Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 13
 MIDVIKUDAGU R 23. JÚNÍ 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR SKOBUN Andri Þór Magnússon Sem bctur f er... 6. umferð Landssímadeildar- innar hófst um helgina og fóru fjórir leikir firam, en einum leik var frestað. Stórleikur umferðarinnar var án efa leik- ur ÍBV og KR, þar sem KR- ingar gátu náð fimm stiga for- ystu á Eyjamenn auk þess að eiga einn leik til góða. Fyrir okkur fótboltaunnendur, sem erum ekki bundnir ákveðnu liði (eða erum áhangendur liða í neðri deildum), er fátt leiðin- legra heldur en óspennandi deild. íslenski boltinn er nú ekki það frábær að það sé unun að horfa á lið landsins spila án þess að ekkert sé undir leiknum kom- ið. Það verður að hafa smá spennu til að krydda tilveruna. Það munaði alls ekki miklu að þetta yrði eyðilagt um síðustu helgi. Eflaust hefði íslenska knattspyrnan misst talsvert áhorf. Hver nennir að fylgjast með móti sem er næstum búið eftir 6 umferðir? KR-ingar gátu gert út af við þessa spennu t það minnsta í bili. Eg hef alls ekkert á móti KR, reyndar finnst mér liðið eitt það langskemmtilegasta í deild- inni um þessar mundir þegar þeir taka sig til og spila almenni- legan fótbolta, sem virðist stundum gleymast hjá íslensk- um Iiðum. Eg hefði hins vegar ekki viljað hugsa þá hugsun til enda hefðu þeir unnið Eyja- menn og síðan Leiftur og náð 8 stiga forystu á toppnum. Mótið hér er svo stutt að mikið hefði þurft að gerast til að einhver næði að ógna KR á toppnum. En Eyjamenn náðu að bjarga mótinu í bili með hetjulegum sigri á KR-ingum, sem þeir tryggðu sér á lokamínútunum með frábæru marki ívars Ingimarssonar, við mikinn fögnuð heimamanna í Eyjum, knattspyrnaáhangenda um allt land og við mikinn fögnuð minn. Og ég leyfi mér að segja sem betur fer. Körfuboltaveisla nótt? ir það lítið á þeim bæ. Fjórði leikur liðanna fer fram í nótt klukkan eitt að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn líkt og þeir fyrri. Leikurinn fer fram í Madison Square Garden og er mjög mikilvægt fyrir Knicks að vinna þann leik til að eiga áfram raunhæfa möguleika á titlinum. Olafur Rafnsson, formaður KKI, spáir að þetta verði eini leikurinn sem Knicks vinni og serían fari 4-1 fyrir Spurs. „Ég spái að þetta verði auðvelt fyrir Spurs því ég held að Knicks séu sáttir við ann- að sætið. Þeir hafa Iíka breiddina umfram Knicks,“ sagði Ólafur. - AÞM Evrópiunót landsliða í körfubolta hafið. Óvænt úrslit í fyrstu leikjum. Evrópumót landsliða í körfuknattleik hófst í vikunni í Frakklandi, en þar taka þátt 16 bestu körfuknattleiksþjóðir Evr- ópu. Leikið er í íjórum fjögurra liða riðlum og þrjár efstu þjóð- irnar úr þeim komast áfram í tvo sex liða milliriðla. Þar komast síðan fjögur lið áfram úr hvorum riðli í átta-liða úrslit. Þrjú lið sem léku með íslandi í riðli í undankeppninni munu leika f úrlitakeppninni en þau eru Króatía, Litháen og Bosnía. Riðlunum er skipt þannig: A- riðill: Frakkland, Makedónía, ísrael og Júgóslavía. B-riðill: Spánn, Ungverjaland, Rússland og Slóvenía. C-riðill: Bosnía, Tyrkland, Króatía og Italía. D- riðill: Tékkland, Litháen, Þýska- land og Grikkland. Athygli vekur að í keppninni eru fimm þjóðir af fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og sýnir það hversu mikil körfu- boltahefð er þar um slóðir. Einnig er Júgóslövum spáð sigri samkvæmt ítölskum veðbönkum. Bosnía sem var í sama riðli og ísland í undankeppninni tapaði óvænt fyrir Tyrkjum í fyrsta leik sínum í mótinu. Nokkrir Ieikir hafa þegar farið fram og eru óvæntustu úrslitin líklega þau að Tyrkland vann Bosníu 42-57, og sigur Tékka á Litháum 78-62. Einnig kom það á óvart í hversu miklum vand- ræðum Króatar