Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 9
8- MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNl 1999 ---------------------------- FEÉTTASKÝRING H ÁGÚST »> <*B ÓLAFUR 1Z. J\ ÁGÚSTSSON ■■ SKRIFAR Úttekt ráðgjafarfyrir- tækis iiui stjómimar- o g samskiptamiinstiir í Mýrarhúsaskóla og tillögiir um brott- rekstur skólastjóra og aðstoðarskólastjóra hafa vakið hörð við- hrögð hagsmimaaðila. Fyrir marga úti á Seltjarnarnesi og víðar var það eins og þruma úr heiðskíru Iofti þegar ráðgjafarút- tekt á stjórnun og samskiptum í Mýrarhúsaskóla mælti með að Fríðu Regínu Höskuldsdóttur, skólastjóra Mýrarhúsaskóla, og Marteini Jóhannssyni, aðstoðar- skólastjóra, yrði sagt upp störf- um. Öðrum kom þetta ekkert á óvart og sögðu að ákveðnir sam- skiptaörðugleikar milli stjórn- enda skólans og kennara hafi ver- ið um þó nokkurn tíma í skólan- um. „Menn hafa vitað af þessum vanda Iengi og er einungis verið að taka á honum,“ sagði einn við- mælanda Dags. Um 500 nem- endur á aldrinum 6-12 ára eru í Mýrarhúsaskóla og hefur Fríða Regína unnið þar í um 4 ár en Marteinn hefur unnið þar í yfir 30 ár. Það ber að leggja áherslu á að engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessu máli enda er það bæjarstjórnar að gera slíkt og verður það gert á fundi bæjar- stjómar Seltjarnamess í kvöld. Ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir skref sem gerði úttektina kom að málinu eftir að skólanefnd og kennarar ákváðu sameiginlega að láta gera úttekt á meintum sam- skipta- og stjórnunarörðugleikum í skólanum. Að sögn heimildar- manns Dags töldu kennarar að svona stjórnunarúttekt yrði að vera gerð áður en hin reglulega úttekt Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans á hinum fag- lega þætti kennslunnar gæti farið fram. Þetta er í fyrsta skipti sem fengið er utanaðkomandi ráðgjaf- arfyrirtæki til að gera svona út- tekt í Mýrarhúsaskóla. Er svar við akalli kennara Skólanefndarmenn vilja ekkert tjá sig um málið og segja málið vera ákveðið af bæjarstjórninni. Skóla- nefnd tekur engar ákvarðanir í þessu máli og gerir engar tillögur um málið heldur vísar úttektinni beint til bæjarstjórnar. Kennarar í Mýrarhúsaskóla eru einnig heldur þögulir, enda eru menn sammála að málið sé afskaplega viðkvæmt meðan þessi óvissa eru um mála- lok. En þar sem frumkvæðið að úttektinni kom m.a. frá kennara- fundi mætti ætla að skoðun flestra kennara sé að eitthvað þurfi að gera í skólanum til að bæta starfsandann. „Kennararnir gerðu sér fulla grein fyrir því hvernig málið gæti endað. Þetta er ekki utanaðkomandi lögreglu- aðgerð gegn skólanum heldur er verið að bregðast við ákalli fjöl- margra kennara og þegjandi sam- þykki hinna. Hvað hefði Kennara- sambandið gert ef ekkert hefði verið gert til að svara óskum kenn- aranna um bætt starfsskilyrði? Jú, Kennarasambandið hefði þá setið hinum megin við borðið og krafist aðgerða eins og hefur verið gert í Iðnskólanum í Reykjavík. Ef ætl- unin er að fá fyrsta flokks skóla- starf þá þýðir ekki að stinga höfð- inu í sandinn þegar kemur að vanda sem þarf að leysa,“ sagði einn viðmælandi Dags. „Klárt lögbrot,“ segir Eiríkur Jónsson Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands íslands, segir að verði aðilunum sagt upp sé um klárt lögbrot að ræða. „Enginn andmælaréttur hefur verið veittur og engin áminning hefur verið gefin, en þetta verður að Iiggja fyrir eigi að koma til uppsagnar. Hjá okkar lögmanni liggur fyrir bréf frá bæjarstjóranum þess efnis að það sé ekki óskað eftir vinnu- framlagi þessara stjórnenda fram að bæjarstjórnarfundinum. Næstu skref okkar eru þau að bíða eftir niðurstöðu bæjarstjórnarfundar- ins og verði þessum einstaklingum sagt upp munum við einfaldlega fara í dómsmál. Þetta er gert í fullri samvinnu við skólastjórann og aðstoðarskólastjórann. Svo má benda á að 25% kennara styðja stjórnendur skólans og 30% eru á móti. Þetta þýðir að 45% kennara eru hlutlausir í þessu máli,“ segir Eiríkur. Að sögn Eiríks er aðalat- riðið í þessu máli ekki hvort kenn- arar hafi viljað þessar manna- breytingar eða ekki, heldur það að farið sé eftir lögum. