Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 11
Ik^Mr
FIMMTUDAGUR ÍS. JÚLÍ 1999 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Fridarferlið á N-
Irlandi í uppnámi
Leiðtogar mótmælenda segja að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sé
búinn að klúðra samkomulaginu.
Breski forsætisráð-
herrann er milli
tveggja elda. Klemma
vegna þeirra tima-
marka sem hann og
forsætisráðherra
írlands, settu sér.
Eftir að breska þingið var búið að
samþykkja drögin að samkomu-
laginu um heimstjórn á Norður-
Irlandi, þar sem gert var ráð fyrir
að bæði mótmælendur og kaþ-
ólskir tækju þátt, varð Tony Blair,
forsætisráðherra, að gera nokkrar
breytingar á stjórnarskrá heima-
stjórnarinnar til að þóknast mót-
mælendum, sem þótti mjög hall-
að á sinn rétt eftir meðferð neðri
deildar þingsins í London.
Er breski forsætisráðherrann
nú milli tveggja elda og er Ientur
í klemmu vegna þeirra tíma-
marka sem hann og Ahern, for-
sætisráðherra Irlands, settu er
þeir lögðu samningsdrögin fram.
Leiðtogar mótmælenda héldu
langan fund í gær og sagði Trim-
bel, foringi þeirra, að Tony Blair
væri búinn að klúðra samkomu-
laginu og væri ekki aðgengilegt
að samþykkja það.
Það sem einkum er ásteitings-
steinn er, að mótmælendur
heimta að Irski Iýðveldisherinn
afvopnist áður en stjórnmáladeild
hans, Sinn Fein, tekur sæti í
heimastjórninni. Gerry Adams,
Ieiðtogi Sinn Fein, segist ekki
hafa vald eða umboð til að skipa
IRA að afvopnast, og telur að
krafa mótmælenda sé aðeins
tylliástæða til þess gerð að koma í
veg fyrir að Sinn Fein fái fulltrúa
í heimastjórn Norður-írlands.
Mikil áhersla er lögð á að ná
samkomulagi ekki síðar en í dag,
fimmtudag, og þar er framtíð
friðsamlegrar sambúðar trúar-
hópanna að veði.
A Norður-írlandi búa 1,6 millj-
ónir manna og eru 60 af hundraði
mótmælendur og vilja áframhald-
andi samband við Bretland en
kaþólskir eru 40 af hundraði og
vilja sameinast írska Iýðveldinu.
Heimastjórnin er málamiðlun.
Fíkniefn-
umhættí
tóhák
Kemísk efni sem vekja fíkn og
kakó sem bætir bragð er sett í
sígarettutóbak til að örva neysl-
una. Þetta er niðurstaða rann-
sókna sem gerðar hafa verið í
Bretlandi og Bandaríkjunum og
var skýrsla um málið lögð fram í
gær.
Aðstandendur skýrslunnar
segja að tóbaksframleiðendur
hafi bætt aukaefnum í sígarettur
þegar draga fór úr reykingum til
að örva söluna. Aukaefnin ná
fljótt og vel til heilans og gera
meðal annars það að verkum, að
unglingar og aðrir sem hefja
tóbaksneyslu komast fyrr upp á
bragðið og verða háðir reyking-
um. Efni eins og kakó er bætt í
til að milda bragðið af reyknum.
Skorað er á yfirvöld að setja
strangari reglur um hvað efni
eru sett í sígarettutóbak.
Skýrsluhöfundar segja að það
skjóti skökku við, að þegar eitur-
efni finnst í matvælum er sala
stöðvuð og víða eru þung viður-
Iög við sölu á eitruðum mat.
Talsmenn tóbaksframleiðenda
neita öllum ásökunum eins og
fyrri daginn.
Skæruliðaforingi
handsamaður
Alberto Fujimori, forseti Perú,
tilkynnti í gær að æðsti foringi
skæruliðasamtakanna Skínandi
stígs hafi verið handsamaður og
muni nú verða gengið á milli bols
og höfuðs á uppreisnarmönnum,
en samtökin, sem berjast fyrir að
koma á kommúnisma, eru elstu
og ein blóðugustu samtök
hermdarverkamanna í Róm-
önsku Ameríku.
30 þúsund manns hafa fallið í
átökum stjórnarhersins og
skæruliða síðan Ramirez stofnaði
Skínandi stíg, en hann var hand-
tekinn 1992 og þá tók við Felici-
ano, sem nú er bak við lás og slá.
