Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 5
FRÉTTIR
■ k v ; ., /,! 'v • i- i. u vi >
£UiJí T.VJlA£.BJt : JJSyÆLlÍÍ-9^g - S
Hagavatn stækkað
eða látið hverfa
Flóðið sem orsakaðist
vegna framhlaups
Eystri-Hagafellsj ök-
uls er í rénuu. Reikn-
að er með að jökull-
iun sé „lentur“.
Hugmyndir eru nú uppi um að
stífla útrennsli Hagavatns og þar
með stækka það og tryggja um
leið jafnari stærð þess en verið
hefur undanfarin ár. Yfirfallið
yrði þá um Leynifoss, um 100
metra háan foss sem er gamalt
útrennsli Hagavatns allt þar til
mikið flóð í vatninu 1938 skóp
núverandi útrennsli.
Fyrir hartnær fjórum árum lá á
borði skipulagsyfirvalda og um-
hverfisráðuneytis tillaga þess
efnis að stífla Hagavatn, en sú
tillaga var kærð og hefur síðan
ekki verið til umræðu. Land-
græðslan hefur látið gera nokkr-
ar rannsóknir á áhrifum þess að
stækka Hagavatn um helming og
hefur fengið stuðning sveitar-
stjórnar Biskupstungnahrepps
þess efnis, þ.e. að stífla útrennsl-
ið með 16 metra hárri stíflu og
hækka vatnið um 12 metra og
Landgræðslan
telur að í stöð-
unni séu aðeins
tveir möguleikar;
að stækka vatnið
eða að það hverfi
alveg svo mögu-
legt sé að græða
upp botn þess og
hindra þar með
fok á landinu.
Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum, segir að
það verði ekki hægt að ráða við þennan breytilega vatns-
botn öðruvísi en að stífia Hagavatn.
þannig færu allir aurar í kaf og
ekki stafaði hætta af foki í norð-
anátt þegar aurframburður jök-
ulsins þornaði. Hefur sveitar-
stjórn jafnframt komið þeirri
samþykkt til umhverfisráðherra,
Sivjar Friðleifsdóttur.
Skreið eiim
kílómetra
Flóðið sem or-
sakaðist vegna
framhlaups
Eystri-Hagafells-
jökuls er nú í
rénun en jökull-
inn hefur skriðið
fram um hartnær
einn kílómetra
og hækkað vatns-
borð Hagavatns
verulega. Reikn-
að er með að jök-
ullinn sé „lentur“. Þegar flóðið
var í hámarki hreinsaðist ofan af
garði við Sandavatn og við það
flæddi nokkuð í Tungufljót.
Fyrir hartnær 15 árum var
Sandavatn stækkað fjórfalt sem
tryggði nokkuð stöðugt vatns-
borð vatnsins og hafa áhrif þess
hugnast forráðamönnum Land-
græðslu ríkisins mjög vel því
annars getur orðið gríðarlegt
sandfok á þessum slóðum þegar
kemur fram á haustið, ef vatnið
minnkar, svo ekki sé talað um ef
það hverfur alveg.
Björn Sigurðsson, bóndi í Ut-
hlíð í Biskupstungum, segir að
vatnsborð Hagavatns hafi hækk-
að um 5 metra og einnig hafi yf-
irborð Sandavatns hækkað veru-
lega. Við hækkun Hagavatns hef-
ur sest gífurlegt magn af aur í
vatnið sem síðan þornar þegar
vatnið sjatnar. Þá er hætta á að
hann fjúki yfir sveitina. Björn
segir að það verði ekki hægt að
ráða við þennan breytilega vatns-
botn öðruvísi en að stífla Haga-
vatn.
Göngubrúm gaf sig
Göngubrúin við affallið úr Haga-
vatni lét undan ágangi vatns
skömmu fyrir miðnætti í fyrri-
nótt. Vonast hafði verið tií að
hún þyldi ágang flóðsins, en í
gærkvöld safnaðist ís undir hana
og laust fyrir miðnætti gaf hún
sig og hvarf í beljandi straum ár-
innar. - GG
Guðmundur Gunnarsson.
Verkalýðsfor-
ingi gerðist
landvörður
Menn hafa eflaust tekið eftir
sjónvarpsauglýsingu, þar sem
hinn kunni og skeleggi verka-
lýðsforingi, Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins, auglýsir landakort
og er titlaður landvörður.
„Jú, það er rétt ég tók að mér
að vera skála- og landvörður á
Fimmvörðuhálsi í eina viku í
sumar. Eg gerði þetta bara að
gamni mínu. Ég geri mikið af
því að þvælast um fjöll og firn-
indi með farangur minn á bak-
inu bæði sumar og vetur. Ég er í
stjórn Utivistar og það kom upp
að það vantaði landvörð þarna í
eina viku og ég sló til. Það hitti
svoleiðis á að þetta var sömu
vikuna og konan mín fór sem
fararstjóri til Noregs með hand-
boltaliði frá Fjölni. Ég var hér
heima með strákana okkar og
við fórum bara feðgarnir og
gerðumst landverðir," sagði
Guðmundur í samtali við Dag.
-S.DÓR
Skriða fjarlægð
með varuð
Vegagerðin hefur loks stungið
rennu í gegnum hina geysistóru
skriðu sem féll á veginn til Siglu-
Ijarðar í Almenningum 19. júní sl.
og var efninu komið niður í fjöru.
