Dagur - 23.06.1999, Side 1

Dagur - 23.06.1999, Side 1
T Bygging Ljósavatns- kírkju sðgð lmeyksli Forsætisráðherrar Norðuriandanna og Japans ásamt forseta Ísiands, Úlafi Ragnari Grímssyni. Allt vitlaust meðal verktaka í S-Þingeyj- arsýslu eftir að Ljósa- vatnssókn ákvað að bjóða ekki út 50 milljóna króna kirkjubyggingu vegna kristnitökuafmælis- ins á næsta ári. Smíði nýrrar Ljósavatnskirkju sem reist er í tilefni 1000 ára af- mælis kristnitöku á næsta ári var ekki boðin út heldur fékk sami aðilinn allt verkið. „Hneyksli, tímaskekkja og siðleysi," segir bæjarstjórnarmaður á Húsavík og verktaki. Hann telur vel mögulegt að framkvæmdin hefði kostað minna ef gangur máls hefði orðið með hefðbundum hætti. Um 50 milljóna króna framkvæmd er að ræða þar sem stuðningur ríkisstjórnarinnar skiptir tugum milljóna. EkM skylt að bjóða út Kristján Snæbjörnsson, bygg- ingameistari á Laugum, var fenginn til að byggja kirkjuna, en hann er ekki í hópi stærstu verk- taka í Suður Þingeyjarsýslu. Smíðin er töluvert á veg komin en formaður Ljósavatnssóknar, Jón Ingason, segir sóknarnefnd ekki hafa verið skylt að bjóða kirkjuna út. Hvers vegna var það ekki gert í Ijósi umfangs fram- kvæmdarinnar? „Eg veit ekki hvort nokkur ástæða var fyrir því. Við höfðum aðgang að góð- um manni sem við vitum að er m <v ll Unnið var við smíði Ljósavatnskirkju í gær. afskaplega vandvirkur. Maður hefur ekki tryggingu fyrir slíku í útboðum," segir Jón. Hann segir að „ekkert endilega“ sé víst að menn hefðu náð betri kjörum með því að bjóða verkið út. Úr takti við nútímann „Þetta er ekkert annað en hneyksli," segir Aðalsteinn Skarphéðinsson, bæjarstjórnar- maður og byggingameistari hjá Trésmiðjunni Vík á Húsavík. „Að bjóða ekki út 50 milljóna króna verk er gjörsamlega úr takti við nútímann og ég er viss um að rík- isstjórnin, sem hefur sérstaklega beitt sér fyrir útboðum og frjálsri samkeppni, hefur ekki séð þetta fyrir þegar ákveðið var að styðja þessa kirkjubyggingu. Stefna op- inberra aðila er að bjóða út öll verk,“ segir Aðalsteinn. Frændsemtn í verki? Aðalsteinn segir að þótt gjörn- ingurinn geti verið löglegur sé hann að minnsta kosti siðlaus og hann veltir upp spurningum um frændsemi eða vinabönd hvað varðar ákvarðanatökuna. „Þetta hefði aldrei liðist í neinu öðru bæjarfélagi. Það hefði allt orðið vitlaust, enda bjóða menn út allt núna, sama hve verkin eru smá. Eg minnist þess ekki að verktak- ar hafi komist í svona aðstöðu að fá afhent 50 milljóna kr. verk án útboðs,“ segir Aðalsteinn og bæt- ir við að mjög líklega hefði sókn- arnefndinni boðist hagstæðari kjör með útboði. Ríkið með 21 milljón Smíði Ljósavatnskirkju hófst í fyrra og verður hún vígð um verslunarmannahelgina á næsta ári. Fyrir smíðinni eru söguleg rök tengd Þorgeiri ljósvetninga- goða og hans þætti í kristnitök- unni. Ríkisstjórnin hefur þegar lofað á fjárlögum 21 milljón króna til smíðarinnar, eigið fé safnaðar nemur 7-8 milljónum að sögn formanns sóknarnefndar og einnig fást peningar úr jöfn- unarsjóði kirkna. Þetta er eina kirkjan sem reist er gagngert vegna hátíðarhaldanna næsta ár. Dagur náði ekki tali af kirkju- málaráðherra, Sólveigu Péturs- dóttur, vegna málsins. - BÞ Tíu milljarða tekjuauki Áætlað er að tekjur af erlendum ferðamönnum muni að minnsta kosti verða um 37 milljarðar króna árið 2003. Það er um 10 milljarða króna aukning frá áætl- un síðastliðins árs, sem hljóðaði upp á 26,3 milljarða króna. Árið þar á undan voru tekjur af er- lendum ferðamönnum 22,3 milljarðar króna. 6 prósenta aukning Samkvæmt tölum frá Hagstofu Islands og Ferðamálaráði komu 201 þúsund erlendir ferðamenn hingað til lands árið 1997 og 232 þúsund í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að þeir verði 340 þúsund árið 2003. Hins vegar er talið að fjöldi innlendra ferðamanna árið 1997 hafi verið um 190 þúsund og tekjur af þeim um 7 milljarðar króna á landsvísu. Búist er við 6% aukningu á ári í ferðalögum og tekjusköpun af innlendum ferðamönnum. - GRH Þungavigt á Bessastöðiun Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, bauð forsætisráð- herra Japans og forsætisráðherr- um allra Norðurlandanna til há- degisverðar á Bessastöðum í gær. I ræðu sinni við það tæki- færi lagði forsetinn meðal ann- ars áherslu á mikilvægi sam- vinnu Norðurlandanna og Jap- ans á ýmsum sviðum og að fundur þessara forsætisráðherra sýndi glöggt hve alþjóðleg sam- vinna mannkynsins væri orðin í leit sinni að betri heimi. Við nýtt árþúsund væri samvinna Norð- urlandanna og Japans vegvísir sem aðrir gætu fylgt. Sjá einnig hls. 3 og 5. Ræða sam- einingu við EyjaQörð Fjórtán sveitarfélög við Eyjaíjörð funduðu í vikunni um hugsan- lega sameiningu. Fundurinn var haldinn í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar snemma í vor um að leita eftir víðtækri sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Á fundinum í gær voru mættir fulltrúar frá öllum sveit- arfélögunum á svæðinu, frá Sigufirði og austur í Hálsahrepp. I samtali við Dag segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að hann geti ekki ann- að en verið ánægður með þær undirtektir sem málið hafi feng- ið á fundinum. Þetta hafi þó fyrst og fremst verið upplýsinga- fundur þar sem allir viðruðu skoðanir sínar á málinu. Kristján segir það auðvitað þannig þegar kemur að samein- ingarmálum sveitarfélaga, að sitt sýnist hverjum í einstökum atrið- um þótt ágreiningurinn væri í heildina ekki ærinn. Hann telur að næsta skref sé að setja upp formlega viðræðunefnd og kanna hug sveitarfélaganna til tilnefningar í hana. mmmmmam ISíSk Nútíma innheimtuaðferðir! intrum justitia 5: 561-6101 WORLOWiOE EXPROS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.