Dagur - 16.07.1999, Qupperneq 7

Dagur - 16.07.1999, Qupperneq 7
'MKMjCl_____ ÞJÓÐMÁL v\%\t, \.tó V . d l IUIV) '\-gð FölrrUDAGUR 16. JÚLt 19 9 9 - 7 Draumvísi maðuriim Það var tekið að skyggja þegar ég ók ofan úr Vatnsskarði og rign- ingardrög yfir Langadal fram- undan. Þegar ég kom niður fyrir brekkuna ofan við Húnaver varð ég var við mann á gangi við veg- inn á sömu leið og ég. Hann var yfirhafnarlaus þrátt fyrir veður- útlitið og bar gítar í svörtum poka um öxl sér. Maðurinn staðnæmdist og veifaði mér og skaut svo gítarn- um í aftursætið; ég bauð honum að setjast frammí, við hlið mér. Mér sýndist maðurinn á fertugs- aldri. Hann var í meðallagi hár, grannur og heldur veiklulegur. KJæddur brúnum jakkafötum. Væg áfengislykt vitnaði um líf- erni hans undanfarið en hann bar þess ekki merki að vera und- ir áhrifum. Fas hans var fum- kennt í fyrstu en það fór fljótlega af. Ég var á leið yfir í Víðidal og ók ekki þjóðleið norður Langadal um Blönduós heldur um mynni Blöndudals, suður með Svína- vatni og um Þing. Maðurinn hafði verið að spila dagana á undan í hljómsveit á Dalvík, sagði hann mér þegar ég spurði hann um ferðir hans, hafði misst af fari suður og þá lagt af stað á puttanum. Hann hélt áfram að tala um sjálfan sig ótilkvaddur en sagði ekki til heitis né ég til mín og ég spurði hann ekki. Ég lét hann um talið, lét mér næga að ráða akstursleiðinni, mæna á malarveginn framund- an. Það var tekið að hellirigna og sá ekki Iengur til fjalla. Maður- inn virtist láta undan þrýstingi og var nú tekinn að tala viðstöðulít- ið. Meðan ég ók meðfram Svína- vatni sagðist hann hafa orðið fyr- ir slysi á sjó þegar hann var ung- lingur. Við djúpar svæfingar, sem fylgdu, öðlaðist hann dulargáfu, sagði hann. Hann hafði reyndar alltaf dreymt fyrir daglátum, - en það gildir um alla, sagði hann, hvort sem þeir kannast við það eða ekki. Svæfingarnar mögnuðu gáfuna svo að hún náði eftir batann einnig til vökunnar. Hann greip frammí fyrir sjálfum „Skildi hann verða búinn að gleyma þessu tali öllu þegar hann kemur suður? hugsaði ég með sjálfum mér á skilnaðarstund í Víðidal þegar ég kvaddi hann framan við greiðasöluna í Víðigerði í rökkri og rigningarsudda." sér þegar tal hans hafði tekið þessa óvæntu stefnu og ég kenndi undrunar í raddhreimn- um. Hann sagði: Ég er ekki mik- ið fyrir að segja sögur af sjálfum mér og svona tal er ekki í réttum takti við neitt og „heavy“. En ný- lega kom vinur minn á tröppurn- ar heima - ég bý á efri hæðinni - og hafði tekið bjölluna úr sam- bandi en ég fann hvernig mynd hans þrykktist inn í tilfinningalíf mitt, svo sterkt að ég Iét undan og fór niður og þar stóð vinur minn á tröppunum. Eftir slysið urðu draumar hálft mitt líf, hélt maðurinn áfram og hafði kyrrst í sætinu eftir að hafa sannfærst um að ég hafði ekkert á móti þessu tali hans. Ég gaf honurn gætur en sagði ekkert. Hugur minn var fullur af um- þenkingum um svipuð efni eftir vinnulotu á Skjalasafni Skagfirð- inga yfir handritum karls eins af Skaga í leit að staðfestingu á skyggnigáfu karlsins sem hann hafði í ræðu og riti haldið að öðr- um meðan hann lifði um og fyrir miðja öldina. Djúpar svæfingar auka skyggnigáfu, hafði sessu- nautur minn nú sagt. Ja, því ekki? hugsaði ég og furðaði mig á hvernig mál hans beindist að hugðarefni mínu undanfarið. Innsýn í drauma mína jókst með árunum, hélt maðurinn áfram án þess að ég gæfi í skyn hvað mér bjó í huga. Hún jókst við það að ég fullorðnaðist. Ég vil þó ekki yfirgefa mynstrið, þetta dagsdaglega, þetta sem samfélagið heldur að okkur öll- um að lifa við, en í draumum kemur annað mynstur upp. Jafn- vel svo að ég upplifi annan lík- ama en þann jarðneska. - BíIIinn tók dýfur á malarvegin- um og þurrkurnar hömuðust á framrúðunni. Ég tautaði eitthvað um geðlíkama og sálarlíkama, upp úr Gunnari Dal, held ég, en maðurinn tók að tala um kunn- ingja sinn einn sem hann sagði vera á geðveikrahæli. Kunning- inn lagði hendur á stjúpföður sinn, tók bíl hans og ók honum út í sjó. Þetta var í fréttunum, sagði sessunauturinn og leit sem snöggvast á mig til að gá að því hvort ég myndi eftir þessu. Ég mundi það ekki. Þessi sami mað- ur sér fyrir óorðna atburði og á því erfitt með samskipti við fólk. Einu sinni hellti hann yfir mig forspárlýsingum, - allt kom fram. Ég vissi fyrir ævi mína næstu fjögur árin. Reynslan var líkust því að lifa tvisvar. Einu sinni reyndi ég að komist út úr þessari rás og tókst það með herkjum. - Astandið