Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR
HörkuleiMr í brkamimi
KR-ingar skoruðu 10 mörk í leik sinum gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna. Spurningin er
hvort að markaregnið haldi áfram.
Dregið var í imdanúr-
slitum Coca-Cola bik-
arsins í gær. Hörku-
leikir em framuudau,
þar sem erfitt er að
spá um úrslit í bæði
karla og kvenna-
flokki.
Dregið var í undanúrslitum
Coca-Cola bikars karla og kven-
na í gær. Hjá körlunum munu
Skagamenn mæta IBV og KR-
ingar mæta Breiðablik, en hjá
konunum heimsækja KR-ingar
Val eða IBV og Grindavík fær
Breiðablik í heimsókn.
Heldur markaregnið áfram?
KR-ingar verða teljast sigur-
stranglegri í leik sínum í kvenna-
keppninni, enda fór liðið ham-
förum í leik sínum gegn Stjörn-
unni í fyrradag og skoraði þar 10
mörk. Liðið virðist vera óstöðv-
andi og hefur enn ekki tapað
leik, einu stigin sem Iiðið hefur
tapað voru í jafnteflisleiknum
gegn Val í Landssímadeildinni.
Ollu erfiðara er þó að spá um
úrslitin í leik Grindavíkur og
Breiðabliks. Blikarnir verða þó
að teljast öllu sigurstranglegri,
enda mikil hefð f)TÍr úrslitaleikj-
um hjá félaginu. Liðið vann líka
stóran sigur á RKV í 8-Iiða úrslit-
unum, 8-0, en mótherjarnir voru
kannski ekki af sterkari endan-
um. Grindavík vann einnig góð-
an sigur, á sameiginlegu liði Þórs
og KA, 2-0. Það er því aldrei að
vita hvað Grindavíkurstúlkurnar
gera, enda er allt mögulegt í bik-
arnum.
Onnur spurning er sú hvort að
markaregnið, sem var í 8-liða úr-
slitunum haldi áfram, en þá voru
skoruð 18 mörk í tveimur af
þeim fjórum leikjum sem leiknir
voru.
KR-ÍBV?
Liðin í karlakeppninni eru þó
öllu jafnari og mikið verið um
óvænt úrslit og hörkuleiki í und-
angengnum leikjum. Nægir að
nefna leik KR og Fylkis í því
sambandi, sem varð einn
skemmtilegasti leikur í manna
minnum í íslenskum fótbolta.
Það er því alls ekki víst hvort að
KR-ingar tryggi sér sæti í úrslita-
leiknum, enda hefur Breiða-
bliksliðið verið að gera ágætis
hluti inn á milli í sumar.
Skagamenn mæta IBV á
heimavelli sínum í Landssíma-
deildinn á föstudaginn og kann
sá leikur að gefa ágætis mynd
fyrir bikarleik sömu liða. IBV
hefur gengið erfiðlega á útivélli í
sumar, á meðan að markahallæri
IA virðist vera á enda runnið.
Bæði lið hafa staðið í ströngu í
Evrópukeppnunum og spurning-
in er hvort að ÍBV komist áfram
í undankeppni Meistaradeildar
Evrópu, en þá gæti dagskráin
orðið ansi þétt hjá Eyjamönnum.
Það verður að teljast drauma-
Ieikur allra knattspyrnumanna
að fá úrslitaleik á milli ÍBV og
KR í Laugardalnum. Liðin hafa
komið sér þægilega fyrir, hlið við
hlið, á toppi Landssímadeildar-
innar, auk þess sem stuðnings-
menn beggja Iiðanna eru með
þeim skemmtilegustu á landinu.
Nokkuð víst er að þar yrði á ferð
stórleikur ársins og jafnvel kom-
andi ára. - AÞM
Salo í stað Michael Sduimadiers
Finninn Mika Salo mun aka bíl
nr. 3 hjá Ferrari í stað Michael
Schumachers, sem tvífótbrotn-
aði um síðustu helgi í Formúlu-I
keppninni á Silverstonebrautinni
á Bretlandi. Schumacher verður
frá keppni í minnst 8 vikur og
tekur því ekki þátt í Formúlu-1
fyrr en í fyrsta Iagi 26. september
nk. á Nuerburgringbrautinni í
Þýskalandi en þar eru eknir 305
km í 67 hringjum. Fyrsta keppni
Salo verður 25. júlí nk. á Spiel-
bergbrautinni í Austurríki, en
hann hefur áður ekið fyrir Lotus,
Tyrrell, Arrows og BAR í For-
múlu-1. Formúla-l heldur síðan
áfram með keppni í Heidelberg í
Þýskalandi 1. ágúst, 15. ágúst í
Búdapest í Ungverjalandi, 29.
