Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 6
6 -FIMMTUDAGUR 1S. JÚI.Í 1999
ÞJÓÐMÁL
Ttepr
Útgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG aoo 7080
Netfang ritstjórnar: rltstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
Grænt númer: 800 7080
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍKJ563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Slmbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (reykjavík)
Fjarlægur draumur
í fyrsta lagi
Tuttugu ár eru liðin síðan keisarinn af Iran var hrakinn frá
völdum. I stað veraldlegs einræðis, sem fært hafði íranskt
þjóðfélag nauðugt viljugt í átt til vestrænna lifnaðarhátta, kom
alræði klerkaveldis Islam. Keísaraveldið beitti óspart leynilög-
reglu og her til að halda landsmönnum í skefjum með ofbeldi,
og uppskar að lokum mikið andóf innan lands sem utan. En
að mörgu leyti fór þessi sjötíu milljóna manna þjóð úr öskunni
í eldinn við byltinguna. Iranir fengu ekki lýðræðislega stjórn-
arhætti heldur annars konar einræði.
í öðru lagi
Frá árinu 1979 hefur klerkaveldið mótað samfélagið eftir
ströngustu kennisetningum Islams. Trúarreglur gegnsýra allt
daglegt líf. Ungt fólk, sem þekkir ekki af eigin raun ógnir keis-
araveldisins, er í vaxandi mæli reiðubúið að krefjast umbóta.
Það er hins vegar alls ekki að biðja um nýja byltingu. Það vill
einungis fá frelsi til að höndla hamingjuna í daglegu amstri
náms og starfa - frelsi til að haga lífi sínu eftir eigin höfði. Það
vill losna úr fjötrum þeirrar spennitreyju sem felst í öfgafull-
um rétttrúnaði. Vonir voru bundar við kjör Mohammad Khata-
mis í embæai forseta fyrir tveimur árum, en hann hefur lítt
náð að knýja fram umbætur.
í þriðja lagi
Er mótmælaaldan sem gengið hefur yfir Iran síðustu daga, og
þá sérstaklega í höfuðborginni Teheran, fyrirboði nýrra valda-
skipta í landinu? Er ný bylting í sjónmáli? Nei, á því eru eng-
ar líkur. Klerkastéttin ræður ekki aðeins yfir öllum helstu
stjórntækjum ríkisins, hún hefur líka á sínum snærum sér-
sveitir sem beita miskunnarlaust ofbeldi til að berja niður öll
mótmæli. Námsmenn sem staðið hafa í fararbroddi andófsins
mega sín lítils í slagnum við Khamenei erkilderk. Þeir eru í
svipuðum sporum og unga fólkið á Torgi hins himneska friðar
í Kína fyrir áratug. I báðum þessum einræðisríkjum er lýðræði
og frelsi enn aðeins fjarlægur draumur.
Elías Snæland Jónsson
Tnun flytur fólldð
Trúin flytur víst fjöll að sagt er.
Aldrei hefur Garri þó orðið
vitni að slíku. Helst að stór-
virkar vinnuvélar og grjótflutn-
ingabílar á stærð við stærstu
einbýlishús hafi afrekað slíkt
svo Garri hafi orðið var við. Og
trúin flytur ýmislegt annað.
Einhver undarleg trú hefur
flutt hálfa þjóðina á lítinn rok-
blett í landnámi Ingólfs og þar
í kring. Hvaða trú er það sem
veldur slíkum þjóðflutning-
um? Trúin á fjölbreyttara líf?
Trúin á betri afkomu? Trúin á
betri vinnu og hærri laun?
Einhvern tíma heyrði Garri
talað um hun-
dalógík (ef kött-
ur, þá elta) og
einmitt sú trú
fólks að það geti
haft það betra
með því að flytja
til höfuðborgar-
innar hlýtur að
falla undir þá
skilgreiningu.
Kötturinn er
nefnilega kom-
inn í sekkinn og aldrei hefur
þótt góð pólitík að kaupa slíka
ketti.
Himdrað þúsund
kaU
Vissulega hefur Garri líka
heyrt af fyrirtækjum sem
starfa hvort tveggja úti á landi
og á höfuðborgarsvæðinu og
greiða hærri laun þeim sem
starfa á höfuðborgarsvæðinu.
Og almennt að laun séu hærri
í höfuðborginni en úti á landi.