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafé- lags Islands, tekur undir orð Ei- ríks og segir að lausnin á vandan- um sé ekki að reka fólk þegar það hefur ekki brotið neitt af sér í starfi. „I þessu tilviki er það algjör- lega ljóst að þessir stjórnendur hafa ekkert brotið af sér í starfi því ef svo væri þá hefðu bæjaryfirvöld verið búin að áminna þá,“ segir Þorsteinn. Aðrir segja að ekki sé um ólöglegar aðgerðir að ræða. „I fyrsta lagi hefur engum nú þegar verið sagt upp. I öðru lagi er Fríða Regína með þriggja mánaða upp- sagnarfrest eins og hver annar starfsmaður en hins vegar er Marteinn skipaður og þyrfti lík- Iega að semja um starfslokasamn- ing við hann sem sveitarfélagið hefði fullan rétt á að gera,“ segir heimildarmaður Dags. Mýrarhúsaskóli er nú vettvangur harðvítugra deilna um samskiptaörðugleika Skýrar tillögur im brott- rekstur Hansína B. Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækis- ins Skref fyrir skref og ein af þeim sem sat í verkefnastjórn- inni, segist í DV í gær ekki kann- ast við tillögur um að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri yrðu látnir hætta störfum. Þrátt fyrir þessi ummæli stendur orðrétt í skýrsl- unni: „Eftirfarandi tillögur um að- gerðir eru hugsaðar sem ferli sem taka til fjölmargra þátta og þýða skilyrðislausa þátttöku. Breyting- arnar munu snerta alla starfs- menn skólans. Tillaga A: 1) Skólastjórar víki. 2) Ósamstarfshæfir kennarar víki. 3) Óhæfir starfsmenn víki. 4) Verkefna- og ábyrgðarsvið skrifstofustjóra aukið og breytt. Tillaga B: 1) Skólastjóri víki. 2) Ósamstarfshæfir kennarar víki. 3) Óhæfir starfsmenn vfki. 4) Verkefna- og ábyrgðarsvið aðstoðarskólastjóra og skrif- stofustjóra breytt. Tillaga C: 1) Aðstoðarskólastjóri víki. 2) Ósamstarfshæfir kennarar víki. 3) Óhæfír starfsmenn víki. 4) Verkefna- og ábyrgðarsvið skólastjóra og skrifstofustjóra breytt.“ Ekki náðist í Hansínu í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Samkvæmt skýrslunni hefur vandinn í skólanum aðallega með óstjórn, skipulagsleysi, sam- skiptaörðugleika, agaleysi og virð- ingarleysi að gera, sem átti að hafa komið í ljós út úr viðtölum við kennara og starfslið skólans. Hafa margir haft á orði að skýrsl- an sé afskaplega snubbótt og í raun óljós um hvert vandamálið sé í raun og veru þó aðgerðirnar um brottreksturinn séu skýrar. „Uttektir utanaðkomandi fyrir- tækja hafa verið í gangi á fjöl- mörgum stöðum í skólakerfinu síðustu árin,“ segir Eiríkur og fagnar því að skólar Ieiti að sínum veikleikum með endurbætur í huga en aðalatriðið í þessu máli að sögn Eiríks er að þessi tiltekna úttekt er einfaldlega illa unnin. „Að gera svona úttekt tekur mun lengri tíma en þessar örfáu vikur. Það tók ekki nema þrjár vikur á einum mesta annatíma skóla- starfsins að vinna þessa úttekt og komast að niðurstöðu sem felur í sér þrjá möguleika sem ailir fela í sér lögbrot," segir Eiríkur. Einn viðmælanda Dags var algjörlega ósammála þessu og sagði að þetta væru alvarlegar ásakanir á fyrir- tæki sem byggi við góðan