Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 7
OxgHT-
ÞJÓÐMÁL
FIMMTUDAGVR 15. J Ú L í 19 99 - 7
Hrollvekj andi hræætur
HAI.LDÓR
VILHJALMSSON
SKRIFAR
Um framleiðslu kraft-
fóðurs í löndum Evr-
ópusambandsins.
Þegar dvalist er erlendis um hríð
verður vart hjá því komist að sjá
ýmislegt í alveg nýju ljósi, því lífs-
hættir og lífskjör manna í útlönd-
um eru oft með nokkuð öðrum
hætti en maður á að venjast í
heimalandi sínu, hugsunarháttur
fólks stundum annar og maður
verður óneitanlega margs vísari.
I einu þessara mjög þróuðu ES-
landa situr aðvífandi Islendingur
dag nokkum fyrir skemmstu að
kvöldverði í leiguíbúð sinni, öld-
ungis grunlaus um það sem í
vændum er. Nú, maturinn er góð-
ur en samt ekkert sérstakur; tvær
vænar sneiðar af magurri svína-
steik, meðlætið kartöflusalat, einn
vandlega þveginn tómatur, niður-
sneiddur, og á litlum hliðardiski
em að auki græn salatblöð og
gúrkusneiðar í salatsósu eitthvað
ósköp venjulegt sem sagt. Með
þessu er drukkið glas af bragð-
miklu rauðvíni.
Eftirrétturinn er sneið af eier-
schecke - ein af þessum ómót-
stæðilegu freistingum sem hvert
einasta bakarí og konditorí býður
upp á - og það á verði sem er um
það bil 1/4 af því sem slíkt bakkelsi
kostar hér á landi, en fín stór rún-
stykki kosta annars umreiknað
þetta 10 -15 Isl. krónur og stór
samlokubrauð um 90 krónur.
Sennilega er hveitið svona óhemju
dýrt á Islandi.
Neytendafræðsla
Uti í homi stofunnar er sjónvarps-
tæki í gangi og þar er verið að segja
kvöldfréttir með tilheyrandi myn-
defni: Kosovo og hjálparaðgerðir
Nató úr lofti! Inn á milli viðtöl,
vangaveltur um þau meinhollu
áhrif sem sprengjuregnið á
Júgóslavíu kunni að hafa... hörm-
ungar hinna brottreknu... enda-
laus straumur albanskra úr landi.
Fréttimar em á enda og nú hefst
fræðsluþáttur um neytendamál.
Maður er þá rétt að bytja á steik-
inni, stingur upp í sig fyrsta bitan-
um og tyggur hægt og vandlega -
en það er of mikil fyrirhöfn að
standa á fætur og slökkva á tæk-
inu. Til umræðu á skjánum er
kraftfóður handa nautgripum,
svínum, alifuglum, varphænum,
sauðfé og geitafénaði: Líkt og ill-
úðleg jökulsá í vorleysingum, Iíður
framhjá á skjánum breiður
straumur af inniflum, beinahrúg-
um sláturdýra og hræ af smádýr-
um sem færibandið flytur án afláts
upp f risastóra suðukatla. Litimir
em brúnt og rautt, fjólublátt, hvítt,
dökkblátt og gult. Það sem þama
er á ferðinni í kraftfóður-vinnsluna
em bein úr stórgripum, fullar gor-
vambir og garnir, hjörtu, nýru,
heilar, júgur, kirtlar, mör og fituaf-
skurður - eiginlega allt innvolsið
úr sláturdýrum fer þama í endur-
vinnslu, lfka lappir og hausar, allt
mauksoðið í gufukötlum, hrært og
malað í mjöl. Það eru famar að
koma óvæntar bylgjuhreyfingar í
magann á þeim fslenska sem situr
að kvöldverði.
Nú víkur sjónvarpsfrásögninni
að hundaeiganda einum sem kom-
inn er með dauðveika spanjólann
sinn inn í svæfingarstofu fyrir
gæludýr: dýrið liggur örmagna á
aðgerðarborðinu og dýralæknirinn
gengur að því með sprautuna á
lofti, T-61 skammtur og dýrið er
dautt á minna en hálfri mínútu.
