Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 4
4,„ FW,an'UQAev*'i$' 19 ,
FRÉTTIR
Heilsudagur á Siglufirdi
Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkti í vor að fela bæjarráði að vinna að
því að koma á sérstökum heilsudegi á Siglufirði í sumar þar sem
áhersla verði lögð á heilbrigt líf í sem víðustum skilningi. Að skipu-
lagningu dagsins og nánari tímasetningu verði unnið í samráði við
Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar.
Vegskáli á Siglufjaxðarveg
Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur samþykkt að óska eftir því við Vega-
gerðina að hún láti gera frumathugun á byggingu vegskála á Siglu-
Ijarðarvegi, milli Siglufjaröar og Strákaganga, á þeim stöðum þar sem
snjóflóð eru hvað tíðust. Undanfarna vetur hafa mörg snjóflóð fallið
úr giljum á þessari Ieið, sérstaklega tveimur giljum, og skapað mikla
hættu fyrir vegfarendur. Oft hefur vegurinn lokast. Bæjarstjórn telur
að nú þegar hafi skapast góð reynsla af vegskálum.
Aukiu líkamsrækt í íþróttahúsinu
íþrótta- og æskulýðsnefnd Siglufjarðar hefur verið að fást við endur-
skipulagningu starfsemi íþróttahússins og Sundhallarinnar, endur-
skipulagningu við íþróttasvæðið og starfsemi æskulýðsheimilis. Vilji
er til þess að koma á fót auldnni líkamsræktarstarfsemi tengdri
íþróttahúsi og hefur nefndin verið að vinna að útfærslum á slíkri
starfsemi. Innan tíðar verður hafist handa við breytingar á fyrrver-
andi húsnæði Billans við Lækjargötu og þannig verður hægt að nýta
það til starfsemi æskulýðsheimilis á komandi vetri. Opnunartími
sundlaugar hefur verið frá 28. júní samfelldur frá kl. 7 á morgnana
til kl. 9 á kvöldin og frá kl. 10 til 5 um helgar. Varið verður um 2
milljónum króna til endurbóta á sundlaugarhúsinu, skipt um glugga
og settar dyr á suðurvegg, þar sem heiti potturinn er. Bæjarstjórn
hefur styrkt Golfklúbb Sigluíjarðar um 100 þúsund krónur til tækja-
kaupa sem kosta klúbbinn um 500 þúsund krónur.
Siglfirðingar sækja um byggðarkvóta
Bæjarráð Siglufjarðar
hefur samþykkt að
sækja um 1000 tonna
byggðarkvóta af
þorski. Kvótanum
verði úthlutað til
Sigluíjarðarkaupstaðar
sem framlengi hann til
fiskibáta eða fiskverk-
enda gegn því að afl-
inn verði unnin á
Síglufirði. Allur bol-
fiskkvóti Þormóðs
ramma - Sæbergs er
unninn úti á sjó og
kvóti smábáta er lítill, eru þrjár fiskverkunarstöðvar á Siglufirði verk-
efnalausar meiri hluta ársins. Undanfarin þijú ár hafa smábátar lagt
á land um 6-700 tonn af fiski á ári, en gætu, miðað við bátaljöldann,
fiskað um 16-1700 tonn. Sá afli mundi skapa töluverðan fjölda nýrra
starfa og meira atvinnuöryggi hjá siglfirsku fiskverkunarfólki.
Saga skólastarfs í Siglufirði í 100 ái
eíiitút
Ragnar Jónasson ritaði árið 1983 sögu 100 ára skólastarfs í Siglu-
firði og hefur handritið verið í vörslu Grunnskólans. A síðasta ári var
það töívusett og hefur að undanförnu verið í vinnslu hjá bókaútgáfu
í Reykjavík til endanlegrar útgáfu. Skóla- og menningarnefnd beinir
þeim eindregnu tilmælum til bæjarráðs Sigluijarðar að Ieiða verði
leitað til að útgáfa þessi verði að veruleika enda megi reikna með að
verulegur hluti útgáfukostnaðar fáist til baka af sölu bókarinnar sem
Grunnskólinn mun gefa út.
i
Sportvörugerðin hf., Mávahlíð 41, s. 562 8383.
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að þjóðin missi af tekjum og frístundum með núverandi
vinnuframlegð.
Lítil verðmæti
mikil viima
íslendingar skapa lít-
il verðmæti á vinmi-
stund en ná upp góð-
um tekjum með löng-
imi vinnntíma. Draga
jþarf úr umsvifum
hins opinbera.
Verðmætasköpun á vinnustund
er hér í slöku meðallagi, en með
löngum vinnutíma nær hún góð-
um meðaltekjum. Væri þessu
öðruvísi farið hefði þjóðin meiri
tekjur, fleiri frístundir eða hvort
tveggja," sagði Ingólfur Bender
hagfræðingur Samtaka iðnaðar-
ins, sem hafa gefið út rit um
starfsskilyrði frumkvöðla á ís-
landi. I ritinu er byggt á saman-
burði við önnur 28 lönd OECD
og mat lagt á lífskjör þjóðarinnar
og umsvif frumkvöðla hennar.
