Dagur - 20.07.1999, Side 3
D^ur
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 - 3
FRÉTTIR
Öskubuskan og
ljóti andarunginn
Stjómvöld gagnrýnd
fyrir að hafa ekki séð
N áttúrugripasafni
íslands fyrir boðlegu
húsnæði.
Náttúrugripasafn Islands og Hið
íslenska náttúrufræðifélag héldu
nýlega upp á 110 ára afmæli sitt,
en félagið var stofnað þann 16.
júlí 1889 til að koma safninu á
fót. I afmælismóttöku hélt Jón
Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt-
úrufræðistofnunar Islands,
ávarp þar sem hann gagnrýndi
m.a. stjórnvöld fyrir að hafa ekki
séð safninu fyrir sæmandi hús-
næði. Hann sagði húsnæðismál-
in ætíð hafa verið safninu íjötur
um fót, að undanskildum þrem-
ur fyrstu áratugum aldarinnar er
safnið var til húsa í Safnahúsinu
við Hverfisgötu.
„Þrátt fyrir ötula baráttu margra
góðra manna, margar samþykkt-
ir Alþingis og ríkisstjórna, 14 eða
15 stjórnskipaðar nefndir, er
Náttúrugripasafnið það eina af
gömlu söfnum þjóðarinnar sem
aldrei hefur fengið bót meina
sinna. Landsbókasafnið gamla
naut skilnings og sama er að
segja um Þjóðminjasafnið, en
Náttúrugripasafnið er ösku-
buskan og litli ljóti andarung-
inn. Orð Arna Friðrikssonar,
fiskifræðings, um safnið á 50
ára afmæli þess árið 1939, um
„sorglegt ástandið", eiga því
miður enn við,“ sagði Jón
Gunnar m.a. í ávarpi sínu.
Eim í bráðabirgðahúsnæði
Hann rakti raunagönguna í hús-
næðismálum safnsins til þessa
dags en safnið hefur sl. 40 ár
verið til húsa við Hlemm í húsa-
kynnum Náttúrufræðistofnunar.
Arið 1959 var talað um „bráða-
birgðahúsnæði" en safnið er þar
enn. Jón Gunnar sagði að hefði
safnið þróast og dafnað með
eðlilegum hætti ættu Islendingar
„stórt og öflugt" náttúrugripa-
safn sem væri heimsótt af 80-
100 þúsund gestum á ári. Nú
væru þeir aðeins um 6 þúsund
árlega.
Biðstaða hefur verið í húsnæð-
ismálum sl. sjö ár eða frá því að
ríkið sagði síg úr samstarfi \að
borgina og háskólann um ný-
byggingu fyrir safnið. Jón Gunn-
ar sagði fjárlaganefnd Alþingis
hafa neitað framlagi til sam-
keppni meðal arkiteka um teikn-
ingu af húsinu. Síðan þá hafi rík-
isstjórnir árlega samþykkt að
ráða bót á þessu ófremdará-
standi en án árangurs. „Eg er þó
bjartsýnn og trúi því að úr muni
rætast fyrr en síðar. Ekki síst
vegna þess að við höfum fengið
nýjan, ferskan og öflugan um-
hverfisráðherra, sem ég bind
miklar vonir við,“ sagði Jón
Gunnar ennfremur og beindi
orðum sínum til Sivjar Friðleifs-
dóttur sem viðstödd var athöfn-
ina. Ekki náðist í Siv í gær vegna
þessa máls. -BJB
Fjórir hafa sótt um stöðu sóknar-
prests á Akureyri sem losnar þeg-
ar sr. Birgir Snæbjörnsson lætur af
störfum.
Þrjár konur
viljabrauð
áAkureyri
Fjórar umsóknir bárust um starf
sóknarprests í Akureyrarpresta-
kalli, en umsóknarfrestur rann út
15. júlí sl. Sr. Birgir Snæbjöms-
son lætur af prestskap I. septem-
ber nk. og þá tekur sr. Svavar A.
Jónsson við hans starfi en hann
hefur verið aðstoðarprestur sr.
Birgis, og því vantaði sóknarprest
í hans stað.
Umsækjendur eru Arna Yr Sig-
urðardóttir, guðfræðingur á Akur-
eyri; Jónína Elísabet Þorsteins-
dóttir, sem vígð er til embættis
fræðslufulltrúa kirkjunnar á
Norðurlandi með aðsetur á Akur-
eyri; sr. Lilja Kristín Þorsteins-
dóttir, sóknarprestur á Raufar-
höfn og sr. Magnús Björn Bjöms-
son, meðferðarfulltrúi á ung-
lingageðdeild Landspítalans, en
hann hefur ekki starfað sem
prestur að undanförnu. Sr.
Magnús var vígður árið 1979 til
Seyðisfjarðarprestakalls og starf-
aði þar til ársins 1986. GG
Kærdur fyrir
ólöglegar veiðar
Norska nótaskipið Österbris við bryggju á Akureyri. Utan á því liggur
varðskipið Óðinn.
Norska nótaskipið Österbris frá
Bergen, sem er stærsta og nýjasta
loðnu- og síldarskip norska flot-
ans, um 1772 brúttótonn, var
fært til hafnar á mánudaginn af
varðskipinu Óðni. Skipið er met-
ið á liðlega milljarð íslenskra
króna. Við eftirlit varðskips-
manna mældust möskvar í poka
loðnunótar skipsins að meðaltali
17,4 mm, sem er 11,2% undir
löglegri möskvastærð, en lág-
marksstærð möskva skal vera
samkvæmt reglugerð 19,6 mm.
