Dagur - 16.07.1999, Side 5

Dagur - 16.07.1999, Side 5
ar FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. ■;; t. <;;; r ■: JÚLÍ 1999 Jj- 50 mjlljóiijr í ferða- þi ónustu í Ólafsfírði -< * Nýju bjálkahúsin setja sérstæðan svip á nágrenni Óiafsfjarðar og minna svoiítið á útiönd. Þau valda byitingu í ferðaþjónustu í bænum. - mynd: brink Asgeir Asgeirsson og Sæunn Axels eru stór- huga í framkvæmdum fyrir ferðamenn í Ólafsfirði. Ásgeir við- urkennir þó að hjónin hafi meira vit á útgerð. Bylting verður á framboði gisti- rýmis í Olafsfirði innan skamms þegar átta ný bjálkahús fyrir ferða- menn verða tekin í gagnið. Fram til þessa hefur Ólafsfjörður aðeins getað hýst liðlega 20 ferðamenn á hóteli bæjarins en eftir nokkra mánuði verður hægt að bjóða allt að 60 ferðamönnum upp á gist- ingu. Asgeir Ásgeirsson og Sæunn Axelsdóttir standa í þessum miklu framkvæmdum en þau hafa verið betur þekkt sem útgerðareigendur til þessa. Um ræðir átta bjálkahús sem standa við Ólafsíjarðarvatn og eru fjögur þeirra hugsuð sem viðhót á gistirými Hótels Ólafsfjarðar. Hin verða leigð út sjálfstætt. Ásgeir og Sæunn keyptu hótelið árið 1996 en Ásgeir taldi 11 tveggja manna herbergi vera fullknappt framboð í gistiþjónustu, enda engir keppi- nautar á þeim markaði í bænum. „Við tókum á leigu Iand fyrir smábátahöfn hér við vatnið og grófum fyrir henni í fyrra. I fram- haldinu skipulögðum við svo bjálkahúsasvæðið. Fjögur hús- anna eru fyrir hótelið en tvö meira fyrir fjölskyldur og svo önnur tvö stærst, með þremur svefnher- bergjum. Síðan erum við að smíða sjö róðrarbáta sem fólk getur feng- ið til að veiða f vatninu,” segir Ás- geir. Smiða bátana líka Sex húsanna eru þegar fullbyggð og er von á fyrstu gestunum næsta sunnudag. Síðustu tvö verða smíðuð fyrir haustið og þá nemur heildarljárfestingin um 50 millj- ónum króna að sögn Ásgeirs. Ekki er nóg með að Ásgeir og Sæunn hafi haldið uppi útgerðinni í bæn- um og hin síðari ár verið í burðar- hlutverki í ferðaþjónustu, heldur smíða þau sjálf bátana sem fýrr greinir frá. Bátarnir eru smíðaðir á lóð Hótels Ólafsfjarðar á bíla- plani. Haft hugann við físktnn Framkvæmdirnar eru fjármagnað- ar með Iánum úr ferðamálasjóði og Sparisjóði Ólafsfjarðar. t>ar sem Ólafsfjörður hefur ekki verið í hópi eftirsóknarverðustu ferða- mannastaða landsins hljóta út- gerðarhjónin að taka dálitla áhættu eða hvað? Ásgeir segist ekki geta sagt nákvæmlega um vaxandi vinsældir Ólafsljarðarbæj- ar sem ferðamannastaðar enda hafi hann meira verið upptekinn við fiskverkunina! Hins vegar séu möguleikamir miklir og ekki síst yfir vetrartímann. „Héðan er mjög stutt í skíðabrekkuna og svo eru gönguslóðir troðnar hér um allt bara eins og minkaslóðir. Þetta svæði má einnig kalla snjósleða- paradís og ég sé því ekkert til fyr- irstöðu að við sjáum ferðamönn- um fyrir afþreyingu allan ársins hring,“ segir Ásgeir. — BÞ Kristján Þór Júlíusson. Hörð gagn- rýni a SH Bæjarráð Akureyrar ályktaði harðlega í gær gegn Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Á fundi ráðsins var tekið fyrir bréf bæj- arstjóra tii SH sem sent var fyr- irtækinu 4. júní að ósk bæjar- ráðs. I bréfinu var stjórn SH krafin svara við því á hvern hátt stjórnin hygðist efna þau loforð sem gefin voru bæjarstjórn með bréfi, dagsettu 23. janúar 1995, en nú hefur reyndin orðið sú að SH hefur lokað skrifstofu sinni á Akureyri. Lagt var fram svar- bréf stjórnar SH frá 29. júní og undirritað af stjórnarformanni SH. Bæjarráði hugnast ekki skýringar stjórnarformannsins og ályktar eftirfarandi: „Bæjarráð undrast svar stjórn- arinnar, rökstuðning og afstöðu. Ljóst er af svari stjórnarinnar að félagið hyggst ekki standa við þau fyrirheit sem gefin voru á sínum tíma. Bæjarráð átelur þessi vinnubrögð harðlega og telur þau félaginu til lítils sóma og ekki til þess fallin að vekja áhuga á samskiptum við félag- ið.“ - BÞ Helmingur ráð- herra í sumarfríi 1 INNLENT Júli er tími sumarfrí- auna og helstu ráða- ineim þjóðarinnar eru þar engin undantekn- ing. Helmingur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar er í fríi þessa dagana, ýmist hér á landi eða erlendis. Davíð er sagður í frfi hér heima til mánudags og er hann um leið staðgengill Geirs Haarde, fjár- málaráðherra, sem verður í fríi næstu þijár vikurnar, og Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkju- málaráðherra, sem er í fríi til 26. júlí. Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, er erlendis í fríi fram yfir helgi og staðgengill hans á meðan er Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, er einnig til staðar f sínu ráðu- neyti þessa dagana. Davíð Oddsson. Minna er um sumarfrí hjá ráð- herrum Framsóknarflokksins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, er kominn til starfa hér heima fyrir eftir miklar annir vegna formennsku í Evrópuráð- inu. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður í fríi meira og minna út þennan mán- uð. Hann hefur verið í ferðalög- um um hálendið, væntanlega að hluta til í vettvangskönnun vegna fyrirhugaðra stóriðju- og virkjana- framkvæmda. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, er á leið í frí eftir að hafa verið að störfum í ráðuneytinu samfara endurhæfingu á Reykja- lundi síðustu vikurnar. Aðrir ráð- herrar Framsóknarflokksins eru að störfum, þau Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson, Iandbúnað- arráðherra. Siv hefur verið burtu einn og einn dag í mánuðinum og Guðni er nýlega kominn úr þriggja vikna fríi. Um það er kveðið í lögum að ráðherra þurfi að skipa sér stað- gengil ef hann er erlendis eða get- ur ekki sinnt störfum sínum sök- um veikinda. Ef hann tekur sér frí hér heima fyrir þarf ekki að skipa sérstakan staðgengil. - BJB ísfugl án sýkinga I ljósi nýlegra frétta um matarsýkingar vegna camphylobacter og gruns um að sýkingar megi rekja til kjúklinga hefur stjórn Isfugls ehf. sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að margendurteknar sýnatökur hjá fyrirtækinu og framleiðendum sem við það skipta hafi allar reynst neikvæðar, það er að engin sýking hafi greinst. „Það er afar mikilvægt að þeir framleiðendur sem vinna ötullega að sínum gæðamálum og uppfylla skilyrði um sjúkdómaeftirlit njóti þess í um- ræðunni um hugsanlega orsök sýkinga," segir meðal annars í yfirlýs- ingu stjórnarinnar. - HI Viðskipti með bréf í Básafelli stöðvuð Viðskipti með bréf í Básafelli hf. á Isafirði voru stöðvuð í gær. Svanur Guðmundsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins telur að upplýsingum sem byggt er á í ítarlegri frétt í DV í gær hafi verið stolið af skrifstofu fyrirtækisins. Svanur hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á málinu. Um ræðir vinnuplagg úr fundargerðarbók og minnispunkta sem tekn- ir voru saman í lok júní. I frétt DV eru raktar tillögur um eignasölu og tölur úr rekstri en upplýsingar sem þessar er skylt að tilkynna fyrst til Verðbréfaþings Islands áður en þær eru gerðar opinberar. Sjón- varpið greindi frá þessu í gær. Minni úthafskarfi Fyrstu vísbendingar í nýafstöðn- um bergmálsmælingum Hafrann- sóknastofnunar í sameiginlegum leiðangri Islendinga, Þjóðverja og Rússa, benda meðal annars til að samanborið við fyrri ár haldi út- hafskarfinn sig mun sunnar og vestar nú en áður. Einnig virðist karfinn halda sig á meira dýpi en á árunum 1991-94. Sjávarhiti mældist nokkru hærri nú en á undanförnum árum og má hugsanlega rekja breytta dýpisdreifingu úthafskarfans, sem fram kom við mælingar, til hærri sjávarhita. Samkvæmt sambæri- legum mælingum 1996 var út- hafskarfastofninn 1,6 milljónir tonna, sem talið var vanmat á stofninum. Árið 1994 mældist stofninn 2,2 milljónir tonna í leiðangri Islendinga og Norð- manna. Samkvæmt fyrstu niður- stöðum nú bendir ýmislegt til að úthafskarfastofninn sé heldur minni en fyrr var ætlað en þó er erfitt að fullyrða um slíkt fyrr en nákvæmur samanburður á gögn- um þátttökuþjóðanna hefur verið gerður. Sæstrengur truflaði netsamband Talsverðar truflanir voru á netsambandi og gagnaflutningum til og frá landinu í gær og fyrrinótt vegna bilunar í sæstrengnum CANTAT3 í fyrrakvöld. Talið er að bilunin hafi verið norðan við Færeyjar, á s\ip- uðum stað og þar sem strengurinn bilaði í febrúar síðastliðnum. Fljótlega eftir bilunina komst netsamband á aftur um vesturleið strengsins til Ameríku. Talsímasamband rofnaði ekki og fór um jarð- stöðina Skyggni. Áformað var að flytja sambönd af CANTAT3 yfir á gervihnetti um næstu helgi, þar sem þá átti að hefjast reglubundið \iðhald á sæstrengnum. Gera má ráð fyrir að viðgerð á strengnum taki styttri tíma en ella, þar sem kapalskip er hvort sem er á leiðinni til að sinna þessum viðhaldsverkefnum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.