Sumir viriiia cnnþá iengur
í verðmætasköpun á vinnu-
stund (1.720 krónur árið 1998)
var Island aðeins í 18. sæti, á
milli Bretlands og Japans. Neð-
an við okkur voru aðallega Iönd
við Miðjarðarhaf og í A-Evrópu
ásamt Kóreu, Mexíkó og Nýja
Sjálandi. En með því að dunda
nógu lengi tókst Islendingum að
afla mjög góðra tekna á mann, í
6. sæti. Sumir vinna þó ennþá
lengur. Meðalfjöldi vinnustunda
á mann er Ianghæstur í Banda-
ríkjunum, en Irar, Japanar og
Astralir vinna Iíka lengur en við.
I Noregi og Hollandi eru vinnu-
stundir á mann langfæstar,
fjórðungi færri en hér.
Vaxandi verðbólga skelfir
I stofnun nýrra fyrirtækja eru Is-
lendingar í 2. sæti á eftir Bretum
(en dánartíðnin mun líka há). I
verðmætasköpun í hátæknifram-
leiðslu hrapar landinn á botn-
inn, með 1,3%, en þetta hlutfall
er t.d. 10% í ESB-löndunum. ís-
lensk íyrirtæki verma líka botn-
inn í Ijárfestingum 1992-97,
sem hlutfalli af landsframleiðslu
(8,2%), og óvíða veija fyrirtæki
minna (0,6%) til rannsókna og
þróunarverkefna.
Spár um 3% og 4% verðbólgu i
ár og á því næsta segja forsvars-
menn samtakanna óásættanleg-
ar tölur. „Þetta skelfir okkur svo-
lítið og er úr takt við það sem er
að gerast meðal viðskiptaþjóða
okkar,“ sagði framkvæmdastjór-
inn Sveinn Hallgrímsson. Vextir
séu líka orðnir ríflega tvöfalt
hærri hér á landi en í viðskipta-
löndunum, sem bitni harðast á
litlum og meðalstórum fyrirtækj-
um sem þurfi að afla sér Iánsljár
innanlands.
Stjómvöld þurfa að...
Helstu niðurstöðurnar eru, að til
að bæta starfsskilyrði frum-
kvöðla þurfa stjórnvöld m.a. að:
Draga úr umsvifum hins opin-
bera, lækka skatthlutföll og ein-
falda lög og reglur; afnema lög
og reglur sem hindra samkeppni
og hömlur á nýliðun fyrirtækja;
viðhalda sveigjanleika vinnu-
markaðar; efla anda fyrirtækja-
rekstrar, m.a. með því að draga
úr refsingum fyrir mistök, ýta
undir velvild í garð atvinnu-
rekstrar og efla menntun í raun-
greinum og viðskiptafræðum á
öllum skólastigum. — hei
Verðbólga lægri
mæld á Evrópuskala
Enn einn mánuðinn hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað ríflega -
0,4% - einkum vegna áframhald-
andi hækkunar íbúðaverðs
(1,6%) og síðan hækkana á raf-
magni og hita (3,4%), bensín-
verði (1,5%), flugfargöldum
(5,5%) og gistingu (3,2%). Smá-
vegis verðlækkun hefur hins veg-
ar orðið milli mánaða á mat,
fatnaði og raftækjum (1,7%).
Undanfarna þijá mánuði hefur
vísitalan hækkað um 1,7%, sem
jafngildir næstum 7% verðbólgu
á heilu ári. Síðustu tólf mánuði
hefur vísitala neysluverðs hækk-
að um 3,2% samkvæmt mæling-
um Hagstofunnar.
Að taka hér upp Evrópuvísi-
tölu sýnist heillaráð ætli verð-
bólgan að fara að æða upp úr
öllu valdi. Sú ágæta vísitala
mælir aðeins 1 % verðbólgu hér á
landi frá maí f fyrra til maí í ár -
eða helmingi minni en okkar
heimatilbúna vfsitala.
Ferðakostnaðurtnn bólgnað
Nú á hásumarleyfistíma er for-
vitnilegt að skoða verðþróun
ferðakostnaðar frá því í júlí í
fyrra. Gisting hefur hækkað tvö-
falt meira en almennt verðlag
(rúm 6%) og pakkaferðir einnig
ríflega (tæp 5%). Rekstur einka-
bílsins kostar líka 5% meira en
fyrir ári. Verðlag á veitingahús-
um hefur hækkað minna (tæp
3%) og flugferðir og matur í
nestispakkann enn minna
(kringum 2%). Reikna má með
að „ferðapelinn" sé 3-4% dýrari
en fyrir ári, en ferðafötin ættu
nú að fást á svipuðu verði ef ekki
heldur ódýrari en í fyrra. — HEl