okkar í milli í bílnum var orðið fáránlegt. Sessunautur minn óð elginn um málefni sem undanfarna daga hafði verið mér hugstæðari önnur, og það án þess að ég hefði nokkurt tilefni gefið honum til þess. Mér fannst ég verða að stöðva þetta sálargos með einhvetjum ráðum, yrði að finna ræðunni grundvöll og spurði nú formálalaust: Skildu foreldrar þínir? Við bókarsmíðina undanfarið hafði ég búið mér til kenningu um áhrif einangrunar og félags- legra áfalla á dulargáfur. Og fleira er áföll en líkamsmeiðsl. Það stóð heima: Foreldrar mann- ins höfðu skilið þegar þegar hann var á nfunda ári. Móðirin flutti með nýjum maka til Ameríku. Faðirinn til Englands. Farþegi minn átti auk þess frændfólk í Kanada, Danmörku og Noregi. Hann hafði flakkað á milli þessa fólks. Hann hafði komið til þrjá- tíu landa. - Hann hafði sjálfur verið í hjú- skap, og skilið, átti barn með konunni og var orðinn afi. Þegar hann var barn var hann í sveit á sumrin á Suðurlandi og fram til sextán ára aldurs, þá fór hann á sjó og mætti hörku. I einum túrnum lenti hann í spilinu. Hann snerist í tvo hringi með því, handleggurinn brotnaði illa og hann hlaut mikið högg í and- litið. I sveiflunni slóst hann utan í nærstaddan mann og maðurinn rotaðist. Ekki fyrr en mörgum árum eftir slysið tók hann að fá slysabætur og fær þær nú. Hann sagði að skammtímaminni sitt hefði versnað mikið við slysið og á mánuðunum á eftir. Skildi hann verða búinn að gleyma þessu tali öllu þegar hann kemur suður? hugsaði ég með sjálfum mér á skilnaðar- stund í Víðidal þegar ég kvaddi hann framan við greiðasöluna f Víðigerði í rökkri og rigningar- sudda og fann við handtakið að einn fingurinn var krepptur inn í lófann. - A Ieið minni f myrkrinu um álfabyggðirnar austanvert við Vesturhópsvatn minntist ég þess að dulvísi er ekki mennskari en það afl sem kemur dýrinu í bog- anum til að naga af sér löppina til að sleppa; vitundarafl sem af óþekktri orsök sinnir sjálfu sér fremur en einstaklingnum. En alveg var það í stíl við lifnaðar- hætti karlsins sem ég hafði verið að skrifa um að mana á mig þessa sendingu til að eiga síðasta orðið í skiptum okkar tveggja. gfs ÞORSTEINN ANTONSSON RITHÖFUNDUR SKRIFAR Bílbelti á alltaf að nota í akstri J.ÓN GRONDAL UMFERÐARÖRYGGISFULLTRÚI SKRIFAR Nokkrar staðreyndir Arekstri á 100 km hraða má líkja við fall manns af 12. hæð í blokk. Arekstri á 80 km hraða má líkja við fall af 8. hæð og á 60 km hraða við fall af 5 hæð. Þú getur varið þig með því að leggja hendurnar á mælaborðið og spyrna við fótunum ef hraðinn er ekki meiri en 7-10 km á klukkustund. Þessum staðreynd- um er ekki hægt að neita. En þetta vita of fáir. Hámarkshraði innanbæjar er 50 km á klukku- stund. A mörgum stöðum er hraðinn 30 km í hverfum. Ekki einu sinni á 30 km getur þú haldið þér. Sektir fyrir brot á 71 gr. Umferðarlaga hafa verið stór- hækkaðar. Ekki öryggisbelti 4000 kr. + 1 punktur. Laust barn innan 15 ára í bilnum 8000 kr. + 1 punktur. Oryggisbúnaður fyrir börn ekki notaður 10.000 kr. + 1 punktur. Bábyljur „Þetta er svo stutt það gerist ekk- ert, ég keyri líka svo hægt.“ Svona bábyljur eru þyngri en tárum taki. Þetta er svarið sem Notkun öryggisbelta er lögbundin, líka innanbæjar. maðyr fær þegar maður talar við ökumenn innanbæjar. Allir keyra hraðar en 10 km á klukkustund. Ég hef persónulega 3 sinnum lent í umferðaróhappi á 33 árum. Öll skiptin innanbæjar. Þó hef ég mikið keyrt innanlands starfa minna vegna. Er það nokkuð skrítið? Fyrir hverja ferð til Reykjavíkur eða lengra keyri ég 10-20 ferðir innanbæjar. Það er meiri umferð innanbæjar! Fólk er að hugsa um annað en aksturinn! Líldegra innanbæjar. Hvað á að hafa í matinn? Þvott- urinn enn úti á snúru og farið að rigna! Steini til tannlæknis, sækja tékkhefti. Allt tekur hug- ann frá akstrinum. A 35 km hraða flýgur beltislaus ökumað- urinn á framrúðuna og skerst í framan. Barnið flýgur milli sæt- anna og á mælaborðið ef það er óbundið. Ég hafði tal af ónefndri konu sem var að koma út í búð hér í Grindavík með 2 börn, 10 ára og 2 ára. Öll óbundin. Þó var barnastóll í bílnum. Hefði ég verið lögreglan hefði þessi kona hlotið 22.000 króna sekt og misst 3 punkta af 12 í ökuferil- skrá. Dýr þessi ýsa í hádegismat- inn! Við setjum börnum okkar for- dæmi. Við sættum ekki unga- börn við bílstólana með því að ætla binda þau stundum en oft- ar ekki. Með bestu óskum um slysa- Iausan akstur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.