Gott og vel. Trúin á betri af-
komu hefur þá ef til vill dregið
einhverja suður. Með betri af-
komu er líka hægt að fara oft-
ar í Elko og kaupa fleiri tæki
sem enginn þarf. Og hvar
nema fyrir sunnan er hægt að
komast í slík kjarakaup sem
Iandinn hefur fengið að kynn-
ast á Iiðnum misserum?
Straumurinn liggur sumsé
suður. Svo rammt kveður nú
að þessum faraldri að nýbúar
höfuðborgarsvæðisins fara um
í flokkum með hundrað þús-
und kallana að vopni í leit að
húsnæði - bara einhverri kytru
til að hýrast í á þessu svæði til
að geta verið í íjölmenninu,
notið hins fjölbreytta lífs og
svo framvegis. Hvert er þá far-
in kjarabótin?
Heima er best
Hvað gerir svo
allt þetta fólk
þegar það er
elcki að vinna
fyrir þessum
bættu kjörum?
Eitt það merki-
legasta við alla
þessa flutninga
er einmitt sú
staðreynd að
um leið og flest
þetta fólk kemst
í frí, hvort heldur er helgarfrí
eða eitthvað lengra, þá er það
rokið burt úr bænum - út á
land og oftast þangað sem það
áður var. Þá finnst Garra nú
ólíkt skemmtilegra að búa úti
á landi en skreppa bara suður
svona endrum og sinnum til
að upplifa heimilistækja-
biðraðirnar og Grjótaþorpshá-
vaðann en sleppa við að greiða
hundrað þúsund kallinn í
húsaleigu og að bíða tímunum
saman í bílabiðröðum tvisvar á
dag til að komast úr Grafar-
voginum og í hann aftur.
GARRI
Þjóðemisvitimd pylsu
gerðariimar
I viðamikilli könnun þar sem
Ieitast var við að komast að því,
hvaða bók Islendingar teldu að
stæði undir því að teljast „bók
aldarinnar" kom ekki á óvart að
Kökubók Hagkaups var meðal
tíu efstu hugverkanna. Einhverj-
ar þúsundir tóku þátt í skoðana-
könnunni og lentu bækur um
frjálslegt ástarlíf ungmenna ofar-
lega á vinsældalistanum. Af ýms-
um ástæðum var ágætt verk eftir
nóbelsskáldið okkar mikið í
sviðsljósinu þegar könnunin á
bókmenntasmekk nútíðarinnar
var gerð. Það bjargaði því að
lestrarhestar gerðu sig að algjör-
um fíflum. En á listanum yfir
„helstu bækur“ aldarinnar gat
hvergi að líta marga afburðahöf-
unda en þeim mun meira af
tískudindlum tíunda áratugar-
ins.
Nú stendur yfir kosning per-
sónuleika árþúsundsins og standa
mikil upplýsingafyrirtæki að
henni ásamt þjóðlegustu pylsu-
gerð lýðveldisskeiðsins. Er farið
að leka út hvernig leikar standa
og enn er það höfundur Sjálf-
stæðs fólks, sem ber höfuð og
herðar yfir forfeður sína eins og
samtíðarmenn. Skörungur full-
veldis- og sjálfsæðisbar-
áttu, Jón Sigurðsson,
forseti Hins íslenska
bókmenntafélags,
kemst á blað. Er næsta
furðulegt að þeir sem
kjósa, skuli muna eftir
löngu dauðum manni. j
Grafnir og gleymdir
Söguþekkingu kjósenda sýnist
þannig farið, að þeir muni vart
nema eigin samtíð. Húsfreyjur
Bessastaða eru hiklaust teknar
framyfir aðra kvenskörunga Is-
landssögunar og listamenn sem
hafa verið tíðir gestir í sjónvörp-
um fylgja á eftir.
Ekki verður þess vart að hátti-
virtir kjósendur persónuleika ár-
þúsundsins hafi frétt af þeim
frændum Snorra Sturlusyni og
Sturlu Þórðarsyni, hvað þá
kirkjuhöfðingjunum ísleifi Giss-
urarsyni eða Jóni Arasyni. Ari
fróði og herra Guðbrandur Þor-
láksson voru duglegir
mótunarmenn ís-
lenskrar sögu og
menningar, en eru
ekki sjáanlegir á Iista
yfir mikilmenni, frem-
ur en trúarskáld krist-
ins árþúsunds, Hall-
grímur Pétursson.