ágúst í Belgíu, 12. september í
Mílanó á Italíu, 26. september í
Schumacher, tvífótbrotnaði um
síðustu helgi.
Nuerburgring í Þýskalandi, 17.
október í Kuala-Lumpur í
Malasíu og Formúlu-1 keppninni
lýkur síðan í Suzuka í Japan.
Damon Hill, sem hafði til-
kynnt að hann mundi hætta
keppni í Formúlu-1 eftir akstur í
Silverstone um síðustu helgi,
hefur dregið þá ákvörðun til baka
og hann verður því með í Austur-
ríki um aðra helgi. - GG
ÍÞR ÓTTA VIÐTALIÐ
SKODUN
Meiri breidd,
meira fjör
Ef marka má orð Jörundar Aka
Sveinssonar, þjálfara kvennaliðs
Breiðabliks, hér fyrir neðan, er
mikill uppgangur í kvennabolt-
anum og er ég noldkuð sann-
færður um að hann hafi lög að
mæla. Stelpurnar eru famar að
byija á unga aldri að æfa fótbolta
líkt og við strákarnir höfum gert í
Iangan tíma og er ekkert nema
gott um það segja. Reyndar er
það frábært að veggur kynja-
muns í þessum efnum sé rofinn,
því að fótbolti er jú holl og góð
hreyfing, og eins og allir \áta eru
það ekki bara strákarnir, sem
þurfa á þeirri hreyfingu að halda,
heldur stelpurnar líka. Þessari
þróun fagna ég því.
Annarri þróun í kvennaboltan-
um fagna ég hins vega ekki jafn
mikið og það er sú þróun sem
hefur orðið í meistaraflokki
kvenna. Bilið á milli liða er gífur-
legt og það er ekki nóg með það
að gjáin standi á milli deilda,
heldur eru svipaðar gjár að finna
inn í deildunum. Það þarf ekki
annað en að líta á Landssíma-
deild kvenna og Iiðin þar, til að
sjá þennan mun. Stjarnan og KR
eru bæði í þessari deild og þau
lið mættust einmitt í Coca-Cola
bikarnum á þriðjudaginn. Það er
skemmst frá því að segja að KR
vann leikinn með 10 mörkum
gegn engu. Það þarf engin að
segja mér að þetta geti verið eðli-
legur munur á liðum í efstu deild
Isíandsmótsins. Annað hvort er
KR að stinga af eða hin liðin að
dragast aftur úr.
Það er vonandi að sú flóra
knattspyrnukvenna, sem nú eru
á leið sinni upp flokkanna, með
meistaraflokkinn, sem sinn
áfangastað, muni breyta þessari
þróun og stuðla að meiri breidd í
kvennaboltanum. Nú virðist hins
vegar að KR eigi leiðina greiða að
titlunum tveimur sem eru í boði,
og fátt virðist geta komið í veg
fyrir það að þeim hlotnist þeir
titlar. Nú verða bara Blikar, Vals-
menn og hin Iiðin í deildinni að
sanna að ég hafi rangt fyrir mér...
Andri Þór
Magnússon
700 stelpur í fótbolta í Kópavogi
JörundurÁki
Sveinsson
ereintt þeirra sem sjá um
undifbúning Gull- og silfurmóts-
itts
Gull- og silfurmótiðí
knattspymu kvenna hefst
í dag. Mótið erþað stærsta
sinnar tegundar í kvenna-
boltanum á íslandi og um
700þáttakendur taka
þátt í því.
- Geturðu sagt lesendum eitt-
hvaðjfá mótinu sjálfu?
