Dagur - 16.07.1999, Qupperneq 3

Dagur - 16.07.1999, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 19 99 - 3 FRÉTTIR Landsbyggðar- ariillu Rúmlega 8000 skiptu um sveitarfélag á fyrstu sex máuuðum ársins. Kdpavogsbúum stórQölgar áfram. Islendingar voru á faraldsfæti fyrstu sex mánuði ársins sam- kvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. A fyrri helmingi árs- ins voru í þjóðskrá skráðar rúm- lega 27.000 breytingar á lögheim- ili einstaklinga. Þar af fluttu 15.500 innan sama sveitarfélags, um 8.300 milli sveitarfélaga, 1.970 til landsins og 1.280 ffá því. Fjölgunin á höfuðborgarsvæð- inu heldur áfram og fjölgaði íbú- um þar um 1160 frá janúar-júní. Kópavogur heldur áfram að blása út. 460 fleiri fluttust til Kópavogs en frá og 450 fleiri til Reykjavíkur. Um 300 fleiri fluttust samt úr Reykjavík til grannbæjanna (Kópa- vogs) heldur en þaðan til höfuð- borgarinnar. Mikil tjölgun varð einnig í Mosfellsbæ eða sem nem- ur 203. Hafnfirðingum fjölgaði um 120 en Garðbæingum og Seltirningum fækkaði. I öllum öðrum landshlutum, nema á Suðurlandi, voru brott- fluttir fleiri en aðfluttir. Mestu munaði á Norðurlandi eystra þar sem aðfluttir voru 172 færri en þeir sem fluttu þaðan. Á Norðurlandi eystra varð tveggja stafa fækkun í sjö sveitarfé- lögum. Mest á Akureyri þar sem fækkaði um 35. í Glæsibæjar- hreppi fækkaði um 19, 16 í Dalvík- urbyggð og Húsavík, 12 í Öxaljarð- arhreppi, 11 í Eyjafjarðarsveit og 10 í Ljósavatnshreppi. Svalbarðs- strandarhreppur, Kelduneshrepp- ur og Öxnadalshreppur eru einu sveitarfélögin á öllu Norðurlandi eystra þar sem aðfluttir eru fleiri en brottfluttir ef undan er skilin eins manns fjölgun í Grímsey sem og í Skriðuhreppi. Mjög mikil hreyfing hefur verið í ísafjarðarbæ. Þar fækkaði um 68 af alls 73 á öllu Vestfjarðasvæðinu. Jákvæð áhrif gangaima á Skagann Á Vesturlandi er fækkunin 37 manns. Þar munar mest um 29 íbúa í Borgarbyggð en gríðarleg hlutfallsleg Ijölgun er á Akranesi. Þar fjölgaði um 48 og leikur ekki vafi á að Hvalljarðargöngin eiga þátt í þeirri þróun. Á Norðurlandi vestra fækkaði um 86 sem er hlutfallslega hátt miðað við íbúafjölda héraðsins. Stórfækkun varð á Siglufirði eða sem nemur 41 manni. Á Blöndu- ósi fækkaði um 25 og 20 í Húna- þingi vestra. I sveitarfélaginu Skagafirði fjölgaði um 5. Austlendingum fækkaði um 102. Þar er nánast hvergi fjölgun. Vopnafjarðarhreppur missir 29 menn, Fjarðabyggð 24 og Horna- Ijörður 21. Suðurland bætir sem fyrr segir við sig fólki og munar þar mest um heila 50 í Árborg. — BÞ VHborg Gunnarsdóttir. Engar töfralausnir Vegna 3 5 íbúa fækkunar á Akur- eyri fyrstu sex mánuði ársins, seg- ir Vilborg Gunnarsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks á Akur- eyri, að engar töfralausnir séu fyr- ir hendi hvað varðar búsetuþró- un. Hún segist sjá eftir hveijum einasta einstaklingi sem kjósi að flytja úr bænum en er bjartsýn á að hægt verði að snúa blaðinu við. I því samhengi minnist Vil- borg á miklar framkvæmdir í bæj- arfélaginu og sögulega Iítið at- vinnuleysi. En er fækkun Akureyringa ekki áfall fyrir meirihluta bæjarstjórn- ar, ekki síst í ljósi slagorðs Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu kosn- ingar sem var: „Kraftur í stað kyrrstöðu"? „Það er alltaf vont þegar okkur fækkar en ég er bjartsýn og finn fyrir heilmiklum krafti hér í gang- virki bæjarins,“ segir Vilborg. — BÞ Flóttinn af landsbyggðinni heidur áfram og þannig fækkaði íbúum á Akur- eyri um nokkra tugi fyrstu sex mánuði ársins. Snyrtímeimskaii laðar fólMð að Karl Björnsson, bæjarstjóri i Ár- borg, segir bæjaryfirvöld hafa unnið markvisst að því undanfarið að laða fólk til bæjarfélagsins. Söguleg fjölgun varð í Árborg fyrstu sex mánuði ársins eða sem nemur 50 manns. „Það virðist eftirsóknarvert að búa hérna, mikil þjónusta og fólki líður vel. Við höfum fundið fyrir þessari sókn hingað enda er mikið byggt. Sveitarfélagið hefur lagt sitt af mörkum til að gera bæinn eftir- sóttan til búsetu. Fyrst og fremst með því að standa okkur vel í lög- bundnu þjónustuframboði," segir Karl og vísar þá ekki