Það er eðlilega alltaf álitamál
hver er mestur og bestur, nema í
íþróttum og vinsældakeppni
stjórnmálanna, en samt hlýtur
að vera hægt að gera kröfu til
þess að þeir sem efna til keppni
af því tagi sem hér eru nefndar,
geri sér ekki Ieik að því að flagga
fávísi og lágkúru bókmennta-
þjóðarinnar.
Nútímafólk
Annars er enginn þess umkom-
inn að ákvarða einhliða hvað er
þekking, menning eða lágkúra.
Ekki heldur hvaða einstaldingar
standa upp úr persónuleika-
keppninni og hverjir hljóta þann
dóm að vera gleymdir og grafnir.
En ósköp er samt leiðinlegt að
eingöngu nútímamenn, að Jóni
forseta undanskildum, skuli
koma til greina, en allt það fólk
sem skapaði íslenska hámenn-
ingu og gerði hana gjaldgenga
meðal þjóða kemst ekki á blað.
Kannski vegna þess að það borð-
aði ekki frjálsu lýðveldispylsurn-
ar og var ekki uppi á tímum dag-
skrágerðar sýbyíjunar.
Þvf nú skundum við á Þingvöll
og étum pylsur undir blaktandi
þjóðfánum, eins og auglýsinga-
stofa kynnir þjóðernisvitund ár-
þúsundsins.
Ertu sammála því að
lífsgæðin á íslandi séu
með því besta sem þehk-
ist í heiminum?
(Samkvæmt könnun SÞ er
ísland í 9. sæti en best er að
búa í Kanada)
Guðmundur Ami Stefánsson
þingmaðurSamJylkingarinmr
„Já, þó auðvitað
séu skuggablettir
á tilverunni í ljósi
þeirra staðreynda
að misskipting
gæðanna hefur
mjög aukist með
meiri velsæld.
Það er verkefni stjórnmála-
manna að tryggja að skipting
gæðanna sé sem jöfnust."
Oddur Helgi HaUdórsson
iðnrekandi og bæjaijulltrúi L-lista á
Akureyri
„Eg er á þeirri
skoðun að al-
mennt öryggi sé
mjög gott hér á
landi, og það tel
ég tvímælalaust
til lífsgæða. Hér
nýtur persónan
sín mjög vel og hér er mjög gott
að ala upp börn. Ef það er ekki
til staðar hafa ytri gæði ekkert að
segja."
Bjöm Snæbjömsson
formaðurverkalýðsfélagsins Einingar■
IðjuíEyjafiiði
„Sumir hafa það
mjög gott en lífs-
gæðin eru mjög
misjöfn og bilið
milli þeirra sem
hafa það gott og
þeirra sem lökust
kjörin hafa, eða
hafa það jafnvel slæmt, hefur
verið að aukast á allra síðustu
árum. Hinir sem verst eru stadd-
ir eru verr staddir, en þeir betur
settu hafa það enn betra.“
Bjöm Grétar Sveinsson
form. Verkamannasambands ísiands
„Þau eru ábyggi-
lega góð miðað
við þann mæli-
kvarða sem not-
aður er við þessa
útreikninga. Sé
horft vítt og
breitt um heim-
inn erum við Islendingar ekki illa
staddir því víða er ástandið
hrikalegt, t.d. hvað varðar mann-
réttindi. Sums staðar tekst ekki
að brauðfæða alla ibúa viðkom-
andi lands, og vfða viðgengst
barnaþrælkun. En skipting auðs-
ins er æði misjöfn og hefur farið
versnandi."
Garðar Sverrisson
varaform. Öryrkjabandalags íslands
„Er við lítum á
möguleika fólks
til jafnrar þátt-
töku í samfélags-
háttum er ljóst að
við látum það
gjalda t.d. fötlun-
ar sinnar í ríkari
mæli en við hæfi þykir meðal sið-
aðri þjóða. A meðan slíkri að-
skilnaðarstefnu er viðhaldið get
ég því miður ekki tekið undir
þessa sjálfumglöðu staðhæf-
ingu.“
•iJornnans go JÍað unhiol .nióiod
óiv 'iíióiiil T3 nnnuJlárJ 30 uöugrntiazgnill'fid uri bi clJocj óevd ,'mj rnuniJlaicj á öirtgaTujgnaTqa rrxaz íiirlr;