Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 10
19\-'«WWWP49VR?2tnMn.ix SMflflUGLYSINGAR Gistinq í Danmörku Bjóðum gistingu í rúmgóðum herbergjum á gömlum bóndabæ aðeins um 6 km frá Billund flugvelli og Legolandi. Uppbúin rúm og morgunverður. Upplýsingar og pantanir gefa Bryndís og Bjarni í síma (0045) 75 88 57 18 eða 20 33 57 18. Fax 75 88 57 19. E-mail bjonsson@gef2net.dk. www.come.to/billund. Pantið tímanlega. Garðaúðun________________________ Tökum að okkur úðun fyrir Roðmaur, lús og trjámaðki. Fljót og góð þjónusta. Margra ára reynsla. Upplýsingar í símum: 461-1194 eftir kl. 20.00. 461-1135 kaffi- stofa, 869-7207 Sigurður, 893-2282 Fléðinn. Garðtækni, Héðinn Björnsson, skrúð- garðyrkjumeistari. Tún________________________ 15 hektara tún til leigu. Upplýsingar í síma 463-3111. Dagmar Koeppen, miðill og heilari mun starfa á Akureyri í nokkra daga Heilun og orkujöfnun, fyrri líf og framtíðarsýn. Tímapantanir í síma 697-5324 eða 554-2384 næstu daga. AL-ANON Samtök ættingja og vina alkohólista. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Ef svo er getur þú í gegnum samtökin: - Hitt aðra sem glíma við samskonar vandamál - byggt upp sjálfstraust þitt. - bætt ástandið innan fjölskyldunnar. - fundið betri líðan Fundarstaður: AA húsið, Strandgötu 21, Akureyri, sími 462 2373. Fundir í Al-Anon deildum eru: Miðvikudaga kl. 21.00 og laugardaga kl. 11.00 (nýliðar þoðnir velkomnir kl. 10.30) Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, FFtÍÐA ÞORGILSDÓTTIR, áður Stigahlíð 32, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni þriðjudagsins 22. júní. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Auður Eydal, Sveinn R. Eyjólfsson, og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÖSKULDAR GUÐLAUGSSONAR, Réttarholti, Grýfubakkahreppi, og fyrir að veita okkur hjálp og styrk í erfiðum veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Arnbjörg Halldórsdóttir, Haraldur Höskuldsson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Höskuldsson, Óli Gunnar Höskuldsson, Halldór Sigurbjörn Höskuldsson, Janette Þórkatla Höskuldsson, barnabörn og langafadætur. Utför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit, fer fram frá Kaupangskirkju, föstudaginn 25. júní kl. 13:30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sundlaugarsjóð Kristnesspítala. Jóhann Benediktsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Einar Grétar Jóhannsson, Elva Hermannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. AKU REYRARBÆR Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrar- bær deiliskipulag á reit III við Melateig á Eyrarlandsholti. Skipulags- svæðið afmarkast af Mýrarvegi að vestan, Hringteigi að norðan og Miðteigi að austan. í tillögunni er gert ráð fyrir rað- og parhúsum á einni hæð og fjölbýlishúsum á tveimur hæðum. Á skipulagssvæðinu verða samtals 40 íbúðir. Uppdráttur er sýnir tillöguna ásamt skýringarmyndum og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsing- ar, þ.e. til miðvikudagsins 4. ágúst 1999, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athuga- semdafrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 4. ágúst 1999. Athuga- semdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar AUGLÝSIR Deiliskipulag á reit III við Melateig á Eyrarlandsholti Afmælishappdrætti Blindarfélagsins 1999 Dregið 16. júní 1999 Vinningar komu á eftirfarandi númer: VW Bora GL 1.6 1.4 dyra að verðmæti kr. 1.725.000 18212 Ferðavinningar að eigin vali til Benidorm, Mallorka og Rimini m/Samvinnuferðum- Landsýn kr. 100.000 175, 2457, 2882, 3368, 3529, 4942, 13453, 13683, 14554, 14686, 21698, 23072, 23258. Flugfarseðlar fyrir tvo til London m/Samvinnuferðum-Landsýn kr. 40.000 4618, 9465, 15466, 19359, 6303, 10062, 15991, 19920, 6580, 11299, 17428, 22323. 7396, 11920, 17963, 7599, 12004, 18491, 8322, 12621, 19147, 5534, 11978, 23225, 9159, 14602, 19275, 8286, 12091, 23912, Vöruúttekt í Bónus kr. 10.000 780, 1336, 3383, 4981, 5526, 9752, 10086, 10354, 11365, 11976, 12517, 16088, 20364, 20705, 22634, 24184. 200.000 fiótta- menn koiimir til Kosovo KOSOVO - Frá því um helgina hafa hátt í 200.000 flóttamenn frá Kosovo, sem komnir voru til Albaníu, Makedóníu og Svart- fjallalands, snúið aftur til hér- aðsins þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar og aðrar hjálparstofn- anir hafi ítrekað varað við jarð- sprengjum og öðrum hættum sem fyrir hendi eru í Kosovo. Einungis fáir flóttamenn voru t.d. eftir í flóttamannabúðun- um í Kukes í Norður-Albaníu, og þá helst eldra fólk og sjúk- lingar. Flóttamannastofnun S.Þ. segir ýmislegt skorta í Kosovo og þá ekki síst tjöld til að hýsa flóttamennina því margir þeirra hafa komið að húsum sínum gjöreyðilögðum. Breskir hermenn fórust í Kosovo KOSOVO - Tveir breskir her- menn og tveir liðsmenn Frelsis- hers Kosovo létu Iífið í gær í Kosovo-héraði. Hermennirnir voru að hreinsa burt sprengjur á skólalóð þegar þær sprungu skyndilega með þessum afleið- ingum. Clinton í Makedón- íu MAKEDÓNÍA - Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, kom til Makedóníu í gær og heim- sótti meðal annars flótta- mannabúðir í Stenkovec, þar sem hann flutti ræðu. Hann þakkaði stjórn- völdum í Makedóníu og Alban- íu, sérstaldega, fyrir þolinmæði og stuðning meðan á stríðinu í Kosovo stóð. Jafnframt sagði hann ákaflega mikilvægt að uppbyggingarstarf í löndunum á Balkanskaga takist vel. Ætla að útrýma at- vinnuleysi ÞÝSKALAND - Þýskir hagfræð- ingar telja að hægt verði að út- rýma atvinnuleysi þar í landi á fimm árum, en nú eru um fjór- ar milljónir atvinnulausra í landinu. Eitt af því sem hjálpar til er að Þjóðverjum mun að öll- um líkindum fækka á næstu árum. Það eitt getur, á fimm árum, dregið úr atvinnuleysinu um rúm 10%. Kók biðst afsökunar BELGÍA - Yfirmaður Coca- Cola fyrirtækisins í Belgíu bað belgíska neytendur afsökunar á heilsíðuauglýsingu, í dagblöð- um þar í landi, í gær. Jafnframt sagði hann fyrirtækið stöðugt vera að leita að mistökum í framleiðsluferlinu. Sala á gos- drykkjum frá fyrirtækinu hefur verið bönnuð í Belgíu í rúma viku eftir að um 100 manns veiktust skyndilega eftir að hafa drukkið gosdrykkina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.