orðstír og undirstrikaði að í skýrslunni væri mælt með tímafreku og kostnaðarsömu endurbótastarfi í allt að tólf mánuði. Foreldrar vilja breytingar Stjórn Foreldrafélags í Mýrarhúsa- skóla samþykkti ályktun á mánu- daginn þar sem m.a. var lýst yfír áhyggjum af skólastarfinu á kom- andi skólaári. Einnig var lögð áhersla á að bæjarstjórn Seltjarn- arness skuli hafa hagsmuni nem- enda skólans að leiðarljósi við ákvörðun í málefnum skólans. Guðrún Þórsdóttir sem situr í stjórn Foreldrafélagsins segir að sátt sé meðal foreldra að gera breytingar á skólastarfinu. „Þetta er uppsafnaður vandi að hluta til og mjög erfitt að taka á þessu máli, en hins vegar gerðum við ekki at- hugasemdir við úttektina og það sem í henni stendur. Fólk vill breytingar og almennt séð eru for- eldrar ánægðir með að nú sé kom- in skólanefnd sem þorir að taka á málunum," segir Guðrún. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjar- stjóra Seltjarnarness, hefur bæjar- stjórnin hingað til ekkert komið að þessu máli en vildi öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr en eftir bæj- arstjórnarfundinn í kvöld. Flestir sem Dagur talaði við töldu enga pólitík vera í þessu máli. Menn vildu einfaldlega gera góðan skóla betri og sagði Eiríkur Jónsson að hann hefði hvorki orðið var við einhverja pólitík né valdabaráttu meðal kennaranna í þessu máli en segir að það sé ekld óeðlilegt á svona stórum vinnustað að mis- munandi sjónarmið séu á ýmsum málum. Um aðrar ástæður fyrir þessu máli benda menn á að núna eru grunnskólarnir hjá sveitarfé- lögunum og við það geta forsendur skólastarfsins verið breyttar hvað snertir starfsmenn skólans. Ná- lægðin við yfirmennina á bæjar- skrifstofunni er orðin meiri og of- verndun ríkisins á starfi opinberra starfsmanna eins og kennara og skólastjóra er liðin tíð. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 - 9 FRÉTTIR Alþingi kaus í nefndir og ráð á sumarþinginu. Kjorið í nefndir og ráð á Alþmgi Á sfðasta degi hins stutta sumar- þings var kjörið í nefndir og ráð, sem nýju Alþingi ber að kjósa í. A fyrir aftan nöfhin á meðfylgj- andi lista þýðir að viðkomandi er frá stjórnarflokkunum, B frá flokkum í stjórnarandstöðu. Nið- urstaðan varð þessi: Stjóm Byggðastofnunar: Aðalmenn: Egill Jónsson, fyrrv. alþingismaður (A), Karl V. Matthíasson (B), Stefán Guð- mundsson, fyrrv. alþingismaður (A), Einar K. Guðfinnsson al- þingismaður (A), Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur (B), Guðjón Guðmundsson alþingis- maður (A), Lilja Rafney Magnús- dóttir (B). Varamenn: Kristján Pálsson alþingismaður (A), Örlygur Hnefill Jónsson (B), Magnús Björnsson framkvæmdastjóri (A), Drífa Hjartardóttir alþingismað- ur (A), Anna Kristín Gunnars- dóttir (B), Svanhildur Árnadóttir bæjarfulltrúi (A), Halldór Brynj- ólfsson (B). Stjóm Kísiliðjiumar hf. við Mývatn: Aðalmenn: Sigurjón Benedikts- son tannlæknir (A), Örlygur Hnefill Jónsson (B), Hreiðar Karlsson framkvæmdastjóri (A). Varamenn: Leifur Hallgríms- son oddviti (A), Kristín Sigur- sveinsdóttir (B), Jón Illugason ffamkvæmdastjóri (A). Dómari i stað Magnúsar Ósk- arssonar í Kjaradóm: Fram kom einn listi með einu nafni og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi Iýsti for- seti yfir að kosinn væri án at- kvaeðagreiðslu: Óttar Yngvason hæstaréttarlög- maður. Kosning 8 manna í landsdóm og jafnmargra varamanna: Aðalmenn: Linda Rós Michaels- dóttir kennari (A), Ragnar Arn- alds (B), Fannar Jónsson við- skiptafræðingur (A), Halla Aðal- steinsdóttir húsfrú (A), Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir (B), Mar- grét Kristinsdóttir húsfrú (A), Barði Friðriksson (B), Dögg Páls- dóttir lögfræðingur (A). Varamenn: Hörður Pálsson bakarameistari (A), Lára V. Júlí- usdóttir (B), Ástríður Grímsdótt- ir lögmaður (A), Már Pétursson héraðsdómari (A), Salóme B. Guðmundsdóttir (B), Björn Jó- hannesson héraðsdómslögmaður (A), Hlöðver Kjartansson (B), Bjarni Helgason garðyrkjubóndi (A). Landskjörstjóm: Aðalmenn: Þorvaldur Lúðvíks- son hæstaréttarlögmaður (A), Elsa Þorkelsdóttir (B), Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttar- lögmaður (A), Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður (A), Atli Gíslason (B). Varamenn: Hrafnhildur Stef- ánsdóttir Iögfræðingur (A), Guð- ríður Þorsteinsdóttir (B), Hrund Hafsteinsdóttir lögmaður (A), Sólveig Guðmundsdóttir lögmað- ur (A), Brynhildur Flóvenz (B). Stjóm meimingarsjóðs: Aðalmenn: Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur (A), Dóra Líndal Hjartardóttir (B), Áslaug Brynj- ólfsdóttir fræðslustjóri (A). Varamenn: Sigurður Björns- son óperusöngvari (A), Katrín Andrésdóttir (B), Kári Bjarnason (A). Nefnd um erlenda fjárfest- ingu: Aðalmenn: Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður (A), Guðný Guðbjörnsdóttir (B), Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur (A), Jón Sveinsson héraðsdómslög- maður (A), Reynir Ólafsson (B). Varamenn: Árni Árnason framkvæmdastjóri (A), Elsa Guð- mundsdóttir (B), Sigríður Arn- bjarnardóttir kennari (A), Þuríð- ur Jónsdóttir Iögmaður (A), Magnús Árni Magnússon (B). Orkuráð: Guðjón Guðmundsson alþingis- maður (A), Árni Þór Sigurðsson (B), Sverrir Sveinsson veitustjóri (A). Tryggingaráð: Aðalmenn: Benedikt Jóhannes- son stærðfræðingur (A), Jón Gunnarsson (B), Margrét S. Ein- arsdóttir forstöðumaður (A), Bolli Héðinsson hagfræðingur (A), Sigríður Stefánsdóttir (B). Varamenn: Svala Árnadóttir skrifstofumaður (A), Petrína Baldursdóttir (B), Eyrún Ingi- björg Sigþórsdóttir viðskipta- fræðingur (A), Elín Jóhannsdótt- ir kennari (A), Valdimar Péturs- son (B). Útvarpsráð: Aðalmenn: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri (A) , Mörður Árnason (B), Þór- unn Gestsdóttir sveitarstjóri (A), Gissur Pétursson framkvæmda- stjóri (A), Anna Kristín Gunnars- dóttir (B), Anna K. Jónsdóttir að- stoðarlyfjafræðingur (A), Kristín Halldórsdóttir (B). Varamenn: Laufey Jóhanns- dóttir bæjarfulltrúi (A), Ása Ric- hardsdóttir (B), Þórarinn Jón Magnússon (A), Kristjana Bergs- dóttir kennari (A), Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (B), Helga Hall- dórsdóttir skrifstofumaður (A), Ragnar Þórsson (B). Stjóm Viðlagatryggingar ís- lands: Aðalmenn: Hrafnkell A. Jóns- son, formaður Verkalýðsfélagsins Arvakurs (A), Smári Geirsson (B) , Drífa Sigfúsdóttir bæjarfull- trúi (A). Varamenn: Halldór Jónsson virmslustjóri (A), Hálfdán Sveins- son (B), Herdís Sæmundardóttir kennari (A). - S.DÓR Ungir sósíalistar álykta Ungir sósíalistar hafa sent frá sér ályktun um heræfinguna Norð- ur-Víkingur ‘99 sem nú fer fram á Islandi. Kemur fram í ályktun- inni að æfingin sé haldin undir því yfirskini að verið sé að verja Iandið gegn ímvnduðunr hrvðju- verkum en vinnandi fólk sé hið raunverulega skotmark eins og sést í Júgóslavíu þessa dagana. Ungir sósíalistar mótmæla her- æfingum NATO og hernámi Kosovo og hvetja fólk til að mót- mæla heræfingunum við Hljóm- skálann 23. júní. Einnig er mót- mælt veru bandarísks hers á ís- landi, Kóreuskaga, Balkanskaga, Kúbu og í Japan. Að lokum er tekið undir kröfuna, Island úr NATO-herinn burt. I I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.