABS 1.675.000 KR. Sjálfskipting kostar 100.000 KR. Ertu að hugsa utn: • Rými? • Þægindi? • Öryggi? • Gott endursöluverð? • Allt þetta sem staðalbúnað: Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart. 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar i hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar Bfil sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is röskur, þýður, rennilegur, eðalbíllinn frá Suzuki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.