Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 - 3 Vígur FRÉTTIR Astæða til að hafa miMar áhyggjur Mikil eldhætta og bágt Mikill eldsmatur er í Ólafsfjarðargöngum. ástand er í Ólafsfjarð- argöngimiun. Slökkvi- liðsstjórar hafa af þessu miklar áhyggjur. Bent hefur verið á mögulega eld- hættu í Olafsfjarðargöngunum vegna einangrunarefnisins PE- skum og m.a. vill Brunamála- stofnun að farið verði að nota annars konar einangrunarefni eða núverandi einangrunarefni hulið með steypu. Einnig hefur verið vakin athygli á hinu bága ástandi sem er í göngunum en þau leka mikið og skemmdir eru komnar í malbikið. Siðmenntað fólk myndi gera eitthvað „Hvað varðar eldhættuna hefur Vegagerðin ætíð skýlt sér bak við það að jarðgöng séu vegagerð en ekki mannvirki og því komi málið Brunamálastofnun ekkert við. Við erum mjög ósáttir við þetta og höfum miklar áhyggjur af málinu. Ef það kviknar í bíl í göngunum þá þrennur allt þetta efni á mjög auðbrennanlegan hátt. Hjá öllu siðmenntuðu fólki er steypt yfir þetta efni en ekki hér í Ólafsíjarð- argöngunum,11 segir Magnús Sig- ursteinsson, slökkviliðsstjóri Ólafsfirðar. Þorbjorn Sveinsson slökkviliðs- stjóri á Isafirði, tekur undir þessi orð. „Við höfum prófað að kveikja í PE-einangrun og hún logar vel skal ég segja þér. Eg tel ástæðu að hafa miklar áhyggjur af ástandinu í Ólafsfjarðargöngunum því þar er efnið algjörlega óvarið ólíkt því sem er í Vestíjarðagöngunum," segir Þorbjörn. Úttekt seinna í suinar Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Norðurlands eystra hjá Vegagerðinni, segir að aldrei hafi kviknað í göngunum síðan þau voru opnuð árið 1990. „Ég efast að það gæti komið fyrir. Þau eru svo blaut og það þarf meira að segja að auka við ein- angrunarefnið. En hins vegar hef- ur ekki verið tekin ákvörðun um hvort aukningin verði úr PE-ein- angrunarefni eða einhverju öðru. Við erum að skoða allar lausnir svo við getum losnað sem billeg- ast út úr þessu,“ segir Sigurður. Guðmundur Svavarsson, for- svarsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir að Vegagerðin geri sér grein fyrir ástandinu í göng- unum. „Það var gerð úttekt á Ólafs- fjarðargöngunum fyrir einu og hálfu ári síðan og þá var gerð þriggja ára áætlun um endurbæt- ur. Én undanfarið hafa viðgerðir Iegið niðri vegna síaukins leka í göngunum. Nú hefur verið ákveð- ið að seinna í sumar eigi önnur úttekt að fara fram á göngunum og verðum við að bíða og sjá hvað kemur út úr henni," segir Guð- mundur. — ÁÁ Siví Skaftafelli Náttúruvernd ríkisins ætlar næstkomandi laugardag að vígja nýja upplýsingamiðstöð og gestastofu í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, mun opna húsið sem hlotið hefur nafnið Skaftafellsstofa. Náttúruvernd ríkisins hefur dregið sig út úr rekstri tjald- svæðis í Skaftafelli og opnar Skaftafellsstofu þess í stað en þar er sögð saga mannlífs, nátt- úru, eldgosa og jökulhlaupa í Öræfasveit. — bjb Stendur ekki á Landssímanum Landssíiniim segir enga hindrun vera fyr- ir því að Íslandssími fái aðgang að grunn- netinu. Fyrst þurfi kostnaðargreining að fara fram. „A þvi er enginn vafi að þetta verður niðurstaðan á endanum," sagði Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, við Dag um þá kröfu Islandssíma að fá aðgang að grunnneti Lands- símans svo tengja megi heimilin í landinu að nýja Ijósleiðarakerfi Íslandssíma og Línu. Ólafur sagði þessa þróun vera að gerast í allri Evrópu í dag og að ekki myndi standa á Landssímanum í þessum efnum. „Evrópskar reglur í fjarskiptum gera ráð fyrir því að keppinautar stóru, gömlu símafyrirtækjanna Ólafur Þ. Stephensen. geti leigt af þeim heimtaugar alla leið til notandans, sjái þeir sér hag í því. Þetta hefur