„Gull- og silfurmótið er haldið
nú í 16. sinn og þetta hefur ver-
ið stærsta kvennamót landsins
um árabil, fyrir stúlkur á aldrin-
um 6-15 ára, frá 6. flokki upp í
þann 3. Við höfum verið með 2.
flokkinn Iíka en hann verður
ekki að þessu sinni. Á mótinu í
ár verða rétt rúmlega 700 þáttak-
endur og starfsmenn verða á bil-
inu 150-200, sem vinna allir í
sjálfboðavinnu. Þetta er því heil-
mikið umstang og batterí. Síðan
erum við með aðstöðu hér, sem
að Kópavogsbær lætur okkur í té
og starfsmenn þaðan sem sjá um
vellina og annað slíkt.“
- Hvernig er keppnisfyrir-
komulagið?
„Keppnisfyrirkomulagið er
þannig að það er spilað í riðlum.
1 flestum flokkum eru þetta tveir
til fjórir riðlar, það fer svolítið
eftir þátttöku í hveijum flokki.
Síðan er leikið í þessum riðlum á
föstudag og laugardag og svo er
leikið til úrslita á sunnudag. Þá
er leikið í kross og svo úrslita-
Ieikir. Svo erum við með leik
hérna á sunnudag, þar sem við
veljum landslið og pressulið úr
3. flokki og það eru þjálfarar fé-
laganna sem velja þessi tvö Iið?“
- Hvaða metnað leggið þið í
mótið?
„Við leggjum gríðarlegan
metnað í þetta mót, því þetta er
stórt og gott mót, sem haldið
hefur verið um árabil og við vilj-
um reyna að efla kvennaknatt-
spyrnu á Islandi og teljum að
svona mót sé einmitt einn þáttur
í því, það er að fá stelpurnar til
að spila fótbolta og auka áhuga
þeirra á knattspyrnu. Við finnum
fyrir miklum meðbyr hvað það
varðar og við í Kópavoginum
höfum nú um árabil verið með
mjög góða kvennaflokka og
knattspyrnudeild Breiðabliks
hefur lagt mikinn metnað í
kvennaknattspyrnu. Því leggjum
við mikinn metnað í að hafa
þetta gott mót.“
Er einhver dagskrá fyrir
utan fótboltann?
„Já, við erum með kvöldvökur
og skemmtiatriði bæði í kvöld og
á laugardagskvöld, við erum með
sýningu á breiðtjaldi á föstudags-
kvöld og þáttakendur fá frítt í
sund þá keppnisdaga, sem þeir
eru hér. Svo endum við þetta
með pompi og prakt á sunnudag
með verðlaunaafhendingu og
grillveislu fyrir alla, sem á svæð-
inu eru.“
- En hvemig finnst þér staða
kvennaboltans á íslandi vera
um fessar mundir?
„Eg tel að við séum alltaf að
bæta okkur og við sjáum það á
fjölda þátttakenda í yngstu flokk-
unum. Við erum með flest liðin í
6. flokki, sem er yngsti flokkur-
inn, þannig að áhugi þessara
ungu stelpna er að færast neðar,
þær eru að byrja fyrr að spila fót-
bolta. Eg held að það sé af hinu
góða, því að þá búa þær að betri
grunni þegar að ofar kemur og
stelpurnar hafa þá hlotið góða
þjálfun frá unga aldri, þegar að
komið er upp í meistaraflokkana.
Eg held að \ið séum að sjá þetta
í meistaraflokkunum í dag, þar
sem að eru ákveðin kynslóða-
skipti hjá ansi mörgum liðum og
yngri stelpur eru að koma upp
með virkilega góða tækni,
leikskilning og annað, sem þær
búa þá að frá góðri þjálfun í
yngri flokkunum.“
- Heldurðu að vinsældir
heimsmeistaramótsins í
Bandartkjunum muni hafa
áhrif?
„Því miður var ekki nógu mikil
umfjöllun um heimsmeistaramót
kvenna í fjölmiðlum, ]>annig að
þessar stelpur hafa kannski ekki
alveg náð að fylgjast vel með. En
jú, það litla sem var sýnt, hlýtur
að hafa góð áhrif og vonandi
auka hróður kvennafótboltans.
Við vonum að svo verði.“ - AÞM