Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 12
'f?Mm r u fí /i c ii 11 i i. j újí¥ ÍÞRÓTTIR Houllier fær úr iiieiru að moða Gerard Houllier, framkvæmda- stjóri enska stórliðsins Liver- pool, mun fá 20 milljónir punda til Ieikmannakaupa, eftir sölu á 10% hlut í félaginu. Hann hefur verið duglegur að fá til sín leik- menn að undanförnu og hefur nú þegar eytt 16 milljónum punda. Meðal annars hefur hann keypt Vladimer Smicer og fleiri sterka Ieikmenn, en nú er hann með fleiri í sigtinu. Nefnd hafa verið nöfn eins og Stephen Hughes, frá Arsenal, og Marc Vivian Foe, frá West Ham í þvi sambandi. Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, segir að salan sé mjög góð fyrir félagið og segir að ekki sé verið að taka félagið yfir. „Við munum halda sjálfstæði okkar. Þessir aðilar munu ekki hafa áhrif á fótboltalega hlið rekst- ursins, á meðan við getum ein- beitt okkur betur að henni," sagði Parry. Hann bætti því við að Liverpool hefði neyðst til að flytja sig á vit 21. aldarinnar, til að félagið gæti keppt við bestu lið Evrópu. — aþm -Dj^ur Meistaramót golfklúbba I dag hefjast meistaramót golfklúbbanna, en spilaðir verða 72 holur og lýkur mótinu á laugardag og sunnudag, mismunandi eftir klúbb- um. Rúmlega 7000 kylfingar eru aðilar að GSI og mikill Qöldi þeirra tekur þátt í meistaramóti síns Idúbbs. Því eru meistaramótin ein af stærstu viðburðunum í golfinu á hverju ári. Þúsundir kylfinga verða við keppni næstu daga og allir golfvellir þétt setnir. íslendingar hafa lokið keppni Islensku keppendurnir í fijálsum íþróttum hafa allir lokið keppni á Olympíudögum æskunnar, sem fram fara í Esbjerg í Danmörku þessa dagana. íslendingarnir stóðu sig í heildina mjög vel og margir að bæta sinn persónulega árangur verulega. Mörg þeirra voru mjög nálægt því að komast í 8 manna úrslit í sínum greinum og oft var það einskær óheppni að þau skildu ekki komast þar inn. Þjálfari Chile arfareiður Nelson Acosta, þjálfari Chile, er afar reiður út í Iögregluna i Paragu- ay þessa dagana. Acosta fékk rautt spjald í Ieik sinna manna við Ur- uguay, og fékk lögreglufylgd upp í áhorfendastæði. Fimm lögreglu- þjónar tóku hann höndum og drógu hann út af vellinum. Acosta sagði að Iögreglan hafi komið beint að bekknum eftir að dómarinn hafði gefið honum rautt spjald og ráðist á hann undir eins. „I stað þess að vernda mann, reyndu þeir að draga mig út af leikvellinum. Eg er mjög sár. Þeir voru að reyna að gera eitthvað, sem ekki er hluti af starfi þeirra," sagði Acosta eftir Ieikinn. — AÞM Uruguay í úrslitin Uraguay tryggði sér sæti í úrslitaleik Suð- iir-Aineríku bikarsins í knattspymu í fyrri- nótt, eftir vítaspymu- keppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Chile og Uruguay mættust í fyrri undanúrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins í fyrrinótt í hörkuleik, þar sem vítaspyrnukeppni þurfti til þess að skera úr um hvort lið- ið kæmist í úrslitaleikinn. Það var að lokum Uruguay, sem tryggði sér sigurinn, þegar að fyrirliði þeirra Magelano skoraði úr fimmtu spyrnu Iiðs síns. Aður hafði hinn ungi markvörður Ur- uguay, Fabian Carini, varið glæsilega aðra vítaspyrnu Chile. Fátt var um góð færi í fyrri Martröð Marcelo Salas virtist engan enda ætla að taka. hálfleik, en þó mátti sjá glæsileg tilþrif og gott spil eins og vana- lega í þessari keppni. Uruguyar náðu forystunni á 14. mínútu hálfleiksins, eftir hornspyrnu. Það var varnarmaðurinn Alej- andro Lembo, sem skoraði glæsilega með skalla, stöngin inn. Aðeins nokkrum mínútum síðar fengu Chilemenn auka- spyrnu 30 metrum frá marki Ur- uguay. Jose Luis Sierra tók spyrnuna og skaut í þverslá með glæsilegu skoti, en í kjölfarið var dæmd umdeild vítaspyrna fyrir hrindingu í teignum. Marcelo Salas tók vítið, en martröð hans f keppninni hélt áfram, er hann skaut í þverslá. Chilemenn náðu síðan að jafna leikinn á 18. mfnútu síðari hálfleiks, eftir góða aukapyrnu frá Sierra. Það var Ivan Zamora- no sem skoraði markið með fal- legum skalla f bláhornið. Zamorano þurfti síðan að fara af Ieikvelli skömmu fyrir Ieikslok, en það breytti ekki gangi leiksins og því þurfti að grípa til víta- spyrnukeppni. Eins og áður sagði voru það Urugayar, sem að báru sigur úr býtum, 5-3 eftir vítin. I nótt var svo leikur Brasilíu og Mexíkó, en betur verður fjallað um þann leik á íþróttasíðum Dags á morgun. — AÞM Anelka hótar að lögsækja Arsenal efhann fær ekki að fara til Lazio. Þrautagangan heldur áfram Þrautaganga framheijans unga, Nicolas Anelka, heldur áfram. Samningaviðræður Arsenal og Lazio sigldu í strand í gær, þegar að umboðsmaður Anelka, Marc Roger, sagði að Lazio vildi ekki kaupa kappann á því verði sem að Arsenal setti upp, sem hljómaði upp á 26 milljónir punda. Juventus hefur hins vegar að sögn boðið 50 milljónir í Anelka, sem hefur hins vegar hótað lög- sókn ef ekki verði farið að kröfum hans um að spila með Lazio á næsta tímabili. Rosenborg og Benflca komast að samkomulagi Norska Iiðið Rosenborg og Portúgalarnir í Benfica hafa loks komist að samkomulagi í deilu liðanna um framherjann sterka Sigurd Rushfeldt. Samkvæmt upplýsingum frá Benfica hafa félögin sæst á greiðslufyrir- komulag, sem varð deiluefni þeirra fyrir nokkrum dögum, eft- ir að Rosenborg sá engar greiðsl- ur fyrir kappann. Benfica neitaði þessu hins vegar og menn þar sögðu að upphæðin yrði greidd, en sögðu einnig að Rushfeldt hafi farið í frí til Noregs og kæmi til liðs við Benfica á fimmtudag [í dag], í æfingaferð til Austur- ríkis. Rushfeldt var einn af marka- hæstu leikmönnum í Evrópu á síðasta tímabili með 27 mörk. Hann var búinn að skora 15 Sigurd Rushfeldt fær loks að yfir- gefa Rosenborg, eins og hann hafði lengi dreymt um. mörk í 13 Ieikjum áður en hann ákvað að fara til Benfica. - AÞM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.