Skriðan var talin vera um 25.000
rúmmetrar. Vegagerðin hefur far-
ið sér hægt við þessar fram-
kvæmdir þar sem óttast var að
með því að moka efninu af vegin-
um gæti það orsakað nýja skriðu.
Jarðfræðingar hafa komið að því
verkefni en hætta var talin á að
um meiri jarðveg losnaði ef sum-
arið yrði mjög votviðrasamt. Rás-
ina, sem þannig myndaðist, á að
nota til þess að taka á móti því
efni sem ýtt verður niður úr fjall-
inu þaðan sem skriðan átti sín
upptök. Farið verður upp á
Kóngsnef í 50 til 60 metra hæð
yfir veginum og þaðan rutt fram
efni. Vegafláinn ofan vegar hefur
verið fullbrattur, eða 45 gráður,
en verður nú mildaður og verður
eftir lagfæringarnar með 33
gráðu halla.
Viðgerðin á veginum er talin
Skriðan á veginum til Sigtufjarðar. Magnið var alveg gríðarlegt mynd: bv
kosta um 10 milljónir króna en
einnig þarf að laga malbikið sem
víða hafði sprungið undan þung-
anum. Einnig er vegurinn á þessu
svæði á hreyfingu á um 5 til 6 km
kafla og við það myndast sigdæld-
ir og sprungur í veginn. Þeir sem
leið eiga um veginn í Almenning-
um eru varaðir við þessu sigi með
aðvörunarskiltum frá Vegagerð-
inni beggja vegna vegarins. Oör-
yggi þessa vegar er efalaust vatn á
myllu þeirra sem vilja fá sem fyrst
jarðgöng milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð.
- GG
Meira fé í umhverfismál
Umhverfisdeild Akureyrardeildar
hefur nú í ár úr minni flármunum
að moða heldur en undanfarin ár.
Megin ástæður fyrir því eru þær
að síðustu árin hefur verið sér-
stakt átak í gangi í fegrun bæjar-
ins, en því er nú lokið af hálfu
bæjarins. Þar af leiðandi fær um-
hverfisdeildin nú 1 5 milljónir úr
bæjarsjóði til nýrra framkvæmda í
bænum í stað 30 milljóna síðast-
liðin ár. Vegna þessa hefur nefnd
umhverfismála á Akureyri sótt
um aukafjárveitingu frá bæjarráði
vegna þriggja ára áætlunar fyrir
árin 2000-2002.
Arni Steinar Jóhannsson segir
að það sé hlutverk nefndarinnar
að koma með slíkar tillögur, eins
og um umrædda aukafjárveitingu.
Hann sagði einnig að nefndin
gerði sér grein fyrir að nú væri
upphæðin lægri en undanfarin ár
og þess vegna yrði minna gert, en
nefndin vilji gjarnan fá meiri pen-
inga til þess meðal annars að geta
fylgt eftir umhverfislagfæringum í
nýjum hverfum f bænum. Nefnd-
in telur að þessar 15 milljónir
muni ekki duga, til þess að halda
í horfinu því alltaf sé byggt og
alltaf stækki bærinn og þess
vegna þurfi meiri peninga. - AÞM
Aukið vísmdasamstarf við BandaríMn
Verulegur áhugi er í Bandaríkjunum á auknu vísindasamstarfi við Is-
lendinga og er gert ráð fyrir að á næstu mánuðum verði lagt út í ís-
lensk-bandarísk samstarfsverkefni. Þetta kemur fram í nýju frétta-
bréfi Rannsóknarráðs Islands. Forráðamenn Rannís heimsóttu ný-
lega höfuðstöðvar NSF (National Science Foundation) og NIH
(National Institutes of Health), helstu stuðningsstofnanir vfsinda þar
í landi, en þær hafa að undanförnu fengið stóraukin Ijárráð í sam-
ræmi við stefnu Clintons að efla vísindastarf. Einkum er horft til
samstarfs þjóðanna á sviði umhverfisrannsókna, t.d. í jarð- og lífvís-
indum. - B]B
Nýjar NMT-stöðvar
Ný NMT-stöð hefur verið opnuð á Gagnheiði, með loftnet sem snúa
í norður. Stöðin, sem er tveggja talrása, á þannig að bæta samband á
nýja veginum yfir Möðrudalsöræfi, Háreksstaðaleið. Að sögn Ólafs Þ.
Stephensen hjá Landssímanum, nær NMT-kerfið nú meira og minna
um allt land.
„Stöðin á Gagnheiði er ein þriggja, sem bætast við í sumar til að
riða netið enn þéttar. Hinar tvær eru á Gunnólfsvíkurljalli og á Fjórð-
ungsöldu. Stöðin á Gunnólfsvíkurljalli hefur þegar verið opnuð. Hún
er sextán rása og þjónar einkum skipum og bátum," sagði Ólafur. Fyrr
á árinu var opnuð ný fjögurra rása stöð í Skaftafelli og önnur slík á
Stöðvarfirði. - BJB
Öm Evrópu-
meistari
Örn Arnarson varð í gær Evr-
ópumeistari unglinga í 200
metra skriðsundi. Mótið er
haldið í Moskvu og er þetta í
fyrsta sinn sem íslendingur
hlýtur gullverðlaun á því. Tveir
aðrir íslendingar komust í úr-
slit. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir
varð í níunda sæti í 100 metra
baksundi og Jakob Jóhann
Sveinsson varð í 15. sæti í 50
metra bringusundi.
Örn Arnarson vann glæsilegt afrek í gær.