hins vegar tekið mislangan tíma. Þannig var British Telecom nýlega gefinn tveggja ára frestur af bresku fjar- skiptastofnuninni til að semja við sína keppinauta um leigu á heimtaugum," sagði Ólafur. Afnotagjaldið dugar ekki fyrir rekstrinum Hann sagði Landssímann vera í fyrsta áfanga í þeirri vinnu að kostnaðargreina grunnnetið. Nýtt kostnaðarbókhald hefði verið tekið í notkun um síðustu áramót og nú væri verið að vinna úr þeim gögnum. Ólafur sagði það forsendu fyrir aðgangi Is- landssíma eða annarra fjar- skiptafyrirtækja að grunnnetinu að raunkostnaður fengist. „Reglur í Evrópu gera ráð fyrir að menn greiði kostnaðarverð fyrir aðganginn og hæfilega álagningu. I dag er það svo að fasta afnotagjaldið í almenna símakerfinu stendur ekki undir rekstrarkostnaði þess. Þetta þurfum við að leiðrétta með tíð og tíma,“ sagði Ólafur og vísaði m.a. til þróunarinnar í Noregi. Þar hafi fastagjaldið verið að hækka og skrefagjöldin lækkað á móti, ásamt afsláttarkjörum til stórnotenda. — bjb Ríkisreiknuigiir að nýjum lögum Við uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 1998 munu í fyrsta skipti gílda ný lög um Ijárreiður rílds- ins. Undanfarin ár hefur ríkis- reikningurinn legið fyrir á tíma- bilinu júní til september en sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkis- bókhaldi mun ríkisreikningurinn fyrir árið 1998 liggja fyrir eftir nokkrar • Hkur. Það mun hafa áhrif á vinnuna að uppgjörið er nú gert upp í fyrsta sldptið eftir nýjum lögum. Samanburður erfiðari Þar sem nú hafa verið gerðar ýmsar breytingar mun það gera samanburð milli ára erfiðari en ella. T.d. eru tjárlögin núna gerð á rekstrargrurini í stað gfeiðslu- grunns. Einnig var hér áður fyrr aðeins A- og B-hluti en nú er kominn A-, B-, C-, D- og E-hluti. Hins vegar verða í ríkisreikn- ingnum fyrir árið 1998 ýmsar nálganir á stærðum sem munu leyfa einhvern samanburð milli ára. — ÁÁ ‘hwtötefcbuy mtínnm Lokalinykkuriiiii á Kio-málinu Málflutningur í máli Kio Briggs hófst í Hæstarétti í gær þrátt fyrir réttarhlé Hæstaréttar sem er í júlí og ágúst. Málflutningurinn fyrir Hæstarétti tók um tvo klukkutíma og svo var málið dómtekið. Dóms er að vænta innan nokkurra vikna en líklegt er að það gerist frekar fyrr en seinna. Það eru aðeins rúmar tvær vikur síðan Héraðs- dómur Reykjavíkur sýknaði Kio Briggs fyrir stórfelldan innflutning á e-pillum en Hæstiréttur hafði áður ómerkt 7 ára fangelsisdóm yfir Kio og sent mál- ið aftur í hérað. Strax eftir sýknunina í héraðsdóminum áfrýjaði Ríkissaksóknari málinu til Hæstaréttar. Kio Briggs gengur laus en er í farbanni þar til dómur fellur í Hæstarétti en þó ekki lengur en til 1. október næstkomandi. — ÁÁ Ný blóðskilunarvél Oddfellow-mennirnir; Gunnar S. Björnsson, Magnús Einarsson, Sigurður Angantýsson, Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri SHR og Magnús Einarsson. Hvítklædd eru; Kristin Gunnarsdóttir, deildarstjóri og Kristinn Sigvaldason, umsjónarlæknir. Ný 2ja milljóna króna blóðskilunarvél vegna nýrnalækninga hefur ný- lega verið tekin í notkun á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Af þeim u.þ.b. 600 sjúklingum sem lagðir eru á gjörgæslu SHR árlega eru alltaf þó nokkrir með bráða nýrnabilun. „Tækið gjörbreytir aðstöðu lækna og hjúkrunarfólks til að annást þessa sjúklinga. Meðferðin er mjög erfið og tekur yfirleitt tvær til þtjár vikur,“ segir í tilkynningu frá sjúkrahúsinu. Oddfellowstúkan Þorsteinn í Reykjavík gaf um helming- inn af andvirði vélarinnar, sem er bandarísk og kostaði um tvær millj- - HEl ónír króna. Landspftalinn fékk nýlega samskonar tæki. u'Þof'L'ÍJSljóVi ÖÍY fílfilgíiipa fEsK'Sfe

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.