Næsta atriði er að skrokkurinn af
dýrinu er Iagður í stokk og honum
síðan stungið inn í brennsluofn;
síðasti Iiður þeirrar frásagnar er af-
hending öskunnar af dýrinu í þar
til gerðu keri - hundaeigandinn fer
klökkur heim með jarðneskar Ieif-
ar af heimilisvininum og grefur
kerið undir linditrénu í garðinum
sínum.
Allt gjörnýtt
Þar með er þó engan veginn allt
búið því þetta er einungis nokkurs
konar innskot í sjálfan meginþátt-
inn. Núna lýsir þulurinn í fræðslu-
þættinum því, hvað þetta sé nú
miklu skynsamlegri og viðfelldnari
aðferð við að kveðja gæludýrið sitt
heldur en að láta það enda eins og
flest önnur í suðukötlum endur-
vinnslustöðvanna! „Vitiði þið“?
spyr þulurinn, „að nær öll okkar
gæludýr sem farið er með til dýra-
læknis til aflífunar enda í
suðukötlunum? Þangað fara líka
dýr sem drepast heimafyrir úr elli
eða sjúkdómum." Allt skal nýtt og
endumýtt, ekkert skal fara til spill-
is. I suðupotta endurvinnslustöðv-
anna fara daglega tugir þúsunda
hundaskrokka, dauðra katta og
hamstra, allt með húð og hári og
öllu innvolsi, hræ af páfagaukum,
kanarífuglum auk þess hræ af ref-
um frá skinnaframleiðendum,
minkahræ og kanínuhræ. „Miklar
deilur standa um það“ heldur þul-
urinn áfram, „hvort hugsanlegt sé
að í fóðurbætiskatlana fari líka
stundum hræ af dýmm sem deydd
hafa verið með T-61 eitrinu og
hafa auk þess oftsinnis áður verið
veik um Iangan tfma og þá með-
höndluð með miklu magni af lyfj-
um, því það er næsta öruggt, að
þessar efnisagnir, jafrít frá Iyfjum
sem eiturefnum sem þannig berast
í kraftfóðrið með hræjum, hlaðast
vitaskuld smátt og smátt upp í vefj-
um sláturdýra og mjólkurgripa - að
vísu í örlitlu magni - en þessi efni
hljóta samt óhjákvæmilega að ber-
ast að lokum í neytendur í kjötvör-
um og allskonar mjólkurafurðum."
I sambandi við vangaveltur um
heilnæmi slíkra dýrahræja í kraft-
fóðurgerðinni má þó segja það
þessari vinnslu til nokkurra máls-
bóta að heimilishundurinn, kött-
urinn og önnur gæludýr kunna þó
á þennan hátt að rata aftur til
sinna fyrri eigenda, þótt óbeint sé
og í breyttri mynd.
Óhugnaðux
Þegar hér er komið frásögninni er
matarlystin gjörsamlega horfín og
maður orðinn ansi hreint gugginn
yfir kvöldverðinum og heldur þurr
í munninum - steikin á diskinum
er eldd beint gimileg lengur.
Þessi magnaði fræðsluþáttur úr
daglega lífinu í Evrópu slær, hvað
óhugnað snertir, vissulega út alla
framleiðslu Hollywoodmanna í
hryllingssamsuðu og þátturinn er
aldeilis ekki á enda - ýmislegt fróð-
Iegt á enn eftir að koma í ljós.
Næsta atriði sem tekið er fyrir er
veik mjólkurkýr á sínum bás -
skepnan umsvifalaust skotin þar á
básnum og traktorinn dregur
skrokkinn fram á fjósstéttina og
út. Þar er skepnan afhausuð, síðar
sett á flutningavagn og send áleið-
is í fóðurgerðina. Þulurinn heldur
áfram: „Það er að vísu bannað að
setja hræ af sjálfdauðum pestar-
skepnum í kraftfóðurgerðina en
samt er vitað að þetta viðgengst
sumsstaðar. Fiest hræ af sjálfdauð-
um pestargripum og gæludýrum
fara reyndar í sérstaka suðukatla
og síðan í mjölvinnslu, en það mjöl
er hins vegar ætlað til annara nota,
það er pressað í hæfiiega stóra
kubba og notað sem eldsneyti,
enda álíka góður hitagjafi og stein-
kol.“
Nú víkur frásögninni að fóður-
blöndunarstöðvum - í risastórum
sílóum er þessu krafmilda kjöt- og
beinamjöli blandað saman við
kommjöl og eitthvað fleira góð-
gæti sett þar út í, m.a. til vamar
smitsjúkdómum í búfénaði. Tilbú-
inni fóðurblöndunni síðan ekið
sekkjaðri til sölustaðanna víðs veg-
ar um landið. Næstu myndskeið
sýna endalausar raðir af spikuðum
svínum við fóðurtrogin vera að
hakka f sig kraftfóðrið, mjólkurkýr
að slafra í sig fóðurbæti þennan,
þúsundir rytjulegra búrhænsna á
10 hilluhæðum tína af kappi í sig
kjötfóðrið, þarna eru verðandi
ódýrir grillkjúklingar og varphæn-
ur. Ekki beinlínis lystaukandi á að
líta.