síst til skóla- mála. Karl Björnsson. Ivarl nefnir einnig vel heppnað umhverfisátak. „Við höfum kapp- kostað að halda umhverfinu snyrtilegu og aðlaðandi og allir íbúar sveitarfélagsins átt þátt í þeirri vinnu. Það ber að þakka og þetta getur haft úrslitaáhrif fyrir þá sem eru að íhuga að flytjast hingað. Síðan erum við með vel skipulögð íbúðahverfi og frekar lág gatnagerðargjöld þannig að hér er hagstætt að byggja,“ segir Karl. Suðurland er eini dreifbýlis- landshlutinn sem bætir við sig fólki fyrstu sex mánuði þessa árs. Karl segist eiga von á enn frekari styrkingu byggðar í héraðinu. — BÞ Strandar á skipulagsleysi Lóðaskortur í Reykjavík hefur ollið því að Ieiguverð hefur sjald- an verið eins hátt. Nú hafa Leigj- endasamtökin ákveðið að ráðast 1 byggingu norskra timburhúsa sem eiga að hafa lægri leigu en þekkist. Málið strandar hins veg- ar á skipulagsleysi borgarinnar. Magnús Jónasson, sem er einn af upphafsmönnunum þessa framtaks Leigjendasamtakanna, segir að nú þegar sé búið að fá svæði undir húsin uppi á hæð- inni við brúnu vatnstankana í Grafarvogi og Vesturlandsveg. »Við erum bara að bíða eftir skipulagi svæðisins en við vild- um gjarnan fá að skipuleggja svæðið sjálfir,'1 segir Magnús. Ekki hefur verið sótt um lóðir í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík, enda skortur á hús- næði einna mestur þar að mati Magnúsar. Ný löggjöf gerir þetta kleift Magnús segir að það sem opni þennan möguleika núna er fyrst og fremst ný löggjöf á sviði hús- næðismála sem gerir kleift að fá Ián fyrir 90% af kostnaðinum til allt að 50 ára á 3% vöxtum frá Ibúðalánasjóði. Að sögn Magn- úsar er nokkuð öruggt að húsin verða fleiri en 100 en hann legg- ur áherslu á að allt málið verði í góðri samvinnu við horgaryfir- völd. „í framtíðinni sé ég fyrir mér 800-1200 manna byggð en nú þegar hafa um 300-400 manns skráð sig fyrir íbúð,“ segir Magn- ús. Jón Kjartansson hjá Leigjenda- samtökunum, segir að tilgangur- inn með þessu sé að bjóða upp á lága leigu en Ieiga fyrir þriggja herbergja íbúð myndi vera um 25.000 krónur. Leigjendur verða einnig hluthafar í hlutafélaginu Stoðir ehf. sem á síðan að halda utan um þetta. Að sögn Magnús- ar eiga fyrstu húsin að geta verið komin upp í síðasta lagi árið 2001. — ÁÁ 0Ö ÖS éilll' Írjii iú'i Áhrif Kvótaþings og Verðlagsstofii köimuó Tilboðsmarkaður með aflamark hefur verið starfræktur síðan í byrjun yfirstandandi fiskveiðiárs, sem hófst 1. september 1998. Tilboðs- markaðurinn var settur á fót með lögum um Kvótaþing en samkvæmt þeim er meginreglan sú að útvegsmenn geta aðeins flutt aflamark á milli skipa með undangengnum viðskiptum á Kvótaþingi. Einnig hef- ur verið starfandi síðan í júní 1998 Verðlagsstofa skiptaverðs og úr- skurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Hlutverk Verðlagsstofu er að stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, hefur í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um Kvótaþing og Verðlagsstofu falið dr. Birgi Runólfssyni, dósent við Háskóla Islands, að gera könnun á því hvaða áhrif lögin hafa haft á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega stöðu og möguleika einstaklingsútgerðarinnar. Niðurstöður könnunarinnar verða lagðar fyrir Alþingi í lok þessa árs. — GG Landsvirkjiui semur vió Softa Frá undirskrift samningsins. Landsvirkjun og Softa ehf. undirrituðu f gær samkomulag um kaup Landsvirkjunar á viðhalds- og verkstjórnarkerfinu DMM. Kerfið verð- ur á næstu mánuðum sett upp í Blönduvirkjun, Kröflu og Láxárvirkj- un. DMM byggir á skráningu hlutar og framkvæmd á ákveðinni verk- beiðni með mögulegri endurtekningu sem stillist eftir tíma, keyrslu- tíma eða ástandi hlutar. Kerfið verður tekið í notkun hjá Landsvirkj- un fyrir næstu mánaðamót. Gert er ráð fyrir að árið 1999 verði siðan notað til aðlögunar og þróunar á sérlausnum. Á meðfylgjandi mynd undirrita samninginn þeir Bjarni Kristjánsson frá Softa og Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tekstrarsviðs Landsvirkjúnar. . uúþhhí iji SH J r

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.