lentu gegn Itöl- um. Króatar rétt náðu að merja sigur, 70-68, eftir að hafa verið 19 stigum undir. Onnur úrslit voru eftir bókinni. - AÞM 2-1 í úrslitiun NBA eftir sigur New York. San Antonio Spurs töpuðu sín- um fyrsta Ieik í úrslitakeppninni, eftir 12 leikja óslitna sigurgöngu f úrslitakeppninni, er þeir lutu í lægra haldi gegn New York Knicks í þriðja leik liðanna um NBA meistaratitilinn í fyrrinótt. Það var fyrst og fremst góður fyrsti leikhluti og stórleikur All- ans Houston, sem var með 34 stig, sem skópu sigur Knicks, en lokatölur urðu 89-81. David Robinson var stigahæstur í liði Spurs með 25 stig, en Tim Dunc- an skoraði aðeins 20 stig og þyk- Latrell Sprewell og Marcus Camby fagna í fyrrinótt. Hvað gera Knicks í ÍÞR Ó TTA VIÐTALIÐ Betri ttmar framiuidan hjá Val? Ingi Bjöm Al- uertsson nýráðinn þjálfari Vals. Valsarar eru ekki ígóðri stöðu í Landssímadeild- inni eins og stenduren þeir vona að nýrþjálfari, IngiBjömAlbertsson, boði betri tímafram- undan. Hvernig leggst nýtt starf í þig? „Nýja starfið leggst mjög vel í mig, enda engin ástæða til ann- ars. Valur er með góðan leik- mannahóp og liðið er greinilega á uppleið." Þú hefur þjdlfað Val óður. Af hverju snérir þú aftur til fé- lagsins? „Jú, ég hef þjálfað Val áður. Ég er náttúrulega uppalinn í Val og það var eina félagið sem kom til greina að helja þjálfun hjá aftur, það var ef að ég gæti eitthvað hjálpað þar.“ Nú hefur Valsliðinu ekki gengið vel t byrjun móts. Md vænta einhverra breytinga á þvt? „Ég held að nú þegar séu komnar fram breytingar. Við erum búnir að spila einn leik í deildinni síðan ég tók við sem fór 4-4 í Keflavík. Þar spilaði liðið vel og skoraði fjögur mörk, en að vísu fékk það að sama skapi of mörg mörk á sig, þannig að það var greinilegur munur á leik liðs- ins þar. Síðan fórum við norður og unnum fyrsta sigurinn á Þór í bikarkeppninni. Það er nú oft þannig með þessa bikarleiki, þar sem lið úr efstu deild og neðri deildum mætast að þar geta orð- ið mjög harðir og erfiðir leikir og oft erfitt að greina hvort liðið er í efri deild, eins og kom skýrt fram í öðrum leikjum í umferð- inni. Þetta eru oft miklir baráttu- leikir og aldrei neitt gefið þó að maður sé að spila við lið í neðri deild. Þannig að þetta lítur allt svona heldur betur út á blaði í það minnsta." Hvereru markmið þín og liðs- ins? „Ég vona náttúrulega að mark- mið liðsins og mín séu þau sömu, það er auðvitað að vinna þann leik sem við erum að fara út í hverju sinni. Að sjálfsögðu kemur eldd til greina að verma þétta sæti mikið lengur. Þannig að stefhan er tekin upp á við, síðan verðum við að sjá hversu langt upp á við liðið getur kom- ist.“ Nií er liðið t erftðri stöðu. Hvað getur þú boðið liðinu upp á sem þjálfari? „Ég er að bjóða því upp á nýja taktík, eða nýtt leikskipulag í það heila. Ég vil bjóða upp á meiri sóknarleik heldur en hefur verið og vonandi í framhaldi af því betri árangur. Það eru engir nýj- ir leikmenn í sigtinu í augnablik- inu en við erum náttúrulega að fá Daða Dervic en aðrir leik- menn eru ekki í sigtinu eins og Er eitthvað að lokum sem þú vildir segja við stuðningsmenn liðsins? „Ég vil segja það við stuðnings- menn Vals að þeir verða bara að slappa af og hafa ekki áhyggjur af stöðunni eins og hún er núna. Við munum bæta okkur og klára þetta með sæmd og enda jafn of- arlega og mögulegt er miðað við aðstöðu og leikmannahóp. Ég hef mikla trú á liðinu og leik- mannahópnum þannig að ég er ekki í neinum vafa um það að við munum lenda ofarlega, í það minnsta talsvert ofar en staðan gefur til kynna nú. Urslit síðustu leikja hafa verið góð og ég sé enga breytingu verða á því.“ - AÞM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.