Öllsamsek
Að Iokum ber fyrir augu rannsókn-
arstofhun þar sem unnið er að
ýmsum tilraunum í Iíffræði og öðr-
um vísindalegum rannsóknum.
Myndavélin staðnæmist við langar
raðir af búrum sem hýsa mýs og
rottur, vísindamaðurinn fiskar upp
eina og eina mús með því að grípa
í hallann á henni, sýnir kvikindið,
gefur músinni sprautu, stingur
henni aftur í annað tilraunabúr -
grípur f halann á einni og einni
rottu í öðru búri, fer svipað að með
þau dýr. Plastfötur með loki til
hliðar við veggföst borðin, lokinu
er Iyft og hrúga af dauðum rottum
kemur í Ijós, fatan hálffull af
skrokkum sem eiga síðar að fara f
endurvinnslu-gámana. „Einnig
þessi dýr,“ upplýsir þulurinn, „eru
oft og tíðum sett í kraftfóðurgerð-
ina, soðin þar með húð og hári og
með öllum þeim efnum sem
sprautað hefur verið í þau áður,
meðal annars veirum.“
Engan skal undra að maður hafi
dálftið minni áhuga á svínasteik
sem að hluta er þannig til orðin.
Fram að þessari fræðslustund
hafði maður í einfeldni sinni stað-
ið í þeirri meiningu að einungis í
Englandi hefðu menn hrasað svo
alvarlega í fóðrunarmálum og tek-
ið að ala svín, stórgripi og kjúklin-
ga á innyflum úr sláturdýrum, á
fiðri og hænsnaskít, refahræjum,
rottum og músum - og það með
skelfilegum afleiðingum. I ljós
kemur hins vegar að önnur,
svokölluð þróuð ríld Evrópusam-
bandsins, eru öll að gera nákvæm-
lega það sama í þessum efnum -
stunda samskonar iðju í fóðurgerð.
Víðast hvar í Vestur-Evrópu eru
grasbítar og svín fóðruð á hræjum
nautgripa, svína og annara dýra og
það þótt leifar af lyfjum, eiturefri-
um og jafnvel veirur slæðist með í
þetta kraftfóður og má segja að
neytendum í þessum löndum sé
ekki beint klígjugjarnt. Þar þykir
það ekkert tiltökumál að mjólkur-
kýr og sláturgripir séu fóðruð á
þessum ónáttúrulega viðbjóði og
neytandinn síðan umyrðalaust lát-
inn nærast á afurðum sem þannig
eru framleiddar. Matvæli unnin úr
erfðabreyttum búpeningi eru líka
búin að ná vissri markaðshlut-
deild, en það fer ekki hátt.
Kaldhæðnislegt verður það að
kallast að einmitt frá þessum
sömu „háþróuðu“ þjóðum berast
svo kröfur og innþálg fyrirmæli
m.a. til fiskveiðiþjóða í N-Evrópu
um hollustuhætti við meðhöndlun
fiskafurða sem ætlaðar eru til út-
flutnings til þess að tryggja heil-
næmi vörunnar. Manni verður á
að hugsa: „Lítið ykkur nær“. Þvílík
afkáraleg hræsni hjá þjóðum sem
láta ofangreint svínarí viðgangast í
eigin matvælaframleiðslu.
A diskinn minn í Evrópu? - Bara
fisk og grænmeti.