Gamli foringinn var fyrst og
fremst hugmyndafræðingur upp
á gamlan móð, en Feliciano lagði
meiri áherslu á hernaðarupp-
byggingu liðsmanna sinna. Fyrr á
þessum áratug réðu þeir megin-
hluta Iandsins en stjórnin hafði
tögl og hagldir í borgum og bæj-
um. Sprengjuárásir voru tíðar í
þéttbýlinu, en stjórnarherinn
beið lægri hlut í dreifbýli. Mun-
aði ekki miklu að Skínandi stígur
kæmi stjórninni á hné þegar
veldi skæruliða var sem mest.
Þegar Fujimoro var kosinn for-
seti 1990 einbeitti hann sér að
því að kljást við skæruliða og hef-
ur orðið vel ágengt. Hann hefur
ávallt neitað að semja um eitt né
neitt við skæruliða og hefur stað-
fastlega lofað því að ráða niður-
lögum Skínandi stígs. Allt útlit er
á að honum sé að takast það, en
hann hefur fengið meirihluta
þjóðarinnar á sitt band með því
að gefa ekki eftir.
1500 hermenn hafa fínkembt
svæðið sem Feliciano dvaldi á í
tvær vikur og þegar þeir leituðu
hús úr húsi í þorpi einu, sem
grunur lék á að hann fælist í,
fannst hann ásamt þremur kon-
um sem voru í skæruliðasveit
hans. Hermenn höfðu skipun
um að ná foringjanum Iifandi og
var hann tekinn án þess að til
vopnaviðskipta kæmi.
Er þetta talinn mikill sigur fyr-
ir Fujimori forseta og tryggja
hann í sessi. En fyrir nokkrum
árum árum niðurlægðu skæru-
liðar hann svo illilega að litlu
munaði að hann hrökklaðist frá
völdum. Það var þegar þeir
hertóku japanska sendiráðið í
Lima, þar sem veisluhöld fóru
fram, og héldu gíslum þar mán-
uðum saman.
Stúdentum hótað
Tugir þúsunda stuðningsmanna
klerkaveldisins í íran gengu um
götur Teheran í gær til að sýna
samhug sanntrúaðra og mót-
mæia frelsiskröfum stúdenta
sem efndu til mótmælaaðgerða
sex daga í röð.
Yfirmaður öryggismála lands-
ins lét þau orð falla, að óeirða-
seggirnir yrðu látnir svara til saka
og refsað eftir lögum landsins.
Það getur þýtt dauðadóma.
Mannfjöldinn hrópaði slagorð og
vandaði stúdentum ekki kveðj-
urnar. Ajatollarnir voru hylltir en
hrópað var „dauði yfir Ameríku"
og fleira í þeim dúr.
Katami, forseti, hefur tekið af-
stöðu gegn stúdentum og segir
að markmið þeirra hafi verið ill.
En þeir voru einmitt að lýsa yfir
samstöðu með forsetanum og því
frelsi til orða og athafna sem
hann er sagður hafa barist fyrir.
Lestarmorðmgtnn líka nauðgari
Lestarmorðinginn sem grunaður
er um átta morð og var handtek-
• inn í Texas á þriðjudag lét sér
ekki nægja að myrða fólk heldur
nauðgaði hann konum og stal
‘eigum fórnarlamba sinna.
| Við yfirheyrslur játaði hann á
; sig að hafa nauðgað ag myrt dr.
SClaudiu Benton í desember s.l. ,
*en hann braust inn á heimili
hennar og hirti þar skartgripi og
fleira eftir að hafa framið verkn-
aðinn. Hann kveðst einnig hafa
nauðgað kennslukonunni Noemi
Domingues áður en hann myrti
hana í Hustón í Texas í júnímán-
uði.
Ekki munu öll kurl enn vera
komin til grafar varðandi glæpa-
feril mannsins, en hann situr
undir stöðugum ytirheyrslum, en
hefur enn ekki verið ákærður.
Sagt er að systir hans, sem býr í
Nýju Mexikó, hafi haft pata af
því að lestarmorðinginn eftirlýsti
væri bróðir hennar og hafi hún
komið lögreglunni á slóð hans,
en hann var handtekinn s.l.
sunnudag.
wwwvisiris
FYRSTUR MED FRETTIRNAR
Antíksölusýning
Vorum að fá sendingu af gullfallegum
antíkhúsgögnum. Borðstofur, skápar,
sófaborð, sófar, skrifborð, stólar og margt
fleira. Gæðavara sem sjaldan hefur sést
á Islandi.
/
I Perlunni
15 til 18 júlí
Opið frá 12 til 19
alla dagana