Österbris var statt um 80 sjómíl-
ur norður af Grímsey, eða um 46
sjómílur innan íslensku lögsög-
unnar. Skýrslutaka hófst hjá
sýslumannsembættinu á Akur-
eyri í morgun. Lögreglurannsókn
lauk síðdegis í gær og sagði
Björn Jósef Arnviðarson, sýslu-
maður, að gefin yrði út ákæra í
málinu sem þá snýst um ólögleg-
ar veiðar norska skipsins í ís-
lensku fiskveiðilögsögunni.
Málið verður síðan tekið fyrir í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
í dag og má vænta dómsniður-
stöðu í dag. Verði skipstjórinn
sakfelldur, má búast við allhárri
sekt þar sem upphæð hennar er
metin út frá verðmæti skipsins,
veiðarfæra og afla, en loðnuafli
skipsins var heldur lítill þegar
varðskipsmenn fóru um borð til
möskvamælingarinnar. Þess má
geta að systurskip Österbris, sem
heitir Hargun, er einnig við
bryggju á Akureyri, en það kom
þangað aðfaranótt laugardagsins
með bilaða vél, en sakir þess að
skipið er aðeins nokkurra mán-
aða gamalt er viðgerðin væntan-
lega á ábyrgð tryggingafélags
skipsins. Vonir standa til að
Hargun komist aftur út á mið-
vikudag. GG
Siunarfrí tefur formaimsmálið
Vegna sumarfría hefur for-
mannahópurinn svokallaði ekki
getað fundað síðustu daga
vegna tillögunnar um formann
nýrra Samtaka atvinnulífsins.
Til stóð að kynna tillöguna í
byrjun þessarar viku en að sögn
eins úr hópnum gæti endanleg
ákvarðanataka dregist eitthvað
á langinn.
Mörg nöfn hafa verið nefnd í
þessu máli en formannahópurinn
hefur verið þögull sem gröfin þeg-
ar Ijölmiðlar hafa gengið á hann.
Einar Benediktsson, forstjóri OIís,
er eitt af síðustu nöfnurn sem upp
hafa komið. Þegar Dagur reyndi
að ná tali af honum fyrir helgi
fengust þau skilaboð að hann vildi
ekki ræða þessi mál viö Ijölmiðla.
Formannahópurinn hefur komið
að tali við hann og hefur hann
verið undir feldi að hugsa málið.
-BJB
Jökulsá á Sólheimasandi að sjatna
Hlaup sem hófst í Jökulsá á Sólheimasandi aðfaranótt sunnudagsins
virðist vera í rénun en um tíma á sunnudag var umferð um brúna
bönnuð en þá vætlaði áin um brúargólfið. Orsök hlaupsins er ókunn
en stór sigketill, um 1,5 km í þvermál og 50 metra djúpur, hefur
myndast í Mýrdalsjökli. Vísindamannaráð Almannavarna ríkisins tel-
ur ekki útilokað að sviðpaður atburður geti átt sér stað fljótlega. Talið
er að annað hvort lítið eldgos eða breyting á jarðhitavirkni síðustu
vikur eða mánuði hafi valdið jökulhlaupinu.
Almannavarnir ríkisins hafa beint því til almennings og ferða-
manna í kringum Mýrdalsjökul að hafa vara á sér og fylgjast með gos-
mekki, brennisteinsfnyk eða óvenjulegum vexti í ám. Ekki síst er
þessari ábendingu beint að ferðafólki sem gengur um „Laugaveg“
þessa dagana, en nú eru Hnsældir þess einmitt að nálgast hámark.
Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, sagði síðdegis í gær
að engrar aukinnar virkni væri vart. Þó hefði orðið vart aukinnar
virkni í Eyjafjallajökli. Jökulsá á Sólheimasandi virtist vera að ná eðli-
Iegu rennsli en Almannavarnanefnd Mýrdalshrepps hefði allan vara
á. Helga sagði að ferðafólk væri varað við að tjalda nálægt jökulám en
töluvert er um ferðafólk á þessum slóðum, m.a. á vélsleðum á jöklin-
um. Rennsli hefur aukist töluvert í Múlakvísl sem rennur úr austur-
hluta Mýrdalsjökuls. Um miðnætti aðfaranótt mánudags fannst þar
megn brennisteinslykt. GG
200 milljónir
í skautahöll
Framkvæmdir við skautahöllina, sem verið er að byggja á Akureyri,
munu kosta rétt rúmar 200 milljónir. Þetta er heldur meira en Iagt
var upp með til hliðsjónar í byrjun, og hljómar mismunurinn upp
á 47 milljónir. Það var svo samþykkt af bæjarráði, þann 15. júlí síð-
astliðinn, að \4sa tillögu framkvæmdanefndar um viðbótarfjárveit-
inguna til endurskoðunar fjármálanefndar.
Asgeir Magnússon, forseti bæjarráðs, segir að þessi hækkun stafi
ekki af því að framkvæmdir hafi farið fram úr fjárhagsáætlun held-
ur hafi verið ákveðið að byggja stærra og betra hús en í upphafi var
tekin ákvörðun um. Hann segir að rnálið hafi verið Iátið lfta mjög
illa út í útvarpinu í síðustu viku, þar sem það hljómaði eins og það
væri verið að biðja um 47 milljónir til viðbótar við það, sem hafði
áður verið beðið um, og vildi hann leiðrétta þann misskilning. „Það
er búið að ákveða að byggja skautahús, sem kostar 200 milljónir.
Hins vegar er það inni á fjárveitingu ársins 1999, þar sem ekki er
gert ráð fyrir því að framkvæmdir við skautahúsið kosti svona mik-
ið. Það þarf því meiri peninga á þessu ári,“ sagði Asgeir. AÞM